Morgunblaðið - 25.06.2002, Qupperneq 44
FÓLK Í FRÉTTUM
44 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!"#$#% &
C
HRIS Dolan hefur komið
víða við á rithöfund-
arferli sínum. Hann hef-
ur jafnt skrifað handrit
fyrir kvikmyndir og
sjónvarpsþætti, samið leikrit og ljóð,
skrifað smásögur og fengist við þýð-
ingar.
„Rithöfundar í Skotlandi geta ekki
lifað á skrifunum einum saman – ég
hef heyrt að það sama sé uppi á ten-
ingnum hér á Íslandi,“ segir Dolan.
„Ég hef því fengist við ýmislegt
sem viðkemur skriftum. Ég hef mest
verið að skrifa fyrir sjónvarp, bæði
fyrir bresku sápuóperuna The Shore
sem sýnd er á BBC og einnig fyrir
þættina Machair og High Road.“
Aðspurður segist Dolan þó ekki
eiga í neinum vandræðum með að
gera upp á milli ritstarfa sinna.
„Mér þykir þetta allt skemmtilegt
en kvikmyndahandritin held ég lang-
mest upp á, það er engin spurning,“
segir Dolan. „Ég hef þó aðeins unnið
að handriti fyrir tvær kvikmyndir því
það er erfitt að komast þar að. Það
eru gerðar svo fáar kvikmyndir í
Skotlandi.“
Dolan hefur verið tilnefndur til
BAFTA-verðlauna fyrir sjónvarps-
handrit sín. Hann vann m.a. Scotland
on Sunday-verðlaunin fyrir smásög-
ur sínar, árið 1995, og skosku hand-
ritshöfundaverðlaunin fyrir sjón-
varps- og kvikmyndahandrit árið
1992.
„Já það er svona með marga rit-
höfunda, þeir verða ekki þekktir fyrr
en þeir vinna einhver verðlaun. Þá
fyrst fá þeir viðurkenningu fyrir það
sem þeir gera,“ segir Dolan og skellir
upp úr.
„Ég vann handritshöfundaverð-
laun en myndin hefur þó aldrei verið
gerð og það sýnir bara hvað lítið er að
gerast í kvikmyndaiðnaðinum í Skot-
landi. Þetta vill oft vera raunin. Þó að
áhugi sé fyrir hendi og gott handrit
þá tekst alls ekki alltaf að finna fjár-
magn til að framleiða myndirnar. Þó
að það sé auðvitað frábært að fá verð-
laun á borð við þessi væri auðvitað
skemmtilegra að fá almennilega
borgað fyrir það sem maður gerir.“
Ísland skarar fram úr
Í heimsókn sinni til landsins hélt
Dolan fyrirlestur í Odda og einnig
stóð til að hann héldi námskeið um
handritsgerð en úr því varð þó ekki.
„Þetta varð eiginlega bara fundur
eða samkoma með íslenskum kvik-
myndagerðarmönnum og dagskrár-
gerðarfólki,“ segir Dolan.
„Á þessum fundi myndaðist grund-
völlur fyrir umræðum um hvernig Ís-
land og Skotland gætu mögulega
unnið saman að kvikmyndagerð í
framtíðinni.“
Dolan er uppfullur af hugmyndum
um hvernig samstarf Íslendinga og
Skota í kvikmyndagerð gæti nýst
báðum aðilum.
„Mér skilst að hér á Íslandi sé eng-
in eiginleg starfsstétt handritshöf-
unda. Það séu yfirleitt leikstjórarnir
sem skrifa handritin sjálfir. Aftur á
móti er mikið framleitt af kvikmynd-
um, sjónvarpsþáttum og þessháttar
hérlendis og þið eigið fjöldann allan
af leikstjórum. Ég tel að þarna gæti
orðið úr farsælt samstarf, með hand-
ritshöfundana okkar og leikstjórana
ykkar,“ segir Dolan. Hann er mjög
hrifinn af því sem íslenskir kvik-
myndagerðarmenn hafa verið að
gera: „Ísland hefur orð á sér fyrir að
skara fram úr í kvikmyndagerð. Þið
hafið sent frá ykkur margar góðar
myndir, sérstaklega 101 Reykjavík,
hana er hægt að fá á flestum mynd-
bandaleigum í Skotlandi. Ég hef
kannski ekki séð margar íslenskar
myndir en nógu margar til að vita að
hér er mikil gróska í kvikmynda-
gerð.“
Reykjavík í tísku
Dolan segir Reykjavík vera mikið í
tísku þessa dagana um heim allan og
telur borgina vera eina þá umtöl-
uðustu í heimi.
„Áður en ég kom hingað leitaði ég
ráða hjá blaðamönnum og öðrum
sem til landsins þekkja og allir voru á
sama máli, að Reykjavík væri frábær
borg og hefði orð á sér fyrir að vera
Mekka skemmtanalífsins, ung og
fjörug,“ segir Dolan, greinilega
ánægður með heimsóknina hingað til
lands. „Það eina sem mér þykir leið-
inlegt við heimsóknina er að við
náum ekki að vera hérna yfir helgi til
þess að kynna okkur næturlífið
margrómaða. Við bætum úr því næst
þegar við komum hingað, sem verður
vonandi fljótlega þar sem við erum
komnir með nokkur sambönd við
kvikmyndagerðarmenn hér heima.“
Aðspurður segist Dolan ekki hafa
gert formlegan samning við neinn
kvikmyndagerðarmann hér en sagði
margar góðar hugmyndir varðandi
samvinnu hafa kviknað á fundinum
daginn áður.
„Fyrir utan sjálfan mig þá veit ég
um marga færa handritshöfunda í
Skotlandi sem myndu glaðir vilja
vinna með íslenskum kvikmynda-
gerðarmönnum. Ég er því viss um að
við getum byggt upp gott samstarf
og alveg handviss um að margt gott
mun koma út úr því samstarfi,“ sagði
Dolan bjartsýnn að lokum.
Bjartsýnn á
farsælt samstarf
Morgunblaðið/Kristinn
Chris Dolan var ánægður með heimsóknina hingað til lands.
Skoski rithöfundurinn Chris Dolan í heimsókn hér á landi
birta@mbl.is
Á dögunum var staddur hér á landi skoski rithöfundurinn Chris
Dolan sem skrifað hefur allmörg handrit að sjónvarpsþáttum, m.a.
fyrir BBC. Birta Björnsdóttir hitti Dolan og fræddist um áhuga
hans á samstarfi við íslenska kvikmyndagerðarmenn.
SÓLSTAFIR hafa nú verið starfandi
í heil sjö ár, en þetta myndi teljast
þeirra fyrsta opinbera útgáfa. Reynd-
ar átti platan víst að vera komin út
fyrir löngu en eitthvað stapp og stirð-
leiki, m.a. vegna útgáfufyrirtækis
sveitarinnar í
Þýskalandi, tafði
framvinduna tölu-
vert.
Svartþungarokk-
ið er vant að læðast
meðfram veggjum,
sem er synd, því það er einmitt þessi
undirstefna þungarokksins sem er
hvað frjóust og sköpunarríkust um
þessar mundir, fyrir utan mögulega
harðkjarnarokkið. Á líkan hátt geng-
ur íslenska svartþungarokkið fremur
bljúgt fram, þó hér séu starfræktar
nokkrar sveitir. Ég ætla því að nota
tækifærið og vísa þeim áhugasöm-
ustu á vefsetrið Svartmálm, þar sem
þeir áhugasömustu geta kynnt sér
þessi fræði frekar (go.to/svartmalm-
ur).
Sólstafir hafa oft verið kenndir við
hið svokallaða víkingarokk, sem er
svartþungarokk, með ríka áherslu á
texta með heiðnum boðskap þar sem
menn leika sér með minni úr ása-
trúnni. Þetta var áberandi á fyrri
hluta ferilsins hjá Sól-
stöfum, og bera lagatitl-
ar eins og „Ásareiðin“ og
„Í helli Loka“, sem er að
finna á eldri prufuplöt-
um sveitarinnar, þessu
vitni.
Á Í blóði og anda
skyggnast þeir félagar
hins vegar út fyrir hell-
inn og beita fyrir sig hin-
um ýmsu rokk-höfrum,
með oftar en ekki hinum
ágætustu niðurstöðum.
Svartþungarokkið er áferðarlega
afar hratt og hrátt og ef vel til tekst
afar melódískt. Eitt einkenni þess eru
svo löng lög, flókin að uppbyggingu.
Formið býður því upp á ýmsar
skemmtilegar fléttur og snúninga,
eitthvað sem Sólstafir nýta sér vel
hér.
Eiðsvarnir svartþungarokkarar
taka ábyggilega andköf er þeir heyra
þessa plötu. Gnístandi kalt, hefðbund-
ið svartþungarokk er það ekki, þó
sveitin gæti auðheyranlega lagt slíkt
fyrir sig. Sólstafir neita hins vegar að
láta fjötra sig, eins og Fenrisúlfur
forðum, og opna svartþungarokks-
formið upp á gátt og hleypa inn
straumum sem ekkert endilega hafa
átt samleið með því, t.d. rokki og róli í
anda Motörhead (tvö fyrstu lögin) og
nýbylgju, þ.e. gítarnýbylgju að hætti
Sonic Youth og My Bloody Valentine
(sem heyra má best í laginu „2000
ár“). Þá er lagið „Bitch in Black“
sungið að hluta með hreinni röddu,
eitthvað sem margir telja vera guð-
last (satanslast?) í svartþungarokks-
heimi.
Spilamennskan er fagmannleg og
upptakan einnig og Aðalbjörn er vel
að merkja frábær svartþungarokks-
söngvari. Nær þessum „ópum úr iðr-
um helvítis“ glæsilega.
Það sem væri kannski helst ámæl-
isvert er að vegna þessarar auknu
fjölbreytni virðist platan nokkuð
ójöfn og brotakennd í einu rennsli. En
hvað veit ég, kristinn maðurinn!?
Á heildina litið vel heppnuð plata
sem meðlimir geta verið afar sáttir
með.
Tónlist
Víkingarnir
eru komnir
Sólstafir
Í blóði og anda
Ars Metalli
Í blóði og anda, plata svartþungarokk-
sveitarinnar Sólstafa. Sveitin er skipuð
þeim Aðalbirni Tryggvasyni (gítar, rödd,
hljómborð), G.Ó. Pálmasyni (trommur)
og Svavari Austmann (bassi). Tónlist og
textar eftir Aðalbjörn og G.Ó., einn texta
á Kola Krauze. Þeim til aðstoðar eru Sig-
urður Harðarson (bakrödd), Sigurgrímur
Jónsson (bakrödd), G. Falk (gítarsóló),
Svabbi (baköskur), Pjúddi G. (baköskur),
Hörður Óttarsson (píanó), Kola Krauze
(rödd) og Hulda „dula“ (rödd).
Stjórn upptöku var í höndum Sólstafa.
Hljóðritað af Herði Óttarssyni. Hljóð-
blandað og hljómjafnað af Finni Há-
konarsyni.
Arnar Eggert Thoroddsen
SIGURVEGARI blaðberakapp-
hlaups Morgunblaðsins í maí-
mánuði var hinn fótfrái Steinþór
Ingvarsson.
Blaðberakapphlaupið fer þann-
ig fram að blaðberar fá stig við
upphaf og lok blaðburðar en
einnig fá þeir aukastig ef þeir
ljúka burðinum fyrir kl. 7. Þeir
sem safna flestum stigum og
standa sig best í starfi lenda svo í
lukkupotti, sem dregið er úr mán-
aðarlega.
Steinþór vílar ekki fyrir sér að
bera út í hvorki meira né minna
en fjögur hverfi.
„Ég bý á Þorfinnsgötunni og
byrja þar, svo fer ég út Eiríksgöt-
una og Barónsstíginn og svo nið-
ur Egilsgötuna og Leifsgötuna.
Þaðan færi ég mig niður á Lauf-
ásveg, tek Tjarnargötuna niður
að Ráðhúsinu og þaðan upp Suð-
urgötuna,“ segir Steinþór.
Eiginkona Steinþórs slæst í för
með honum á hverjum morgni og
hafa þau borið út Morgunblaðið í
hálft þriðja ár. „Þetta er mjög
góð hreyfing og puð í tvo tíma.
Ég hef misst einhver 10 kíló síðan
ég byrjaði á þessu,“ segir Stein-
þór og bætir við: „Ég myndi mæla
með þessu fyrir fullorðið fólk eins
og mig. Þetta er launuð heilsu-
rækt, það gerist ekki mikið betra
en það.“
Sigurvegari blaðberakapphlaups maímánaðar
Morgunblaðið/Jim Smart
Örn Þórisson, dreifingarstjóri Morgunblaðsins, afhenti sigurvegaran-
um Steinþóri Ingvarssyni verðlaunin, gjafabréf í Kringlunni.
Launuð heilsurækt