Morgunblaðið - 25.06.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 25.06.2002, Síða 41
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 41 ÚTSALA - ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: Bómullarpeysa 4.900 2.900 Jakkapeysa 4.900 2.900 Blúndubolur 3.800 2.400 Bodybolur 2.800 1.900 Dömuskyrta 3.200 1.900 Gallajakki 4.900 2.900 Túnika 3.900 2.400 Sítt pils 3.900 2.500 Dömubuxur 3.000 1.900 Kjóll 4.500 2.900 Rúskinnbuxur 7.600 4.600 Kápa pvc 6.600 3.900 Vesti m/belti 3.900 2.300 Dömuskyrta 3.300 1.900 Vatteraður jakki 4.600 2.900 ...og margt margt fleira 40—70% afsláttur Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið frá kl.10.00-18.00 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir opna þér leiðina til Ítalíu í sumar á hreint ótrúlegum kjörum og bjóða nú frábært tilboð á síðustu sætunum til þessarar fegurstu borgar Ítalíu. Síðustu sætin þann 11. og 18. júlí til Verona, þar sem þú getur notið ótrúlegrar fegurðar hennar og sögu eða dvalið við Gardavatn í magnaðri náttúrufegurð. Verona er í hjarta Ítalíu, frábærlega staðsett og héðan er örstutt til allra átta og þú velur úr glæsilegustu verslunum heimsins og listasöfnum og nýtur lífsins í þessu menningarhjarta Evrópu. Síðustu sætin í júlí Beint flug alla fimmtudaga Brottför frá Keflavík kl. 16.40 Flug heim á þriðjudagsmorgnum Verð kr. 24.265 Gildir 11 eða 18. júlí til Verona. Flugsæti með sköttum, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Verð kr. 29.950 Flugsæti fyrir fullorðinn, fargjald A. Skattar innifaldir. Stökktu til Verona 11. og 18. júlí frá kr. 24.265 Kefla- valtarar Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna- stund í dag, þriðjudag, kl. 12 í kapellu safnaðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkjunnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús kl. 10–12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16. Spilað og spjallað. Blöðin liggja frammi og heitt á könnunni. Stutt ferð á vegum starfsins einu sinni í mánuði í sumar. Allir velkomnir. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar þriðjudagsmorgna kl. 10-11.30. Borgarneskirkja. TTT – tíu til tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15– 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf ÞAÐ ER óhætt að segja að frammistaða íslenska bridslandsliðs- ins í opnum flokki á Evrópumóti hafi komið þægilega á óvart og nú þegar mótið er rúmlega hálfnað á Ísland enn möguleika á að ná 5. sætinu sem gefur keppnisrétt á HM í brids. Við því bjuggust fáir fyrir fram enda er íslenska liðið að mestu skipað ung- um spilurum. Í síðustu umferðum hefur íslenska liðið m.a. unnið Finna 20:10, Ung- verja 23:7, San Marínó 22:8 og Rússa 24:6. Eftir 23 umferðir af 37 var Ísland í 8. sæti með 381 stig. Ítalir voru komnir með ótrúlegt for- skot, höfðu 484 stig í efsta sæti, Búlgarar voru í 2. sæti með 415 stig, Norðmenn höfðu 410, Pólverjar 400, Spánverjar 393, Tyrkir 389 og Hol- lendingar 383. Íslenska kvennaliðinu hefur hins vegar ekki gengið sem best og var eftir 11 umferðir í 20. sæti með 138 stig. Þar virðast Þjóðverjar ætla að leika sama leikinn og Ítalir í opna flokknum og voru með 226 stig en liðið hafði þá unnið alla leiki sína. Danir komu næstir með 206 stig og Englendingar 205. Rússar yfirspilaðir Íslensku spilararnir hafa vakið talsverða athygli í Salsiomaggiore og mótshaldarar hafa oft valið leiki Íslands sem sýningarleiki. Þannig var með leikinn við Rússa. Þessir leikir eru jafnframt sýndir beint á Netinu og því gátu íslenskir brids- áhugamenn fylgst með því þegar ís- lensku spilararnir hreinlega yfir- spiluðu þá rússnesku. Í tveimur spilum fengu Íslending- ar geimsveiflu þegar þeir fundu eina útspilið til að hnekkja samningum. Þetta var annað þeirra: Norður ♠ K84 ♥ ÁG10 ♦ D72 ♣ÁD82 Vestur Austur ♠ ÁG3 ♠ 62 ♥ 8763 ♥ 54 ♦ G64 ♦ K1093 ♣1063 ♣KG742 Suður ♠ D10975 ♥ KD92 ♦ Á85 ♣9 Við bæði borð voru spilaðir 4 spaðar í suður. Við annað borðið spilaði Max Khven í vestur út hjartasjöu. Þröstur Ingimarsson drap í borði með tíu og spilaði strax spaða á drottninguna heima. Khven drap með ás og hélt áfram með hjartað og nú var eftirleikurinn auð- veldur. Þröstur tók spaðakóng, fór heim á hjartadrottningu og spilaði tígli á drottningu. Austur drap með kóng og spilaði meiri tígli en Þröstur stakk upp ás, henti tígli í borði í hjartakónginn og trompaði tígul í borði. 10 slagir og 420 til Íslands. Við hitt borðið spilaði Steinar Jónsson hins vegar út tígulfjarka- num. Andrei Gromov stakk upp drottningunni og drap kóng Stefáns Jóhannssonar með ás. Gromov gat enn unnið spilið með því að hitta í spaðann, en hann ákvað að svína laufadrottningu í öðrum slag. Stefán fékk á kóng, og síðan tók vörnin tvo tígulslagi og fékk loks á spaðaásinn. 50 til Íslands og 10 stig. Óvænt veisla Í þessu spili fengu Íslendingar óvænta veislu. Áttum er snúið: Vestur gefur, NS á hættu Norður ♠ Á53 ♥ 1085 ♦ ÁG532 ♣85 Vestur Austur ♠ K98 ♠ D742 ♥ ÁG42 ♥ D7 ♦ K84 ♦ D10976 ♣1072 ♣G9 Suður ♠ G106 ♥ K965 ♦ - ♣ÁKDG43 Við annað borðið fékk Stefán að opna í 4. hönd á 1 laufi með suð- urspilin. Vestur doblaði og Steinar í norður sagði 1 grand. Það doblaði austur, einhverra hluta vegna, og við það sat. Eftir spaðaútspil fékk Stein- ar 9 slagi, 580 til Íslands. Við hitt borðið virtust Rússarnir einnig vera úti á þekju: Vestur Norður Austur Suður Þröstur Khven Bjarni Matusko 1 grand pass pass dobl pass pass 2 tíglar 3 lauf pass 3 grönd dobl 4 hjörtu dobl// Þröstur fékk lánaðan punkt og opnaði á veiku grandi. Rússarnir komust síðan í 3 grönd sem Bjarni Einarsson doblaði. Sennilega fara 3 grönd niður eftir tígulútspil og Ma- tusko ákvað að flýja, en einhverra hluta sagði hanní 4 hjörtu frekar en 4 lauf. Þau gat Þröstur doblað og á endanum fór þessi samningur 3 nið- ur, 800 til Íslands og 16 impar. Útspilin réðu úrslit- um gegn Rússum BRIDS Salsomaggiore, Ítalíu EVRÓPUMÓT Evrópumótið í brids er haldið í Salso- maggiore á Ítalíu dagana 16.–29. júní. Ís- land tekur þátt í opnum flokki og kvenna- flokki. Heimasíða mótsins er http://www.eurobridge.org Guðm. Sv. Hermannsson Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.