Morgunblaðið - 25.06.2002, Síða 43

Morgunblaðið - 25.06.2002, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 43 DAGBÓK                   Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval af buxum frá kr. 1.790 VELÚRGALLAR Léttir velúrsloppar Nóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá, Sendum í póstkröfu Við bjóðum ódýrari gistingu í miðri viku í júlí og ágúst Verð: Stúdíóíbúð kr. 5.000 2ja manna herbergi kr. 4.000 Eins manns herbergi kr. 3.000 Stúdíóíbúðir: 1 vika kr. 25.000 Morgunverður innifalinn. Gistihús Regínu Mjölnisholti 14, 3. hæð, sími 551 2050 gistih.regina@isl.is Góð fyrirtæki 1. Góð framköllunarstofa sem sami eigandi hefur átt í 10 ár. Öll tæki sem þarf auk þess innrömmunartæki, ljósmyndastúdíó og stækk- anir. Engin fagkunnátta nauðsynleg til eignarhalds. Góðar tekjur. Selst ódýrt vegna veikinda eiganda. 2. Frábært afþreyingafyrirtæki til sölu. Mest kvöld- og helgarvinna. Vel tæknivætt og það eina sinnar tegundar hérlendis. Mjög vin- sælt. Sérstakt fyrirtæki sem gefur góðar tekjur. 3. Þekkt og snyrtileg sólbaðstofa með 5 bekkjum og mjög góðri að- stöðu fyrir naglasnyrtingu eða naglaásetningu. Eina stofan í 10 þúsund manna hverfi. Rótgróin stofa með góðri ímynd. 4. Til sölu snyrtilegur mat- og kaffisölustaður, sem er opinn aðeins til kl. 5 á daginn og lokaður um helgar. Þægilegur vinnutími. Gott eldhús. Góð aðstaða. 5. Til sölu fyrir fjársterka aðila hlutur í fyrirtæki, sem er að selja sína snjöllu ímynd út um allan heim. 6. Til sölu þekkt sportskóverslun á fjölmennasta stað í borginni. Mjög góð velta. Sanngjarnt verð. Langur húsaleigusamningur. Góð afkoma. 7. Þekktur söluturn með tveimur bílalúgum og mikilli veltu. Mest skyndibiti, sem er framleiddur á staðnum og gefur því betri út- komu. Leyfi fyrir nætursölu. Mikið af nýinnkomnum fyrirtækjum af öllum gerðum.       LJÓÐABROT FÁKAR Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. – Menn og hestar á hásumardegi í hóp með þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. – Brúnirnar þyngjast. Þeir harðna á hvarm. Það hrökkva af augunum neista él. Riðullinn þyrpist með arm við arm. Það urgar í jöxlum við bitul og mél. Þeir stytta sporin. Þeir stappa hófum og strjúka tauma úr lófum og glófum. Höfuðin lyftast. Hin lifandi vél logar af fjöri undir söðulsins þófum. Einar Benediktsson. ÁRIÐ 1929 setti Theodore Lightner fram þá snjöllu hugmynd að dobl á slemmum ætti að nota til að benda á út- spil og mótaði nokkrar leið- beinandi reglur um það hvaða lit doblarinn vildi fá út. Reglur Lightners hafa stað- ist tímans tönn ótrúlega vel og eru í grundvallaratriðum enn í gildi. Þær mikilvæg- ustu eru þessar: Óvænt dobl á slemmu mótherjanna biður um útspil: (1) í hliðarlit blinds; (2) í hliðarlit sagnhafa hafi blindur engan nefnt; (3) í lengsta lit útspilara ef sóknin hefur engan hliðarlit sýnt (og þá er doblið byggt á eyðu). Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁG764 ♥ KG104 ♦ 4 ♣ÁG2 Vestur Austur ♠ D853 ♠ K10 ♥ 73 ♥ Á9652 ♦ G765 ♦ 9832 ♣653 ♣97 Suður ♠ 92 ♥ D8 ♦ ÁKD10 ♣KD1084 Vestur Norður Austur Suður -- 1 spaði Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 3 grönd Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 6 lauf Dobl Allir pass Þetta spil úr bókinni Open- ing Leads eftir Mike Lawr- ence sýnir vel gildi Lightner- doblsins. Austur metur stöð- una svo að nauðsynlegt sé að fá spaða út áður en hjartaás- inn er rifinn af honum og do- blar til að biðja um spaða – lit blinds. Og það er eina útspil- ið sem hnekkir slemmunni. Í þessu tilfelli hefur norður (blindur) reyndar sagt frá tveimur litum til hliðar við trompið, bæði spaða og hjarta. Þegar svo er gildir sú viðbótarregla að átt er við FYRSTA litinn sem blindur hefur sagt. Á morgun skulum við skoða hvernig yfirfæra má Lightner-doblið á aðrar stöð- ur. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú ert gáfaður og skilnings- ríkur einstaklingur og jafn- framt frumkvöðull. Þér er annt um aðra og kannt að setja þig í spor annarra. Draumar þínir rætast oft og ekki síst á þessu afmælisári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Spenna sem þú hefur fundið fyrir nýlega í samskiptum við foreldra eða yfirmann minnk- ar. Það er komið að logninu á eftir storminum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Dagurinn einkennist af spennu sem fer illa við af- slappað eðli þitt. Þú færð kjörið tækifæri til að sýna stillingu þrátt fyrir mikið stress. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Áhrif síðasta fulla tungls hafa minnkað. Þér er létt og þú ert afslappaðari vegna þess að vandamálin hafa minnkað eða horfið alveg. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þetta er yndislegur dagur, njóttu hans. Valið er þitt því þú skapar að mestu leyti þitt eigið líf. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér finnst gaman að geta ver- ið þú sjálfur í dag. Þú færð kærkomið tækifæri til að njóta þín í fallegu umhverfi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Minniháttar spenna í vina- sambandi hefur áhrif á þig. Þetta bendir frekar til þess að þér sé annt um vininn sem um ræðir heldur en öfugt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Metnaðargirndin vaknar til lífsins því þú vilt að eftir þér sé tekið. Þetta á eftir að ræt- ast því án sérstakrar viðleitni áttu eftir að hafa áhrif á aðra. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Heimspekilegar hugsanir sækja að þér í dag auk for- vitni um menningu annarra landa. Þú átt eftir að vilja fræðast um ókunna staði og aðstæður. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ákveðni þín í því að bæta sjálfan þig er aðdáunarverð. Hvort sem þú vilt hreyfa þig meira eða bæta matarræðið áttu eftir að vera sáttur við að gera svo. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ástúðlegar tilfinningar til einhvers sem er þér nákom- inn eru sterkar í dag. Reyndu að tjá tilfinningar þínar því það á eftir að gera bæði þig og manneskjuna ánægðari. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ánægjulegt samtal við náinn vin lífgar upp á daginn. Þú átt ekki aðeins eftir að njóta sam- ræðanna heldur einnig eftir að sjá að þú ert mikils metinn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Aðdráttarafl þitt í ástarlífinu er sterkt í dag. Tilfinningar þínar láta þér líða vel og hugsa um lífið á jákvæðan hátt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 Bb7 8. d4 Rxd4 9. Rxd4 exd4 10. e5 Re4 11. Df3 O-O 12. Hxe4 c5 13. c4 f5 14. exf6 Bxf6 15. Rd2 Kh8 16. Bc2 bxc4 17. Rxc4 d5 18. He2 dxc4 19. Dxb7 d3 20. De4 He8 21. Dxc4 dxe2 22. Be3 Staðan kom upp á Sigeman-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Málmey í Svíþjóð. Jonny Hector (2513) hafði svart gegn Hannesi Hlífari Stefánssyni (2598). 22. ...Hxe3! og hvítur gafst upp enda fátt til varnar eftir 23. fxe3 Dd2. Hector hefur tekið þátt í Sigeman- mótinu mörg ár í röð. Í öll skiptin lenti hann í neðsta sæti en í ár breytti hann út af venj- unni og fékk meira en helm- ing vinninga og endaði í 3.–4. sæti. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Árnað heilla BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. mars sl. í Hafnarfjarð- arkirkju af sr. Sigrúnu Óskarsdóttur Katrín H. Jónsdóttir og Jón M. Ívarsson. Heimili þeirra er í Starengi 48, Reykjavík. Hlutavelta Morgunblaðið/Kristján Þessir duglegu krakkar héldu hlutaveltu á Akureyri og söfnuðu 3.465 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Berglind Bernardsdóttir, Bjarki Bernardsson og Urð- ur Steinunn Frostadóttir Sahr. Með morgunkaffinu Hjá hverj- um var það aftur sem þú lærðir ? Fertugur ítalskur karlmað- ur vill skrifast á við íslenska konu á svipuðum aldri á ítölsku, ensku eða spænsku. Rudi Cantore 28 Casi Fiori Reano Provinzia Torino Italia Festus, sem er 15 ára drengur frá Ghana, óskar eftir íslenskum pennavini. Hann hefur áhuga á fót- bolta, skiptast á gjöfum, sundi og bréfaskriftum. Hann skrifar á ensku. Festus Owusu Yeboah, P.O. Box NK394, Nkawkaw ö EIR, Ghana - WIA. Jaime óskar eftir íslensk- um pennavini, konu á aldr- inum 25–35, til að skrifast á við í tölvupósti. Jaime skrifar á ensku og býr í Minnesota, U.S.A. Netfangið er: martinez@mail.- winternet.com Lena, sem er þýsk 16 ára gömul stúlka, óskar eftir að skrifast á við stúlku á sínum aldri. Hún skrifar á ensku. Lena Kettner, Kolpingstrasse 48, 85276 Pfaffenhofen, Germany. Brandon er 16 ára og ósk- ar eftir að skrifast á við stúlku á sínum aldri. Hann býr í Maryland í Bandaríkj- unum. Netfangið er: brandolicious@- hotmail.com Pennavinir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.