Morgunblaðið - 25.06.2002, Page 26

Morgunblaðið - 25.06.2002, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BORGARFJÖRÐUReystri skartaði sínu feg-ursta þegar forseti Ís-lands opnaði Kjarvals- stofu á laugardag að viðstöddu fjölmenni. Á safninu er fjallað um líf og list Jóhannesar S. Kjarvals, sem ólst upp í Geitavík í Borg- arfirði frá fimm ára aldri og hélt sterkum tengslum við heimafólkið og fjörðinn alla sína tíð. Einnig var opnuð sýning á málverkum Kjarvals úr borgfirsku landslagi og frumflutt leikverk um það skeið ævi hans er hann málaði þekkta altaristöflu Bakkagerðis- kirkju. Forsetinn hafði í nógu að snú- ast á laugardag því að árla morg- uns var hann viðstaddur þegar landeigendur Ketilsstaða í Hjalta- staðaþinghá afhentu Austur-Hér- aði formlega til eignar sumarhús og bátaskýli í svokölluðum Kjar- valshvammi. Það er lítið og und- urfagurt dalverpi með útsýn yfir sveitina og Dyrfjöllin og hafðist Kjarval þar oft við á sumrum til innblásturs og listsköpunar. Und- irritaður var samningur til 50 ára þar sem Austur-Hérað og Minja- safn Austurlands taka að sér við- hald og endurbætur á húsunum eftir því sem fjárveitingar leyfa. Vottar að gjörningnum voru af- komendur Kjarvals, Kolbrún og Jóhannes. Safn Jóa í Geitavík verði samfélaginu lyftistöng Skömmu eftir hádegi hópaðist fólk í Fjarðarborg, félagsheimili Borgfirðinga, og hófst þar vígslu- athöfn með ávarpi framkvæmda- stjóra Kjarvalsstofu, Áskels Heið- ars Ásgeirssonar. Hann sagði safnið byggt upp á þremur lyk- ilforsendum; samstarfi við Lista- safn Reykjavíkur – Kjarvalsstaði, samstarfi við afkomendur Kjar- vals og að heimamenn og sveitar- félagið hefðu á virkan hátt tekið þátt í uppbyggingu safnsins. Fjár- mögnun verkefnisins tókst vegna styrks á fjárlögum Alþingis fyrir árið 2002 og styrkja frá Menning- arborgarsjóði, menningarráði Austurlands og fleiri smærri að- ilum. Áskell sagði að sérstök áhersla hefði verið lögð á að allt viðkom- andi Kjarvalsstofu yrði fyrsta flokks. Hann nefndi þar sérstak- lega til sögunnar Jón Þórisson leikmyndateiknara, sem hannað hefur alla uppsetningu á Kjarvals- stofu og á heiður af útliti hennar. „Það er skýrt í mínum huga,“ sagði Áskell, „að hugmyndin um Kjarvalsstofu er ekki síst hugsuð til að verða lyftistöng fyrir borg- firskt samfélag og til að gera minningu Jóa í Geitavík, eins og Kjarval var alltaf kallaður hér, góð skil og sýna henni tilhlýðilega virðingu.“ Nýkjörinn oddviti Borgfirðinga, Kristjana Björnsdóttir, tók til máls og sagði það útbreiddan mis- skilning, að þeir sem byggju á svokölluðum afskekktum stöðum hefðu dagað þar uppi og ekki haft manndóm í sér til að hafa sig á brott. „Þetta er alrangt hvað okk- ur varðar,“ sagði Kristjana. „Við höfum valið okkur að vera á Borg- arfirði eystra, hér líður okkur vel og hér viljum við vera. Í fámennu byggðarlagi hefur hver og einn einstaklingur mikilvægu hlutverki að gegna. Borgfirðingurinn Jói í Geitavík náði að rækja sitt hlut- verk af slíkri kostgæfni að úr varð meistari Kjarval, sem ekki aðeins Borgfirðingar, heldur Íslendingar allir, líta til með stolti og þakk- læti. Það þarf ekki aðeins hug- myndaauðgi og dugnað til að gera að veruleika stórvirki eins og Kjarvalsstofu á Borgarfirði eystra, heldur ekki hvað síst óbil- andi bjartsýni og trú á sitt fólk,“ sagði hún. Formfegurð og litadýrð Áður en Ólafur Ragnar Gríms- son opnaði safnið formlega sagði hann Kjarval hafa haft þá náð- argáfu að lesa litina öðrum augum en flestir aðrir. Eðlilegt væri að spyrja hvaðan honum kom inn- blásturinn og listgáfan og því til að svara að á Borgarfirði hefði hann séð formfegurð, birtu og litadýrð fjallanna og fjarðarins. Þar hefðu verið heimk rætur Kjarvals, sem mótu ungan og fylgdu honum enda. „Kjarvalsstofa mun ve ingarstaður öllum þeim s skilja íslenska menningu, un meistara sem átti ræt legu erfiði íslensks alþýðu varð slíkur töframaður breytti einn og sér sjá heillar þjóðar. Hann va áhrifaríkasti fulltrúi okka félagi heimslistarinnar,“ s setinn. Að ræðum loknum klip ur Ragnar á borðann o gengu upp á aðra hæð féla ilisins. Þar bar fyrst að irgripsmikla sögusýningu og list Kjarvals sem sett á myndrænan hátt á veg um með texta og ljósmyn eru þar ýmsir munir heyrðu honum, svo sem v hattur sem hann gjarna bakherbergi við sýning var skoðuð vinnustofa fy þar sem aðstaða er fyrir til að spreyta sig á málar Starfsmenn frá Handverk Ásgarði í Lækjarbotnum sérstaklega til Borgarfja þess að hjálpa til við hö gerð þessa herbergis. gengið í norðurhluta hú þar skoðuð sýningin „Jói vík“ sem tekur sérsta tengslum Kjarvals við b Meistari sem sjálfsvitund Hugmyndin um Kjar- valsstofu er ekki síst hugsuð til að verða lyftistöng fyrir borg- firskt samfélag og til að gera minningu Jóa í Geitavík, eins og Kjar- val var alltaf kallaður eystra, góð skil og sýna henni tilhlýðilega virðingu. Steinunn Ásmundsdóttir segir frá opnun safnsins. Á sögusýningu um líf og list Kjarvals eru ýmsir munir sem ti honum, svo sem víðfrægur hattur sem hann gjarnan bar skás „Jói í Geitavík nefnist þessi hluti Kjarvalsstofu. Þar eru ýmsir em ara ríki ægð uðu kki að öll um þó an- da- ðild með ma. til- að nn- æð- nd- til búa t á ng- ðist og t á inn rfti fn- nda ef em gar age u. ruð 130 sta. ðir gar al- við- inn nir því frá ær Ef r á m- uði geti til ann óri ár- er- em nna rgt og rgt æru nd. um kil- vel s ur ENGIN ÚRSLITAÁHRIF Viðtal Morgunblaðsins viðDavíð Oddsson forsætis-ráðherra, sem birt var hér í blaðinu í fyrradag, hefur að von- um vakið mikla athygli enda talar forsætisráðherra skýrt. Í viðtal- inu segir hann m.a. um stjórn- arsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks: „ … stjórnarsamstarfið er gott. Þó að menn horfi upp á mismun- andi áhuga okkar utanríkisráð- herra í Evrópumálunum hefur það ekki úrslitaáhrif á stjórnarsam- starfið að mínu mati. Það verður síðan að ráðast hvað gerist eftir kosningar. Líklegast er að flokk- arnir gangi óbundnir til kosninga eins og þeir gerðu fyrir seinustu kosningar.“ Þessi yfirlýsing Davíðs Odds- sonar er mjög mikilvæg. Sá skoð- anamunur, sem uppi er á milli oddvita stjórnarflokkanna í Evr- ópumálum og hefur harðnað að undanförnu hefur vakið áhyggjur hjá mörgum um stöðu stjórnar- samstarfsins. Ástæðan fyrir því er mjög einföld. Það skiptir miklu að þjóðin búi við pólitískan stöð- ugleika á næstu mánuðum og misserum á þeim tíma þegar siglt er upp úr þeim efnahagslega öldu- dal sem þjóðarbúskapurinn hefur verið í. Yfirlýsing forsætisráð- herra er mjög skýr vísbending um vilja Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum og engin ástæða er til að ætla annað en sömu viðhorf ríki hjá Framsóknarflokknum. Um- mæli forystumanna flokkanna tveggja eru jafnframt til marks um að þeir virða rétt hvor annars til sinna skoðana. Sjónarmið beggja er augljós- lega það að þjóðin sjálf ákveði að hve miklu leyti Evrópumálin verði á dagskrá í kosningabaráttunni vegna þingkosninganna á næsta ári, þótt þeir séu ekki á einu máli um hver verði vilji þjóðarinnar í þeim efnum. Þannig segir Davíð Oddsson í samtalinu við Morgunblaðið sl. sunnudag: „Ég hef enga trú á að þjóðin muni hafa áhuga á að gera Evr- ópumálin að kosningamáli.“ Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir í samtali við Morg- unblaðið í dag: „Hvorki ég eða aðrir ákveða hvaða mál verða kosningamál. Það eru þau mál, sem fólki finnst skipta mestu máli fyrir framtíð- ina …“ Aðspurður hvort hugsanlegt sé að vinstristjórn taki við eftir næstu kosningar segir forsætis- ráðherra: „Vinstri stjórn gæti ekki haft á sinni könnu að fara inn í Evrópu- sambandið. Framsóknarflokkur- inn sem heild er ekki inn á því. Ekki heldur Vinstri grænir. Og það er mikill ágreiningur um Evr- ópumálin innan Samfylkingarinn- ar.“ Þetta er rétt. Slík þriggja flokka stjórn yrði ekki mynduð um það stefnumið að leita aðildar að Evrópusambandinu. Vinstri grænir mundu ekki taka þátt í slíku stjórnarsamstarfi. Líkurnar á því að Framsóknarflokkur og Samfylking næðu sameiginlega meirihluta á Alþingi eru nánast engar. Þar fyrir utan er ljóst að innan Framsóknarflokksins er sterk andstaða við aðild að ESB og slíka andstöðu er einnig að finna innan Samfylkingarinnar eins og sjá mátti af ummælum Jó- hönnu Sigurðardóttur alþm. hér í blaðinu fyrir skömmu. Það er því ljóst að það eru eng- ar pólitískar forsendur fyrir því að mynda ríkisstjórn um aðild að Evrópusambandinu, hvernig sem á málið er litið. Til viðbótar kemur að mikil óvissa er um framvindu mála inn- an Evrópusambandsins. Leiðtoga- fundur ESB-ríkjanna, sem hald- inn var á Spáni fyrir helgina lýsti því að vísu yfir að stefnt væri að því að tíu af þeim ríkjum, sem sótt hafa um aðild að ESB verði tekin inn á miðju ári 2004. Þrátt fyrir þá yfirlýsingu er ljóst að mikill ágreiningur er innan ESB um kostnaðarhlið stækkunarinnar en þó ekki síður um hvernig bregðast eigi við vaxandi straumi innflytjenda til núverandi aðild- arríkja. Þau hafa sum hver gengið svo langt að leggja til að beitt verði refsiaðgerðum gegn ríkjum, sem hemji ekki þennan straum innflytjenda. Hefur sú tillaga vak- ið mikla andúð innan ESB- ríkjanna sjálfra en mörg þeirra telja að slík viðbrögð væru utan alls velsæmis. Tillagan og umræð- urnar eru hins vegar til marks um í hvaða farveg þessar umræður eru komnar. Þá liggur alveg ljóst fyrir að mjög sterk andstaða er innan ESB við að hleypa Tyrk- landi inn, sem er mjög erfitt fyrir ESB-ríkin að útskýra m.a. vegna náins samstarfs við Tyrki innan Atlantshafsbandalagsins. Í ljósi pólitískrar stöðu bæði hér heima og ekki síður innan Evrópusambandsins sjálfs er aug- ljóslega farsælast að leggja áherzlu á þau verkefni, sem fyrir liggja og framundan eru. Þar má fyrst nefna að stefna þjóðarbú- skapnum í farveg hagvaxtar á nýjan leik, sem er forsenda batn- andi lífskjara. Í öðru lagi fer ekki á milli mála að mikilvægar ákvarðanir bíða á næstu mánuð- um vegna hugmynda um nýjar virkjanir, stækkun stóriðjuvera og nýtt stóriðjuver. Segja má að umræður forystu- manna stjórnarflokkanna um Evr- ópumálin undanfarnar vikur hafi orðið til þess að hreinsa andrúms- loftið og skýra línur. Það er af hinu góða. En önnur verkefni eru nú meira aðkallandi á vettvangi stjórnmálanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.