Morgunblaðið - 25.06.2002, Síða 15

Morgunblaðið - 25.06.2002, Síða 15
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 15 w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 16 Heilir sturtuklefar í horn með öryggisgleri og segullæsingu. Innifalið í verði: sturtubotn með vatnslás, blöndunartæki með sturtusetti. Tilboðsverð kantaðir: 70x70 cm kr. 48.950,- stgr 80x80 cm kr. 50.250,- stgr Tilboðsverð rúnnaðir: 80x80 cm kr. 65.780,- stgr 90x90 cm kr. 67.450,- stgr Baðkars- sturtuhlífar úr öryggis- gleri Verð frá: 14.900,- Handlaugar í borð Verð frá 8.950,- stgr Handlaugar á vegg Verð frá 3.950,- stgr WC með stút í vegg eða gólf Með setu- festingum Tvöföld skolun Verð frá 17.250,- stgr Inn- byggingar WC Verð sett með öllu kr. 43.800,- stgr E ldhússtá lvaskar í úrval i sumartilboðDÚNDUR V. Fellsmúla • S. 588 7332 Ný vefsíða: www.i-t.is Baðkör Stærðir 160x70, 170x70, 160x75 form. m. handföngum 170x75 form. m. handföngum 170x83 form. m. handföngum 180x83 form. m. handföngum Verð frá 12.350,- stgr. Opið: Mán - fös 9-18 Lau 10-14 Verð frá 7.350,- stgr AÐ venju var haldin sýning á munum og vinnu nemenda Höfða- skóla kringum skólaslitin nú í vor. Að þessu sinni var sýningin með óhefðbundnum hætti því auk mynda og muna úr tré, járni, leir og gifsi var leiksýning með döns- um, söng og upplestri og Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur las upp. Skólasýningin var opnuð laug- ardaginn fyrir sjómannadag og var hún síðan einnig opin á sjómanna- daginn meðan kaffisala fór fram í skólanum á vegum björgunarsveit- arinnar. Við opnun sýningarinnar las Ólafur Haukur Símonarson kafla úr bók sinni Fólkið í blokkinni, en krakkarnir í 3., 4., og 5. bekk sýndu síðan leikrit byggt á bók- inni. Það var með söngvum, dansi og leik unnið af bekkjunum þrem- ur undir stjórn kennaranna sinna. Krakkarnir í fjórða bekk hafa ver- ið að lesa bókina í vetur og verið í tölvusamskiptum við Ólaf Hauk, sem hefur jafnóðum svarað spurn- ingum þeirra og vangaveltum sem vaknað hafa við lesturinn. Var al- menn ánægja með skemmtilega sýningu hjá krökkunum en fullt var út úr dyrum í félagsheimilinu meðan hún stóð yfir. Að leiksýningunni lokinni fóru gestir í skólann og skoðuðu annað það sem boðið var upp á af verkum nemenda. Þar bauð matarhópur nemenda fólki að smakka smárétti og nýbakað brauð við miklar vin- sældir. Nýgerð vídeó-stuttmynd nemenda var sýnd nokkrum sinn- um og vakti hún mikla athygli þótt hún hafi verið umdeild, eins og mörg góð listaverk eru. Sú ný- breytni var einnig að þessu sinni að krakkarnir í skólanum kynntu verk sín fyrir sýningargestum og sátu fyrir svörum ef einhverjar spurningar vöknuðu hjá fólki. Vel heppnuð sýning í skólanum Skagaströnd Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson RAUÐI krossinn afhenti nýlega Sambýlinu í Pálsgarði á Húsavík sérhannaðan hnakk fyrir fatlaða og fór afhendingin fram í Hesta- miðstöðinni í Saltvík. Hnakkur þessi sem nefnist Seif- ur á sér nokkuð langa sögu en það var Guðrún Fjeldsted sem lengi hafði boðið fötluðu fólki á hestbak sem kom að máli við Er- lend Sigurðsson söðlasmið og spurði hvort ekki væri hægt að hanna hnakk þannig að fatlaðir gætu setið hest einir. Útkoman er hnakkur með sérútbúið bak og á því eru ólar sem eru spenntar ut- an um einstaklinginn svo hann fær þann besta stuðning sem hægt er að veita. Þetta hefur komið sér mjög vel fyrir þjálfara og gjörbreytt möguleikum fatl- aðra til þess að stunda hesta- mennsku. Margt fólk var samankomið í Hestamiðstöðinni þegar afhend- ingin fór fram enda var hnakk- urinn prófaður strax og reyndist mjög vel. Það var Guðjón Ingva- son hjá Rauðakrossinum sem af- henti gripinn og Erlendur söðla- smiður var mættur á staðinn til þess að leiðbeina fólkinu. Mjög almenn ánægja ríkir hjá fötluðum með framtak þetta. Hnakkur fyrir fatlaða Morgunblaðið/Atli Vigfússon Bjarni Ólafsson knapi ánægður í nýja hnakknum ásamt Bjarna Páli Vil- hjálmssyni Hestamiðstöðinni í Saltvík, Guðjóni Ingvasyni frá Rauða- krossinum og Erlendi Sigurðssyni söðlasmið. Laxamýri EINS og víða annars staðar á landinu blés köldu að norðan í Skagafirði á þjóðhátíðardaginn, en á þrem stöðum var efnt til hátíð- arhalda, á Sauðárkróki, á Hofsósi og í Varmahlíð. Hins vegar virðast Skagfirðingar svo sem aðrir lands- byggðarmenn hafa sloppið við all- ar kaldar kveðjur til Fjallkonunn- ar og önnur mótmæli, sem nú virðast stunduð af kappi sums staðar á landinu. Á Sauðárkróki voru hátíðarhöldin í umsjá Ung- mennafélagsins Tindastóls og Skátafélagsins Eilífsbúaa, og var dagskráin flutt inn í íþróttahúsið vegna veðurs, á Hofsósi Íbúasam- takanna Út að austan þar sem dagskrá fór fram á svæðinu við Grunnskólann og í Varmahlíð Ungmennafélagsins Smára, en sú dagskrá fór fram á íþróttasvæði félagsins við Reykjarhól. Á öllum stöðunum var hefðbundin þjóðhá- tíðardagskrá með ávörpum og ræðum en að venju var meginhluti dagskrár helgaður yngstu kynslóð- inni þar sem fram fóru leikir og ýmislegt annað sem skemmtilegt er. Á Sauðárkróki voru skátarnir með Tívolí á Flæðunum, en á Hofsósi komu leynigestir sem voru jólasveinarnir Bjúgnakrækir og Gáttaþefur á leið í sumarparadís jólasveinanna í Málmey og færðu þeir öllum krökkunum íslenska fánann og tóku þátt í og stjórnuðu leikjum af mikilli röggsemi. Á öll- um stöðunum tóku hestamenn virkan þátt í hátíðarhöldunum og fengu allir krakkar sem vildu að komast á hestbak og öllum hátíð- arhöldunum lauk með grillveislum. Morgunblaðið/Björn Björnsson Bjúgnakrækir og Gáttaþefur brugðu á leik á Hofsósi. Kalt í Skagafirði Skagafjörður FLJÓTSDALSHÉRAÐ er gjarn- an rómað fyrir veðurblíðu, en held- ur hefur þó verið kalsasamt á Hér- aðsbúum undanfarna daga. Tók steininn úr 17. júní þegar rigndi eins og hellt væri úr fötu mest- allan daginn og gekk á með hvöss- um stormhviðum. Eyvindará, sem er nokkurs kon- ar bæjarlækur Egilsstaðabúa, var undir kvöldið orðin mórauð mjög og úfin og hafði vatnsborð hækkað vel á þriðja metra í þrengingum Eyvindarárgilsins. Veðurhorfur næstu daga eru fremur ókræsilegar, en heima- menn vita sem er, að þegar sum- arið kemur loks á Fljótsdalshérað, fylgir því besta veður sem hugsast getur. Morgunblaðið/Steinunn Vatnsborð Eyvindarárinnar hækkaði á þriðja metra í miklum rigningum Hryssingslegur þjóðhá- tíðardagur á Héraði Egilsstaðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.