Morgunblaðið - 25.06.2002, Síða 18
NEYTENDUR
18 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 11 - TIL LEIGU
Til leigu er 3. hæðin í þessu fallega,
vel staðsetta og vel þekkta húsi á
Skólavörðustíg 11. Hæðin er 325 fm
en mögulegt er að leigja hana út í
smærri einingum. Góð skrifstofuhæð
með fjölbreytta nýtingarmöguleika. Í
dag er hæðin innréttuð með stórum
opnum rýmum en mögulegt er að
aðlaga hæðina að einhverju leyti
eftir þörfum leigjenda. Lyfta. Frá
hæðinni er mjög fallegt útsýni. Hæðin er laus nú þegar. Upplýsingar gefur
Brynjar Harðarson á skrifstofu Húsakaupa eða í síma 896 2299.
VÍSITALA lyfjaverðs hækkaði um
18,2% á síðasta ári meðan vísitala
neysluverðs hækkaði um 5,9% á
sama tíma. Vísitala lyfjaverðs stóð í
100,2 stigum í byrjun apríl og í 102,5
stigum í byrjun maí og er hún miðuð
við hlut sjúklinga í lyfjaverði.
Hagstofan hefur reiknað út 9,3%
hækkun á lyfjaverði frá áramótum
og 13. apríl síðastliðinn var haft eftir
Gylfa Arnbjörnssyni, framkvæmda-
stjóra ASÍ, í Morgunblaðinu að
breyting á niðurgreiðslum Trygg-
ingastofnunar ríkisins á lyfjum, sem
gerð var um síðastliðin áramót, skýri
hækkunina ekki að öllu leyti. Krón-
an hafi styrkst verulega á tímabilinu
og álykta megi að álagning lyfja-
verslana hafi hækkað um 4–5%.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
sagði síðan í Morgunblaðinu 13. júní
síðastliðinn að hækkun á verði lyfja
frá því í nóvember á síðasta ári væri
um 15%. ASÍ hefur jafnframt metið
það svo að breytingar á greiðsluþátt-
töku Tryggingastofnunar í lyfjaverði
hafi hækkað hlut sjúklinga að með-
altali um 10%.
Samtök verslunar og þjónustu,
sem lyfjaverslanir eiga aðild að, hafa
sett saman greinargerð fyrir Morg-
unblaðið vegna umræðna um þátt
lyfsala og stjórnvalda í hækkun
lyfjaverðs að undanförnu.
„Eftir að vísitala neysluverðs í
júníbyrjun 2002 lá fyrir komu fram
opinberlega athugasemdir frá ASÍ
varðandi hækkun á verði lyfja, ann-
ars vegar í maí 2002 um 1,1% og hins
vegar frá nóvember 2001 til júní
2002 um 15%. Viðurkennt var að rík-
ið hefði dregið úr greiðsluþátttöku
sinni um síðastliðin áramót sem
hefði áhrif til hækkunar á lyfjaverði
en samt var óskað eftir skýringum á
þessari hækkun. SVÞ fagna því að fá
tækifæri til þess að útskýra ástæður
fyrir hækkuðu lyfjaverði á síðustu
mánuðum og árum. Til þess að gera
sér grein fyrir þróun lyfjaverðs
verður að líta yfir lengra tímabil,“
segir í greinargerð frá samtökunum.
Dæmi um 42–91% hærri há-
marksgreiðslu 2002 en 1998
Tímabilið sem til skoðunar er nær
frá desember 1998 til júní 2002 og
hafa lyfsalar tekið dæmi um þróun
verðs á þremur lyfjum á þessu tíma-
bili, að beiðni Morgunblaðsins. Um
er að ræða algengt þvagræsilyf, al-
gengt geðlyf og algengt magalyf þar
sem heildargreiðsla sjúklings er tek-
in saman á fyrrnefndu þriggja og
hálfs árs tímabili. Samkvæmt út-
reikningum þeirra hefur heildar-
greiðsla sjúklings fyrir þvagræsilyf-
ið sem tekið er sem dæmi hækkað
um 42%, heildargreiðsla sjúklings
fyrir geðlyfið sem til dæmis er um
91% og heildargreiðsla sjúklings
fyrir magalyfið um 50%, svo sem
gerð er grein fyrir í töflu hér á síð-
unni.
Um er að ræða bæði B-merkt og
E-merkt lyf. B-merkt lyf eru nauð-
synleg lyf sem Tryggingastofnun
greiðir að drjúgum hluta, E-merkt
lyf eru greidd að einhverju leyti af
Tryggingastofnun. Ekki er tekið til-
lit til afslátta apóteka í þessum út-
reikningum.
„Ef vísitala lyfjaverðs er skoðuð
fyrir sama tímabil kemur í ljós að
hækkunin nam aðeins 34,3%, því er
ljóst að apótekin hafi í gegnum tíð-
ina tekið á sig lækkanir á greiðslu-
þátttöku ríkisins í stað þess að fleyta
þeim út í verðlagið. Nú er hins vegar
svo komið að apótek hafa ekki leng-
ur svigrúm til að taka á sig minnk-
andi þátttöku ríkisins í lyfjakostnaði
og því hafa tvær síðustu aðgerðir
ríkisins til lækkunar á greiðsluþátt-
töku farið beint út í verðlagið. Hinn
1. janúar síðastliðinn tók gildi reglu-
gerð um breytingu á greiðslum al-
mannatrygginga í lyfjakostnaði þar
sem ríkið dró úr sinni þátttöku. Gólf
og þak á greiðsluþátttökulyfjum (E-
og B-merktum lyfjum), það er það
lágmark og hámark sem sjúklingur
greiðir, var hækkað um allt að 11%.
Þetta hafði í raun í mörgum tilvikum
í för með sér meiri hækkun til sjúk-
lings en sem því nemur. Sem dæmi
var hámarksgreiðsla fyrir B-merkt
lyf fyrir lífeyrisþega 950 krónur í
nóvember síðastliðnum en 1.050
krónur í janúar. Sá afsláttur sem
apótekin veita í krónutölu frá há-
marksverði hefur ekki breyst og því
hefur verðið til neytanda hækkað
umfram 11%. Eftirfarandi dæmi út-
skýrir þetta betur.
B-merkt lyf fyrir
lífeyrisþega
nóv.
’01
jan.
’02
breyt-
ing
Hámarksgreiðsla
sjúklings (þak) 950 1.050 11%
Afsláttur apóteks 300 300
Verð til sjúklings 650 750 15%
Hinn 1. apríl síðastliðinn tók gildi ný
smásöluálagning þar sem lyfjaverð-
snefnd ákvað að lækka álagningu á
dýrari lyfjum. Áætla má að þessi að-
gerð hafi leitt til um það bil 1%
hækkunar á lyfjaverði,“ segir enn-
fremur en hér er átt við það að með
ákvörðun um lægri álagningu
minnki svigrúm lyfjaverslana til
þess að gefa afslátt, sem leiði til
hærra verðs til sjúklings.
„Hækkun lyfja um 1,1% í maí
2002, samanber vísitölu neysluverðs,
kemur einkum til vegna þess að til-
tekið lausasölulyf sem hefur töluvert
vægi í vísitölunni var selt með um
35% afslætti í apríl en sá afsláttur
var ekki veittur í maí. Um var að
ræða tímabundið tilboð á umræddu
lyfi í öllum apótekum.
Einnig skal hér bent á að álagn-
ingarreglur í smásölu sem lyfjaverð-
snefnd ákveður breyttust ekki frá 1.
janúar 1997 til 1. apríl síðastliðins,
þegar álagning var lækkuð eins og
áður sagði. Álagningin er byggð á
prósentuhækkun og fastri krónutölu
og miðuð við tiltekið innkaupsverð,“
segir jafnframt.
Bent er á að fasta krónutalan sem
heimiluð er til álagningar hafi ekki
verið uppfærð á þessu tímabili, sem
líka leiði til minna svigrúms fyrir af-
slátt handa sjúklingum, eins og
lægri álagningarprósenta sem
ákvörðuð var 1. apríl og fyrr er get-
ið.
„Vísitala neysluverðs hinn 1. jan-
úar 1997 var 177,80 stig en 222,8 stig
hinn 1. júní 2002, sem er hækkun um
25,3%. Þar sem fasta krónutalan er
ekki tengd vísitölu samsvarar þessi
breyting 8–13% lækkun á álagningu
lyfja sem eru dýrari en 1.000 krónur
í heildsölu,“ segir í greinargerð.
Einnig er bent á að á sama tíma
hafi rekstrarkostnaður aukist.
„Þannig hefur launavísitala til að
mynda hækkað úr 148,8 stigum í
225,8 stig, eða um 51,7%,“ segja
Samtök verslunar og þjónustu í
greinargerð sinni um þróun lyfja-
verðs.
!"
#
!"##" $%
&' $ ()%&* $"
$% &+*
&$ & ')&( %# &'
( !&
&(
"
)
*
!"
#
!"##" **% *
,* $ ,) %#*
**% &+*
*
,'& & ()&,( $#*%
$
!"
#
!"##" (&% *
( ,' $ (),'$* $$##+
(&% &+*
&
$ '(* & ')' ,-#+
+
-.
. &(
/
0 & !
!"
#
1
$
)
(
& 1
& (
,&
& (
,% !"
#
1
&*
(
&, 1
& '
%
& '
%$ 0
2 0 & !
Segjast ekki geta tekið
á sig fleiri lækkanir
Lyfjaverslanir
gera grein fyrir
hækkunum á
lyfjaverði und-
anfarin misseri
LANDSBANKINN og Búnaðar-
bankinn taka 430 krónur í seðilgjöld
vegna skuldabréfa, samkvæmt
könnun Neytendasamtakanna, sem
greint er frá á heimasíðu þeirra.
Næst á eftir koma Búnaðarbanki og
Íslandsbanki með 410 krónur í seð-
ilgjöld vegna skuldabréfa. Sama
gjald er 275 krónur hjá Sjóva-Al-
mennum, Tryggingamiðstöðinni og
VÍS.
Neytendasamtökin segja að ein-
staklingur sem greiðir af þremur
bankalánum og bílaláni og borgar
hefðbundna reikninga fyrir síma,
rafmagn, hita, námslán og svo fram-
vegis geti verið að greiða 20-30.000
krónur á ári í seðilgjöld.
Fram kemur að í fæstum tilfell-
um sé hægt að sleppa við tilkynn-
ingar- og greiðslugjöld en oft sé
hægt að lækka kostnað við þau
verulega.
Beingreiðslur, boðgreiðslur og
netskil ódýrari kostur
Beingreiðslur séu til að mynda
mun ódýrari kostur en að borga
reikninga hjá gjaldkera eða í heima-
banka á Netinu. „Með bein-
greiðslum er reikningurinn skuld-
færður beint af bankareikningi. Í
einhverjum tilfellum falla seðilgjöld
alveg niður sé notast við bein-
greiðslur. Stundum lækka tilkynn-
ingar- og greiðslugjöld þegar reikn-
ingar eru greiddir með
boðgreiðslum og einnig ef notast er
við greiðsluþjónustu bankanna.
Netskil eru leið til þess að borga
reikninga á rafrænan hátt. Reikn-
ingarnir eru þá á rafrænu formi og
ekki sendir heim heldur fer maður á
Netið og getur skoðað eða greitt
reikningana þar. Með þessu lækkar
kostnaður við tilkynningar og
greiðslugjöld, eða jafnvel hverfur.
Nánari upplýsingar um þessa
greiðsluaðferð er að finna á
www.netskil.is.“
Tilkynningar- og greiðslugjöld
verði sýnileg í gjaldskrá
Einnig segir í könnun Neytenda-
samtakanna að nokkur fyrirtæki
taki engin tilkynningar- og greiðslu-
gjöld því kostnaður sem því fylgi sé
reiknaður inn í rekstrarkostnað fyr-
irtækjanna. Ekkert mæli gegn því í
lagalegum skilningi að fyrirtæki
innheimti tilkynningar- og greiðslu-
gjöld. „Þessi gjöld gera ekki auð-
veldara fyrir neytendur að bera
saman ólík tilboð, því væri kostur
fyrir neytendur ef tilkynningar- og
greiðslugjöld væru innifalin í gjald-
skrá fyrirtækja, rétt eins og allur
annar kostnaður sem til fellur,“
segja Neytendasamtökin.
Tekið er dæmi um bílalán upp á
366.000 krónur þar sem kostnaður
við tilkynningar- og greiðslugjöld
vegna 36 greiðslna er 9.900 krónur.
Kostnaður við lánið samtals er
109.421 og mæla samtökin með því
að lántakendur inni lánveitandann
eftir „árlegri hlutfallstölu kostnað-
ar“ þegar þeir kynna sér kjör mis-
munandi lánastofnana.
Tugir
þúsunda
í seðil-
gjöld á ári
Morgunblaðið/Ásdís
Fjöldi stofnana innheimtir seð-
ilgjald vegna reikninga.
GASA hefur
tekið til inn-
flutnings nýja
sumarilmi frá
Carolinu Her-
rera fyrir
dömur og
herra. Ilmirn-
ir eru merktir 212 og nefnast On Ice,
að því er segir í tilkynningu. Umbúð-
irnar mynda jafnframt tvo ísmola og
má nýta undir hvaðeina sem manni
dettur í hug. Hugmyndin bakvið
nafngiftina er „svalandi gustur í
sumarhita, þegar brennandi loga-
geislar hvíla á kinnum og svíður í ilj-
ar undan sólvermdu malbiki“.
NÝTT
Ískaldur
sumarilmur ÞING Neytendasamtakanna 2002
verður haldið 27.–28. september
næstkomandi. Þing samtakanna er
æðsta vald í málefnum þeirra og
verður það haldið í Borgartúni 6
(Rúgbrauðsgerðinni). Þingið hefst
föstudaginn 27. september klukkan
13.30 og samkvæmt lögum samtak-
anna geta allir skuldlausir félagar
samtakanna verið fulltrúar á
þinginu, enda tilkynni þeir þátttöku
með að minnsta kosti viku fyrirvara.
Stjórn Neytendasamtakanna hvetur
áhugasama félagsmenn til þess að
tilkynna þátttöku sem fyrst, að því
er segir í tilkynningu frá samtökun-
um á www.ns.is. Hægt er að skrá sig
á skrifstofum samtakanna.
Neytendasam-
tökin þinga