Morgunblaðið - 25.06.2002, Side 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Vegna styrkingar krónunnar
og lægra dollaraverðs
lækka
Viking fellihýsin um
100.000 kr.
Verð nú 759.000 með bremsum
• Tæki sem brenna gasi eiga að vera CE merkt •
Netsalan ehf.
Garðatorgi 3, 210 Garðabæ,
símar 565 6241 og 893 7333, Fax 544 4211, netfang: netsalan@itn.is
Opið
Virka daga frá kl. 10-18.
Laugardag frá kl. 10-16.
Lokað á sunnudögum
,,ÉG tel að það sé skylda mín sem
utanríkisráðherra að fjalla um þau
vandamál sem við stöndum frammi
fyrir í sambandi við samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið,“ segir
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra er borin voru undir hann þau
ummæli Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra í Morgunblaðsviðtali
á sunnudag, að hann væri ekki
ánægður með endurteknar yfirlýs-
ingar Halldórs um kosti aðildar að
ESB.
Það mál sem mest
er rætt í Evrópu
,,Ég tel jafnframt að það sé ekki
hægt að ræða framtíð þess samn-
ings án þess að fjalla um kosti og
galla hugsanlegrar aðildar að Evr-
ópusambandinu.
Þetta er það mál sem er mest
rætt í Evrópu í dag og það er engin
leið að komast hjá því
að við gerum það einn-
ig og ég mun halda
áfram að gera það,“
segir Halldór.
Í viðtalinu fjallaði
forsætisráðherra m.a.
um EES-samninginn
og Evrópusambandið
og sagði að utanríkis-
ráðherra virtist alger-
lega ónæmur fyrir öll-
um göllum þess.
,,Það er alveg ljóst
að allar lausnir fyrir
okkur hafa bæði kosti
og galla og það höfum
við reynt að draga
fram.
Hins vegar verður ekki horft
fram hjá ýmsum vandamálum sem
eru uppi við núverandi stöðu okkar
og það er það sem við höfum verið
að fjalla um og mun-
um halda áfram að
gera það,“ segir utan-
ríkisráðherra.
Í Morgunblaðsvið-
talinu gagnrýndi for-
sætisráðherra hve erf-
iðlega gengi að fá
einhverja efnisum-
ræðu um Evrópumál-
in.
Aðspurður um þetta
sagðist Halldór ekki
vita hvað forsætisráð-
herra væri að tala um.
,,Hann verður að út-
skýra það,“ sagði Hall-
dór.
Forsætisráðherra
sagðist einnig í viðtalinu ekki hafa
neina trú á að þjóðin muni hafa
áhuga á að gera hugsanlega aðild
að Evrópusambandinu að kosninga-
máli í komandi alþingiskosningum.
,,Hvorki ég eða aðrir ákveða
hvaða mál verða kosningamál.
Það eru þau mál sem fólki finnst
skipta mestu máli fyrir framtíðina
og þetta er eitt af þeim málum sem
hefur mikla grundvallarþýðingu
fyrir íslenskt þjóðfélag um langa
framtíð,“ sagði Halldór er þetta var
borið undir hann.
,,Ég hef ekki trú á öðru en að
það verði þar á dagskrá, en hversu
veigamikið það verður, get ég að
sjálfsögðu ekki sagt um,“ sagði
Halldór.
Hann var einnig spurður hvort
yfirlýsingar Davíðs í viðtalinu um
Evrópumálin og ágreiningur þeirra
hefði áhrif á samstarf þeirra í rík-
isstjórn og svaraði Halldór því til
að hann legði ekki í vana sinn að
vera með palladóma um einstök við-
töl.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um ummæli forsætisráðherra
Mun halda áfram að ræða
kosti og galla aðildar að ESB
Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra
„LÚPÍNAN er dálítið eins og eld-
urinn, það þarf að fara varlega
með hana, hún getur eftir að-
stæðum bæði haft góð og slæm
áhrif á gróður,“ segir dr. Borgþór
Magnússon, plöntuvistfræðingur
hjá Náttúrufræðistofnun Íslands
og formaður undirbúningsnefndar
fyrir Alþjóðlegu lúpínuráðstefn-
una sem haldin var á Laugarvatni
dagana 19.–24 júní.
„Alaskalúpínan sem notuð hef-
ur verið til uppgræðslu hér á
landi hefur þann kost að hún vex
vel í ófrjóum söndum og öðru
eyðilandi en vegna þess hve hún
er hávaxin og breiðumyndandi
getur hún einnig kæft annan
gróður, til dæmis í mólendi,“ út-
skýrir Borgþór. Hann bendir á að
lúpínur þurfi yfirleitt ekki áburð
til að vaxa, bakteríur í rótum
hennar bindi nitur úr loftinu og
þannig framleiði hún sjálf nægan
áburð til að geta vaxið við afar
erfið skilyrði. Hann segir rætur
og köfnunarefnisnám lúpínu ein-
mitt vera eitt af því sem til um-
fjöllunar hefur verið á ráðstefn-
unni en af öðrum viðfangsefnum
nefnir hann sjúkdóma sem herja á
lúpínur, erfðafræði og kynbætur
og jarðrækt og fóðurfræði.
Alþjóðalúpínusamtökin standa
fyrir ráðstefnunni á Laugarvatni
en þau eru félagsskapur vísinda-
manna, ræktenda og áhugamanna
um lúpínur. Auk Borgþórs hafa
samstarfsmenn frá Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins, Land-
græðslu ríkisins og Skógrækt rík-
isins unnið að undirbúningi
ráðstefnunnar. Um 120 manns frá
23 þjóðlöndum eru komin hingað
til að taka þátt í ráðstefnunni,
meðal annars frá Chile, Ástralíu
og Rússlandi og eru hér fimm er-
lendir gestafyrirlesarar. Slík ráð-
stefna er nú haldin í tíunda sinn
en undirbúningur hennar hefur
staðið yfir í um eitt og hálft ár að
sögn Borgþórs. „Sérstök áhersla
hefur verið lögð á fjölærar lúp-
ínur, vistfræði þeirra, nýtingu til
landgræðslu og áhrif í nýjum
heimkynnum. Andrea Pickart
vistfræðingur frá Bandaríkjunum
fjallaði þannig um áhrif runnalúp-
ínu í nýjum heimkynnum í Kali-
forníu og hvernig reynt hefur
verið að koma í veg fyrir að hún
eyddi þar sérstæðum strand-
gróðri.“
Lúpínurækt mest í Ástralíu
Lúpínur eru nýttar á marg-
víslegan hátt, til dæmis eru ein-
ærar lúpínur ræktaðar í dýrafóð-
ur, að sögn Borgþórs. Hann
bendir á að mest sé ræktað af
lúpínu í Ástralíu þar sem einær
lúpína er ræktuð á einni milljón
hektara. „Lúpínufræið eða baun-
irnar eru nýttar í mjöl sem fer að
mestu leyti í fóðurblöndur.“ Hann
nefnir dæmi um margvísleg önnur
not. „Í Tasmaníu eru framleidd
um 1.500 tonn af lúpínufræi á
hverju ári sem menn borða sem
snakk, gjarnan þegar þeir sitja og
kneyfa öl. Í Chile er lúpínumjöl
líka gjarnan notað í deig við
kökubakstur til þess að fá
ákveðna áferð á kökur.“
Þá eru lúpínur víða notaðar í
sáðskiptum t.d. með byggi til að
viðhalda frjósemi jarðvegs og
draga úr notkun á tilbúnum
áburði, að sögn Borgþórs. „Í líf-
rænum búskap þar sem tilbúinn
áburður er ekki notaður er einær
lúpína gjarnan ræktuð þriðja
hvert ár til að undirbúa jarðveg-
inn fyrir annars konar ræktun.
Eiginleikar hennar til að binda
nitur nýtast þá gróðrinum sem
ræktaður er næsta ár á sama
akri.“
Borgþór segir ráðstefnugestina
meðal annars hafa skoðað lúpínu-
breiður og uppblásin svæði í
Þjórsárdal. Hann bætir við að
ráðgert sé að halda næstu alþjóð-
legu lúpínuráðstefnu í Mexíkó að
þremur árum liðnum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lúpínan er notuð á margvíslegan hátt, t.d. eru fræ einærrar lúpínu mikið notuð í fóðurblöndur. Hér er mikil lúpínubreiða við Golfvöllinn í Garðabæ.
Notuð í bakstur og
borðuð sem snakk
Alþjóðlega lúpínuráðstefnan haldin hér á landi
SÖFNUN sem vinir og að-
standendur Davíðs Tong Li,
sem missti eiginkonu sína, son
og foreldra í hörmulegu slysi
við Blöndulón að kvöldi 17. júní
sl, hefur gengið vonum framar
að sögn Sveins Óskars Sigurðs-
sonar, eins aðstandanda söfn-
unarinnar. Sveinn segir Davíð
Tong Li vilja koma á framfæri
þakklæti til allra sem hafa stutt
hann með fjárframlögum og
öðrum hætti. Þá vill hann
þakka íslenska sendiráðinu í
Kína, Útlendingaeftirlitinu og
sendiráði Kína á Íslandi fyrir
veitta aðstoð og stuðning.
Sveinn Óskar segir tilgang
söfnunarinnar vera þann að
reyna að koma í veg fyrir að
fjárhagsáhyggjur bætist ofan á
aðrar áhyggjur vegna þess
mikla missis sem Davíð hefur
þurft að þola.
Ríkar skuldbindingar
við tengdaforeldra sína
Sveinn Óskar segir að búast
megi við að Davíð fari á heima-
slóðir sínar í Kína til að ná átt-
um í lífinu. Þá segir hann að
eiginkona hans, Jing Li, hafi
verið einkabarn foreldra sinna
og þar af leiðandi hafi Davíð
ríkar skuldbindingar gagnvart
tengdaforeldrum sínum í fram-
tíðinni.
Útför Jing Li, Alberts Junc-
hen Li, tæplega árs gamals son-
ar þeirra Davíðs, og foreldra
hans, Shouyuan Li og Xiuping
Lin, fer fram í dag, þriðjudag.
Davíð rekur veitingastaðinn
Rikki Chan á Smáratorgi í
Kópavogi.
Þeir sem vilja sýna stuðning
sinn með fjárframlögum er
bent á reikning í Búnaðarbanka
Íslands á Smáratorgi sem hægt
er að leggja inn á. Reikningur-
inn er nr. 328-13-888.
Söfnunin
gengur
vonum
framar