Morgunblaðið - 25.06.2002, Síða 20

Morgunblaðið - 25.06.2002, Síða 20
ERLENT 20 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ OSAMA bin Laden er á lífi og við góða heilsu, að því er fram kom í viðtali við mann er kynnt- ur var sem talsmaður al-Qaeda í hljóðupptöku sem leikin var í sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera í Katar um helgina. Talsmaðurinn, Sulaiman Abu Ghaith, hótaði einnig fleiri hryðjuverkum í Bandaríkjunum og sagði að al-Qaeda hefði staðið fyrir árás á samkunduhús gyðinga á eyjunni Djerba í Túnis í apríl. Nítján manns létu lífið í tilræðinu, þeirra á meðal fjórtán þýskir ferðamenn. Forystumenn repúblikana og demókrata á þingi Bandaríkjanna sögðu að svo virtist sem al-Qaeda hefði sótt í sig veðrið síðustu vikur og vöruðu við því að hryðjuverkasamtökin gætu gert fleiri árásir hvenær sem er. „Ég vil fullvissa múslíma um að Osama bin Laden er við góða heilsu og allar hviksög- urnar um að hann sé veikur og hafi særst í Tora Bora [fjallasvæðinu í Afganistan] eru til- hæfulausar,“ sagði Abu Ghaith, íslamskur kennari sem fæddist í Kúveit og var sviptur ríkisborgararétti þar þegar hann kom fram sem talsmaður al-Qaeda eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september. Abu Ghaith bætti við að bin Laden myndi koma fram í sjónvarpi á næstunni. Bin Laden „líklega í vesturhluta Pakistans“ Stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur sagt að ekki sé vitað hvort bin Laden sé á lífi. Bob Graham, formaður leyniþjónustu- nefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, sagði þó á sunnudag að bandaríska leyniþjón- ustan gengi enn út frá því að bin Laden væri á lífi og „líklega staddur einhvers staðar í vest- urhluta Pakistans“ við landamærin að Afgan- istan. Talsmaður pakistanska hersins útilok- aði ekki þennan möguleika í gær en sagði að engar skýrar vísbendingar hefðu komið fram um að bin Laden væri í Pakistan. Bandarískir leyniþjónustumenn sögðu að þeir væru enn að rannsaka hvort röddin í hljóðupptökunni væri rödd Abus Ghaiths. Talsmaður Al-Jazeera sagði að sjónvarps- stöðin væri fullviss um að svo væri eftir að hafa borið röddina saman við fyrri upptökur af yf- irlýsingum al-Qaeda- mannsins. Abu Ghaith gat þess að átta mánuðir væru liðnir frá því að Bandaríkjamenn hófu hernaðinn í Afganistan og bendir það til þess að viðtalið hafi verið tekið upp í júní. Abu Ghaith sagði að Bandaríkjamönnum hefði ekki tekist að uppræta al-Qaeda, þvert á móti hefðu samtökin eflst. „98% leiðtoga al- Qaeda sluppu ómeiddir og stjórna ennþá starfseminni,“ sagði hann. Talsmaður Banda- ríkjahers, Roger King, sagði í gær að ekkert væri hæft í þessari staðhæfingu og lýsti henni sem „óskhyggju“. Talsmaður al-Qaeda fullyrti að leiðtogi tal- ibana í Afganistan, múlla Omar, og Ayman Al- Zawahri, hægri hönd bin Ladens, væru á lífi. Abu Ghaith hótaði einnig „nýjum árásum á bandarísk skotmörk“ og sagði að stríðið við Bandaríkin væri rétt að byrja. „Bandaríkja- menn þurfa að vera viðbúnir og festa á sig sætisólarnar. Við munum koma þaðan sem þeir bú- ast ekki við okkur. Við ætl- um að gera árásir, en á réttum tíma, á þeim stað sem við veljum og með þeim aðferðum sem við viljum.“ Talsmaðurinn sagði að al-Qaeda hefði skipulagt hryðjuverkin 11. september, sprengjuárásirnar á sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu 1998, árásina á banda- ríska herskipið Cole í jemensku hafnarborg- inni Aden og á samkunduhús gyðinga í Túnis. Síðastnefnda árásin hefði verið gerð „af manni sem gat ekki horft upp á það að bræður hans í Palestínu væru drepnir og niðurlægðir á sama tíma og hann sæi gyðinga ganga um götur Djerba, skemmta sér og stunda trú- arathafnir sínar að eigin vild“. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, varaði við því á föstudaginn var að sams konar árásir kynnu að verða gerðar „í Bandaríkjunum og öðrum löndum, einkum á skóla og samkundu- hús gyðinga“. Geta skipulagt fleiri árásir án bin Ladens Forystumenn repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi sögðu flest benda til þess að al-Qaeda myndi halda hryðjuverkunum áfram. Demókratinn Bob Graham, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, sagði að samtökin hefðu færst í aukana og svo virtist sem þau væru færari um að gera árásir á Bandaríkjamenn en fyrir einum eða tveimur mánuðum. „Þeir geta gert árásir á Bandaríkjamenn hvenær sem er,“ sagði Richard Shelby, at- kvæðamesti repúblikaninn í leyniþjónustu- nefndinni. Þingmennirnir skírskotuðu til viðvarana sem gefnar hafa verið út í Bandaríkjunum síð- ustu vikur, meðal annars um að hætta væri á að hryðjuverkamenn beittu eldsneytistank- bílum til árása á skóla og samkunduhús gyð- inga. Hamid Karzai, forseti Afganistans, kvaðst hins vegar vera fullviss um að stríðið gegn hryðjuverkastarfsemi al-Qaeda hefði borið góðan árangur. „Þeir hafa beðið ósigur. . . þeir eru á flótta,“ sagði hann í viðtali við frétta- sjónvarpið CNN og bætti við að bin Laden væri „búinn að vera“. Bandarískir þingmenn sögðu að al-Qaeda þyrfti ekki á bin Laden að halda til að skipu- leggja fleiri hryðjuverk. „Þessi snákur getur skriðið þótt hann hafi misst höfuðið og við þurfum að gera okkur fulla grein fyrir því,“ sagði Dick Armey, leiðtogi meirihluta repú- blikana í fulltrúadeildinni. Hann ráðlagði öll- um Bandaríkjamönnum að vera sérstaklega á varðbergi á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí. Bandarískir þingmenn telja að samtök bin Ladens hafi sótt í sig veðrið Segja al-Qaeda geta gert árásir hvenær sem er Talsmaður al-Qaeda segir að bin Laden sé á lífi og hótar fleiri hryðjuverkum Doha, Kaíró, Washington. AP, The Washington Post, AFP. ’ Þessi snákur get-ur skriðið þótt hann hafi misst höfuðið ‘ TALIÐ er að mun færri hafi látist í jarðskjálftanum sem reið yfir norð- ur- og norðvesturhluta Írans á laug- ardag en upphaflegar tölur gáfu til kynna. Fyrst eftir skjálftann var sagt að eigi færri en 500 manns hefðu beð- ið bana og á annað þúsund manns slasast í skjálftanum. Írönsk stjórn- völd sögðu í gær um að um 230 manns hefðu farist í skjálftanum og um 1.300 slasast en talið er að 12.000 manns séu heimilislaus eftir hamfar- irnar. Matsnefnd á vegum Samein- uðu þjóðanna sem fór á skjálftaslóð- irnar á sunnudag taldi að mörg hundruð manns hefðu farist og allt að 4.000 slasast í skjálftanum. Mohammed Khatami, forseti Ír- ans, heldur til skjálftasvæðanna í dag en að sögn forsetaskrifstofunnar er markmið ferðarinnar að meta skemmdir eftir skjálftann og hug- hreysta fórnarlömb hans. Alþjóða- samfélagið, þar á meðal Bandaríkin, sem hafa engin diplómatísk sam- skipti haft við stjórnvöld í Teheran frá því í íslömsku byltingunni 1979, hafa sent Írönum samúðarskeyti og boð um fjárhagslega og efnislega að- stoð. Talsmaður íranska utanríkis- ráðuneytisins, Hamid-Reza Asefi, tók, að sögn íranska ríkisútvarpsins, vel í boð Bandaríkjamanna. „Hið ísl- amska Íran hefur ekki beðið neitt land um hjálp en í aðstæðum sem þessum bjóða önnur lönd aðstoð til að sýna samúð sína og við munum þekkjast þetta boð,“ sagði Asefi. Skjálftinn á laugardag virtist koma stjórnvöldum í opna skjöldu, þrátt fyrir að Íran sé á einu mesta jarðskjálftasvæði í heiminum og við- varanir um stóra skjálfta algengar. Um sólarhring tók að koma neyðar- aðstoð til sumra fórnarlamba og urðu mótmæli víða vegna seinagangsins. Auk getuleysis stjórnvalda til að bregðast við ástandi eins og því sem skapaðist eftir skjálftana á laugar- dag er ljóst að þorpin á skjálftasvæð- unum eru veikbyggð og því illa búin undir náttúruhamfarir, en skjálftinn á laugardag mældist 6,3 á Richter. Byggingum á stöðum eins og Bou- ynzahra, sem var í miðju skjálftans, er komið upp af íbúunum sjálfum án nokkurs eftirlits og eru veggir þeirra reistir án þess að grunnur sé fyrir hendi en Bouynzahra var áður lögð í rúst í jarðskjálfta árið 1962. Færri fórust í skjálftan- um í Íran en óttast var Reuters ÍRÖNSK fjölskylda reyndi í gær að bjarga því sem bjargað varð úr rústum heimilis síns. Teheran, Bouynzahra, AFP. HJÁLPARSTARFSMENN í suður- hluta Rússlands sögðu í gær að reynt yrði að veita fólki í Kákasushéraðinu Tsjetsjníu aðstoð en mikil rigning hefur valdið geysilegum flóðum víða í suðurhluta Rússlands síðustu daga. Vitað er að minnst 53 hafa látið lífið og vatnsflaumurinn hefur sópað burt um 70 bæjum og þorpum. Um 45.000 hús hafa skemmst af völdum hamfaranna, þar af eru 1.200 ónýt. Víða eru fjalla- héruð í Kákasus algerlega einangruð vegna þess að vegir eru horfnir, eink- um er ástand í samgöngumálum slæmt í Ingúsetíu. Fólk í Tsjetsjníu telur að flóðin séu hin verstu síðan 1937. Tugþúsundir rússneskra hermanna hafa undanfar- in þrjú ár barist við uppreisnarmenn múslíma í héraðinu og hefur mann- tjón og skemmdir á húsum og öðrum eignum verið svo mikið að efnahagur héraðsins er í rúst. Margir herflokka Rússa munu nú vera einangraðir í fjöllunum vegna flóðanna. Ráðherra bráðahjálpar í Moskvu, Sergei Shoigu, sagði í gær að veður- far hefði nú tekið stakkaskiptum og myndi það auðvelda mjög hjálpar- starfið. Vatnsborð lækkaði um 70 sentimetra í borginni Kíslíjar í hér- aðinu Dagestan en á sunnudag reyndu borgarbúar í örvæntingu að reisa varnargarða úr mold. Um þriðj- ungur Dagestans hefur verið undir vatni í nokkra daga, rafmagns- og símalínustaurar hafa fallið og mörg hundruð hektarar af akurlendi hafa stórskemmst. Ættingjar fórnarlambanna hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að bregðast of seint við og Shoigu tók undir gagn- rýnina. „Við hefðum getað komið í veg fyrir hluta af manntjóninu ef kerfið hefði allt virkað vel, ég get nefnt fyrst veðurstofurnar,“ sagði hann. Sérlegur sendimaður Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta í Suður- Rússlandi, Viktor Kazantsev, gagn- rýndi embættismenn í umræddum héruðum harkalega á sunnudag fyrir sleifarlag en dró nokkuð í land í gær og hvatti til þess að menn einbeittu sér að því að hreinsa til eftir hamfar- irnar. Tugir manna fórust í flóðum í Rússlandi Embættismenn gagnrýndir fyrir að bregðast of seint við Moskvu. AFP. GÍFURLEGUR skógareldur nálg- aðist í gær bæinn Show Low í aust- urhluta Arizona-ríkis í Bandaríkjun- um og hafa íbúar bæjarins yfirgefið hann. Slökkviliðsmenn sögðu það einungis tímaspursmál hvenær eld- urinn næði til bæjarins. Tveir skógareldar, er brunnið hafa síðan í síðustu viku, náðu saman á sunnudaginn, og hefur eldurinn náð yfir um 1.230 ferkílómetra svæði. Alls hafa um 30 þúsund manns yfirgefið heimili sín í hálfum tug bæja á svæðinu. Hátt í 200 hús hafa þegar eyðilagst í eldinum. Jim Paxon, talsmaður slökkviliðs- ins, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að margir slökkviliðsmannanna, er berjast við eldinn, hefðu yfir 30 ára reynslu af baráttu við skógarelda, en þetta væri „sá stærsti og versti sem við höfum tekist á við“. Skógareldur í Arizona 30 þúsund hafa flúið Show Low í Arizona. AP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.