Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 1
250. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 25. OKTÓBER 2002 VLADIMIR Pútín, forseti Rúss- lands, kvaðst í gær ekki ætla að verða við kröfum tsjetsjneskra skæruliða, sem réðust inn í leikhús í Moskvu í fyrrakvöld og tóku yfir 700 manns í gíslingu. Forsetinn sagði að erlend hryðjuverkaöfl stæðu fyrir gíslatökunni og sagði þau einnig hafa skipulagt sprengjutilræðið á Balí í Indónesíu sem kostaði 190 manns líf- ið 12. október. Gíslatökumennirnir, sem kalla sig „smertniki“ eða dauðasveitirnar, höfðu hótað að „sprengja leikhúsið í loft upp með öllum gíslunum“ ef rússnesk stjórnvöld yrðu ekki við kröfu þeirra um að flytja herinn frá Tsjetsjníu innan viku. Einn gíslanna, sem fékk að tala í farsíma, sagði að skæruliðarnir hefðu hótað „að skjóta tíu manns á hverri klukkustund ef kröfur þeirra yrðu ekki samþykkt- ar“. Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jaz- eera í Katar sýndi í gær myndband þar sem kona á meðal gíslatöku- mannanna sagði þá hafa „valið að deyja í Moskvu og drepa hundruð trúleysingja“. Starfsmaður sjón- varpsstöðvarinnar hafði fengið myndbandið á þriðjudag. Allt að 45 börn í leikhúsinu Rússneskir embættismenn sögðu að á meðal gíslanna væru allt að 45 börn á aldrinum 12–16 ára og 75 út- lendingar, þeirra á meðal 23 Úkr- aínumenn, sjö Þjóðverjar og fjórir Bandaríkjamenn. Fregnir hermdu í gærkvöldi að skæruliðarnir hefðu skipt gíslunum í hópa eftir þjóðerni og kynferði. Rússneskur embættismaður, sem ræddi við gíslatökumennina, sagði að þeir hefðu neitað að láta fleiri gísla lausa í gær. Fyrr um daginn slepptu skæruliðarnir fimm gíslum, breskum ríkisborgara, rússneskri konu og þremur börnum. Alls hafa gíslatökumennirnir látið 39 gísla lausa frá því í fyrrakvöld. Grígorí Javlínskí, leiðtogi Jabl- oko-flokksins, fór í leikhúsið í gær- kvöldi til að ræða við gíslatökumenn- ina. Skæruliðarnir höfðu óskað eftir viðræðum við Javlínskí og tvo stjórn- málamenn í Bandalagi hægriaflanna, Boris Nemtsov og Irina Khakamada. Stjórnmálamennirnir þrír eru þekktir fyrir andstöðu við hernað Rússa í Tsjetsjníu og hafa beitt sér fyrir friðsamlegri lausn á deilunni um héraðið. Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti forseti Sovétríkjanna, hvatti rússnesku stjórnina til að leyfa gíslatökumönn- unum að fara frá Rússlandi til að af- stýra miklum blóðsúthellingum. Forseti efri deildar rússneska þings- ins, Sergej Míronov, náinn sam- starfsmaður Pútíns, hafði sagt að gíslatökumönnunum kynni að vera leyft að fara frá Rússlandi „ef önnur ríki eru tilbúin að taka við þeim“. Pútín sagði hins vegar í gær að ekki kæmi til greina að láta undan kröfum gíslatökumannanna. „Mikil- vægast er að tryggja öryggi svæð- anna nálægt leikhúsinu, hjálpa gísl- unum og ættingjum þeirra,“ sagði Pútín og kvaðst hafa skipað örygg- issveitum að undirbúa aðgerðir til að frelsa gíslana. Pútín sagði að „erlend hryðju- verkaöfl“ hefðu staðið fyrir gíslatök- unni í Moskvu og „sömu mennirnir“ hefðu skipulagt sprengjutilræðið á Balí í Indónesíu. Tsjetsjneskir skæruliðar halda hundruðum manna í gíslingu Pútín kveðst ekki ætla að verða við kröfunum Moskvu. AFP, AP. Segir erlend hryðjuverkaöfl standa á bak við gíslatökuna  Gíslatakan/24–25 FYRRVERANDI her- maður og táningur, sem lýst var sem stjúp- syni hans, voru hand- teknir í Maryland í Bandaríkjunum í gær og tilkynnt var í gær- kvöldi að þeir væru grunaðir um að hafa framið raðmorðin sem hafa valdið mikilli skelfingu meðal íbúa Washington-borgar og nágrennis. Annar mannanna, John Allen Muhammad, var ákærður fyrir brot á skotvopnalöggjöfinni og búist er við að hann verði ákærð- ur fyrir morðin í dag. Lögreglan skýrði ennfremur frá því seint í gærkvöldi að í bíl mann- anna hefði fundist riffill sem hefði verið notaður í raðmorðunum. Í bíln- um var einnig þrífótur til að halda byssunni stöðugri. Nokkrir heimild- armanna The Washington Post sögðu að bílnum hefði verið breytt til að gera gat sem hægt væri að skjóta í gegnum. Einn heimildarmannanna sagði að bifreiðinni hefði verið breytt þannig að hægt væri að komast inn- an úr bílnum í farangursgeymsluna. Mennirnir voru handteknir nokkr- um klukkustundum eftir að lögregl- an hóf leit að vísbendingum um rað- morðin í húsi í Tacoma í Wash- ington-ríki. Hún gaf síðan út lýsingu á bíl mannanna tveggja og hann fannst í fyrrinótt á hvíldarsvæði ná- lægt Fredrick í Maryland, um 70 km norðvestur af Wash- ington-borg. Mennirnir voru sofandi í bílnum og veittu ekki mót- spyrnu þegar lögregl- an handtók þá. Muhammad var handtekinn ásamt John Lee Malvo, sem er 17 ára og var lýst sem stjúpsyni hans í banda- rískum fjölmiðlum. Embættismaður í bandaríska varnar- málaráðuneytinu sagði að Muhammad hefði verið í hernum frá 1985 til 1995. Bandarískir embættismenn segja að böndin hafi borist að mönnunum tveimur eftir að hringt var í lög- reglumenn, sem rannsaka raðmorð- in, og þeim bent á að að kanna hvort þau tengdust ráni í áfengisverslun í „Montgomery“. Sá sem hringdi sagðist hafa framið ránið og einnig raðmorðin á Washington-svæðinu. Þessi ábending varð til þess að rannsóknin beindist að ráni sem framið var í áfengisverslun í Montgomery í Alabama 21. septem- ber. Afgreiðslukona í versluninni var þá skotin til bana og önnur særðist alvarlega. Fingraför Malvos fundust í versl- uninni á tímariti um vopn. Mynd sem unnin var eftir lýsingum vitna á ræn- ingjanum í Montgomery þykir benda til þess að Malvo hafi framið ránið.  Fyrrverandi hermaður/23 Tveir menn handteknir í Maryland Grunaðir um raðmorðin John Allen Muhammad Rockville, Washington. AP, AFP, The Washington Post. TSJETSJNESKU gíslatökumenn- irnir í Moskvu skutu konu til bana skömmu eftir að þeir réðust inn í leikhús í borginni í fyrrakvöld, að sögn embættismanns í rússnesku öryggislögreglunni FSB í gær. Hann sagði að konan hefði verið skotin í bringuna þegar hún reyndi að flýja og einnig særst á hendi „vegna þess að hún reyndi að verja sig“. „Að kröfu hryðjuverkamannanna voru tveir jórdanskir læknar sendir inn í húsið og hryðjuverkamenn- irnir afhentu líkið,“ sagði embætt- ismaðurinn. Á minni myndinni sjást læknarn- ir draga líkið út úr byggingunni en stærri myndin er af hermönnum á varðbergi í grennd við leikhúsið. Konan mun hafa verið á þrítugs- aldri. Á heimasíðu tsjetsjneskra skæruliða var konan sögð hafa ver- ið skotin til bana þegar hún hefði reynt að fara inn í leikhúsið vegna þess að gíslatökumennirnir hefðu talið að hún væri í lögreglunni. Tveimur rússneskum stúlkum, sem eru báðar átján ára, tókst að flýja út úr byggingunni í gærkvöldi. Þær klifruðu út um glugga og önn- ur þeirra særðist lítillega þegar skæruliðarnir köstuðu hand- sprengjum á eftir stúlkunum. Tvær sprengingar heyrðust nálægt bygg- ingunni. AP Kona skotin til bana í leikhúsinu BANDARÍSKA alríkislögregl- an, FBI, varaði við því í gær- kvöldi að liðsmenn hryðju- verkasamtakanna al-Qaeda kynnu að hafa skipulagt árásir á bandarískar járnbrautir. Við- vörunin byggist á upplýsingum frá al-Qaeda-mönnum sem eru í fangelsi. „Upplýsingarnar benda til þess að al-Qaeda-menn kunni að reyna að eyðileggja mikil- vægar járnbrautarbrýr eða teina til að lestir fari út af spor- inu eða að ráðast á lestir með hættuleg efni,“ sagði í yfirlýs- ingu frá FBI. Alríkislögreglan bætti við að nýlega hefðu fund- ist ljósmyndir sem liðsmenn al- Qaeda hefðu tekið af banda- rískum lestum og járnbrautum. Að sögn FBI benda upplýs- ingarnar frá föngunum til þess að hryðjuverkasamtökin hafi íhugað „árásir á farþegalestir, hugsanlega með því að beita út- sendurum með vestrænt útlit“. Í yfirlýsingunni kom fram að öryggisgæslan við járnbraut- irnar hefði verið aukin. Óttast ný hryðju- verk Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.