Morgunblaðið - 25.06.2002, Page 40

Morgunblaðið - 25.06.2002, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ ER stuttum en stormasömum rekstri meðferðarheimilis á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal lokið og allir eru fegnir. Allir nema kannski þeir sem endilega vilja búa við hliðina á fólki sem ítrekað fer inn í skúra og skemmur í óleyfi eigenda, stelur þar bensíni og gasi til eigin vafasamra nota, stelur bjór úr bílum og drekkur og bætir síðan kolsvörtu ofan á það sem sannarlega var nógu svart fyrir með því að stela bílnum og klessa hann. Þetta hefur fjölskylda mín búið við undanfarið og er sjálfsagt öfundsverð af því. Auðvitað fást engar bætur fyrir skaðann, enginn er ábyrgur fyrir neinu, í öllu falli ekki þeir sem meðferðarheimilið reka. Ætli þýði að senda þér reikninginn? Þegar stóð til að hefja rekstur meðferðarheimilis hér voru bænd- ur á Skjöldólfsstöðum ekki of hrifnir og voru þá úthrópaðir ákaf- lega vondir menn, á móti endur- hæfingu ungs fólks sem lent hefði á villigötum og fleira þess háttar. Þú sagði yfirlætislegur í útvarps- viðtali að fólk væri svo oft hrætt við það sem það skildi ekki og áttir við okkur. Enda, hvernig á fáfrótt landsbyggðarfólk að skilja þessi háu vísindi frá Reykjavík, við sem förum aldrei „í bæinn“? Þú sagðir margt fleira og ekki víst að þú kærir þig um að vera minntur á það núna. Eitt af sterkustu vopn- unum til að yfirvinna andstöðu heimafólks var loforðið um að á meðferðarheimilið yrðu aldrei sendir nema unglingar í yngri kantinum (13–15) og aldrei neinir sem væru þannig á sig komnir að þeir gætu verið hættulegir. Það er þá líklega einhver önnur ástæða fyrir því að síðan í vetur hefur starfsfólk á heimilinu þurft að fela alla hnífa og oddhvassa hluti? Frá því að þetta heimili opnaði hefur öllum sem eitthvað hafa kynnst sér málið verið ljóst að hér er kerfisklúður á ferðinni, verið að moka peningum í eitthvað sem engum var til góðs, í öllu falli ekki þeim ólánssömu unglingum sem hingað voru sendir. Það besta sem fyrir þá kom var þegar þeir fengu að fara á sveitabæi hér í kring og vinna. Bændur hér höfðu fengið þá umsögn hjá þér á fundi hér í sveit- arfélaginu áður en heimilið opnaði að þeir kynnu ekkert að vinna með ungmenni á glapstigum. Að þess- um ummælum þínum voru mörg vitni. Merkilegt nokk enduðu margir unglinganna fyrr eða síðar akkúrat hjá þessum sömu bændum sem ekkert kunna – og undu hag sínum ólíkt betur en hjá „fagfólk- inu“ á meðferðarheimilinu. Bænd- ur fæddu þá og borguðu þeim ein- hver laun, þrátt fyrir að á hálftómu heimilinu sæti fólk á fullu kaupi við einmitt það. Sjálf- sagt einhver snilldarhagfræði þar á ferð sem dylst mér, ekki getur verið um óstjórn og fjármálasukk að ræða? Ef þú skyldir einhvern tímann eiga leið hérna austur máttu vera viss um góðar móttökur, hér býr göfuglynt og hugumstórt fólk sem bregst aldrei þegar á reynir. Mikið lifandis ósköp vona ég þó að við þurfum hvorki að sjá þig né heyra ómerkilegt bullið í þér alveg á næstunni. INGUNN SNÆDAL, Skjöldólfsstöðum, Jökuldal. Opið bréf til Braga Guðbrandssonar Frá Ingunni Snædal: SUMIR prestar innan þjóðkirkj- unnar hafa tekið upp á því að blessa sambönd samkynja einstak- linga sem hjónaband værir. Ég vil benda á að slík sambönd eru ekk- ert annað en skrumskæling á hjónabandi karls og konu og fela í sér ástarathafnir svipaðar þeim sem iðkaðar eru milli einstaklinga af gagnstæðu kyni. Kærleikssambönd fólks eru dásamlegt fyrirbæri, bæði á milli tveggja manna og tveggja kvenna. En þegar strákarnir fara sín á milli að herma eftir ástarsambandi karls og konu hljóta þeir að hafa ruglast meira en lítið í hlutverki sínu. Hið sama má segja um stelp- urnar. Tilgangur manns og konu er að ganga í hjónaband og eignast af- kvæmi. Það er hið guðlega lögmál sem viðheldur lífi mannkynsins. Hjónabandið er æðst stofnana á jörðu vegna þessa og í því felst lífsfylling engri æðri, því maður og kona verða aldrei heil fyrr en þau verða eitt hold í hjónabandi, þ.e.a.s. búa til nýtt líf, afkomendur ætta sinna. Ég vil benda samkynhneigðum einstaklingum á þetta atriði í fullri vinsemd. Ættleggir þeirra deyja út, þar sem þeir eignast ekki af- kvæmi, því samkynhneigð elur ekki af sér líf, heldur afmáun, dauða ættleggsins. Það lífsfyrir- komulag er því ekki eðlilegt, held- ur afbrigðilegt, enda var samkyn- hneigð kölluð kynvilla á árum áður. Hún var og er fordæmd af höfundi lífsins, þar sem hún gefur ekki af sér líf, heldur dauða. Prest- ar hafa þar af leiðandi ekkert vald né því síður umboð til þess að blessa sambönd samkynhneigðra sem hjónabönd væru. Guð er sá sem blessar og því getur prestur ekki blessað eitthvað sem Guð hef- ur fordæmt. EINAR INGVI MAGNÚSSON, Heiðargerði 35, 108 Reykjavík. Með hvaða valdi? Frá Einari Ingva Magnússyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.