Morgunblaðið - 25.06.2002, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 25.06.2002, Qupperneq 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ C vítamín 500 mg Eflir varnir. Allt vítamínið í töflunni nýtist þér. C vítamín forði í 12 klst. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is FÓTBOLTAFÁRIÐ sem nú skekur heiminn lætur lands- menn síður en svo ósnortna og má víða sjá Beckham-klippta fótboltakappa etja kappi líkt og átrúnaðargoðin í heims- meistarakeppninni. Popparar landsins hafa síður en svo farið varhluta af fárinu og reyndu þeir á laugardaginn með sér í keppni sem skar úr um hver væri þeirra skotfast- astur. Til leiks í HM-heimi Vetrar- garðsins í Smáralindinni mættu Hreimur Örn Heimisson úr Landi og sonum, Valur Sæv- arsson úr Buttercup, Kristján Grétarsson úr Englum og Kristján Gíslason úr Spútnik. Leikmennirnir fengu fimm tilraunir til að skjóta á markið. Hreimur skaut öllum hinum poppurunum ref fyrir rass og skaut í fyrstu tilraun 100 km/klst og í annarri 101 km/klst. Næstur á eftir honum kom Eyjamaðurinn Kristján Gíslason en þeir Valur og Kristján ráku svo lestina. Sveinn Waage, einn af fyndnari mönnum landsins, lýsti keppninni fyrir viðstöddum og gerði óspart grín að félögum sínum. Hreimur kom, skaut og sigraði Kristján Grétarsson, Hreimur Örn Heimisson, Kristján Gíslason og Valur Sævarsson. Keppnin um skotfastasta popparann í Smáralindinni Morgunblaðið/Jim Smart Hreimur fór fimlega með knöttinn. LEIKKONAN Angela Bassett hafnaði boði um að leika aðalhlutverkið í myndinni Monster’s Ball vegna þess að hún taldi að ástarsambandið sem per- sónan stóð í væri lítillækk- andi og byggðist á stöðl- uðum ímyndum um þeldökkar konur. „Þetta snýst um per- sónuleika, elskan,“ sagði Bassett í samtali við blaða- mann tímaritsins News- week. „Ég vildi ekki leika vændiskonu í kvikmynd. Ég gat það ekki vegna þess að það byggist á svo staðlaðri ímynd um þeldökk- ar konur og kynferði.“ Leikkonan tekur skýrt fram í viðtalinu að hún vilji ekki gagnrýna Halle Berry, sem leikur vansæla þjónustustúlku sem á í ást- arsambandi við böðul eig- inmanns síns. Berry fékk Óskarsverðlaun fyrir hlut- verkið. Bassett er ekki eina leikkonan sem afþakkaði hlutverk í myndinni Mon- ster’s Ball. „Þetta snýst um að gefa eitthvað af sér sem maður getur verið stoltur af eftir tíu ár,“ sagði Bas- sett. „Meryl Streep fékk Óskars- verðlaunin án þess að þurfa að gera allt þetta.“ Staðlað og lítillækkandi Angela Bassett vill geta horft stolt um öxl eftir 10 ár. ÞAÐ var öllu hressilegri stemmning um helgina við steinana stóru hjá Stonehenge í Bretlandi en vant er. Rúmlega 16 þúsund manns söfn- uðust þar saman síðastliðinn föstu- dag til að fagna sumarsólstöðunum, lengsta degi ársins. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd skemmti fólk sér almennt vel og var ekki að sjá á þessum Bretum að þeir tækju brottfall sinna manna úr heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu nærri sér. Tvö ár eru síðan þessi sumar- sólstöðuhátíð var haldin í fyrsta sinn en hún er sögð einkennast af friði, náttúruverndarsinnum, berrössuðu fólki og þungum daun af kannabis- efnum! Sumarsól- stöður á Stonehenge Reuters Strípalingar á Stonehenge. Tugir þúsunda fögnuðu lengsta degi ársins TÍSKUVÖRUVERSLANIR lands- ins leggja nú hver af annarri lín- urnar um hvernig landsmenn eigi að klæða sig í sumar til að vera samkvæmt nýjustu tísku. Skóframleiðandinn X-18 stóð á dögunum fyrir tískusýningu í Kringlunni á því nýjasta sem hann hefur upp á að bjóða í skó- fatnaði fyrir konur og karla. Fjöldi föngulegra ungmenna sýndi skótau og var ekki annað að sjá en að áhorfendum litist vel á sumartískuna í skófatnaði. Morgunblaðið/Þorkell Skófatnaðurinn var af ýmsum toga, fyrir bæði konur og karla. Bundin í báða skó Áhorfendur létu vel af skótísku sumarsins. X-18 kynnir sumartískuna í skófatnaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.