Morgunblaðið - 25.06.2002, Page 42

Morgunblaðið - 25.06.2002, Page 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Delphin, Dettifoss, Albatros og Helgafell. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag fara út Pólar Siglir og Ozherelye. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9.00 vinnustofa, kl. 9.15 bað, kl. 10.15 Búnaðarbanki, kl. 13.00 vinnustofa. Gróðursetning í Hval- firði í dag, 25. júní. Þriðjudaginn 25. júní fara ungir og aldnir saman í gróðursetning- arferð í Álfamörk í Hvalfirði. Lagt af stað frá Aflagranda kl. 13.30. Gróðursetning hófst í Álfamörk á ári aldraðra en þá tóku unglingar úr félagsmiðstöðvum Reykjavíkur og eldri borgarar frá fé- lagsmiðstöðvum eldri borgara sig saman og gróðursettu tré. Reitn- um var gefið nafnið Álfamörk og hefur verið gróðursett í hann síðan. Allir eru hjartanlega velkomnir, eldri borg- arar eru hvattir til að taka barna- og barna- barnabörnin með og unglingar ömmur og afa. Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð og- baðþjónusta, kl. 13 opin smíðastofa og handa- vinnustofa, kl. 13.30 fé- lagsvist. Bingó er 2. og 4. hvern föstudag í mánuði. Púttvöllurinn er opinn kl. 10–16 alla daga. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við bað, kl. 9–16.45 er hárgreiðslustofan opin, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Sundleikfimin hjá Lovísu í Sundlaug Garðabæjar byrjar 25. júní kl. 16 og verður á þriðjud. og fimmtud í þrjár vikur. Allir vel- komnir. Golfnámskeiðið hjá Sturlu verður á þriðjud. og miðvikud. kl. 13 næstu þrjár vikur í GKG í Vetrarmýrinni. Fótaaðgerðastofa: tíma- pantanir eftir sam- komulagi s. 899 4223. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag er frjáls spilamennska kl. 13.30. Pútt á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Á morgun, miðvikudag, línudans kl. 11 og pílu- kast kl. 13.30. Orlofs- ferð að Hrafnagili við Eyjafjörð 19.–23. ágúst, fjórar nætur. Skoðun- arferðir: Húsavík, Mý- vatn, Dalvík, Ólafs- fjörður og Siglufjörður. Skráning og allar uppl. í Hraunseli í síma 555- 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Sögu- ferð í Dali 25. júní, dagsferð, Eiríksstaðir- Höskuldsstaðir- Hjarðarholt-Búð- ardalur-Laugar- Hvammur. Léttur há- degisverður á Laugum í Sælingsdal. Kaffihlað- borð í Munaðarnesi. Leiðsögumaður Sig- urður Kristinsson. Brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 8. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Þórsmörk – Langidalur 4. júlí, kaffihlaðborð á Hvolsvelli. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir. Skráning hafin. Hálendisferð 8.–14. júlí, sjö dagar. Ekið norður Sprengisandsleið, fjöl- margir áhugaverðir staðir skoðaðir, t.d. Herðubreiðarlindir, Askja, Mývatn o.fl. Ek- ið suður um um Kjöl. Leiðsögn Sigurður Kristinsson. Ferð í Galtalæk á úti- tónleika 14. júlí 2002 með Álftagerðis- bræðrum og Diddú. Örn Árna og Karl Ágúst slá á létta strengi. Lagt af stað kl. 15 frá Glæsibæ. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10– 12. í s. 588 2111. Skrif- stofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, m.a. tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10 leik- fimi, kl. 12.40 Bón- usferð, kl. 13.15 bóka- bíll. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag kl. 9–16.30 eru vinnustofur opnar, kl. 13 boccia. Veitingar í Kaffi Bergi. Fim. 27. júní: Ferðalag um Suð- urnes. Meðal annars ek- ið um Hafnarfjörð, Vatnsleysuströnd, gegnum Keflavík og út á Garðskaga, Stafnes og Miðnes. Kaffihlaðborð í Golfskálanum í Leiru. Ath. Mæting í Gerðu- bergi kl. 12.30. Skrán- ing hafin. Allar uppl. um starfsemina á staðn- um og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, kl. 14 þriðjudagsganga. Vegna forfalla eru fjög- ur sæti laus í ferð um Vestfirði 15.–19. júli. Þeir sem ekki hafa staðfest nú þegar eru beðnir að gera það sem fyrst. Uppl. í síma 554- 3400. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bað, kl. 9.45 bankaþjón- usta, kl. 13 handavinna. Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Allir velkomnir. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun. Hæðargarður. Hár- greiðsla kl. 9–17. Hallgrímskirkja, eldri borgarar. Farið verður frá kirkjunni fim. 27. júní kl. 10 að Sól- heimum í Grímsnesi. Kaffiveitingar á Iðufelli. Stoppað í Skálholti og Hveragerði. Skráning og nánari uppl. veitir Dagbjört milli kl. 10 og 12 í síma 510-1034 og 693-6694. Verið velkom- in og takið með ykkur gesti. Háteigskirkja – eldri borgarar. Á morgun, miðvikudag, er samvera og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 11, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og op- in vinnustofa, kl. 9–17 hárgreiðsla. Allir vel- komnir. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 al- menn handavinna, kl. 13 spilamennska. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 morgunstund og handmennt, kl. 10.30 boccia, kl. 14 félagsvist. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í s. 552 6644 á fund- artíma. Minningarkort Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568- 8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581, hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551-7193, og Elínu Snorradóttur, s. 561-5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553- 9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minning- arkort Kvenfélagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555-0104 og hjá Ernu s. 565-0152. Minningarkort Breið- firðingafélagsins eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni, s. 555-0383 eða 899-1161. Í dag er þriðjudagurinn 25. júní, 176. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? (Matt. 7,3.) Víkverji skrifar... KNATTSPYRNAN er skrýtinskepna. Það höfum við séð á heimsbikarmótinu sem senn er á enda. Fátt færir menn betur saman, í gleði og sorg. Þær eru ótrúlegar myndirnar sem við höfum séð frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn, Trafalgar-torgi í Lundúnum, götum og torgum í Suður-Kóreu og Tyrk- landi, svo dæmi séu tekin. Að ekki sé talað um sambasveifluna í Brasilíu. Heilu þjóðirnar standa á öndinni. Eitt augnablik getur sett allt úr skorðum, nefnum gullmark Suður- Kóreu gegn Ítalíu, sem lagði sum- arið nánast í rúst á Ítalíu. Og aum- ingja Spánverjar, en í leiknum gegn Suður-Kóreu, urðu mistök aðstoðar- dómara til þess að milljónir manna geta ekki á sér heilum tekið. Allt heimsins óréttlæti helltist yfir þá. Gremja Spánverja er skiljanleg, þeir áttu að vinna leikinn. Mistök dómara urðu þeim að falli. En hvað er hægt að gera? Svona er fótbolt- inn! Kannski engin rök en svona er það nú samt. Þetta eru ekki fyrstu dómaramistökin sem gerð hafa verið í sögu HM – og örugglega ekki þau síðustu. Hvað ef mark Geoffs Hursts fyrir England gegn Þýskalandi 1966 hefði aldrei verið dæmt gilt, hvað ef dómarinn hefði séð „hönd Guðs“ í leik Argentínu og Englands 1986? Svona mætti lengi telja. Umdeildir dómar hafa að vísu ver- ið fleiri á þessu móti en oft áður. Í kjölfarið hefur líka komið umræða um að knattspyrnan taki sjónvarps- tæknina í sína þjónustu. Vafaatriði verði skoðuð betur í sjónvarpi meðan á leik stendur. Víkverji er andvígur þessu. Hvar á að draga mörkin? Á bara að endurskoða mörk – eða öllu heldur meint mörk – eða á líka að endurskoða brottvísanir, rangstöðu- dóma, leikaraskap og jafnvel eitt- hvað fleira? Þetta yrði fljótt að vinda upp á sig. Endurskoðun af þessu tagi myndi hægja um of á leiknum. Leik sem þrífst fyrst og síðast á flæði. Er það vinnandi vegur að stöðva leik, þá hæst stendur, til að skoða frá 25 sjónarhornum hvort boltinn fór yfir línuna eður ei? Varla. x x x ÞAÐ er fleira en dómaramistöksem sett hefur svip á heimsbik- armótið að þessu sinni, látbragðs- leikur manna. Hann færist í vöxt. Því miður. Víkverji hefur skömm á ódrengskap og vill skera upp herör gegn þessu. Þannig hefði alþjóða knattspyrnusambandið átt að senda Brasilíumanninn Rivaldo heim eftir leikinn gegn Tyrklandi í riðlakeppn- inni, þar sem hann var staðinn að því að gera sér upp höfuðáverka er knettinum var spyrnt í hné hans. Skrípaleikur þessi var settur á svið í þeim tilgangi einum að koma and- stæðingnum í bobba. Eins og það þyrfti, alltaf lá fyrir að Tyrkinn sá arna yrði áminntur fyrir ódæðið. Samt gyrti Rivaldo niður um sig, frammi fyrir 25 sjónvarpsmyndavél- um. Þvílíkur kappi! Mikil umræða hlaust af en Rivaldo yppti bara öxl- um og hélt uppteknum hætti gegn Englendingum, þar sem hann velti sér fram og aftur í grasinu af engu tilefni, að því er virtist. Maðurinn hefur enga sjálfsvirðingu. Víkverji hefur ekkert á móti Bras- ilíumönnum, lið þeirra er ágætt. Eigi að síður vonar hann að þeir standi ekki uppi sem sigurvegarar á mótinu. Hvers vegna? Maður með geðslag Rivaldos á það ekki skilið! Langur vinnutími unglækna ÉG VAR að lesa grein í Mbl. í dag, 22. júní, eftir Hjalta Má Björnsson, þar sem hann gagnrýnir þær hugmyndir að ungum læknum sé ætlað að þurfa að vinna allt upp í tólf sól- arhringa í senn án hvíldar, skv. kjarasamningum við sjúkrahús. Ég hef sl. 30–40 ár átt við viðvarandi og víðtækt heilsuleysi að stríða og mér er sérlega minnisstætt eitt af þeim mörgu skiptum sem ég lenti á sjúkrahúsi, skyndiinnlögn í það skiptið því að mér var að blæða út eftir ristilspeglun sem hafði gert gat á slagæð. Ungur læknir sem var á vakt tók á móti mér og sinnti því sem sinna þurfti, setti upp blóðvatn og blóð og vakti yfir mér alla nótt- ina eins og hver önnur ungamóðir. Morguninn eft- ir kom svo þessi sami ungi læknir eina ferðina enn til mín og fer að biðjast afsök- unar á að hann treysti sér ekki til þess að vera við að- gerð sem gera þurfti til að loka fyrir blóðstreymið. Drengurinn var orðinn svo þreyttur að hann var orð- inn nánast ljósgrænn í framan. Ég sagði við þenn- an unga lækni að mér væri mikill greiði gerður með því að hann kæmi hvergi nærri þessari aðgerð því að fólk sem væri búið að vinna upp undir 24 klst. í senn hefði tæpast fulla dóm- greind lengur – og ég þver- tæki með öllu fyrir að svo þreytt fólk ætti að bera ábyrgð á lífi mínu. Ég bauð honum síðan að leggjast í rúm mitt, mér sýndist hann hafa meiri þörf á hvíld en ég. Ég hlyti að geta setið á einhverjum stól. Hann þáði auðvitað ekki að leggja sig, dreng- urinn, en æ síðan hefur þetta rifjast upp fyrir mér þegar ég heyri minnst á langar vaktir unglækna. Sem langtímasjúklingur styð ég heils hugar baráttu unglækna fyrir því að þær/ þeir séu ekki látnir vinna lengri vaktir en 8–12 tíma í senn. Þeir sem vilja þvinga unga lækna til að vinna lengur en skynsamlegt er í einni lotu eru einfaldlega að stefna lífi og heilsu sjúk- linga í hættu – því hvernig á örþreytt fólk að geta hugsað skýrt? Hvað er meira áríðandi í starfi læknis en einmitt að geta hugsað skýrt? Og hver ætlar að taka á sig ábyrgð á mistökum sem ör- þreyttur læknir gerir? Ein gömul og lasin. Umhugsunarefni fyrir verslunareigendur ÉG HEF verið að skoða sumarflíkur undanfarið, aðallega margs konar boli. Það sem hefur komið mér mest á óvart er að úrvalið er mest í stærðunum Medi- um og Small en lítið og sumstaðar er ekkert til af stærðinni Large svo ekki sé talað um XL. Mér er sagt að stærri stærðirnar klárist alltaf fyrst. Það kemur ekkert á óvart því að það eru stærð- irnar sem flestir nota. Hvað gerist svo þegar að útsölum kemur? Þá eru það minni stærðirnar sem fara á útsölu (Small og Medium) því hinar eru löngu uppseldar. Hvernig væri að versl- unareigendur pöntuðu inn margfalt meira í stærri stærðunum og enn minna í minni stærðunum? Þá selja þeir kannski all- ar vörurnar fullu verði – minna fer á útsölu og minni hætta er á að sitja uppi með óseljanlegan lager. Vonandi er þetta um- hugsunarefni fyrir verslunareigendur. Jóna. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 broslegur, 8 hörfar, 9 odds, 10 fugl, 11 snjóa, 13 drynja, 15 húsdýra, 18 biður sér, 21 skip, 22 rófa, 23 að baki, 24 flutn- ingatækis. LÓÐRÉTT: 2 kvendýrið, 3 gersemi, 4 mannsnafn, 5 fléttuðum, 6 munaður, 7 fjall, 12 gagnleg, 14 hita, 15 hysja, 16 óhreint vatn, 17 fyrir aftan, 18 hugaða, 19 gleðin, 20 skoða vand- lega. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: - 1 busla, 4 hældi, 7 gerpi, 8 ósómi, 9 rós, 11 rönd, 13 kinn, 14 álkan, 15 blað, 17 álit, 20 ell, 22 yrðir, 23 jag- ar, 24 senda, 25 tunna. Lóðrétt: - 1 bugur, 2 súran, 3 akir, 4 hrós, 5 ljómi, 6 ið- inn, 10 óskil, 12 dáð, 13 kná, 15 beygs, 16 arðan, 18 lagin, 19 terta, 20 erta, 21 ljót. EINS og útsendingum RÚV hefur verið háttað, bæði í hljóðvarpi og sjón- varpi, hafa útsendingar úr kirkjum landsins verið eft- ir gamla laginu – sem að sjálfsögðu er sígilt. Síð- ustu vikur hefur verið út- varpað úr kirkjum sem bjóða upp á mikinn söng og tilbeiðslu, en innan kirkna landsins er að finna söngraddir til dýrðar drottni sem legið hafa í dvala. Nú geta allir lands- menn átt þess kost að njóta hins mikla og vand- aða tónlistarlífs og kær- Útsendingar úr kirkjum leiksboðskapar sem fyrir- finnst í þeim kirkjum sem hingað til hafa verið skil- greindar allt upp í það að vera „sértrúarsöfnuðir“, svo undarlegt sem það nú er. Fólk finnur nú hvað þetta er uppörvandi og veitir mikla gleði. Dæmi um þetta eru samkomur hvítasunnusafnaðarins Fíladelfíu. Von er að þetta megi verða upphaf ann- arra slíkra samkomna safnaða sem lofa drottin með gleði og tónlist sem aldrei fyrr. Stefán. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.