Morgunblaðið - 25.06.2002, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.06.2002, Qupperneq 13
Morgunblaðið/Kristján Roðagyllt miðnætursól LENGSTI dagur ársins er nú að baki og daginn tekur smám sam- an að stytta. Enn geta menn þó notið þess að vaka um bjartar sumarnætur og fylgjast með roðagylltum himni þar sem mið- nætursólin leikur stórt hlutverk. Kylfingar búa sig nú sem óðast undir þátttöku í miðnætur- golfmótinu Arctic Open en það verður sett á Jaðarsvelli við Ak- ureyri á morgun, miðvikudag. AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 13 www. .is ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ KÍKTU Á NETIÐ KARLMAÐUR um fimmtugt hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra ver- ið dæmdur til að greiða 55 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs, þá er hann sviptur ökurétti í 6 mánuði og gert að geiða sakarkostnað. Maðurinn var ákærður fyrir um- ferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis frá Stykkishólmi áleiðis til Dalvíkur, en hann stöðvaði för sína við sumarbú- stað skammt sunnan bæjarins. Þar handtók lögregla manninn. Atburð- urinn átti sér stað í byrjun maí árið 2000. Málið hefur tvívegis verið tekið fyrir í héraðsdómi áður og var mað- urinn sýknaður í bæði skiptin. Fyrst féll dómur í málinu í febrúar árið 2001 og áfrýjaði ríkissaksóknari til Hæstaréttar sem ómerkti héraðs- dóminn þremur mánuðum síðar. Dómur féll öðru sinni í október í fyrra og var maðurinn enn sýknaður. Líkt og áður krafðist saksóknari þess að maðurinn yrði sakfelldur og skaut málinu til Hæstaréttar. Niðurstaða hans frá í mars á þessu ári var sú að héraðsdómurinn var ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munn- legrar sönnunarfærslu fyrir þremur héraðsdómurum. Staðhæfði að neysla hefði hafist eftir að akstri lauk Málsatvik eru þau að lögregluvarð- stjóri sem leið átti um Ólafsfjarðar- veg þekkti manninn þar sem hann var á ferð og taldi að ekki væri allt eins og ætti að vera varðandi akst- urslag hans. Hafði hann sambandi við lögreglu á vakt sem hélt að sumarbú- staðnum og handtók manninn. Blóð- og þvagsýni vegna alkóhólsrann- sóknar voru tekin úr manninum á Akureyri og reyndist maðurinn ölv- aður. Neitaði maðurinn að hafa verið undir áhrifum áfengis við aksturinn, en bar að hann hefði hafið neyslu eftir að akstri lauk. Þá staðhæfði maður- inn að hann hefði verið í bústaðnum í allt að 20 mínútur áður en lögreglu bar að garði. Vitnisburður lögreglu- mannanna tvegga var með öðrum hætti og töldu þeir að maðurinn hefði dvaldið þar í um eina mínútu einn. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að fjarstæðukennt sé að ætla að maðurinn hafi náð að neyta svo mikils áfengis á örskömmum tíma sem raun bar vitni samkvæmt mælingu á vín- andamagni í blóði. Sterkar líkur séu á, þrátt fyrir neitun mannsins, að hann hafi ekið bifreiðinni undir áhrif- um áfengis. Bendir dómurinn hins vegar á að lögregla hafi ekki leitað með skipulegum hætti að áfengi og áfengisumbúðum í bústaðnum til að kanna hvort eitthvað væri til í stað- hæfingum um að neysla hefði hafist eftir að akstri lauk. Dóminn kváðu upp héraðsdómar- arnir Ásgeir Pétur Ásgeirsson dóms- formaður, Skúli J. Pálmason og Hall- dór Halldórsson dómstjóri. Guðjón Jóel Björnsson sýslumannsfulltrúi sótti málið en Jón Kr. Sólnes var verjandi mannsins. Þriðji dómur Héraðsdóms í ölvunarakstursmáli Tvívegis sýknaður en nú sakfelldur „ÞETTA var alveg stórkostlegt, við erum í sjöunda himni,“ sagði Hall- grímur Indriðason, framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Eyfirð- inga, en á fimmta hundrað manns mætti í Jónsmessugöngu í Kjarna- skógi á sunnudagskvöld. Þetta var í þriðja sinn sem farið er í Jónsmessugöngu í Kjarnaskógi en á síðasta ári komu rúmlega 100 manns og var viðbúnaður við það miðaður að ekki yrðu fleiri gestir í göngunni nú. „Síðast bar gönguna upp á laugardagskvöld og við áttum von á að færri myndu slást með okk- ur í för nú á sunnudagskvöldi,“ sagði Hallgrímur. Auk Skógræktarfélagsins tóku Minjasafnið, Norræna félagið, Listasumar og Leikklúbburinn Saga þátt í Jónsmessugöngunni nú. Leiðsögumenn fræddu göngumenn um gróður í skóginum, jurtir og lækningamátt þeirra auk þess sem fléttað var inn þjóðlegum fróðleik tengdum Jónsmessunni. Ungmenni í Leikklúbbnum Sögu höfðu und- irbúið sýningu sem fór fram á hin- um ýmsu viðkomustöðum í skóg- inum og sagði Hallgrímur hina kraftmiklu krakka hafa vakið verð- skuldaða athygli. „Þetta var mögn- uð sýning og menn voru mjög ánægðir með hvernig til tókst,“ sagði hann um framlag Sögufélaga. Ungmennin í samvinnu við Agnar Jón Egilsson settu sýninguna sam- an, en hún byggðist á goðsögnum frá Jónsmessunótt og inn í þær var fléttuð saga um afdrifaríka atburði. Í ljósi þess hve mikið fjölmenni tók þátt í göngunni nú sagði Hallgrímur að farið yrði yfir framkvæmdina og hugað að öðru skipulagi fyrir næstu Jónsmessugöngu að ári. Sennilega þyrfti að skipta mönnum upp í smærri hópa svo að fólk gæti til fulls notið leiðsagnarinnar. Á fimmta hundrað manns mætti í Jónsmessugöngu Erum í sjöunda himni Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Leikklúbburinn Saga tók virkan þátt í Jónsmessugöngu í Kjarnaskógi. KÆRUNEFND útboðsmála hefur gefið út bráðabirgðaúr- skurð um að ekki verði gengið til samninga um byggingu rann- sókna- og nýsköpunarhúss við Háskólann á Akureyri, á meðan nefndin fjallar um kæru Ístaks og Nýsis á framkvæmd útboðs- ins. Að sögn Guðmundar Ólafs- sonar í fjármálaráðuneytinu er kæran til efnislegrar umfjöllun- ar hjá kærunefndinni og er nið- urstöðu að vænta eftir um mán- uð. Guðmundur, sem jafnframt á sæti í valnefnd vegna útboðsins, sagði að ekki hefði verið kynnt efnisleg niðurstaða útboðsins og málið væri enn til skoðunar hjá Ríkiskaupum og viðkomandi ráðuneytum. Til stóð að hefja framkvæmdir við byggingu hússins nú í sumar og afhenda það fullbúið haustið 2003. Hins vegar á eftir að koma í ljós hvort það ferli sem nú er í gangi kemur til með að setja þar strik í reikninginn. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu á laugardag bárust tvö tilboð í framkvæmdina að undangengnu lokuðu útboði í forvali, annars vegar frá Ístaki hf. og Nýsi hf. og hins vegar frá Íslenskum aðalverktökum hf., ISS á Íslandi ehf. og Landsafli hf. Ríkiskaup stóðu fyrir útboð- inu en um er að ræða svonefnda einkaframkvæmd. Sérstök val- nefnd fór yfir tilboðin en hún hefur ekki skilað af sér, að sögn Guðmundar. Stefán Þórarinsson, rekstrar- stjóri Nýsis, sagði í Morgun- blaðinu um helgina að það mat sem lagt var á þeirra lausnir hefði ekki byggst á útboðsgögn- um heldur einhverjum tilfinn- ingum manna. Útboðsgögnin hefðu verið mjög afgerandi um hvernig byggingin ætti að vera og eftir þeim hefðu Ístak og Nýsir farið en hinir aðilarnir ekki. Kærunefnd útboðsmála fjallar um kæru Ístaks og Nýsis Ekki verði gengið til samn- inga á meðan Benedikt áfram stjórn- arformaður KEA BENEDIKT Sigurðarson hefur verið kjörinn formaður stjórnar KEA svf. til tveggja ára. Aðrir sem sæti eiga í stjórninni næstu tvö ár eru Úlfhildur Rögnvalds- dóttir, Björn Friðþjófsson og Haukur Halldórsson, en Tryggvi Þór Haraldsson, Alda Traustadótt- ir og Þórhallur Hermannsson voru kjörin í stjórnina til eins árs á að- alfundi KEA svf. sem haldinn var nýlega. „Við erum nú með gjörbreytt samvinnufélag,“ sagði Benedikt og benti á að KEA væri skuldlaust fé- lag, ekki með neinn rekstur inni í sjóði en réði yfir miklum eignum. Hann sagði félagið þess albúið að fjárfesta í samstarfi við aðra, fé- lagið yrði ekki ráðandi í nýjum fjárfestingum heldur myndi það leitast við að laða aðra til sam- starfs varðandi fjárfestingar. Nýrrar stjórnar bíður nú það verkefni að ráða nýjan kaupfélags- stjóra en Eiríkur S. Jóhannsson hefur látið af störfum og tekið við sem framkvæmdastjóri Kaldbaks. Benedikt sagðist trúa því að KEA í breyttum farvegi yrði öfl- ugasti byggðastuðningur sem fé- lagssvæðið gæti fengið. Það hefði burði til þess að efla mannlíf og stórfjölga tækifærum ungs fólks á svæðinu. Júmbóþota á Flugsafnið á Akureyri? FORSVARSMENN Flugsafnsins á Akureyri eru að kanna mögu- leika á að fá Boeing 747 breiðþotu á safnið næsta vor, samkæmt heimildum Morgunblaðsins. Slík þota er engin smásmíði og verður vafalaust erfitt að koma henni fyr- ir við safnið á Akureyrarflugvelli. Alltént er ekki gert ráð fyrir að henni verði komið fyrir innan dyra, heldur verði búkur hennar notaður undir starfsemi safnins. Boeing- breiðþota er um 70 metra löng og á þremur hæðum. Eftir að búið er að fjarlægja úr henni ónauðsynlega hluti getur hún nýst vel til sýn- ingahalds. Árlega eru margar risa- þotur teknar úr flugrekstri og þeim komið fyrir í svonefndum flugvélakirkjugörðum. Arngrímur Jóhannsson, eigandi Atlanta, er í stjórn Flugsafnsins á Akureyri og ef af verður hefur hann tekið að sér að fljúga risaþot- unni til bæjarins. Arngrímur er ekki ókunnugur þessum breiðþot- um enda með margar slíkar í rekstri Atlanta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.