Morgunblaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 11
BORGARSTJÓRN hefur samþykkt
að hefja vinnu við heildarstefnu-
mörkun Reykjavíkur í orkumálum
sem felur m.a. í sér endurskoðun á
eignarhlut borgarinnar í Lands-
virkjun. Er stefnumörkunin að sögn
borgarstjóra gerð í framhaldi af
þeirri uppbyggingu sem átt hefur
sér stað í orkumálum undanfarið og
vegna þeirra breytinga og aukinnar
samkeppni sem vænta má í samræmi
við frumvarp til nýrra raforkulaga.
Samkvæmt tillögunni mun borgar-
ráð skipa sérstakan starfshóp til
þess að vinna að verkefninu.
Björn Bjarnason, oddviti sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn, sagði
að tillagan lýsti vantrausti á stjórn
Orkuveitunnar og formann hennar,
Alfreð Þorsteinsson. Sagði hann
meirihluta borgarstjórnar ekki hafa
burði til að móta stefnu í orkumálum
í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hef-
ur hjá OR undanfarið, t.d. stórauk-
inna skulda fyrirtækisins.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, benti á að stefna orku-
mála yrði að mótast á faglegum rök-
um, en ekki pólitískum, og því eðli-
legt að sérstök nefnd fjallaði um
málið.
Samkvæmt tillögunni verða horf-
ur á áframhaldandi nýtingu vist-
vænnar orku á starfssvæði Orkuveit-
unnar kannaðar svo og möguleikar á
nýjum orkuvinnslusvæðum. Þá
verða áhrif breytts rekstrarum-
hverfis í raforkumálum á starfsemi
OR metin.
Í máli borgarstjóra kom m.a. fram
að frumvarp til nýrra raforkulaga
gerði ráð fyrir aukinni samkeppni í
viðskiptum með orku og því þyrfti að
endurskoða 45% eignarhlut borgar-
innar í Landsvirkjun. Borgin ætti
rúm 90% í OR sem yrði keppinautur
Landsvirkjunar. Borgarstjóri ræddi
um hugsanlegar leiðir til að skipta
Landsvirkjun upp í nokkur fyrir-
tæki. Sagði hún að það mætti hugsa
sér að Landsvirkjun yrði skipt upp
eftir landsvæðum og gætu þá t.d.
Sogsvirkjun og Nesjavellir orðið eitt
fyrirtæki, hugsanlega í eigu borgar-
innar.
„Frumvarp til raforkulaga felur í
sér heildarendurskoðun á löggjöf um
vinnslu, flutning, dreifingu og sölu
raforku,“ sagði Ingibjörg. „Grunn-
hugmyndin er að markaðssjónarmið
verði höfð að leiðarljósi við vinnslu
og sölu raforku. Höfuðatriði í þessu
frumvarpi er að skilja að samkeppn-
is- og einokunarþætti raforkukerfis-
ins.“
Í frumvarpinu er að sögn Ingi-
bjargar mælt með hlutafélagavæð-
ingu á orkumarkaði.
Ör þróun í orkumálum
Í greinargerð sem lögð var fyrir
borgarstjórn vegna tillögunnar kem-
ur fram að ör þróun hafi orðið í orku-
málum Reykjavíkur á undanförnum
árum. Þar segir að Orkuveitan hafi
haslað sér völl á sviði raforkufram-
leiðslu með virkjun á Nesjavöllum og
undirbúið frekari gufuaflsvirkjanir á
Hellisheiði. Þá hefur Orkuveitan
eignast Hitaveitu Þorlákshafnar og
hitaveitur á Bifröst og Svartagili.
Akranesveitur, Hitaveita Borgar-
ness og Andakílsárvirkjun samein-
uðust Orkuveitunni á síðasta ári og á
OR tæplega 80% hlut í Hitaveitu
Akraness og Borgarfjarðar.
Í árslok 2001 voru samþykkt ný
lög um Orkuveitu Reykjavíkur og
með þeim breyttist OR í sameign-
arfyrirtæki og Akranesbær, Borgar-
byggð, Borgarfjarðarsveit, Garða-
bær og Hafnarfjörður eiga nú aðild
að því.
Innviðir OR hafa veikst
Björn Bjarnason gagnrýndi að OR
hefði verið breytt í sameignarfélag.
Sagði hann óeiningu innan R-listans
hafa valdið því að svo var gert.
Rekstrarfyrirkomulagið veikti stöðu
fyrirtækisins í samkeppni við Hita-
veitu Suðurnesja sem væri hluta-
félag og skilaði meiri hagnaði en OR
á síðasta ári.
Björn sagði málefni OR hafa
þróast á hættulegan hátt vegna
skorts á skýrri stefnumörkun meiri-
hlutans. „Innviðir fyrirtækisins hafa
verið að veikjast. Kom berlega í ljós
á síðasta kjörtímabili hversu vafa-
samt er að stjórna fyrirtæki eins og
Orkuveitunni án þess að því séu sett
skýr markmið og nákvæmlega sé
hægt að fylgjast með því hvernig
markmiðum skuli náð.“
Sagði hann tillöguna um orkumál
viðurkenningu meirihlutans á því að
gagnrýni á stefnuleysi Orkuveitunn-
ar og óljós markmið í rekstri hennar
ættu við rök að styðjast.
„Tillagan minnir á það að skortur
á skýrri stefnu og lausatök við stjórn
Orkuveitu Reykjavíkur hafa veikt
fyrirtækið andspænis væntanlegum
keppninautum sínum.“
Ólafur F. Magnússon, borgar-
fulltrúi F-lista, studdi tillögu R-
listans en borgarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokks sátu hjá við afgreiðslu máls-
ins.
Tillaga samþykkt um heildarstefnumörkun borgarinnar í orkumálum
Endurskoða
þarf eignarhlut
í Landsvirkjun
PÁLL Skúlason háskólarektor
sagði í ræðu við brautskráningu
kandídata um helgina að Háskóli
Íslands hefði verið mikilvægasta
tæki íslensku þjóðarinnar til að til-
einka sér og nýta alþjóðleg vísindi
og tækni til að byggja upp sjálf-
stætt íslenskt þjóðfélag á síðustu
öld og endurnýja íslenska menn-
ingu. Nú væru hins vegar runnir
upp aðrir tímar og huga þyrfti sér-
staklega að því hvernig menntun
fólks ætti að vera í ríki sem vildi
taka fullan þátt í þeirri alheims-
menningu sem háskólar heimsins
hefðu átt drýgstan þátt í að móta.
Rektor segir að íslenska ríkið
þurfi að verða menntaríki þar sem
mennskan sé sett í öndvegi, ríki
sem byggi á verðmætum og rétt-
indum sem varði allar þjóðir, alla
félagshópa og alla einstaklinga
jafnt.
Sjálfstæði þjóðarinnar háð
menntun hennar
Páll sagði að þótt hin vísinda-
lega og tæknilega menntun væri
forsenda þess að Íslendingar gætu
eygt von um að lifa af sem sjálf-
stæð þjóð og vera fullgildur þátt-
takandi í alheimsmenningunni yrði
hann þó að játa að sá grunur
læddist æ oftar að að þau öfl, sem
mestu réðu í heiminum hefðu í
reynd lítinn skilning á því hvað
hér væri raunverulega í húfi:
„Fyrir þeim,“ sagði háskólarektor,
„eru menntun, vísindi og þekking
fyrst og fremst hentug tæki til að
tryggja völd og áhrif. Fyrir þeim
vakir að verja auðlegð og yfir-
burðastöðu gagnvart fjöldanum
sem krefst síaukinnar hlutdeildar í
gæðum heimsins. Hér standa al-
þjóðleg stórfyrirtæki og auðugar
stéttir hinna ríku þjóða andspænis
almenningi og fátæklingum heims-
ins. Hinir ríku eiga þann draum að
treysta og auka auð sinn með því
að framleiða og selja enn meira.
Alveg eins og valdhafa dreymir
um að verja og styrkja völd sín
með því að sigra í næstu kosn-
ingum. Ekkert annað skiptir meira
máli.“ Háskólarektor taldi að
þessa takmörkuðu veraldarsýn
skorti sanna menntahugsjón. Slík
hugsjón liti á öll skólastigin sem
eina samfellu og setti þroska ein-
staklingsins ofar völdum og áhrif-
um.
Þá benti Páll á að skólakerfi
landsins væri fjarri því að vera
eins heilsteypt og skilvirkt og það
ætti að vera og stærsta og mik-
ilvægasta verkefnið í skólamálum
landsins væri að gera sér skýra
grein fyrir því hvers konar mann-
eskjur Íslendingar vildu ala upp
frá leikskóla til háskóla og þar
með hvers konar þjóð menn vildu
að byggi hér á landi í framtíðinni.
„Hér skiptir mestu hvaða fyr-
irmyndum, hæfileikum og verð-
mætum menntakerfi okkar heldur
fram og boðar börnum okkar og
komandi kynslóðum.“
Rektor sagði að þróun íslenska
skólakerfisins mætti greina sund-
ur í þrjú skeið sem væru órofa
tengd stjórnmálasögu landsins.
Fyrsta skeiðið tengdist sjálfstæð-
isbaráttunni og tilurð íslenska
þjóðríkisins og þá hefði þurft að
setja á laggirnar skóla til að
mennta þær stéttir embættis-
manna sem gætu borið hitann og
þungann af því að halda uppi sjálf-
stæðu þjóðríki. „En á 20. öld,“ hélt
rektor áfram, „kom önnur hugsjón
til skjalanna sem hefur ekki síður
sett mót sitt á stjórnmálin og
skólakerfið. Þetta er hugsjónin um
velferðarríkið, ríki sem er ætlað að
skapa öllum einstaklingum og fé-
lagshópum skilyrði til sómasam-
legra lífskjara. Forsenda þess er
sú að móta öflugt og blómlegt
efnahagslíf með fjölda sérhæfðra
fyrirtækja og stofnana sem eru
rekin af velmenntuðu starfsfólki í
ótal greinum. Segja má að skóla-
kerfi landsins hafi ekki haft undan
við að stórauka fræðslu af marg-
víslegum toga til að mæta hinum
nýju þörfum þjóðfélagsins fyrir
sérfræðinga og kunnáttufólk.“
Þurfum að setja
mennskuna í öndvegi
Háskólarektor benti hins vegar
á að til þess að framangreind
menntahugsjón næði fram að
ganga yrðu menn að stíga þriðja
skrefið og temja sér hugsunarhátt
og móta menntakerfi, sem tæki
ekki eingöngu mið af því hvernig
menntun fólks þarf að vera til að
skapa þjóðríki og byggja upp vel-
ferðarríki, heldur einnig af því
hvernig menntun fólks þyrfti að
vera í ríki sem vildi taka fullan
þátt í þeirri alheimsmenningu sem
háskólar heimsins ættu drýgstan
þátt í að móta.
Til að skýra hvað hér er í húfi
vitnaði Páll til orða franska hugs-
uðarins Montesquieu: „Byggi ég
yfir vitneskju um eitthvað sem
gæti nýst mér vel, en gæti reynst
fjölskyldu minni skaðlegt, gerði ég
hana brottræka úr huga mér.
Hefði ég vitneskju sem gæti verið
fjölskyldu minni heilladrjúg, en
skaðað gæti ættjörð mína, myndi
ég reyna að gleyma henni. Vissi ég
eitthvað sem nýst gæti ættjörð
minni, en gæti reynst Evrópu
skaðlegt, eða heilladrjúgt fyrir
Evrópu en skaðlegt mannkyninu,
liti ég á það sem glæp, því að ég er
maður í eðli mínu en franskur ein-
ungis af hendingu.“
„Þetta er sá hugsunarháttur,“
sagði rektor, „sem öllu skiptir fyr-
ir framtíðina og við eigum að
leggja til grundvallar í uppeldi
barna okkar af því að hann er í
anda sannrar menntunar og vís-
inda. Íslenska ríkið á vissulega að
vera þjóðríki og velferðarríki en
það verður hvorugt ef því tekst
ekki að verða það sem mestu
skiptir, nefnilega menntaríki, ríki
sem setur mennskuna í öndvegi og
byggir á þeim verðmætum og rétt-
indum sem varða allar þjóðir, alla
félagshópa og alla einstaklinga
jafnt.“
Páll Skúlason háskólarektor um menntun á tímum alheimsmenningar
Ísland á að vera þjóðríki,
velferðarríki og menntaríki
Morgunblaðið/Jim Smart
Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands,segir þörf á breyttum áherslum í
menntamálum, hér rísi menntaríki þar sem mennskan sé sett í öndvegi.
HÁKON Hákonarson læknir varði
doktorsritgerð sína: „Altered trans-
membrane signalling and respon-
siveness of asthmatic sensitized
airway smooth muscle“, 22. apríl sl.
Andmælendur voru Peter Barnes,
prófessor við
National Heart &
Lung Institute,
Imperial College,
London og Guð-
mundur Þorgeirs-
son, prófessor við
læknadeild Há-
skóla Íslands.
Reynir Tómas
Geirsson prófess-
or, forseti læknadeildar Háskóla Ís-
lands, stjórnaði athöfninni sem fór
fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands.
Hákon er fæddur á Akureyri árið
1960. Hann lauk stúdentsprófi frá
MA 1980 og læknaprófi frá HÍ 1986.
Sérfræðingspróf í barnalækningum
1992 frá University of Connecticut
og í lungnalækningum barna frá
University of Pennsylvania School of
Medicine árið 1996. Hákon rekur
umfangsmikla rannsóknarstarfsemi
við læknaháskólann í Pennsylvania
og var sú rannsóknarvinna sem ligg-
ur til grundvallar doktorsnámi hans í
sameindalíffræði astma unnin þar á
árunum 1993–98. Hákon hefur leitt
lungnarannsóknarsvið Íslenskrar
erfðagreiningar frá 1998 og er yf-
irmaður lyfjafræðarannsókna og
rannsóknasviðs bólgu og sjálfs-
ofnæmissjúkdóma hjá sömu stofnun
auk þess að sinna lungnalækningum
við barnadeild Landspítala – há-
skólasjúkrahúss. Ritgerðin byggist á
10 vísindagreinum sem birtar hafa
verið í virtum alþjóðlegum vísinda-
tímaritum sem einkum fjalla um
lungna- og ofnæmissjúkdóma. Há-
kon hefur birt niðurstöður vísinda-
rannsókna sinna á vísindaþingum um
heim allan og hlotið viðurkenningar í
formi rannsóknarstyrkja fyrir störf
sín.
Doktorsritgerðin fæst við grunn-
rannsóknir á astma, nánar tiltekið
um hlutverk öndunarvöðvans í mein-
gerð astma, og var að mestu unnin
við læknaháskóla Pennsylvaniu í
Fíladelfiu.
Hákon er kvæntur Maríu Björk
Ívarsdóttur, grafískum hönnuði, og
eiga þau þrjú börn, Ívar Örn, Sig-
rúnu Maríu og Sólveigu Helgu.
Um grunn-
rannsóknir
á astma
Borgarnes
Eldur í hjóli flutn-
ingabifreiðar
ELDUR kviknaði í hjóli aftanívagns
flutningabifreiðar við Hreinsstaði í
Norðurárdal á sunnudagskvöld.
Að sögn lögreglunnar í Borgar-
nesi virðist legan í hjólinu hafa gefið
sig og hún ofhitnað með þeim afleið-
ingum að dekk og loftpúði sprungu.
Lögregla var kölluð á staðinn og
aðstoðaði hún ökumann við að
slökkva eldinn og koma tengivagni
út í vegarkant.
Tveir sækja um
Nesprestakall
TVEIR prestar sækja um embætti
prests í Nesprestakalli í Reykjavík.
Umsóknarfrestur rann út 14. júní síð-
astliðinn.
Umsækjendur eru séra Skírnir
Garðarsson og séra Örn Bárður Jóns-
son.
Embættið verður veitt frá 1. októ-
ber næstkomandi. Vígslubiskup Skál-
holtsumdæmis boðar saman valnefnd
prestakallsins. Í henni sitja auk hans
fimm fulltrúar prestakallsins og pró-
fastur Reykjavíkurprófastsdæmis
vestra. Biskup Íslands skipar í emb-
ættið til fimm ára samkvæmt niður-
stöðu valnefndar sé hún einróma.
Sóknarprestur í Nesprestakalli er
séra Frank M. Halldórsson.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦