Morgunblaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 30
MINNINGAR
30 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Anna GuðrúnHalldórsdóttir
fæddist í Reykjavík
28. júní 1952. Hún
andaðist á heimili
sínu í Reykjavík hinn
13. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Halldór Sigur-
jónsson flugvirki, f.
4. desember 1917, d.
6. mars 1981, og Hall-
dóra V. Elíasdóttir
húsmóðir, f. 18. mars
1922. Föðurforeldrar
hennar voru hjónin
Sigurjón Gíslason
verkamaður og Anna Ágústa
Halldórsdóttir húsmóðir. Þau
bjuggu í Reykjavík. Móðurfor-
eldrar hennar voru hjónin Elías
Dagfinnsson bryti og Áslaug
Kristinsdóttir hárgreiðslumeist-
ari. Þau bjuggu í Reykjavík. Bróð-
ir Önnu er Kristinn Halldórsson, f.
29. febrúar 1948, kvæntur Fjólu
Björnsdóttur. Börn þeirra eru
Halldór, Áslaug og
Eva. Hinn 22. júní
1977 giftist Anna
Jean Noel Lareau,
flugvélstjóra hjá
flugfélaginu Atl-
anta, f. í Reykjavík
28. maí 1956. Dóttir
þeirra er Þórdís Jó-
hanna Lareau, f. 19.
október 1976, við-
skiptafræðinemi í
Háskóla Íslands.
Foreldrar Jean eru
Jean Noel Lareau og
Þórdís Jóhanna
Árnadóttir.
Anna tók gagnfræðapróf frá
Gagnfræðaskóla Austurbæjar og
hóf þá störf á Hagstofu Íslands
þar sem hún starfaði í um 24 ár.
Anna var lengst búsett í Eskihlíð 7
en bjó á árunum 1978 til 1982 í
Los Angeles í Bandaríkjunum.
Útför Önnu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Veðrið í vikunni fyrir miðjan júní
var með eindæmum gott. Fuglarnir á
Seltjarnarnesinu undu glaðir við sitt
og kollurnar voru í óða önn að flytja
ungana sína út á sjó. Allt var að lifna
við og nýtt líf að fæðast.
Morguninn, sem hún systir mín
lést, hinn 13. júní, skörtuðu veður-
guðirnir sínu fegursta. Síðan varð allt
öðruvísi um að lítast, sjórinn úfinn
undan norðanáttinni og kollurnar
reyndu að koma sér og ungunum í
var. Það er erfitt að horfa á líf sinna
nánustu fjara út, en huggun harmi í
að horfa á nýtt líf kvikna.
Anna Guðrún fæddist í Eskihlíð 7,
þar sem hún bjó mestan hluta ævinn-
ar og hún lést í sama herberginu og
hún fæddist í, fyrir rétt tæpum fimm-
tíu árum. Í þá daga var oft líf og fjör í
Eskihlíðinni, amma og afi bjuggu á
efstu hæðinni, þá móðurbróðir okkar
ásamt fjölskyldu sinni á miðhæðinni
og fjölskylda okkar á neðstu hæðinni.
Fjölskyldufeðurnir störfuðu allir við
flugið og sögur voru sagðar af mönn-
um og ferðum yfir úthöfin. Anna Guð-
rún ólst upp í Hlíðunum, en gekk í
Landakotsskóla, þótt hann væri
lengst vestur í bæ. Síðan fór hún í
Hlíðarskóla og tók gagnfræðapróf frá
Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Strax
eftir nám, enn á unga aldri, fór hún að
vinna á Hagstofu Íslands og vann þar
í um 24 ár eða þar til hún hætti 1996.
Eftir á að hyggja var hún eflaust
farin að finna fyrir veikindum þá, þótt
hún talaði ekki mikið um það við mig.
Ung giftist hún Jean Noel Lareau
flugvélstjóra og eiga þau eina dóttur,
Þórdísi Jóhönnu, nema við Háskóla
Íslands, sem hefur nú fetað í fótspor
móður sinnar og hafið sumarstörf á
Hagstofunni.
Þó upphaf og endir lífs Önnu Guð-
rúnar hafi verið í Eskihlíð 7 ferðaðist
hún mikið og hafði mjög gaman af.
Sem barn ferðaðist hún með foreldr-
um okkar um Ísland, en síðar með
manni sínum og dóttur til fjarlægra
landa. Þau bjuggu um fjögurra ára
skeið í Los Angeles. Anna Guðrún
átti marga vini. Hún hélt alltaf
tryggðaböndum við fyrrverandi sam-
starfsfólk sitt og naut samverustunda
með því. Vinir hennar voru á öllum
aldri, börn og gamalmenni. Hún hafði
gaman af hljómlist og hafði sérstakt
dálæti á Rolling Stones. Kímnigáfan
var í lagi og kom hún í gegn alveg
fram á síðustu stundu.
Fyrir rúmu ári greindist Anna
Guðrún með krabbamein. Slíkar
fréttir eru öllum þungbærar. Fyrir
Önnu Guðrúnu var ekkert um annað
að ræða en að berjast. Hún reyndi
fram á síðustu stund að halda í lífið og
það kom ekki til greina að gefast upp.
Hún sýndi einstakan styrk og stað-
festu fram í andlátið. Nú hefur hún
systir mín fengið hvíldina, langt um
aldur fram, kominn á æðra tilverustig
eins og hún trúði sjálf á. Á þessum
tímamótum er mér efst í huga þakk-
læti til allra þeirra er studdu hana og
önnuðust í veikindunum. Sérstaklega
vil ég þakka Ragnheiði frænku okkar,
sem stóð eins og klettur með okkur
og öllu því frábæra fólki, sem starfar í
heimahlynningu Krabbameinsfélags-
ins.
Ég bið um styrk til handa Jean,
Dísu dóttur hennar og móður okkar,
en þeirra er missirinn mestur. Guð
blessi minninguna um góða konu,
sem öllum vildi gott gera, bæði mönn-
um og dýrum.
Kristinn Halldórsson.
Elsku Anna. Nú er baráttu þinni
við illvígan sjúkdóm lokið. Þú barðist
eins og sönn hetja í veikindum þínum.
Þú bugaðist aldrei, né gafst upp,
þrátt fyrir neikvæðar niðurstöður frá
læknum. Þú gerðir allt sem í þínu
valdi stóð til að sigrast á sjúkdómnum
með hjálp frá Grjóna og Dísu. Það var
ótrúlegur baráttuvilji þinn og þraut-
seigja sem mun hjálpa okkur hinum
þegar á móti blæs. En núna líður þér
betur og ert komin til afa og Nökkva.
Við minnumst mikillar góð-
mennsku þinnar. Þú vildir vera viss
um að öllum liði vel í kringum þig.
Gott dæmi um það er þegar þú varst
orðin mjög veik og amma kom inn til
þín og settist hjá þér. Þú varst ekki
lengi að biðja einhvern um að ná í
púða fyrir hennar veika bak. Það lýsir
mikið hvernig manneskja þú varst og
hugsaðir alla tíð vel um þitt fólk. Þú
varst einnig mikill dýravinur og
hlakkaðir mikið til að hitta Nökkva.
Húmorinn var heldur aldrei langt
undan. Þegar Eva kom til þín rétt áð-
ur en þú lést sagðir þú við hana:
„Farðu nú og finndu þér einhvern
sætan.“ Þú sýndir okkur krökkunum
mikinn áhuga á öllu því sem við gerð-
um og vildir alltaf vita hvernig okkur
gengi. Þú hafðir mikla trú á okkur og
sagðir alltaf að við gætum allt sem við
vildum. Við munum sakna þín mikið.
Elsku Grjóni, Dísa, amma og
pabbi, guð veri með ykkur og gefi
ykkur styrk í þessari miklu sorg.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að segja,
að sumarið það líður allt of fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Halldór, Áslaug og Eva.
Þegar ég frétti andlát Önnu Guð-
rúnar frænku minnar þá kom mér
það ekki á óvart. Ég var stödd erlend-
is þegar Kristinn bróðir hennar
hringdi og tilkynnti mér andlát henn-
ar. Anna Guðrún hafði barist við ill-
vígan sjúkdóm sem því miður alltof
oft sigrar, sama hvað barist er, en það
er ekki ofsögum sagt að Anna barðist
eins og hetja, eins lengi og hún gat, og
þar stóðu hennar nánustu sem klettar
við hlið hennar.
Ég kvaddi hana viku áður en ég
fór, sagði henni frá væntanlegu fríi
mínu og eins og alltaf gladdist hún
fyrir hönd annarra, óskaði mér góðr-
ar ferðar og sagði: „hafðu samband
frá Grikklandi og leyfðu mér að fylgj-
ast með þér og hafðu það gott Magga
mín“.
Þegar ég hugsa til baka þá lýsir
þetta Önnu vel. Við erum ekki stór
fjölskylda, „föðurfólkið“ eins og við
köllum okkur, þess vegna er mikið
skarð að missa svona unga og góða
konu sem Anna Guðrún var úr okkar
hópi.
Það er ekki langt síðan við hittumst
fjölskyldan, þá hafði ábyrgðinni verið
varpað á mig að finna stað og stund.
Fyrsta sem ég gerði var að hringja í
Önnu og nokkrum dögum síðar var
hún búin að finna staðinn og ákváðum
við báðar daginn sem var 24. apríl sl.
og var þetta mikill gleðifundur hjá
okkur öllum, mikið hlegið og margt
rifjað upp.
Anna Guðrún var lágvaxin kona
með stórt hjarta og létta lund, hún var
skírð eftir ömmu okkar og ömmusyst-
ur sem voru miklar persónur í augum
okkar bræðrabarnanna og margar
minningar frá Þórsgötu 6 þar sem
þær bjuggu báðar ásamt afa okkar og
Hönnu frænku. Þar hittist fjölskyldan
oftast, fyrir utan stundirnar í sum-
arbústaðnum við Elliðavatn.
Önnu Guðrúnu frænku mína kveð
ég með virðingu og söknuði og þakka
henni samfylgdina í þessu lífi.
Þar sem ég verð ekki stödd á Ís-
landi til að kveðja Önnu Guðrúnu mun
ég fara í fallega kirkju á Sifnos og
kveikja á kerti til minningar um hana.
Eiginmanni hennar, dóttur, móð-
ur, bróður og mágkonum, svo og öðr-
um ástvinum hennar sem eiga nú um
sárt að binda, votta ég mína dýpstu
samúð.
Margrét Ólafsdóttir.
Í dag kveðjum við Önnu frænku en
hún lést langt um aldur fram eftir erf-
ið veikindi. Af þeirri hörku og dugn-
aði sem einkenndi hana barðist hún
hetjulega og af bjartsýni.
Við Anna ólumst upp í sama húsi í
Eskihlíð 7 og síðar í nágrenni við
hvort annað þegar mín fjölskylda
flutti í Mjóuhlíðina. Við vorum eins og
ein fjölskylda og var Anna því í raun
sem uppeldissystir. Áslaug amma og
Elías afi bjuggu á efstu hæðinni og
vorum við krakkarnir því oftast út um
allt hús. Þar áttum við góðar stundir
með foreldrum hvors annars, afa,
ömmu eða Gæja sem bjó uppi í risi.
Ýmislegt var brallað og var Anna oft
með frumkvæði og þor þótt Kiddi
stóri bróðir hafi reynt að hafa vit fyrir
henni. Anna var alltaf jákvæð og hug-
hreystandi. Meira að segja í lokin þeg-
ar hún var orðin mjög veik tók hún
þátt í umræðunni með jákvæðum
hætti.
Anna dvaldi heima allt til hinsta
dags í faðmi fjölskyldu sinnar og hef-
ur það örugglega verið henni ómet-
anlegt.
Þegar hugsað er til Önnu kemur
upp í hugann þessi hressa stelpa sem
var alltaf til í að hafa það skemmtilegt
og gera það besta úr hlutunum. Hún
var glaðvær að eðlisfari og alltaf stutt
í hláturinn (tístið).
Elsku Grjóni, Dísa, Dóra, Kiddi og
fjölskylda, ykkar missir er mikill og
við vottum ykkur innilega samúð.
Við kveðjum kæra frænku með
þakklæti og söknuð í hjarta.
Oss héðan klukkur kalla
svo kallar Guð oss alla
til sín úr heimi hér,
þá söfnuð hans vér sjáum
og saman vera fáum
Í húsi því, sem eilíft er.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning Önnu.
Haukur, Anna Lísa og börn.
Fyrir hvern skrifum við minning-
argreinar? Á Íslandi er það góður sið-
ur sem við eigum að viðhalda sem
virðingu og minningu við hinn látna.
Hins vegar hefur það færst í vöxt að
fólk skrifar minningargrein til að
vinna sig í gegnum sorgina, biðja
hinn látna og aðstandendur fyrir-
gefningar, að segja þau orð sem aldr-
ei voru sögð í lifanda lífi en voru oft á
vörum viðkomandi. Minningargrein-
ar eru því ekki síður fyrir okkur sem
fáum að njóta lífsins áfram. Það er
erfitt fyrir nánustu aðstandendur að
tala um það á þessu augnabliki að
njóta lífsins þegar sorgin heltekur
hug þeirra allan. Við sem fáum að
njóta lífsins áfram ættum að staldra
við og hugsa um tilgang lífsins. Við
ANNA GUÐRÚN
HALLDÓRSDÓTTIR
G
amall kunningi minn
virtist afar miður sín
þegar við hittumst
fyrir skemmstu.
Hann er Akureyr-
ingur. Gott ef ekki KA-maður.
„Mér þykir þú kaldur; að setja
saman svona Víkverja, rétt áður
en þú flytur norður,“ sagði hann.
– Ha! Hvað meinarðu? Hvaða
Víkverja? sagði ég undrandi.
„Um það þegar KA varð Ís-
landsmeistari í handbolta í vor og
hvað þér fannst hræðilegt að vera
sífellt óskað til hamingju með það,
sem Akureyringi.“
– Ég? Hvers vegna heldurðu að
ég hafi skrifað það?
„Ja, mér var sagt það. Og svo
skildi ég pistil á heimasíðu KA
þannig að
þetta værir
þú.“
– Nei, það
getur ekki
verið. Það var
ómögulegt að
túlka hann sem svo að skrifari
ætti við mig.
Eða hvað?
Á nefndri heimasíðu stóð sem
sagt m.a. 15. maí síðastliðinn:
„Mikið var gaman að lesa Vík-
verja í Mogganum á þriðjudaginn.
Þar rakti blaðamaður raunir sínar
eftir sigur KA á Íslandsmótinu í
handbolta um helgina og óbragðið
sem heillaóskir honum til handa
sem Akureyringi hafa skilið eftir í
hans sjúka huga. Blessaður mað-
urinn rekur síðan í skemmtilegu
máli ríginn sem ríkir á Akureyri
milli KA og Þórs og fagnar því að
búa nú í Reykjavík þar sem færri
KA-mönnum er að mæta. Þá fer
hann háðulegum orðum um hand-
boltann sem hann telur tæpast til
íþrótta, enda getur það ekki verið
merkileg grein sem KA nær topp-
árangri í. Ætli hann hafi gleymt
Íslandsmeistaratitli KA-manna í
knattspyrnunni um árið, eða úr-
slitaleikjunum í bikarnum? Það er
nokkuð sem hans ástsæla félag
hefur enn ekki getað státað af.
Blessaður drengurinn, sem mig
grunar raunar hver er, hafði á
yngri árum brennandi áhuga á
íþróttum þótt hann gæti aldrei
neitt í þeim sjálfur. [ ] Annars lík-
ar mér mjög vel við ríginn sem er
rótfastur á Akureyri milli KA og
Þórs, en þó svona á efri árum hef-
ur maður haft örlitla samúð með
þeim rauðu sem hafa fengið mun
minna af sviðsljósinu bæði í fót-
bolta og handbolta. Í fyrrasumar
var ánægja þeirra af sigri í 1.
deild eyðilögð með bikarúrslita-
leiknum sem KA fékk auk þess
sem KA-liðið komst ásamt Þór í
efstu deild og það sem meira er,
þeir virðast hafa öflugra liði á að
skipa. Þeir gerðu síðan mikið úr
árangri handboltaliðsins í vetur
sem komst í fyrsta sinn í 8-liða úr-
slitin. Sú ánægja var skammvinn
og rækilega skotin niður með Ís-
landsmeistaratitli KA-manna.“
Hvernig var hann aftur, þessi
óskaplegi Víkverji?
Rétt að endurbirta upphafið:
„Víkverji er Akureyringur.
Hann er líka Þórsari. Þess vegna
leiðist honum fátt meira en þegar
honum er óskað til hamingju með
sigra KA. „Hvað ertu ekki Ak-
ureyringur?“ spyrja menn
hvumsa þegar Víkverji hvessir
brún og berar tennur. Vitaskuld.
En skilja menn hérna syðra ekki
að það að vera Akureyringur er
ekki endilega það sama og að vera
KA-maður? Á að giska annar hvor
maður á Akureyri er raunar KA-
maður en hinn er Þórsari. Blóð
hans er rautt, ekki gult. Þannig er
því farið með Víkverja. Hann
gleðst því ekki yfir sigrum KA.
Öðru nær.“
Skapti Hallgrímsson er vissu-
lega Akureyringur. Og meira að
segja Þórsari. Getur ekkert að því
gert, eins og ég orða það stund-
um, að hafa fæðst inn í Þórs-
fjölskyldu en ekki í einhverja KA-
ættina. Þannig er það nú bara
En rétt er að árétta fáein atriði:
Skapti, höfundur þessa pistils,
býr ekki í Reykjavík, eins og
Víkverji lýsti yfir, heldur á Sel-
tjarnarnesi og hefur gert í 15
ár.
Það er hárrétt að Skapti hafði
brennandi áhuga á íþróttum á
yngri árum. Hann starfaði í
hálfan annan áratug sem
íþróttafréttamaður á Morg-
unblaðinu, lungann úr þeim
tíma sem einhvers konar yf-
irmaður og var m.a.s. titlaður
fréttastjóri síðustu árin. En þó
hann hafi látið af umfjöllun um
íþróttir og snúið sér að öðrum
verkefnum á blaðinu fyrir fjór-
um árum telur Skapti sig enn
hafa brennandi áhuga á íþrótt-
um.
KA-maðurinn segir Víkverja
aldrei hafa getað neitt í íþrótt-
um. Það var fyrst þarna sem
Skapti sannfærðist endanlega
um að ekki væri átt við sig.
Telur það öldungis ómögulegt.
Hann var nefnilega mjög góð-
ur í íþróttum; fór bara óvenju
leynt með það.
Umræddan Víkverja var lík-
lega best að lesa sem kerskni. En
öllu gamni fylgir nokkur alvara og
þegar útskýrt var fyrir KR-ingi
að það, að óska (a.m.k. sumum)
Þórsurum til hamingju með Ís-
landsmeistaratitil KA, væri eins
og óska KR-ingi til hamingju ef
Valur yrði Íslandsmeistari í fót-
bolta, skildi viðkomandi hvað Vík-
verji var að fara.
Skapti umræddur hefur eflaust
skrifað marga metra um Knatt-
spyrnufélag Akureyrar á ferli sín-
um sem blaðamaður síðustu tvo
áratugi, eins og önnur íþrótta-
félög þessa lands, og hefur a.m.k.
ekki, hvað sem Víkverja líður,
gleymt Íslandsmeistaratitli KA í
knattspyrnu og bikarúrslitaleikj-
unum. Heldur ekki því þegar KA-
menn urðu fyrst Íslandsmeistarar
í handbolta. Það var ógleymanleg
stund í KA-heimilinu á Akureyri.
Gott ef hann skrifaði ekki bara
nokkuð skemmtilega grein af því
tilefni! Skapti Hallgrímsson ber
sem sagt ekki kala til Knatt-
spyrnufélags Akureyrar frekar
en annarra íþróttafélaga.
Víkverji er nafnlaus dálkur og
því ekki gefið upp hver skrifar
hann. Og ætti þess vegna heldur
ekki að gefa upp hver skrifar
hann ekki. En ég brýt hér með þá
reglu. Kannski átti KA-maðurinn
alls ekki við mig, en best að taka
þetta samt fram, til öryggis.
Amen.
Að hengja
bakara …
Það er gömul saga og ný að bakarar eru
hengdir fyrir smiði, hvernig sem á því
stendur. En hvað sem hver heldur ber
Þórsarinn sem þetta skrifar hvorki kala
til KA eða annars íþróttafélags á Íslandi.
VIÐHORF
Eftir Skapta
Hallgrímsson
skapti@mbl.is