Morgunblaðið - 25.06.2002, Page 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 21
Verð frá
kr. 181.000.-
SLÁTTUTRAKTORAR
12,5 hp - 17 hp
Utanlandsfer›ir fyrir tvo a› andvir›i 90.000 kr. • Gasgrill • Sony DVD-
spilarar + 3 DVD-myndir • Sony PlayStation 2 • Tölvuleikir • NOKIA
3310 GSM-símar • Gjafabréf frá Nanoq a› upphæ› 15.ooo kr.
Lúxushelgardvöl á Edduhóteli • Hlaupahjól • Línuskautar • Tjöld
Engjaflykkni • Bakpokar • GPS-sta›setningartæki • Gönguskrefmælar
Vei›istangasett • Nestiskörfur • Geisladiskatöskur • Vasaverkfærasett
Skei›klukkur • Áttavitar • Hitabrúsar • Verkfærasett • Fer›tölvutöskur
hvort fla› leynist óvæntur
gla›ningur í Engjaflykkninu flínu!
rt l i t t r
l i r í j i í !
fiú sér› strax
Vinninga skal vitja hjá Mjólkursamsölunni Bitruhálsi 1, sími 569 2200.
Er v
inni
ngu
r í l
okin
u?
Leikurinn stendur frá mi›jum júní 2002 og fram á haust.
LEIÐTOGAR Evrópusambands-
ríkjanna, ESB, náðu um það sam-
komulagi á fundi sínum í Sevilla á
Spáni um helgina að stórherða
landamæraeftirlit í því skyni að
draga úr komu ólöglegra innflytj-
enda til ríkjanna. Þeir samþykktu
hins vegar ekki að beita refsiað-
gerðum gegn þeim þriðja-heims-
ríkjum, sem gera ekkert til að halda
aftur af fólksflutningunum. Leið-
togarnir staðfestu einnig fyrri áætl-
un um að fjölga aðildarríkjunum um
10 en áhyggjur ýmissa, ekki síst
Þjóðverja, af kostnaðinum við
stækkunina vörpuðu nokkrum
skugga á fundinn.
„Við verðum að berjast gegn
ólöglegum flutningi fólks til sam-
bandsins og þá ekki síður glæpa-
samtökunum, sem skipuleggja
hann,“ sagði Jose Maria Aznar, for-
sætisráðherra Spánar, en Spánverj-
ar láta formennskuna í ESB af
hendi við Dani 1. júlí næstkomandi.
Spánverjar og Bretar lögðu til, að
þau ríki, sem ekkert gerðu til að
uppræta glæpaflokkana, sem selja
fólki flutning til ESB-ríkjanna, yrðu
beitt refsiaðgerðum, til dæmis svipt
allri fjárhagsaðstoð, en um það var
engin eining á fundinum. Svíþjóð,
Frakkland og fleiri ríki mæltu ein-
dregið gegn því og varð það að lok-
um ofan á, að umræddum þriðja-
heimsríkjum yrði boðið samstarf
um þessi mál og þeim „umbunað“
með ýmsum hætti í staðinn. Í öllum
samstarfssamningum við umrædd
ríki verða hér eftir sérstök ákvæði
um innflytjendamál eins og verið
hefur um mannréttindi og lýðræði.
Aznar, forsætisráðherra Spánar,
lagði hins vegar áherslu á, að ESB
áskildi sér rétt til að taka til sinna
eigin ráða gegn þeim ríkjum, sem
sýndu engan samstarfsvilja.
Samræmdar aðgerðir
Á fundinum var samþykkt, að
fyrir árslok yrði búið að samræma
gæsluna á ytri landamærum ESB-
ríkjanna og ekki síðar en á næsta
ári á að vera búið að samræma þær
reglur, sem farið er eftir við af-
greiðslu hælisumsókna. Sameigin-
lega munu ríkin síðan standa að því
að senda ólöglega innflytjendur aft-
ur til síns heimalands.
Innflytjendastraumurinn hefur
verið vaxandi vandamál í Evrópu á
síðustu árum en komst fyrst veru-
lega í sviðsljósið með kosningasigri
ýmissa hægriöfgaflokka í nokkrum
Evrópuríkjum. Allir höfðu þeir bar-
áttuna gegn innflytjendastraumn-
um efst á blaði. Hinir hefðbundnu
hægriflokkar hafa einnig tekið þessi
mál upp á sína arma og ljóst er, að í
svipinn að minnsta kosti treysta
kjósendur þeim betur en vinstri-
flokkunum til að finna á þeim ein-
hverja lausn.
Fréttaskýrendur taka þannig til
orða, að á Sevilla-fundinum hafi
enginn fengið það, sem hann vildi,
og breskir fjölmiðlar túlkuðu nið-
urstöðuna sem áfall fyrir Tony
Blair forsætisráðherra þar sem
ekki hefði verið samþykkt að beita
ósamvinnuþýð þriðjaheimsríki
refsiaðgerðum. Jack Straw, utan-
ríkisráðherra Bretlands, neitaði því
hins vegar alveg og sagði, að sam-
þykktir fundarins myndu bera mik-
inn árangur. Sagði hann, að þótt
viðkomandi ríki yrðu ekki beitt
beinum refsiaðgerðum, þá ættu þau
allt undir því að bregðast rétt við.
Hagsmunir þeirra væru í húfi hvað
sem liði beinum samþykktum.
Þjóðverjum ofbýður
kostnaðurinn
Hitt stóra málið á Sevilla-fund-
inum var stækkun ESB í austur en
stefnt er að því, að 10 ný ríki bætist
við 2004. Var samþykkt að standa
við þá áætlun en ljóst er, að áhyggj-
ur af kostnaðinum við stækkunina
fara vaxandi. Fara Þjóðverjar þar
fremstir í flokki og sagt er, að þeir
hafi farið fram á, að væntanlegum
leiðtogafundi í október verði frestað
en honum var ætlað að undirbúa
formlega samþykkt um stækkunina
á fundi í Kaupmannahöfn í desem-
ber. Er það haft eftir Aznar, for-
sætisráðherra Spánar, að fundinum
verði hugsanlega frestað fram í
nóvember.
Með frestuninni vilja Þjóðverjar,
sem leggja mest af mörkum allra
ESB-ríkja, fá meiri tíma til að huga
að kostnaðinum en það er fyrst og
fremst væntanlegur styrkur við
landbúnaðinn í Austur-Evrópu, sem
vex þeim í augum. Á sama tíma seg-
ist Jacques Chirac, forseti Frakk-
lands, munu berjast fyrir því, að ríf-
legir styrkir til franskra bænda
verði ekkert skertir.
Næstum helmingur af öllum út-
gjöldum ESB fer til landbúnaðarins
en samkvæmt tillögum sambands-
ins munu bændur í nýju aðildarríkj-
unum aðeins fá til að byrja með
fjórðung þess, sem ESB-bændur fá
nú. Eiga framlögin síðan að hækka í
100% á 10 árum en stefnt er að því,
að þá verði almennt búið að skera
styrkina verulega niður frá því, sem
nú er.
Ljóst er því, að viðræður um
landbúnaðarmálin eiga eftir að
verða mjög erfiðar og alveg sér-
staklega hvað varðar Pólland. Það
er eitt mesta landbúnaðarland í
Evrópu og náist ekki samkomulag
við stjórnvöld þar, munu þessi mál
frestast gagnvart öllum nýju ríkj-
unum.
Tyrkneski höfuðverkurinn
Annað erfitt mál, sem sífellt vofir
yfir Evrópusambandinu, er krafa
Tyrkja um aðildarviðræður. Ítrek-
uðu þeir hana á Sevilla-fundinum og
kröfðust þess, að væntanlegar við-
ræður yrðu tímasettar á desem-
berfundinum í Kaupmannahöfn.
Gerhard Schröder, kanslari Þýska-
lands, er því andvígur og Edmund
Stoiber, keppinautur hans um
kanslaraembætti í haust og fram-
bjóðandi kristilegu flokkanna, hefur
gefið í skyn, að hann vilji alls ekki,
að Tyrkir fái aðild.
Inn í þetta blandast síðan deilur
Grikkja og Tyrkja og með það í
huga, að Tyrkir eru NATO-ríki, er
ljóst, að þeir munu geta gert hinum
Evrópuríkjunum lífið leitt, til dæm-
is hvað varðar samstarf NATO við
nýju, evrópsku hraðsveitirnar og
einnig hvað varðar Kýpur.
Leiðtogafundur Evrópusambandsríkja í Sevilla um innflytjendamál og stækkun
Sevilla. AP, AFP.
Landamæraeftirlit hert
og reglur samræmdar
Þjóðverjum óar við gífurlegum útgjöldum vegna
styrkveitinga til landbúnaðarins í Austur-Evrópu
AP
Ólöglegur innflytjandi biðst fyrir í Sevilla. Um 400 félagar hans
fóru í setuverkfall í borginni fyrr í mánuðinum og krefjast þeir
þess, að spænska stjórnin útvegi þeim atvinnuleyfi og landvist.
Reuters
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu,
á tali við Törju Halonen, forseta Finn-
lands, á fundinum í Sevilla.