Morgunblaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 19
FJÖLDI borgar- og bæjarstjóra í
Kólumbíu hefur sagt af sér að und-
anförnu eftir hótanir marxísku
skæruliðasamtakanna FARC, sem
segjast munu lífláta þá, segi þeir
ekki af sér. Skæruliðarnir eru sagðir
hafa haft uppi slíkar hótanir við
borgar- og bæjaryfirvöld í fylkjum
vítt og breitt um landið og segir um-
boðsmaður mannréttindamála í Kól-
umbíu, Eduardo Cifuentes, að hót-
anirnar nú séu þær verstu sem
FARC hafi nokkru sinni haft uppi í
Kólumbíu. Hefur hann biðlað til rík-
isstjórnar landsins að íhuga að af-
nema tímabundið ákveðin stjórnar-
skrárbundin réttindi þar sem nú ríki
„uppnámsástand“ í landinu, en hér-
aðsyfirvöld standa víða tæpt vegna
hótana FARC.
Í Santander-fylki í mið-norður-
hluta Kólumbíu hefur yfirmaður lög-
reglu farið þess á leit við borgar- og
bæjarstjóra að þeir hunsi hótanir
FARC og segi störfum sínum ekki
lausum, og í Antioquia-fylki hefur
starfandi fylkisstjóri, Eugenio
Prieto, lýst því yfir að skoðað verði
hvort fjöldauppsagnir 23 borgar-
stjóra innan marka fylkisins, sem
sögðu störfum sínum lausum á
sunnudag, verði teknar gildar.
Prieto sagði málið erfitt þar sem líf
viðkomandi borgarstjóra sé í hættu,
en það sé stjórn svæðisins einnig.
Prieto er staðgengill kjörins ríkis-
stjóra Antioquia sem rænt var af
skæruliðum FARC í apríl síðastliðn-
um þar sem hann fór fyrir friðar-
göngu.
Fulltrúi innanríkisráðuneytis Kól-
umbíu hvatti þá héraðsoddvita sem
hótað hefur verið af FARC til að láta
ekki undan kröfum skæruliðanna og
hefur ríkisstjórnin boðið þeim sem
hótað hefur verið auknar öryggis-
ráðstafanir, þar á meðal skothelda
bíla og háþróaðan samskiptabúnað,
en ýmsir þeirra sem orðið hafa fyrir
hótunum telja þessar ráðstafanir
ekki fullnægjandi.
Héraðsoddvitar, sem ógnað hefur
verið af skæruliðum FARC, eru
margir hverjir í erfiðri stöðu. Þeir
eiga á hættu að verða drepnir segi
þeir ekki af sér, og sumir einnig
þrátt fyrir afsögn. Í Arauca-fylki í
austurhluta Kólumbíu eru hersveitir
af hægri vængnum sem barist hafa
gegn skæruliðum FARC, sagðar
hafa varað borgar- og bæjarstjóra
við því að segi þeir af sér, verði þeir
„yfirlýst skotmörk“ hersveitanna.
Skæruliðar í Kólumbíu hóta embættismönnum
Líflátnir, láti þeir
ekki af störfum
Bogota, Kólumbía, AP
KJELL Magne Bondevik, forsætis-
ráðherra Noregs, setti í gær þriggja
daga ráðstefnu Alþjóðabankans um
fátækt í heiminum. Lögreglan í Ósló
hefur gripið til umfangsmikilla ráð-
stafana til að bregðast við mótmæl-
um ýmissa hópa og voru rúmlega
þúsund sérsveitarmenn við öllu bún-
ir. Talsmenn mótmælahópanna
gerðu ráð fyrir að 5.000–7.000
manns myndu taka þátt í útifundi
síðdegis í gær í miðborginni sem er í
um sjö kílómetra fjarlægð frá Hol-
menkollen-hótelinu þar sem ráð-
stefnan er haldin. Um 300 manns
taka þátt í ráðstefnunni þar sem
m.a. verður fjallað um milliríkjavið-
skipti, þróunaraðstoð og baráttu
gegn fátækt.
Umferð til og frá miðborg Óslóar
var undir ströngu eftirliti og bannað
að leggja bílum við göturnar. Einnig
var ætlunin að stöðva almennings-
samgöngur meðan á útifundi mót-
mælenda stæði. Þeir saka Alþjóða-
bankann um að hlaða skuldaklafa á
þróunarlöndin og ráðskast með
efnahagsstefnu þeirra. Níu Danir
sem voru á leið til Óslóar voru í gær-
morgun handteknir vegna gruns um
að fólkið ætlaði að skipuleggja
„glæpi“ í borginni, að því er sagði í
yfirlýsingu lögreglunnar. Einnig
voru um tíu manns stöðvaðir við
sænsku landamærin og Svíi rekinn
úr landi á sunnudag. Norsk stjórn-
völd komu aftur upp landamæraeft-
irliti á föstudag og er það í fyrsta
sinn sem gripið er til slíkra ráðstaf-
ana við sænsku landamærin síðan
Noregur gerðist aðili að Schengen-
samstarfinu við Evrópusambandið
en Svíar eru í sambandinu.
Bondevik vill jafnræði
eins og í knattspyrnunni
Bondevik, sem er mikill áhuga-
maður um knattspyrnu, vísaði til
þess að þátttakendur í heimsmeist-
arakeppninni væru látnir leika á
sléttum velli, allir yrðu þar að hlíta
sömu reglum og dómarar fylgdust
með því að ekki væri haft rangt við.
Hann sagði að um þróun gegndi
öðru máli. „Hinir fátæku eru að
mestu útilokaðir. Ekki eru til neinir
dómarar sem almennt eru viður-
kenndir. Reglurnar eru óljósari og
misjafnt hvernig þeim er fylgt eftir.
Sumir neita að spila á völlum sem
þeim líkar ekki við,“ sagði forsætis-
ráðherrann.
Stefnu Alþjóðabank-
ans mótmælt í Ósló
Ósló. AFP, AP.
Norska lögreglan
með mikinn viðbúnað
vegna ráðstefnu
bankans um fátækt
FERÐAMAÐUR fær sér sturtu í gosbrunni í miðborg
Rómar í gær, þar sem hitinn var vel yfir 30 gráðum.
Svipað var uppi á teningnum annars staðar á Ítalíu.
Í Ungverjalandi var methiti, þar sem mældust 37,4
gráður í gær, og hefur hiti þar ekki mælst hærri á þess-
um árstíma í heila öld. Veðurfræðingar spá því að í gær
hafi hitabylgjan, sem staðið hefur undanfarið, náð há-
marki.
AP
Kæling í Róm