Morgunblaðið - 25.10.2002, Side 14

Morgunblaðið - 25.10.2002, Side 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 vatnsvirkinn@vatnsvirkinn.is MERKILÍMBÖND Sérstaklega hentug og þægileg merkilímbönd til notkunar í lagnakerfum. Merking og litir samkvæmt stöðlum RB Heildsala - Smásala ELDUR hefur í tvígang haft áhrif á rekstur hjá Sigurði Elí Haraldssyni eiganda hússins á Laugavegi 38 sem slapp naumlega undan log- unum í stórbrunanum á Laugavegi um helgina. Mikil mildi þykir að eldurinn skyldi ekki læsa sig í hús númer 38, en húsið við hliðina, sem einnig er tréhús, gjöreyðilagðist í eldinum. „Það er svo undarlegt að húsið slapp í eldsvoðanum, ef maður hefði farið svipað út úr eldsvoðanum og húsið, væri sagt að ekki hafi sviðnað eitt hár á höfði hans. Húsið er auð- vitað dálítið illa farið af vatni, reyk og mikilli umferð slökkviliðs, þann- ig að það þarf að gera töluvert við það.“ Sigurður Elí segist auðvitað feg- inn að ekki fór verr. „En það er ekki nema hálfur sigur því húsin tvö í ná- grenni við okkur brunnu til kaldra kola. Gleðin er þeim trega blandin að nágrannar okkar urðu fyrir miklum búsifjum. Ég hef heyrt í eiganda hússins við hliðina á okkur og það tekur á taugarnar að átta sig á því hvað þetta er erfitt og maður veit ekkert hvað hefði gerst ef eld- urinn hefði komið upp svolítið seinna, þegar fólk hefði verið í fastasvefni.“ Hóf rekstur í húsinu árið 1964 Sigurður Elí eignaðist húsið á Laugavegi 38 árið 1972, en þá hafði hann rekið verslunina Elfur, sem seldi barna- og kvenfatnað, í húsinu frá árinu 1964. „Húsið var eiginlega rifið niður í kringum 1980 og byggt upp að nýju, einungis grindin stóð. Elfur opnaði þar aftur í nóvember 1980 og sjálf bjuggum við hjónin í húsinu frá 1980–1989.“ Sigurður hætti verslunarrekstri árið 1998 og frá þeim tíma hefur skóverslunin Ecco verið starfrækt í húsinu. Sigurður leigir út allt húsið, verslunarrýmið og tvær íbúðir á efri hæðum. Áður en Sigurður Elí hóf rekstur í húsinu var þar til húsa verslunin Vöruhúsið sem seldi fatnað og þar áður rak Kristján Hoffmann skó- verslun í húsinu, auk þess sem í bak- húsi var skósmiður. Þá hafi fleiri verslanir verið þar í gegnum tíðina. Hann segir að húsið hafi fyrst verið byggt rétt eftir aldamótin, hann hafi bæði heyrt ártölin 1905 og 1908 nefnd. „Ég held að þessi tvö timburhús, Laugavegur 38 og 40, hafi verið góð dæmi um falleg timb- urhús í Reykjavík frá fyrri hluta síðustu aldar.“ Slökkviliðsmennirnir unnu frábært verk Á Laugavegi 40 voru Gler- augnaverslunin Sjáðu og Verslunin Hennar til húsa, en það hús gjör- eyðilagðist í eldinum. „Árni Jóns- son, sem stofnsetti Kúnst, lét breyta þessu húsi eiginlega rétt áður en húsið á Laugavegi 38 var gert upp. Við höfðum fyrirmyndina af því sem Árni heitinn gerði,“ segir Sig- urður Elí. Hann var vakinn aðfaranótt sunnudags þegar eldur geisaði í húsunum tveimur við hlið hans húss. „Ég var látinn vita milli kl. 2 og 3 og fór niður eftir. Það var und- arlegt að standa þarna á götunni og sjá þetta því þetta var mikið bál. Miklir eldslogar stóðu þarna upp á meðan húsin fuðruðu upp. Slökkvi- liðsmenn unnu þarna frábært verk. Þeir voru í mjóum stigum með þess- ar þungu slöngur að sprauta á eld- inn, það gerir það enginn nema mikið hraustmenni.“ Sigurður Elí segir að þetta sé í annað sinn sem eldur hafi áhrif á rekstur hjá honum. „Við vorum með lítið útibú í Vestmannaeyjum fyrir gos. Þegar gaus urðum við að loka því. Ég fór þá til Eyja og sá aðfar- irnar þegar eldurinn frá hrauninu æddi yfir húsin sem kúrðu þarna, brenndi og braut þau vanmáttug niður.“ Hann segir að þá líkt og nú hafi húsið sem verslun hans var í þó sloppið undan logunum. Slapp í annað sinn naumlega með reksturinn undan eldi „Ekki nema hálfur sigur“ Sigurður Elí og kona hans, Þorgerður Blandon, fylgjast með fram- kvæmdum þegar hús þeirra á Laugavegi 38 var gert upp í kringum 1980. Hér standa þau við suðurhlið hússins. Miðborg ÍBÚAR í Rimahverfi eru enn ósáttir við tillögur að deiliskipulagi Lands- símareitsins svokallaða í Grafarvogi og gagnrýna það samráðsferli sem verið hefur við mótun þeirra. Þeir telja fyrirhugaða byggð allt of þétta miðað við byggðina í kring. Að sögn Emils Arnar Kristjáns- sonar, íbúa í Rimahverfi og fulltrúa í samráðshópi um mótun tillögunnar, voru yfir hundrað manns mættir á kynningarfund vegna tillögunnar síðastliðið þriðjudagskvöld en þar fóru fulltrúar borgaryfirvalda yfir nýjustu hugmyndir. Kom að mótaðri hugmynd í samráðshópnum „Það voru engar raddir frá íbúum sem sögðu að þetta væri gott,“ segir Emil. „Ég leyfði mér að spyrja út í sal hvort fólk væri ánægt með hæð húsanna sem eru þarna. Allur sal- urinn svaraði nei. Ég spurði hvort fólki þætti byggðin of þétt og það svaraði já. Ég spurði hvort fólk vildi fá fleiri græn svæði og fólk sagði já. Þar með sneri ég mér að formanni skipulagsnefndar og sagði að þar hefði hún álit íbúanna.“ Hann segir mestu óánægjuna snú- ast um það hversu þétt byggðin er og bendir á að enn sé gert ráð fyrir jafn- mörgum íbúðum á svæðinu og í síð- ustu tillögum. „Við gerum okkur grein fyrir því að þarna verður byggt enda höfum við ekkert á móti nýjum nágrönnum. Hins vegar finnst okkur svolítið blóðugt að taka þennan stóra auða reit inni í miðju hverfi alfarið undir mun þéttari byggð en er allt í kring.“ Þá segist Emil ósáttur við hvernig unnið var í samráðshópi, sem skip- aður var síðastliðið vor með fulltrú- um borgaryfirvalda og íbúa. „Við töldum okkur hafa loforð borgar- stjóra fyrir því að haft yrði samráð við íbúa. Það var hóað í mig í sept- ember og þá kom ég í rauninni að orðnum hlut því það var búið að móta ákveðna skipulagshugmynd. Þetta kom mér svolítið á óvart því ég hélt að íbúar ættu að vera með í mót- unarferlinu til að óskir þeirra næðu fram að ganga.“ Vilja búa í gisinni byggð Hann er ósammála því að með til- lögunum hafi verið komið til móts við óskir íbúa að verulegu leyti. „Við mótmæltum þessum háhýs- um sem voru alveg út úr kú og það er rétt að byggðin var lækkuð og þar var komið til móts við okkur. Hið sama má segja um aðkomuna að hverfinu. En við fórum jafnframt fram á það að þéttleikinn væri í sam- ræmi við aðliggjandi byggð og það hefur ekkert verið hreyft við því. Sömuleiðis vildum við að hæð húsa yrði í samræmi við byggðina í kring en hæstu hús í hverfinu eru einungis þrjár hæðir. Auk þess höfum ekki séð neinar vindfarsmælingar á þessum nýju húsum. Þar finnst okkur komið aftan að okkur vegna þess að við, sem þarna búum, erum búin að fjárfesta í húsnæði í gisinni byggð vegna þess að við viljum búa í gisinni byggð. Sumir vilja búa í þéttri byggð og þá kaupa þeir sitt húsnæði í þéttri byggð. En þarna er búið að gera það svæði, sem við fjárfestum í að miklu þéttara svæði en það var á sínum tíma.“ Tillagan verði líklega ekki auglýst Að sögn Emils eru íbúar að hugsa sitt mál og hann segir of snemmt að segja til um hvað þeir muni gera í framhaldinu en ljóst sé að um ein- hver mótmæli verði að ræða. Fund- armenn hafi gengið á fulltrúa skipu- lagsyfirvalda á fundinum og innt eftir því hvort tillagan verði auglýst og fengið þau svör að þeir teldu að þess þyrfti ekki þar sem ekki væri um verulegar breytingar að ræða frá auglýstri tillögu. „Við erum ósátt við það ef svo er því við teljum okkur hafa loforð borgarstjóra fyrir því að þetta verði gert í fullu samráði við íbúa.“ Hann segir að í lok fundarins á þriðjudag hafi formaður skipulags- og bygginganefndar sagt að eftir- leiðis myndi hún hafa samráð við for- mann Íbúasamtaka Grafarvogs og Hverfisráð um málið og túlkaði Emil það sem svo að hans atbeina væri ekki lengur óskað í samráði vegna málsins. Íbúar í Rimahverfi ósáttir við nýjar tillögur að deiliskipulagi Landssímareitsins í Gufunesi Morgunblaðið/Árni Sæberg Emil segir að íbúar hafi látið mikla óánægju í ljós á kynningarfundinum síðastliðinn þriðjudag. Telja byggðina enn of þétta Grafarvogur MAGNÚS Sædal, byggingarfulltrú- inn í Reykjavík, segir að starfsemi veitingastaðarins Kaupfélagsins við Laugaveg verði stöðvuð enda verði að hlíta niðurstöðu úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Hann segir að úrskurðurinn muni verða fordæmisgefandi í sambærilegum málum í framtíðinni. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að veiting byggingarleyfis til veitingastaðarins Kaupfélagsins hefði ekki verið í samræmi við deili- skipulag svæðisins og því bæri að fella það úr gildi. Að sögn Magnúsar gerir skipulagið ráð fyrir skrifstofum og verslunarþjónustu á umræddum stað og byggingaryfirvöld hafi talið slíkan rekstur heyra undir verslunar- starfsemi. „Við töldum að það mætti leyfa þessa starfsemi þarna en það var röng niðurstaða hjá okkur að mati nefndarinnar,“ segir Magnús. Hann segir ljóst að niðurstöðu nefndarinnar verði að hlíta. „Það er svo sem hægt að fara í dómsmál út af þessu en mér er ekki kunnugt um að það sé vilji Reykjavíkurborgar að gera það. Í morgun fór frá mér bréf þar sem ég geri rekstraraðilum stað- arins grein fyrir því að úrskurðurinn hafi það í för með sér að öll núverandi starfsemi sé óheimil.“ Þannig að staðnum verður lokað? „Já, ég á ekki von á öðru.“ Skýrir réttarstöðuna Aðspurður hvort borgin sé skaða- bótaskyld eins og rekstraraðilar stað- arins hafa haldið fram segir Magnús að ekki sé búið að ræða það sérstak- lega því ekki hafi verið farið yfir lög- fræðilega þætti málsins. „Rekstrar- aðilarnir hljóta að gera það sín megin til að átta sig á því hvað þeir tapa miklu fé þegar þeir stöðva rekstur- inn.“ En kallar þetta á breyttar vinnu- reglur hjá byggingaryfirvöldum? „Slíkir úrskurðir skýra réttarstöð- una. Í þessu tilfelli hefst upp úr því að byggingaryfirvöldum er ljóst að það sem þau töldu vera leyfilegt er það ekki á þessum stað. Það ætti þá að verða skýrara þegar næsta sambæri- legt mál kemur fyrir. Þannig gefur þetta ákveðið fordæmi.“ Rekstur Kaupfélags- ins verður stöðvaður Miðborg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.