Morgunblaðið - 25.10.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 25.10.2002, Síða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NIÐURSTÖÐUR rannsókna sýna fram á fátækt allstórs hóps kvenna á Íslandi. Þetta eru konur sem vegna aðstæðna sinna verða að setja allt sitt traust á velferðarríkið og ef þær hafa ekki aðrar tekjur til framfærslu fyrir sig og börnin sín búa þær við skort og fátækt. Þetta eru konurnar sem neyðast til þess að leita til Mæðrastyrksnefndar og Hjálparstarfs kirkjunnar til þess að fá mat til næstu daga. Margar kvennanna og börn þeirra ganga í fatnaði frá þessum samtökum því það er sammerkt með fátæku fólki að það hefur ekki peninga til þess að endurnýja fatnað sinn. Þetta kom m.a. fram í erindi Hörpu Njáls, félagsfræðings og starfsmanns Borgarfræðaseturs, á árlegum morgunfundi UNIFEM á Íslandi þar sem fjallað var um fá- tækt kvenna. Auk Hörpu fluttu Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra og Sighvatur Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsamvinnu- stofnunar, erindi á fundinum. Flestar í fátækt vegna veik- inda, atvinnumissis eða örorku Harpa sagði að fátækar konur væri einkum að finna á meðal at- vinnulausra kvenna, kvenna sem verða fyrir veikindum, kvenna sem eru örorkulífeyrisþegar og/eða ör- orkustyrkþegar (50–74% örorka). Þessar konur búi við þau kjör að þurfa að lifa við fátækt; þær hafi ekki tekjur til lágmarksframfærslu. Vísaði Harpa þar til lágmarks- framfærsluviðmiðs sem sé byggt á opinberum skilgreiningum um lág- markstekjur og nauðsynlega fram- færsluþætti, s.s. mat, húsnæði, fatnað, hita, rafmagn, útvarp, dag- blað, lyf og læknishjálp. „Allt eru þetta skilgreindir þætt- ir og taldir öllum nauðsynlegir til þess að komast af hér á landi og einnig á hinum Norðurlöndunum. Mælingin felst í því að rannsaka hvort lágmarkstekjur sem mótaðar eru af hinu opinbera með ákvörð- unum um upphæðir lífeyris- greiðslna almannatrygginga og fé- lagsþjónustu duga fyrir lágmarks- framfærslukostnaði. Þannig er reynt að mæla fátækt með saman- burði á nauðsynlegum útgjöldum og því ráðstöfunarfé sem fólk hef- ur.“ 6.500 konur með 2.400 börn í hópi öryrkja Harpa segir að niðurstöður rann- sóknar hennar síðla árs 2000 hafi sýnt að á þeim tíma hafi þessa hópa vantað um 40 þúsund krónur á mánuði til þess að ráðstöfunar- tekjur dygðu til lágmarksfram- færslu. Harpa segir að þetta sé ekki eins- leitur hópur kvenna og að í hópi fá- tækra kvenna séu bæði konur í sambúð og einstæðar mæður með börn á framfæri en tók þó fram að hún tæki þó fyrst og fremst mið af konum sem væru einar. Þegar Harpa var spurð að því hvað þetta væri fjölmennur hópur benti hún á að konur væru rúmur tveir þriðju af þeim sem fengju ör- orkustyrk og örorkulífeyri en karl- ar einn þriðji af heildinni. „Þetta eru 6.500 konur og þær eiga 2.400 börn.“ Harpa segir að hluti þessara kvenna fái greitt úr lífeyrissjóði en bendir jafnframt á að árið 1997 hafi 43% örorkuþega ekki fengið greitt úr lífeyrissjóði og það virðist sem það sé algengara að karlar fái greitt úr lífeyrissjóði en konur, meðal annars vegna þess að margar þeirra hafi lítið verið á vinnumark- aðinum. Biðraðir út á götu í kuldanum Ragnhildur Gunnarsdóttir í Mæðrastyrksnefnd benti á að stjórnmálamenn væru duglegir við að koma fram og segja að fólk hér á Íslandi hafi það gott, að hér væri ekki fátækt. „Ég er fulltrúi Kvenréttinda- félagsins í Mæðrastyrksnefnd og vinn á vegum nefndarinnar hvern miðvikudag við úthlutun matar- gjafa. Í gær var úthlutunardagur og það komu 157 manns til þess að fá matargjafir. Ég fullyrði að þetta fólk hafi verið í mikilli þörf. Sumir komu þarna klukkan eitt til þess að standa í biðröð því við opnum ekki fyrr en klukkan tvö. Klukkan hálf tvö náði biðröðin langt út á götu. Fólkinu var auðvitað ískalt og margt af því var ekki vel klætt. Börnin komu með mæðrum sínum og stóðu þarna skjálfandi með þeim. Ég fullyrði að hér er fátækt og mér finnst grimmt að hlusta á forsætisráðherra landsins segja að það sé jafnan sóst eftir ókeypis gjöfum í velferðarríkinu Íslandi.“ Harpa Njáls félagsfræðingur og starfsmaður Borgar- fræðaseturs á árlegum morgunfundi UNIFEM Allstór hópur kvenna berst við fátækt Morgunblaðið/Þorkell Fátækt er algengust meðal kvenna sem verða fyrir veikindum, missa atvinnu eða eru á örorkubótum. SÉRA Örn Bárður Jónsson hefur verið settur í embætti prests við Neskirkju. Örn Báður tekur við prestsembættinu af séra Halldóri Reynissyni. Athöfnin fór fram síð- astliðinn sunnudag en það var séra Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur sem setti hann í embætti. Morgunblaðið/Þorkell Nýr prestur í Neskirkju SAMTÖKIN Fréttamenn án landamæra hafa nú í fyrsta sinn birt lista þar sem löndum er raðað upp eftir því hve mikið frelsi fjöl- miðla og blaðamanna er. Ísland, Finnland, Noregur og Holland koma best út samkvæmt þeirri vísitölu sem samtökin nota og byggist á 50 spurninga spurn- ingavagni. Ísland fær 0,5 stig samkvæmt þessari mælingu en í neðsta sæti á fjölmiðlafrelsislist- anum er Norður-Kórea sem mælist með 97,5 stig. Þetta kemur fram á nýrri og endurbættri heimasíðu Blaða- mannafélags Íslands, press.is. Þar er jafnframt birtur listinn í heild sinni ásamt stigagjöf. Ísland efst á frelsislista FRÆÐSLURÁÐ samþykkti á fundi sínum fyrr í vikunni að beina því til bæjarstjórnar að Leifur S. Garðarsson verði ráð- inn skólastjóri Áslandsskóla. Alls sóttu níu manns um starf skóla- stjóra en tveir um stöðu aðstoð- arskólastjóra og hefur verið ákveðið að auglýsa stöðuna að nýju. Erla Guðjónsdóttir hefur gegnt stöðu skólastjóra í Ás- landsskóla tímabundið. Leifur S. Garð- arsson verði nýr skólastjóri FRAMKVÆMDASTJÓRN Framsóknarflokksins ákvað á fundi sínum í vikunni að halda haustfund miðstjórnar Fram- sóknarflokksins dagana 29. og 30. nóvember næstkomandi á Hótel Loftleiðum. Fundurinn hefst síð- degis föstudaginn 29. nóvember og stendur allan laugardaginn 30. nóvember. Þá liggur fyrir að 27. flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið dagana 21.–23. febrúar 2003 á Hótel Loftleiðum. Haustfundur í lok nóvember ÍSLENSKUR dagur verður hald- inn á vegum Scandinavian Living Center í Boston í Bandaríkjunum laugardaginn 2. nóvember næst- komandi. Verður þá íslensk menn- ing kynnt á ýmsan hátt. Meðal dagskráratriða er sýning á ljósmyndum Páls Stefánssonar ljósmyndara af íslensku landslagi, sópransöngkonan Jessica West syngur íslensk lög við undirleik Gullu Magnusson og The Scand- inavian Library stendur fyrir kynningu á íslenskum bókum í enskri þýðingu. Einnig verður boðið upp á íslenska rétti og síðast á dagskránni verður kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, sýnd. Íslenskur dagur í Boston STUTT EF veður leyfir stendur til að Lockheed P-38F orrustuflugvél sem bjargað var úr Grænlandsjökli árið 1992, fari á morgun í sína fyrstu flugferð eftir það en vélin var í „Týndu flugsveitinni“ sem nauðlenti á jökl- inum hinn 7. júlí 1942. Þegar vélarnar fund- ust höfðu bandarískir einkaaðilar leitað að þeim í um áratug og komu nokkrir Íslend- ingar þar við sögu. Í flugsveitinni voru sex P-38 orrustuflug- vélar og tvær sprengjuflugvélar af gerðinni B-17, svokölluð flúgjandi virki. Flugsveitin var á leiðinni frá Bandaríkjunum til Skot- lands þegar hún hreppti slæmt veður og sendi út fyrirspurnir í hvaða átt hún ætti að fljúgja til að komast úr illviðrinu. Þjóðverjar höfðu haft njósnir af ferðum vélanna og þar sem þeim hafði tekist að ráða dulmálslykil sem Bandaríkjamenn notuðu gátu þeir villt um fyrir vélunum og beint þeim í sífellt vá- lyndari veður. Flugmennirnir tóku loks til sinna eigin ráða en að endingu varð flugsveitin að lenda á Grænlandsjökli vegna eldsneytisskorts. Allir í áhöfnunum komust lífs af en smátt og smátt grófust flugvélarnar ofan í ísdjúpið. Fundust með íssjá Þær fundust aftur árið 1983 eftir að að- standendur „Greenland Expedition“ fengu Helga Björnsson jöklafræðing til liðs við sig en honum tókst við þriðja mann að staðsetja vélarnar með íssjá sem var hönnuð í Háskóla Íslands. Við tóku umfangsmiklar björgunar- aðgerðir sem stóðu yfir á nánast hverju sumri í hartnær áratug en erfiðlega gekk að þróa rétta tækni til að gera göng í jökulinn. Arngrímur Hermannsson var einn þeirra Íslendinga sem tóku þátt í björgunar- aðgerðum í jöklinum. Í viðtali við Morg- unblaðið sagði hann að notaður hefði verið háþrýstigufubor til að bræða sig niður á vél- arnar. Þetta væri í raun alíslensk hugmynd því þetta væri einmitt það sem hefði gerst í Kverk- fjöllum þar sem gufa hefði borað sig upp í gegnum ís- inn. Bræða þurfti margar 85 metra djúpar holur til að komast að vélunum. Í fyrstu var ætlunin að ná B-17 sprengjuflugvél upp en hún reyndist of illa farin og því var látið nægja að ná P-38 vélinni upp á yfirborðið. Var hún hlutuð sundur undir ísn- um áður en hún var hífð upp á yfirborðið. Síðan þá hefur verið unnið að end- urbyggingu hennar í Bandaríkjunum og hefur Arngrímur haldið sam- bandi við eigendur vél- anna í gegnum árin. Að hans sögn er hugmyndin sú að vélin fái að ljúka sínu flugi og fljúgi frá Bandaríkjunum til Grænlands og síðan til Englands. „Það verður valinn einhver góður dagur í það,“ segir hann. Orrustuflugvél úr ís- djúpinu flýgur aftur Myndin er tekin skömmu eftir lendingu og sjást lendingarförin enn í snjónum. P-38 gat hraðast flogið á 380 mílna hraða á klukkustund og hafði flugþol í 6 stundir með því að losa sig við eldsneytistank. Aðeins einn flugmaður flaug þessum vélum. Miðstjórn Framsóknarflokks

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.