Morgunblaðið - 25.06.2002, Page 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 25
Á góðum bíl í Evrópu
Hringdu til AVIS í síma 591-4000
Pantaðu AVIS bílinn þinn áður en þú ferðast – Það borgar sig
(Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga)
Innifalið í verði er ótakmarkaður
akstur, trygging, vsk.
og flugvallargjald.
Bretland kr. 3.000,- á dag
Ítalía kr. 3.700,- á dag
Frakkland kr. 3.000,- á dag
Spánn kr. 2.200,- á dag
Portúgal kr. 2.600,- á dag
Danmörk kr. 3.500,- á dag
www.avis.is
Við
reynum
betur
MEGINMARKMIÐ
laganna um mat á um-
hverfisáhrifum nr. 106
25. maí 2000 er sam-
kvæmt 1. grein þeirra
að tryggja að umhverf-
ismatsskyldar fram-
kvæmdir samkvæmt
lögunum verði ekki
leyfðar nema áður fari
fram mat á umhverfis-
áhrifum þeirra.
Áður en fyrst voru
sett lög um mat á um-
hverfisáhrifum bar
leyfisveitanda fram-
kvæmdar engin skylda
til að huga neitt að
áhrifum hennar á umhverfið. Nú er
honum í fyrsta lagi óheimilt að leyfa
matsskylda framkvæmd nema fram
hafi farið mat á umhverfisáhrifum
hennar og í öðru lagi er honum skylt
samkvæmt 16. grein laganna að taka
tillit til matsniðurstöðunnar.
Skilgreiningar
Í lögunum eru skilgreind ýmis
hugtök sem þar eru notuð. Er það til
fyrirmyndar. Sá alvarlegi galli er þó
á skilgreiningunum að grunnhugtak
laganna, mat á umhverfisáhrifum, er
hvergi skilgreint. Eitt þeirra hug-
taka sem skilgreint er í lögunum er
umhverfi. Það er skilgreint svo:
Umhverfi: Samheiti fyrir menn,
dýr, plöntur og annað í lífríkinu, jarð-
veg, jarðmyndanir, vatn, loft, veður-
far og landslag, samfélag, heilbrigði,
menningu og menningarminjar, at-
vinnu og efnisleg verðmæti.
Umhverfi er þannig afar víðfeðmt
hugtak samkvæmt lögunum, spann-
ar marga og mismunandi hluta. Áhrif
framkvæmdar geta því verið jákvæð
á suma hluta umhverfis en neikvæð á
aðra. Athyglisvert er að samkvæmt
lögunum felur umhverfi í sér bæði
menn, atvinnu og efnisleg verðmæti,
sem orðið gerir yfirleitt ekki í dag-
legu tali. Umhverfisáhrif fram-
kvæmdar fela því í sér áhrif hennar á
mannlegt samfélag og efnalega verð-
mætasköpun.
Kosturinn við þessa víðfeðmu skil-
greiningu er sá, að matið verður
mjög víðtækt og tekur til allra þess-
ara mörgu hluta umhverfisins. Gall-
inn er hins vegar sá að mjög örðugt
er að komast að niðurstöðu um
heildaráhrifin þar eð enginn sameig-
inlegur kvarði er til sem unnt er að
mæla hlutaáhrifin á. Matsniðurstað-
an hlýtur því að felast í því að rekja
jákvæð og neikvæð áhrif fram-
kvæmdar á einstaka hluta umhverf-
isins samkvæmt skilgreiningunni.
Annað hugtak sem skilgreint er í
lögunum er: Leyfisveitandi: Lög-
bært yfirvald sem veitir leyfi til
framkvæmda. Þetta lögbæra yfir-
vald er skilgreint í lögum um ein-
stakar tegundir framkvæmda.
Stjórnsýsla
Umhverfisráðherra fer með yfir-
stjórn þeirra mála sem lögin taka til.
Skipulagsstofnun er umhverfisráð-
herra til ráðgjafar og annast eftirlit
með framkvæmd laganna. Hlutverki
hennar lýkur með úrskurði. Um
hann segir í 11. grein þeirra:
„Í úrskurði Skipulagsstofnunar
skal taka ákvörðun um hvort:
a. fallist er á viðkomandi fram-
kvæmd, með eða án skilyrða, eða
b. lagst er gegn viðkomandi fram-
kvæmd vegna umtalsverðra um-
hverfisáhrifa.“
Úrskurð Skipulagsstofnunar má
kæra til umhverfisráðherra sem sker
úr kæruefninu og er úrskurður hans
fullnaðarúrskurður á stjórnsýslu-
stigi. Í 16. grein lag-
anna segir að óheimilt
sé að gefa út leyfi fyrir
matsskyldri fram-
kvæmd og starfsemi
sem henni fylgir áður
en endanlegur matsúr-
skurður liggur fyrir
„og skal leyfisveitandi
taka tillit til hans“.
Fyrir virkjanir, 2
MW og stærri, þarf
leyfisveitandi sam-
kvæmt Orkulögum sér-
staka heimild frá Al-
þingi til að geta leyft
framkvæmd. Sem lög-
gjafi er Alþingi hvorki
bundið af Skipulagsstofnun, um-
hverfisráðherra né gildandi lögum,
sem það getur breytt eða vikið til
hliðar. Formlega er Alþingi aðeins
bundið af stjórnarskránni og sam-
visku þingmanna, en í reynd auk
þess af mati þingmanna á vilja meiri-
hluta kjósenda, því að flestir þeirra
hyggja á endurkjör. Einmitt í því
felst hið lýðræðislega taumhald kjós-
enda.
Bagalega óljós lagaákvæði
Ýmis ákvæði laganna eru bagalega
óljós og sumpart villandi. Þannig
gefur orðalag 11. greinar a.m.k.
óbeint til kynna að Skipulagsstofnun
sé komin í hlutverk einskonar leyf-
isveitanda, sem hvorki hún né um-
hverfisráðherra er. Hin mismunandi
áhrif framkvæmdar á einstaka hluta
umhverfis samkvæmt skilgreining-
unni gerir það illmögulegt að komast
að einni heildarniðurstöðu um áhrif-
in, þar eð sameiginlegan mælikvarða
skortir. Orðalag eins og að „fallast á“
eða „leggjast gegn“ á illa við um lýs-
ingu á jákvæðum og neikvæðum
áhrifum framkvæmdar á einstaka
hluta umhverfisins samkvæmt skil-
greiningunni.
Sumir telja að b-liðurinn, og orða-
lagið í 16. grein „og skal leyfisveit-
andi taka tillit til hans“, gefi Skipu-
lagsstofnun (eða umhverfisráðherra
ef úrskurður er kærður) vald til að
banna framkvæmd vegna „umtals-
verðra umhverfisáhrifa“ og sé leyf-
isveitandi skyldur að hlíta því og geti
ekki leyft framkvæmdina.
Þessi skilningur stenst engan veg-
inn að mínu mati. Til þess liggja ýms-
ar ástæður en sú sem er afgerandi er
að ekkert stjórnvald, hvorki stofnun
né ráðherra, getur bannað eitthvað
nema hafa til þess skýra og ótvíræða
lagaheimild. Hvergi í lögunum er
leyfisveitanda bannað að leyfa fram-
kvæmd sem hefur umtalsverð nei-
kvæð umhverfisáhrif. Honum er hins
vegar skýrt bannað að leyfa mats-
skylda framkvæmd sem ekkert mat
hefur farið fram á.
Orðalagið að „taka tillit til“ merkir
allt annað en að „hlíta“. Að taka skuli
tillit til atriðis merkir að gaumgæfa
skuli það og yfirvega vandlega, ekk-
ert síður en önnur atriði, áður en
komist er að niðurstöðu um hvort
framkvæmd skuli leyfð eða ekki. Það
merkir hins vegar alls ekki að atriðið
eitt og sér skuli ráða úrslitum um
niðurstöðuna.
Hlutverk Skipulagsstofnunar (og
eftir atvikum umhverfisráðherra) er
eftir eðli máls að sjá til þess að um-
hverfismat matsskyldrar fram-
kvæmdar fari fram eins og lögin ætl-
ast til og gera grein fyrir niður-
stöðum þess. Einu gildu rök hennar
fyrir að „leggjast gegn“ framkvæmd
eru þau, að hún telji matið ekki hafa
farið fram eins og lögin ætlast til. En
meðan hugtakið „mat á umhverfis-
áhrifum“ er ekki einu sinni skilgreint
í lögunum, hvað þá að gerðar séu lág-
markskröfur um á hverju það skuli
byggt, er erfitt að skera úr um það.
Mat getur verið lauslegt eða ítarlegt
og allt þar á milli og það getur byggst
á sáralítilli vitneskju eða mjög ná-
kvæmri vitneskju sem fengin er með
rannsóknum í mörg ár, jafnvel ára-
tugi. Og allt þar á milli.
Aðkallandi er að endurskoða lögin.
Ennþá brýnna er þó að vanda endur-
skoðunina.
Lögin um mat á
umhverfisáhrifum
Jakob Björnsson
Umhverfismál
Aðkallandi er að endur-
skoða lögin, segir Jakob
Björnsson. Ennþá
brýnna er þó að vanda
endurskoðunina.
Höfundur er fyrrv. orkumálastjóri.
MIKLAR umræður
voru á Alþingi í vor
um stöðu sauðfjárbú-
skapar vegna nýrra
búvörusamninga.
Aðaláhyggjurnar voru
léleg afkoma bænda af
greininni. Orsökin er
minnkandi sala á
kindakjöti og allt of
mikil framleiðsla.
Milljónatugir fara í
örvæntingarfullar til-
raunir til að koma
þessu afgangskjöti of-
an í útlendinga. Þótt
það fáist aldrei þeir
peningar fyrir það
sem framleiðslan
kostar og því er gripið til niður-
greiðslna í einhverju formi. Bú-
vörusamningar hafa þó aðeins
hvatt til aukinnar framleiðslu.
Til hvers?
Væri ekki meira vit í því að nota
þessa peninga til að aðstoða bænd-
ur við að minnka framleiðsluna,
taka upp breytta búskaparhætti og
leggja áherslu á ræktunarbúskap
og vistvæna framleiðslu sem er
krafan í matvælaframleiðslu í dag?
Hver verða landgæðin í framtíðinni
ef ekkert er að gert?
Stöðug rányrkja á landinu, ofbeit
frá landnámi til dagsins í dag, hef-
ur valdið alvarlegum og nánast
óbætandi skaða á lífríki landsins.
Auðvitað hafa eldgos, flóð og
skriðuföll líka sett strik í reikning-
inn í gegnum aldirnar. Náttúru-
hamfarir ráðum við ekki við, en
rányrkjan er mannanna verk og á
ábyrgð okkar allra.
Í allri umræðu um sauðfjárbú-
skapinn og þá sem hann stunda er
sjaldnast minnst einu orði á afleið-
ingarnar fyrir landið. Ráðamenn
virðast heldur líta á það sem
vandamál á tímum offramleiðslu og
landeyðingar að bændum sé að
fækka. Ónefndur þingmaður hafði
þannig nýlega áhyggjur af því að
ungt fólk fengist ekki lengur til að
hefja búskap og taldi ástæðuna
vera lág laun bænda. Það ætti fyrir
löngu að vera ljóst að sauðfjárbú-
skapur að óbreyttum búskapar-
háttum borgar sig ekki, hvorki fyr-
ir þá sem hann stunda né landið.
Rányrkja hefur verið stunduð á
Íslandi í gegnum aldirnar, en rán-
yrkja er það þegar tekið er með
annarri hendi án þess að gefa með
hinni.
Í mínum huga hlýtur það auk
þess að vera erfitt fyrir sómakæra
bændur að þurfa að eyðileggja við-
kvæmt gróðurlendið, jafnvel uppi á
hálendinu.
Við höfum ekki undan að stöðva
gróðureyðingu, þrátt fyrir millj-
arða í handahófskennda land-
græðslu og plöntun trjáa á smá-
blettum. Kjarrlendið, sem áður
þakti um 15% af landinu, þekur nú
aðeins um 1%. Fjórir milljarðar
hektara af gróðurlandi eru horfnir
síðan landið var numið
og gróðurmoldin
sömuleiðis og eyðingin
heldur enn áfram.
Ég þykist vita að
landsfeðurnir óttist að
tapa nokkrum at-
kvæðum ef þeir legðu
til að áherslan yrði
fyrst og fremst á
ræktunarbúskap og
bönnuðu lausagöngu
búfjár alveg. Slíkt
bann er þó eina for-
senda þess að nokkur
von sé til þess að
halda í við gróðureyð-
inguna.
Meðan lausagangan
viðgengst eru allar tilraunir í þá
veru að rækta upp landið hálfkák
og fjáraustur. Það má líkja því við
að prjóna peysu, en rekja síðan
jafnóðum meira neðan af henni en
vinnst, hvar endar það?
Ég held að flestir myndu fagna
því að bændur yrðu studdir til að
breyta þessum miðaldabúskap sem
hreinlega gengur ekki upp á voru
landi. Við höfum ekki efni á að bíða
þar til vandinn er orðinn fullkom-
lega óviðráðanlegur.
Það hlýtur að vera sanngirnis-
krafa og réttur okkar sem byggj-
um þetta land, að bændur stundi
ræktunarbúskap á jörðum sínum,
mönnum, skepnum og landinu
sjálfu til góða. Er ekki kominn tími
til að við vöknum upp af miðalda-
svefninum og lítum í kringum okk-
ur opnum augum og skoðum afleið-
ingar svefnsins langa?
Við höfum ekki efni á að eyði-
leggingin haldi áfram og landið
fjúki á haf út, eða að sandurinn
sökkvi náttúruperlum á borð við
Dimmuborgir, Lakagíga og Ódáða-
hraun, svo eitthvað sé nefnt.
Hvað eru þeir sem við köllum
landsfeður að hugsa? Eru þeir
blindir á ástandið eða vilja ekki sjá
það vegna þess að það kostar átak,
vit og áræði að snúa þessari öfug-
þróun við? Tíminn er runninn út,
það verður að bjarga því náttúru-
lega gróðurlendi sem eftir er – og
það strax.
Vaknið, landsmenn! Landið okk-
ar hrópar á ykkar hjálp. Lærið af
reynslunni, snúið við blaðinu áður
en það er um seinan. Fjallkonan
sem áður var í undurfögrum græn-
um skrúða er nú klædd tötrum. Á
hún enga vini á Alþingi?
Á Fjallkonan
engan forsvars-
mann á Alþingi?
Herdís
Þorvaldsdóttir
Höfundur er leikkona.
Landvernd
Vaknið, landsmenn!
segir Herdís Þorvalds-
dóttir. Landið okkar
hrópar á ykkar hjálp.
Örfoka land.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r