Morgunblaðið - 25.06.2002, Side 14

Morgunblaðið - 25.06.2002, Side 14
SUÐURNES 14 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ AÐALFUNDUR Prestafélags Ís- lands var haldinn á Egilsstöðum í lið- inni viku og sátu hann um 70 manns. Helstu viðfangsefni fundarins voru kjaramál og nauðsyn þess að auka samstarf á milli prestakalla. Sr. Jón Helgi Þórarinsson, for- maður Prestafélagsins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að auk venju- bundinna aðalfundarstarfa hefðu kjaramál verið ofarlega á baugi. „Það hefur verið allmikil stöðnun í kjaramálum presta undanfarin miss- eri, en virðist eitthvað vera að leys- ast úr núna,“ sagði Jón Helgi. „Við vildum t.d. fá það metið til launa að hægt er að kalla okkur út hvenær sem er og hefur kjaranefnd fallist á það. Fjallað var um starfsaðstöðu presta, ekki síst í sveitunum, sem er um margt töluvert erfið þeim sem búa á prestssetrum. Tryggja þarf prestum frí með reglulegu millibili, tækifæri til endurmenntunar og koma í veg fyrir kulnun í starfi. Af öðrum einstökum málum aðal- fundarins nefndi Jón Helgi endur- skoðun á siðareglum presta frá 1994 og umfjöllun um mikilvægi þagnar- skyldunnar í tengslum við lög sem löggjafinn er að setja um að ákveðnar stéttir eigi jafnvel að greina frá ýmsu sem þær verða áskynja. Þá er talað um að breyt- ingar þurfi að gera á skipan presta- kalla. „Rýmka eða lækka þarf þessar girðingar, getum við sagt, sem eru á milli prestakallanna, auka samstarf- ið og þannig gæði þjónustunnar. Hugmyndin er að fara með þessar hugmyndir út um land til prestanna á næsta ári og sjá hvernig þeir myndu vilja útfæra þetta heima í héraði,“ sagði Jón Helgi. Prestafélagið undirbýr nú útgáfu guðfræðingatals ásamt sögu félags- ins og guðfræðimenntunar á Íslandi. Aðalfundurinn var haldinn daginn fyrir prestastefnu en hún stóð í tvo daga og lauk með pílagrímagöngu og miðnæturmessu í Selskógi við Egils- staði. Aðalfundur Prestafélags Íslands Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Það var býsna tilkomumikið að sjá þátttakendur prestastefnu á Egils- stöðum fylkja sér undir krossmarki í píslarvottagöngu frá Egilsstaða- kirkju yfir í Selskóg að kvöldi síðara fundardags. Í skóginum var haldin miðnæturmessa, sem þótti heppnast vel þrátt fyrir nokkurn kulda. Auka á samstarf milli prestakalla Egilsstaðir LC-KONUR á Húsavík stóðu fyrir Jónsmessugöngu sl. sunnudags- kvöld og var gengið sem leið lá frá Gónhól að Eyvíkurfjöru eða Höfðagerðissandi sem fjaran heitir réttu nafni. Veðrið var eins og best var á kosið og lék við göngu- fólkið sem var á öllum aldri. Um 80 manns tóku þátt í göng- unni og þegar í fjöruna var komið var buðu LC-konur upp á veit- ingar, kveiktur var varðeldur og sungið við gítarspil Sigurðar Ill- ugasonar. Meðan þeir eldri sungu léku börnin sér í flæðarmálinu, reyndu m.a. að láta steinvölur fleyta kellingar og nutu sum þau yngri aðstoðar þeirra sem eldri voru. Hvort það var söngurinn sem laðaði að aðra en göngufólkið sjálft skal ósagt látið en meðan á þessu stóð sást selur eða selir fylgjast með og tvær seglskútur komu siglandi inn með Tjörnesi áleiðis til Húsavíkur. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Varðeldurinn logaði glatt í fjörunni á Höfðagerðissandi. Sólarlagið var ekki til að skemma stemninguna, Lundey í baksýn. Jónsmessuganga á Höfðagerðissand Húsavík SIGURÐUR Hallmannsson í Garði man tímana tvenna. Hann fagnar í næsta mánuði 92 ára afmæli en árin hafa farið um hann mjúkum höndum, þrátt fyrir oft og tíðum erfiða vinnu og ýmis áföll. Þeir sem sjá hann á sínu daglega rölti um Garðinn, mæta honum akandi á miðri Reykjanesbraut eða kasta á hann kveðju þar sem hann stendur með garðklippurnar í hendinni utan við reisulegt hús sitt, eiga erfitt með að trúa því að hér sé á ferðinni maður á tí- ræðisaldri. Blaðamanni Morg- unblaðsins lék forvitni á að vita hvernig Sigga Hall, eins og hann er alltaf kallaður, tekst að halda sér svona sprækum. „Ætli ég sé ekki bara svona góð framleiðsla,“ segir Siggi og kímir. Hann er heldur ekki frá því að þrældómurinn og útiveran sem einkennir sjómannslífið hafi líka gert honum gott. Siggi stundaði sjómennsku frá tímum árabáta til stórra skipa og þegar hann lítur yfir farinn veg hristir hann hausinn. „Ég hef upplifað miklar breytingar. Sumt finnst mér alveg fráleitt, eins og launaþróun og bilið milli verka- manna og iðnaðarmanna,“ og þar með er gamli verkalýðsforinginn kominn upp í Sigga, en hann gegndi formennsku í verkalýðs- félagi Gerðahrepps til margra ára. Hann segist þó ekki vilja lifa gamla tíma aftur, þeir hafi oft verið erfiðir. Vel á sig kominn líkamlega Það eru ekki nema ellefu ár síðan Siggi hætti að vinna, en hann hafði þá verið atvinnubíl- stjóri í rúmlega 2 áratugi. „Ég keypti mér vörubíl fljótlega eftir að ég hætti á sjónum árið 1966. Þá nennti ég þessu ekki lengur, fannst sérstaklega erfitt að tapa alltaf sumrunum á síldarvertíð- inni og ég vildi geta ráðið mínum vinnutíma sjálfur.“ Siggi var þá orðinn ekkill, missti eiginkonu sína, Jóneu Helgu Ísleifsdóttur, árið 1988, en hann hefur aldrei látið einveruna buga sinn og býr enn í tveggja hæða húsi sem þau hjónin reistu í Garðinum á sjötta áratugnum. Siggi hefur einnig séð á eftir tveimur sonum sínum. En það er alltaf stutt í hlátur- inn og sú mikla kímnigáfa sem Siggi hefur á sennilega stóran þátt í langlífi hans og góðri heilsu. „Til hvers að vera að barma sér,“ segir hann, „það er enginn ávinningur í því.“ Og þeg- ar Siggi er spurður að því hvern- ig hann eyðir dögunum er ljóst að hann er fullur af lífsorku og lífsgleði. „Ég fer í gönguferðir hérna um nágrennið, skrepp í búðina og snyrti garðinn minn. Ég fer líka mikið til Sandgerðis, á höfnina, og ræði við sjómennina þar. Þaðan reri ég lengst af þeg- ar ég var á sjónum og ég hef gaman af því að spjalla við menn með sömu reynslu og ég. Stund- um skrepp ég lengra. Ég fæ allt- af bílprófið endurnýjað, enda er ég ákaflega vel á mig kominn lík- amlega, nokkuð liðugur ennþá og viðbragðsfljótur þannig að ég kemst allra minna ferða. Það er bara heyrnin sem farin er að bila. Ég les mikið og hef einnig ákaf- lega gaman af að elda þó ég sé einn og er bara nokkuð nýj- ungagjarn í eldhúsinu.“ Með þessum orðum er blaða- manni boðið í eldhúsið þar sem heitt brauð bíður á skurðarbrett- inu og nýlagað kaffi á könnunni. Enginn ávinningur í því að vera að barma sér Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Sigurður Hallmannsson eyðir mörgum stundum í að snyrta og halda við garðinum sínum. Hann les einnig mikið og dundar sér í eldhúsinu. Garður STJÓRN Sparisjóðsins í Keflavík hefur ákveðið að kæra fyrrver- andi stjórnarformann kælivéla- framleiðandans Thermo Plus í Reykjanesbæ til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og tilraun til fjárkúgunar og vísað vinnubrögð- um blaðamanns DV til siðanefnd- ar Blaðamannafélags Íslands. Í fréttatilkynningu Sparisjóðs- ins er sagt frá því að í desember síðastliðnum hafi Sparisjóðurinn höfðað mál gegn Ragnari Sig- urðssyni og fleirum vegna ábyrgðar þeirra á skuldabréfi að fjárhæð 4,5 milljónir kr. Eftir það hafi Ragnar leitast við að koma höggi á Sparisjóðinn með óréttmætum svívirðilegum ásök- unum til lögreglu og Fjármála- eftirlits um skjalafals, umboðs- svik, fjársvik og veðsvik sem eigi að hafa átt sér stað innan sjóðs- ins í tengslum við meðferð hluta- bréfa í Thermo Plus. Segir að all- ar þessar ásakanir séu tilhæfulausar og fráleitar. Síðasta útspil Ragnars hafi verið að krefjast þess að Fjármálaeftirlit- ið svipti Sparisjóðinn í Keflavík starfsleyfi á meðan lögregla rannsakaði kærur hans þótt eng- in slík rannsókn stæði yfir. Fram kemur í tilkynningunni að Fjár- málaeftirlitið hafnaði kröfu Ragnars um sviptingu starfsleyf- is og Ríkislögreglustjóri aðhafð- ist ekkert vegna kæru Ragnars þangað. Í fréttatilkynningunni kemur fram að fréttir voru ítrekað birt- ar í DV eins og um væri að ræða raunverulegt og alvarlegt saka- mál en ekki hugarfóstur eins manns. Einnig er vikið að frétta- flutningi blaðsins af kynningar- fundi Sparisjóðsins í síðustu viku og talað um skáldskap í því sam- bandi. „Vegna þeirrar ófrægingarher- ferðar sem rekin hefur verið op- inberlega með óskiljanlegum atbeina DV hefur stjórn Spari- sjóðsins í Keflavík ákveðið að kæra Ragnar Sigurðsson til lög- reglu fyrir rangar sakargiftir og tilraun til fjárkúgunar. Jafnframt hefur vinnubrögðum blaðamanns DV verið vísað til Siðanefndar Blaðamannafélagsins og í fram- haldi af því verður tekin ákvörð- un um höfðun meiðyrðamála gegn viðkomandi blaðamanni og heimildarmanni hans,“ segir í til- kynningu Sparisjóðsins frá því í gær. Eftirmál gjaldþrots Thermo Plus Kæra fyrrverandi stjórnarformann fyrir rangar sakargiftir Keflavík Gjaldskrá hitaveitunn- ar hækkar um 3% Reykjanes GJALDSKRÁ Hitaveitu Suðurnesja hf. hækkar um 3% frá 1. ágúst næst- komandi. Hækkunin nær til sölu á rafmagni og heitu vatni á orkuveitu- svæðinu sem er Suðurnes, suður- hluti höfuðborgarsvæðisins og Vest- mannaeyjar. Landsvirkjun tilkynnti 3% hækk- un gjaldskrár á rafmagni frá 1. ágúst og í framhaldi af því samþykkti stjórn Hitaveitunnar tillögu for- stjóra um sömu hækkun gjaldskrár. Ástæðan er fyrst og fremst nauð- syn þess að halda í við verðlags- hækkanir, að því er fram kemur hjá Júlíusi Jónssyni forstjóra í Frétta- veitunni, fréttabréfi Hitaveitu Suð- urnesja. Vekur hann athygli á því að 5–6% hækkun sem kom til fram- kvæmda í september sl. hafi verið talsvert undir verðlagshækkunum, sem hafi verið 8,6% frá áramótum, og vísitala neysluverðs hafi nú þegar hækkað um 1,5%. Segir Júlíus að þótt gjaldskrárhækkun Landsvirkj- unar hafi ein og sér ekki umtalsverð áhrif á rekstur HS þá sé ljóst að sömu undirliggjandi forsendur séu hjá Hitaveitunni fyrir hækkun og hjá Landsvirkjun. Loks getur hann þess að við gerð fjárhagsáætlunar hafi verið miðað við að gjaldskráin hækk- aði um 4% um mitt ár og sé sú hækk- un sem ákveðin hefur verið því minni en gert var ráð fyrir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.