Morgunblaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐAHÚSIÐ við Hverfisgötu var formlega opnað um þarsíðustu helgi, og var þá meðal annars kaffi- hús á fyrstu hæð hússins tekið í notkun. Andrúmsloft kaffihússins verður með alþjóðlegum blæ en þar eru sæti fyrir 80 manns, að sögn Bjarneyjar Friðriksdóttur, fram- kvæmdastjóra Alþjóðahússins. „Kaffihúsið verður nokkurs konar lífæð hússins og sá hluti þess sem mun helst ná til þeirra sem ekki endilega eiga beint erindi í húsið, á meðan skrifstofustarfssemin snýst að mestu leyti um þjónustu við fólk af erlendum uppruna sem er búsett hér. “ Fyrstu vikuna hefur verið erill í kaffihúsinu og hafa jafnt Íslendingar sem erlendir gestir komið þar við, að sögn Bjarneyjar. Matseðillinn verð- ur breytilegur þar sem gestakokkar frá fjarlægum löndum munu sjá um matreiðslu eina viku í senn. „Við höf- um verið með gestakokk frá Angóla sem mæltist mjög vel fyrir hjá gest- um, fólk virtist kunna vel við að fá að prófa mat frá Afríku.“ Við opnunina fékk Alþjóðahúsið gervihnattadisk og sjónvarp að gjöf frá Reykjavíkurdeild Rauða kross- ins og að sögn Bjarneyjar verður með búnaðinum hægt að ná sjón- varpsefni hvaðanæva að úr heimin- um „Því verður komið fyrir inni í setustofu niðri í kjallara þegar að- staðan þar verður tilbúin. Stofan verður opin gestum og gangandi sem geta þá komið inn og horft til dæmis á fréttir frá Afríku eða Asíu.“ Hún nefnir að einnig standi til að í kjallaranum verði haldin matreiðslu- námskeið fyrir almenning með kokk- um frá fjarlægum löndum. „Þetta verða átta manna kvöldnámskeið þar sem fólk mun elda mismunandi rétti með kokkinum og borða þá svo öll saman.“ Töluverð upplýsinga- og þjónustu- starfssemi hafði verið í Alþjóðahús- inu síðustu mánuði fyrir hina form- legu opnun en hún fer að mestu fram á annarri hæð hússins. Meðal annars er þar túlkaþjónusta þar sem 50 tungumál eru á skrá. Þar getur fólk af erlendum uppruna fengið lagalega og hagnýta ráðgjöf auk þess sem haldin eru fræðslukvöld m.a. um ís- lenskt samfélag fyrir hópa, að sögn Bjarneyjar. Þá er boðið upp á menn- ingar- og fordómafræðslu fyrir Ís- lendinga sem Bjarney segir vera nýtta af ýmis konar félagasamtök- um, skólum og leikskólum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gestakokkar frá fjarlægum löndum sjá um matreiðsluna í kaffihúsi Alþjóðahússins sem opnaði um síðustu helgi. Erill í kaffi- húsinu FÉLAGSDÓMUR felldi þann dóm sl. sunnudag að boðaðar verkfalls- aðgerðir Félags ungra lækna næstu daga og vikur væru ólögmætar. Segir í niðurstöðu dómsins að félag- ið sé bundið af gildandi kjarasamn- ingi fjármálaráðuneytisins og Læknafélags Íslands. Fjármálaráðuneytið stefndi Fé- lagi ungra lækna og Læknafélagi Íslands fyrir félagsdóm vegna máls- ins. Læknafélag Íslands var sýknað enda talið ágreiningslaust að það ætti ekki í deilum við ráðuneytið. Félagi ungra lækna er gert að greiða LÍ 100.000 kr. í málskostnað og fjármálaráðuneytinu 200.000 kr. í málskostnað. Félag ungra lækna hafði boðað sólarhringsverkfall fjórum sinnum og átti það fyrsta að hefjast aðfara- nótt mánudagsins 24. júní. Síðan var boðað fjögurra sólarhringa verkfall í ágúst og allsherjarverkfall frá 2. september. Félag ungra lækna taldi sig ekki bundið af kjarasamningi LÍ og fjármálaráðu- neytis frá 2. maí sl. en hann á að gilda út árið 2005. Hefði fulltrúi fé- lagsins neitað að rita undir samn- inginn þar sem ekki hefðu verið virtar grundvallaróskir um vinnu- ákvæði, kjör og fleira. Í framhaldi af því var samþykkt á aukaaðal- fundi félagsins 10. maí að það yrði sjálfstætt stéttarfélag. Fjármálaráðuneytið krafðist þess að boðaðar vinnustöðvanir Félags ungra lækna yrðu dæmdar ólög- mætar. Læknafélag Íslands hefði farið með samningsaðild fyrir Félag ungra lækna allt frá stofnun þess og við upphaf samningaviðræðna hefði ekki verið tilkynntur fyrirvari eða áskilnaður um breytingar á samningsaðild eða samningsum- boði. Fulltrúi Félags ungra lækna hefði tekið þátt í samningaviðræð- um. Ekki lögformlegur samningsaðili Í niðurstöðu félagsdóms er vísað til ákvæða í lögum nr. 94/1986 þar sem kveðið er á um að stofnun nýs félags sem fer með samningsumboð skuli tilkynna að minnsta kosti þremur mánuðum fyrir lok samn- ingstímabils kjarasamninga sem gilda fyrir félagsmenn hins nýja fé- lags. Segir að Félag ungra lækna hafi verið sjálfstætt aðildarfélag Læknafélags Íslands þegar kjara- samningur var gerður við LÍ 2. maí. Félagið hafi ekki samkvæmt fé- lagslögum sínum verið stéttarfélag sem var lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna. Af þeim sökum sé Félag ungra lækna bundið af kjarasamningi fjármála- ráðuneytisins og LÍ frá 2. maí 2002 með gildistíma út árið 2005. Málið dæmdu Helgi I. Jónsson, Gylfi Knudsen, Erla Jónsdóttir, Björn L. Bergsson og Kristján Torfason. Félagsdómur dæmir verkfallsboðun Félags ungra lækna ólögmæta Segir félagið bundið af kjarasamningi LÍ „OKKUR eru eiginlega allar bjarg- ir bannaðar. Það er búið að neyða okkur inn í samninginn,“ sagði Jó- hann Elí Guðjónsson, varaformaður Félags ungra lækna, í samtali við Morgunblaðið, og á hann þar við kjarasamning Læknafélags Íslands og fjármálaráðuneytis. Félag ungra lækna hefur aflýst boðuðum vinnu- stöðvunum í kjölfar dóms fé- lagsdóms um að þær væru ólögleg- ar. Jóhann Elí segir félagið verða að una dómnum en stjórnin hugleiði með lögfræðingi sínum hvort unnt sé að stefna ríkisvaldinu til að fá úr því skorið hvort ákveðin ákvæði kjarasamningsins um vinnutíma séu lögmæt. „Við viljum vita hvort það sé verið að brjóta á mannréttindum okkar með því að svipta okkur öll- um vinnuverndarákvæðum og lág- markshvíldarákvæðum,“ segir Jó- hann Elí. Segir hann líklegt að boðað verði til félagsfundar í næstu viku til að ræða stöðuna. „Þetta er bara frelsisskerðing, ríkisvaldið getur eiginlega útjaskað okkur í vinnu,“ segir varaformað- urinn og bendir á að tekin hafi ver- ið út atriði í samningnum frá í vor sem voru í fyrri samningi, m.a. um vaktafrí eftir vaktatarnir og ákvæði um 8 tíma lágmarkshvíld. Hann segir þessi atriði vera í samningn- um gagnvart sérfræðingum og fulltrúi Félags ungra lækna hafi lýst óánægju með það í kjaravið- ræðunum og ekki skrifað undir samninginn. Uppsagnir íhugaðar „Ég hef heyrt óánægjuraddir meðal félagsmanna og heyrt að menn íhugi að segja upp en ég veit ekki í hversu miklum mæli,“ segir Jóhann Elí og kveður stjórn félags- ins ekki hvetja til sérstakra að- gerða. Hann segir unglækna geta sagt upp með venjulegum þriggja mánaða fyrirvara og síðan gætu vinnuveitendur framlengt þann frest um aðra þrjá mánuði ef þeim sýndist svo. Jóhann Elí sagði að- spurður að unglæknar gætu sótt í aðrar stöður, t.d. í heilsugæslunni, þar sem vinnutími væri skaplegur eða haldið utan til sérnáms. Sagði hann hafa borist tilboð frá Svíþjóð um námsstöður þar í landi. Unglæknar óánægðir með niðurstöðu félagsdóms Íhuga að stefna ríkinu „Jú, þetta er bara skemmtilegt, það er fínt að læra um önnur lönd og fá að vita hvernig fólkið þar býr,“ sögðu þau Þórunn Friðriksdóttir og Árni Jón Gíslason, sem voru í menn- ingar- og fordómafræðslu í Al- þjóðahúsinu þegar blaðamann bar þar að garði. Þau eru bæði 14 ára starfsmenn hjá Vinnuskóla Reykja- víkur en hópur unglinga þaðan var þar í fræðslu þennan dag. Þau voru sammála um að þeim fyndist fín til- breyting að eyða deginum þar og mun betra en að vinna úti í rokinu. Þau sögðust vera nýbúin að fræðast um Ghana og Víetnam en áttu svo eftir að læra um fleiri lönd síðar um daginn, sumt höfðu þau heyrt áður en annað var alveg nýtt. „Okkur er aðallega sagt frá menningunni í þessum löndum og kannski aðeins frá tungumálinu. Þetta er auðvitað allt mjög ólíkt Íslandi.“ Þórunni og Árna fannst sjálfsagt að allir krakkar fengju fræðslu um fordóma og voru sammála um að þeir væru fyrir hendi hjá krökkum og unglingum. „Ég held að kannski séu ekki svo miklir fordómar gagn- vart útlendingum eða öðrum kyn- þáttum, frekar til dæmis fordómar gagnvart þeim sem gengur vel í skóla. Það verður til dæmis alltaf að kalla þá nörda,“ útskýrði Þórunn og bætti við að sér fyndust for- dómar fáranlegir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Árni Jón Gíslason og Þórunn Friðriksdóttir. Fordómar fáranlegir BÍLVELTA varð við Króka- læki á Holtavörðuheiði skömmu upp úr hádegi í gær- dag. Að sögn lögreglunnar í Borg- arnesi missti ökumaður stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum vinstra megin og fór hann tvær veltur. Þrjú börn voru í bílnum auk ökumanns og voru þau flutt með lögreglubíl með minnihátt- ar meiðsli á heilsugæslustöðina í Borgarnesi. Ökumaður og börnin þrjú voru öll spennt í bílbelti. Borgarnes Bílvelta við Króka- læki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.