Morgunblaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 22
LISTIR
22 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HVER er Kári Árnason? Þess hef-
ur maður spurt sjálfan sig og aðrir
mann sjálfan eftir að honum skaut
sem spútnik uppá íslenskan djass-
himin með tónleikum í Múlanum í
Kaffileikhúsinu þar sem kvartett
hans lék verk eftir Wayne Shorter.
Ekki síst þarsem Sigurður Flosason
var einn af hljóðfæraleikurunum –
hitt skólastrákar úr FÍH. Sigurður
hafði leikið Shorterdagskrá fyrir
margt löngu með Jazzkvartetti
Reykjavíkur í listasafni Sigurjóns
Ólafssonar og það voru líklega fyrstu
tónleikar á Íslandi helgaðir einu er-
lendu djasstónskáldi.
Því miður komst ég ekki til að
heyra kvartett Kára í Múlanum og
heldur ekki skömmu síðar í Stúdenta-
kjallaranum, þar sem blönduð dag-
skrá djassverka og söngdansa var
leikin. Aftur á móti var ég mættur í
Hafnarbúð í Hafnarfirði 16. júní sl.
þar sem kvartett Kára lék verk eftir
fjögur íslensk djasstónskáld, gítarist-
ann Andrés Þór Gunnlaugsson, sem
nú stundar framhaldsnám í djass-
fræðum í Hollandi, Pétur Grétarsson,
Tómas R. Einarsson og saxófónleik-
ara kvartettsins, Sigurð Flosason.
Dagskráin var gleðiefni og oft hef
ég hvatt íslenska djassleikara til að
leika meira af verkum kollega sinna í
stað þess að sækja allt vestur um haf.
Ekki býst ég þó við að skrif mín hafa
haft nokkuð um þessa tónleika að
segja. Kári Árnason hafði einfaldlega
fengið hafnfirskan styrk til að vinna
að þessu verkefni og þá fékk ég að
vita að drengurinn er hafnfirskur, af
Ibsenættinni, og ekki ónýtt að við-
halda hinni hafnfirsku trommuhefð.
Þaðan er Guðmundur Steingrímsson,
færasti burstamaður íslenskrar
trommusögu – og um flest er stíll
Kára meira í ætt við hann en jafnaldr-
ana íslensku sem sprottnir eru úr
rokkhefðinni þungu.
Kvartettinn kom mér allnokkuð á
óvart á þessum tónleikum. Af Sigurði
veit maður við hverju er að búast,
Ómar og Þorleif hefur maður heyrt
spila nokkrum sinnum en Kára aldrei.
Stíll hans er léttur og leikandi og um-
fram allt músíkalskur í orðsins bestu
merkingu svo á stundum kemur Jack
DeJohnette í hugann þó ég ætli mér
ekki að líkja Kára við meistarann.
Þorleifur er nokkuð þungur bassa-
leikari en tónninn fínn og ekki hef ég
heyrt hann betri en þetta kvöld. Það
sama má segja um Ómar gítarleikara
Guðjónsson úr Garðabænum. Hann
hefur aukist að þroska og tókst að
skapa margan heilsteyptan sóló allt
frá hinum fyrsta Parkerskotna í Ytri
eftir Andrés Þór – einna bestur var
hann í Lukkunnar pamfíl eftir Tómas
R. þarsem trommurnar voru í for-
grunni. Þetta er einn besti ,„vampari“
í íslenskum djasstónskáldskap og býr
yfir dýpt í sveifluríkum einfaldleika
sínum. Þegar öllu er á botninn hvolft
eftir Sigurð er ekki óskylt þema þótt
það sé nýboppaðra og Þungir þankar
Sigurðar eru af sama meiði en blús-
aðir niðrí tær. Þar voru Sigurður og
Óskar í fínu formi í sólóum sínum. Tvö
verk í viðbót voru á dagskránni eftir
Andrés Þór; Torka og Colette þarsem
Sigurður blés fallega mjúktóna.
Shaman Péturs Grétarssonar var
annars eðlis. Þar brá fyrir austur-
lenskum blæ og dramatíkin var sterk.
Kára tókst vel að koma krafti seið-
skrattans til skila. Tvær ballöður
firnagóðar voru á dagskránni;
Hjartarætur eftir Sigurð og hinn
makalausi Vangadans Tómasar R.
Margir muna hve glæsilega Sigurður
blés þá laglínu í barrýtonsaxófón á
diski Tómasar, Nýr tónn. Að þessu
sinni blés Sigurður í altó með glæsi-
brag.
Þetta voru fínir tónleikar og
helgina eftir skrapp ég á Jómfrúar-
torgið þarsem kvartettinn var að
leika blöndu af efnisskrá fyrri tón-
leika og var spilamennskan þar að
sjálfsögðu annars eðlis en í Hafnar-
borg. Á Jómfrúartorgi fyllist allt af
fólki í sólskininu til að drekka bjór,
spjalla, borða smörrebrauð og hlusta
á léttan djass. Það var dálítið kalt fyr-
ir drengina að spila þegar dró fyrir
sólu, en Ísland er Ísland. Margt gerðu
þeir þó skemmtilega en ekkert eins
og A Foggy Day Gershwins, sem var
leikið í glaðlegu tempói. Þar átti Óm-
ar Guðjónsson glæsilegan sóló þar
sem honum tókst að segja okkur
hlustendum litla sögu og Sigurður fór
á kostum í tilvitnunum úr ýmsum átt-
um.
Kvartett Kára Árnasonar hefur
þegar auðgað íslenska djassflóru.
Þrír ungir leitandi hljóðfæraleikarar
og einn sem hefur skapað sinn stíl.
Það er nokkuð skemmtileg blanda –
og heilnæm.
Hver er Kári
Árnason?
DJASS
Hafnarborg og Jómfrúartorg
Sigurður Flosason, altósaxófón, Ómar
Guðjónsson, gítar, Þorleifur Jónsson,
bassa, og Kári Árnason, trommur. Hafn-
arborg, sunnudaginn 16. júní 2002.
Jómfrúartorg, laugardaginn 22. júní
2002.
KVARTETT KÁRA ÁRNASONAR
Vernharður Linnet
LISTAHÁTÍÐ færir okkur ým-
islegt, eins og þessa litlu en athygl-
isverðu sýningu, sem Ólafur Elías-
son stýrði, en verk hans sjálfs er
að finna í Gallerí i8, við Klapp-
arstíg. Vissulega eru fimmmenn-
ingarnir á Gallerí Gangi ekki held-
ur óþekktar stærðir þótt sumir
þeirra séu frægari en aðrir. Ítalska
listakonan Monica Bonvicini er til
dæmis fyrir löngu orðin kunn
stærð í listaheiminum. Sem fyrr-
verandi nemandi Michael Asher við
Cal Arts – California Institute of
the Arts – og þar áður við Kunst-
Werke í Berlín – þar sem hún nam
á árunum 1986 til 1994 – leggur
hún stund á víðan fjölda viðfangs-
efna.
Keðja hennar, sem hangir nærri
útidyrunum, er þó ef til vill nokkuð
dæmigerð fyrir listakonuna, þótt
hún sé kunnari af arkitektúrískum
samsetningum sínum og högg-
myndum. Á að taka gúmmíhjúpinn
fremst á kúlunni fyrir kvenlega
mýkt sem slævi broddinn á annars
stórhættulegu drápstæki?
Paschudan Buzari er berlínskur
listamaður af félags-pólitíska skól-
anum, sem tekur og hefur tekið
mjög virkan þátt í hinum ýmsu list-
rænu viðburðum og sýningum jafnt
sem samræðum, og sjálfur hefur
hann stjórnað fjölmörgum þingum
og sýningum. Í litlu og látlausu
popp-sæknu verki sínu, sem fjallar
um einhvers konar umhverfispróf
er hann algjör andstæða Bonvicini,
með sterkri skírskotun sinni til
listrænnar ábyrgðar og ákveðinni
kröfu um félagslega meðvitund
gagnvart umhverfinu.
Aftur er breska listakonan Ceal
Floyer – fædd í Karachi árið 1968
– eins og andhverfa Buzari, með
fötu sína sem gefur frá sér þannig
hljóð að það er sem dropi í hana
með vissu millibili. Floyer, sem til-
heyrir kynslóðinni sem spratt fram
á seinni hluta síðasta áratugar –
oft kennd við hinn margrómaða
Goldsmiths-skóla í Lundúnum –
reynir bersýnilega að virkja önnur
skilningarvit meðfram sjóninni til
að gera okkur opnari og klárari
gagnvart umhverfinu. Hún segist
vera hugmyndlistamaður af gamla
skólanum sem endurvinni hvers-
dagslegar hugmyndir til að beina
athygli okkar nær nánustu tilveru
og ljóðrænum töfrum þeim sem
okkur sést yfir í stöðugri leit okkar
langt yfir skammt.
Svipað má ef til vill segja um
Danann Jeppe Hein, eina Norður-
landabúann í hópnum, þótt hann
búi og starfi í Berlín eins og svo
margir norrænir listamenn. Hein
var smiður áður en hann sneri sér
að listiðkun, en það hefur ekki
breytt áhuga hans á því að skapa
lítil ævintýri til að breyta umhverf-
inu, með eilítið súrrealískum, jafn-
vel fáránlegum hætti. Margir muna
sjálfsagt eftir honum frá síðasta
Feneyjatvíæringi – 2001 – þegar
hann tók þátt í norrænu Jaspis-
sýningunni með veggjum sínum
sem hreyfðust í takt við hreyfingar
áhorfenda. Hugmyndin hans í Gall-
erí Gangi var einmitt
að opna og loka útidyr-
unum með vélpumpu
eins og við þekkjum, til
dæmis úr strætisvögn-
um. Slíkur hurðargald-
ur sýnir að andi Duc-
hamps ríkir enn yfir
vötnum.
Lestina rekur Hol-
lendingurinn Jereon
Jacobs, spurningar-
merkið í hópnum, því
hann er ef til vill
minnst þekktur af
þessum ágætu lista-
mönnunum. Þó er verk
hans með þeim athygl-
isverðustu á sýning-
unni; samanfellt borð
með sérkennilega sög-
uðu tígulmynstri, sem
hallast upp að veggn-
um framan við útidyrn-
ar. Það er auðvelt að
sjást yfir þetta prýði-
lega verk sökum þess
hve það er látleysið
uppmálað. En svo
manar það upp forvitni
áhorfandans og þá má
segja að fjandinn sé
laus.
Styrkur þessarar
ágætu tilraunar Ólafs
Elíassonar sem sýning-
arstjóra er greinilega
hógværðin, sem þó fel-
ur í sér óvænt hugs-
ana- og hugmynda-
tengsl. Miðað við hve
Gallerí Gangur ræður
yfir takmörkuðu plássi verður að
óska aðstandendum þess til ham-
ingju með þessa athyglisverðu
kynningu á miður vel kynntum
samtímalistamönnum úr hjarta
Evrópu. Upplýsingar með sýnend-
unum mættu þó vera mun meiri og
betri.
Halldór Björn Runólfsson
Evrópsk
fjöl-
breytni
MYNDLIST
Gallerí Gangur, Rekagranda 8
Til júníloka. Opið eftir samkomulagi í
síma 5518797.
BLÖNDUÐ TÆKNI
MONICA BONVICINI, PASCHUTAN BUZARI,
CEAL FLOYER, JEPPE HEIN & JEREON JA-
COBS
Morgunblaðið/Arnaldur
Gúmmýkt keðja eftir Monicu Bonvicini
er meðal verka á Listahátíðarsýningu
Gallerí Gangs við Rekagranda 8.
HJÁLP! Ég er fiskur er dönsk
teiknimynd þar sem aðstandendur
reyna að feta í fótspor farsælustu
teiknimyndagerðarmanna í heimi,
þeirra hjá Disney. Og það tekst bara
býsna vel. Myndin er í útliti og innri
uppbyggingu öll í stíl við Disney-
myndirnar.
Sagan er að vísu svolítið dekkri en
amerísku myndirnar eiga að sér, en í
fyrsta skipti í langan tíma var ég
bæði spennt og smá hrædd á barna-
teiknimynd, en það þýðir ekki að
krakkarnir ráði ekki við það. Sagan
segir frá þremur krökkum sem hitta
klikkaðan sjávarlíffræðiprófessor og
breytast óvart í fiska. Myndin gerist
því að mestu leyti neðansjávar, þar
sem þau kynnast skemmtilegum og
hættulegum heimi um leið og þau
eru í leit að mótefni til að geta orðið
að venjulegum krökkum aftur.
Teikningarnar eru vel heppnuð
blanda af fríhendis- og tölvuteikn-
ingum, og sumar þeirra eru virkilega
með fallegri teikningum sem ég hef
séð seinustu árin. Það gleymist oft
hversu virkilega fallegar myndir
geta skipt miklu í stað þess að vera
sífellt fyndinn, eða með rétta lagið til
að slá í gegn. Í þessari mynd er það
þó líka reynt. Sönglögin eru ágæt,
smekkleg, en ekkert sérlega gríp-
andi.
Raddsetningin er til fyrirmyndar,
einsog alltaf, og í heildina er myndin
fallegt ævintýri um litla krakka í nýj-
um heimi sem tekst að redda sér
með eigin hugviti og samstöðu.
Falleg og
spennandi
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
Leikstjórn: Stefan Fjeldmark og Michael
Hegnar. Handrit: Fjeldmark og Karsten
Külerich. Ísl. leikstj: Jakob Þór Einars-
son. Ísl. leikraddir: Grímur Helgi Gísla-
son, Árni Egill, Íris Gunnarsdóttir, Stefán
Karl Stefánsson, Steinn Ármann Magn-
ússon, Stefán Jónsson og Laddi. 80 mín.
DK/ÞÝS/ÍRL. Nordisk 2000.
HJÁLP! ÉG ER FISKUR Hildur Loftsdóttir
SUMARSÝNING Listasafns Ís-
lands verður opnuð í dag. Á
henni eru tæplega 100 verk í eigu
safnsins eftir 36 listamenn. Er
þar gefið breitt yfirlit um ís-
lenska myndlistarsögu á 20. öld,
einkum fyrir 1980. Sýningarstjóri
er Ólafur Kvaran.
Sýningin skiptist í fimm hluta:
Upphafsmenn íslenskrar mynd-
listar á 20. öld; Koma nútímans/
módernismans í myndlist á Ís-
landi; Listamenn 4. áratugarins;
Abstraktlist; Nýraunsæi áttunda
áratugarins.
Í upphafi þróunarinnar sést
hvernig náttúran var með ýmsu
móti aðalviðfangsefnið í íslenskri
myndlist framan af 20. öld, fyrst í
málverkum frumherjanna Þór-
arins B. Þorlákssonar og Ásgríms
Jónssonar og síðar í annars kon-
ar nálgun Jóhannesar S. Kjarval
og Jóns Stefánssonar sem höfðu
víðtæk áhrif á aðra listamenn.
Síðar höfnuðu enn aðrir landslag-
inu og fjölluðu um manninn og
umhverfi hans, t.d. Ásmundur
Sveinsson og Gunnlaugur Schev-
ing. Um og eftir miðja öldina
hurfu margir frá hlutbundinni
myndlist, m.a. Svavar Guðnason
og Sigurjón Ólafsson, og á sjötta
og sjöunda áratugnum var ab-
straktið nær allsráðandi, eins og
sést í verkum Nínu Tryggvadótt-
ur og Þorvalds Skúlasonar. Ungir
listamenn höfnuðu svo form-
hyggju abstraktsins um og upp
úr 1960, t.d. Jón Gunnar Árnason
og Erró, svo og konseptlista-
mennirnir Magnús Pálsson, Sig-
urður Guðmundsson og Kristján
Guðmundsson.
Á sýningunni eru mörg önnur
dæmi úr íslenskri listasögu, t.d.
verk Kristínar Jónsdóttur og Júlí-
önu Sveinsdóttur, fyrstu íslensku
kvennanna sem gerðu myndlist
að lífsstarfi.
Sumarsýning Listasafns Íslands
Yfirlit um 20. öldina
Af sumarsýningu Listasafns Íslands: Nína Tryggvadóttir, Gos (1964).