Morgunblaðið - 25.10.2002, Side 18
AKUREYRI
18 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Herradeild Akureyri,
sími 462 3599.
Peysur
www.islandia.is/~heilsuhorn
Jurtaestrógen
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
Jurtaestrógen úr rauðsmára
fyrir konur á breytingaskeiði
(ath. aðeins einn belgur á dag)
Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889
Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum,
Árnesapóteki, Selfossi og
Yggdrasil, Kárastíg 1.
Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
auglýsir hér með eftir aðilum, sem hefðu hug á að skipa
sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu
í komandi Alþingiskosningum.
Nöfnum ber að skila til formanns kjörnefndar,
Sigurðar J. Sigurðssonar,
Lerkilundi 3,
600 Akureyri
fyrir 1. nóvember nk.
Kjörnefndin.
Auglýsing
frá kjörnefnd
Sjálfstæðisflokksins
í Norðausturkjördæmi
TVEIR staðir þykja koma helst til
greina fyrir sorpurðun norðan Ak-
ureyrar en það eru tún við bæinn
Gása í Hörgárbyggð og svæði við
Bjarnarhól í Arnarneshreppi. Sorp-
eyðing Eyjafjarðar bs. hefur látið
gera ítarlegan samanburð á stöð-
unum tveimur og þar kemur m.a.
fram að við samanburð á þeim þátt-
um sem þykja skipta mestu máli
varðandi val á urðunarstað, sé aug-
ljóst að urðunarstaður við Gása er
talinn vera betri kostur en urðun
við Bjarnarhól. Á hvorugum staðn-
um er gert ráð fyrir sorpförgun
samkvæmt skipulagi og á tillögu-
uppdrætti fyrir svæðisskipulag
Eyjafjarðar 1998–2018 eru báðir
staðir tilgreindir sem landbúnaðar-
svæði.
Það var Stuðull, verkfræði- og
jarðfræðiþjónusta, sem vann
skýrsluna en fleiri aðilar komu þar
að málum. Guðmundur Guðlaugs-
son framkvæmdastjóri Sorpeyðing-
ar Eyjafjarðar sagði að skýrslan
hefði aðeins verið kynnt í stjórn
Sorpeyðingar en eftir væri að fjalla
um málið. Þá sagði Guðmundur að
einnig ætti eftir að kynna sveit-
arstjórnum Arnarneshrepps og
Hörgárbyggðar skýrsluna. Í skýrsl-
unni kemur fram að oft leiði um-
hyggja fyrir umhverfi til þess að
öllum tillögum um nýja urðunar-
staði er hafnað og litið sé á urð-
unarstaði sem umhverfisvandamál,
enda þótt þeir séu í raun hluti af
lausn til þess að vernda umhverfið.
Algengt sé að menn bendi á óhrjá-
lega og mengaða staði fyrir urð-
unarstaði, t.d. gamlar námur. Þetta
geti leitt til þess að valdir eru stað-
ir til urðunar þar sem ekki er nokk-
ur leið að vanda vinnubrögð við
urðun, sem leiðir til slæmrar um-
gengni. Staðsetning urðunarstaða
verður að vera þannig að hægt sé
að skipuleggja þá vel og að vinna
við urðun verði auðveld og ódýr.
Í skýrslunni kemur einnig fram
að Bjarnarhóll fullnægi reglugerð-
arákvæðum um 500 m fjarlægð frá
bústöðum manna en íbúðarhúsið á
Gásum er innan við 500 m frá
mörkum líklegs urðunarsvæðis.
Engin sérstök útsýnissvæði eru við
Gása og hugsanlegur urðunarstað-
ur er vel sýnilegur frá vegi. Einnig
glittir í staðinn frá bílastæði við
verslunarstaðinn að Gásum. Ekki
sést til urðunarstaðarins við Bjarn-
arhól nema úr talsverðri fjarlægð,
þannig að hann hefur ekki áhrif á
útsýnisstaði. Urðunarstaður við
Bjarnarhól kemur ekki til með að
hafa marktæk áhrif á ferða-
mennsku, samkvæmt skýrslunni,
en hugsanlegt er að urðunarstaður
við Gása hafi þar einhver áhrif sem
tengjast verslunarstaðnum að Gás-
um. Báðir staðir hafa lítil áhrif á
umferð um hringveginn. Urðunar-
staður við Bjarnarhól mun hafa lítil
áhrif á þjóðvegi 82, Siglufjarðar-
vegi, en báðir staðirnir hafa áhrif á
umferð um vegi í nágrenni sínu.
Þar er umferð lítil en myndi aukast
verulega vegna urðunar.
Flutningskostnaður að
Gásum um 10 milljónum
króna lægri á ári
Fornleifar eru við urðunarstað
við Bjarnarhól og verður að taka
tillit til þeirra við skipulagningu
staðarins. Þá lenda líklega fornir
landamerkjagarðar innan urðunar-
svæðisins en ekki er talið að það
hindri notkun þess. Á hugsanlegu
urðunarsvæði við Gása eru tvær yf-
irsléttaðar tóftir sem þarf að rann-
saka en ekki er talið að það muni
hafa áhrif á staðsetningu. Í næsta
nágrenni við hugsanlegan urðunar-
stað eru mikilvægar fornleifar við
verslunarstaðinn á Gásum. Versl-
unarstaðurinn er þó langt fyrir ut-
an lögmæta fjarlægð frá urðunar-
staðnum samkvæmt
fornminjalögum.
Urðunarstaður við Gása styttir
heildar flutningsvegalengd með úr-
gang umtalsvert miðað við urðun-
arstað við Bjarnarhól. Gera má ráð
fyrir að flutningskostnaður sveitar-
félaganna með sorp verði um 10
milljónum króna ódýrari á ári fyrir
flutning að Gásum. Þá er styttra í
námur fyrir milliþekjur og botn-
dren við Gása og þar er líka líklegt
að nægt efni í lokaþekju sé fyrir
hendi. Við Gása er styttri aðkomu-
vegur en á móti kemur hugsanleg-
ur flutningur á vegi að gamla versl-
unarstaðnum. Mun styttri
fráveitulögn þarf við Gása en við
Bjarnarhól og hugsanlega mætti
nýta hús sem fyrir eru á Gásum
fyrir vélageymslu og aðstöðu fyrir
starfsmenn. Í skýrslunni kemur
fram að ef Sorpeyðing Eyjafjarðar
nær samkomulagi um annan hvorn
urðunarstaðinn, liggi fyrir að ráð-
ast í frekari rannsóknir, sem séu
dýrar.
Sorpurðun á Glerárdal
verður hætt á næsta ári
Árið 1993 stofnuðu sveitarfélög á
Eyjafjarðarsvæðinu Sorpeyðingu
Eyjafjarðar bs. Um nokkura ára
skeið fyrir þann tíma hafði sorp frá
sveitarfélögunum við Eyjafjörð ver-
ið urðað á Glerárdal ofan Akureyr-
ar. Þar áður þjónaði urðunarstað-
urinn á Glerárdal Akureyringum og
hefur hann nú verið starfræktur í
nær 30 ár. Í byrjun tíunda áratugar
síðustu aldar var ljóst að urðunar-
staðurinn á Glerárdal myndi ekki
endast lengur en til ársins 1996.
Hann var þá stækkaður og áætlað
að sú stækkun myndi endast í 7 ár.
Nýtt starfsleyfi var gefið út og
rennur það út á næsta ári. Bæj-
arstjórn Akureyrar hefur tekið
ákvörðun um að hætt skuli að urða
úrgang á Glerárdal og það var þess
vegna sem hafist var handa við að
leita að nýjum urðunarstað fyrir
Eyjafjarðarsvæðið.
Samanburður á hugsanlegum urðunarstöðum fyrir sorp við
Bjarnarhól í Arnarneshreppi og Gása í Hörgárbyggð í Eyjafirði
" # $"%&
'
(&!
% !
!
)
!
* +, -
Urðunarstaður við
Gása talinn betri kostur
SKIPULÖGÐ kynning verður á
heilsurækt og heilsuvernd fyrir
alla fjölskylduna næstu fjórar
helgar á Akureyri, en um er að
ræða heilsuræktarverkefnið sem
heitir „Fjölskyldan saman, gam-
an!“ Að því standa nokkrir nem-
endur í fjarnámi við Kennarahá-
skóla Íslands, m.a. þrír
íþróttakennarar á Akureyri.
Verkefnið hefst á morgun, laug-
ardaginn 26. október, og verður þá
lögð áhersla á íþróttir sem tengj-
ast vatni og samstarf haft við
Sundfélagið Óðinn og Siglinga-
klúbbinn Nökkva. Ókeypis að-
gangur verður í Glerárlaug en þar
verður kynnt vatnsleikfimi, þrek
og leikir frá kl. 10 til 10.40, tækni-
æfingar í skriðsundi og baksundi
fyrir alla aldurshópa frá kl. 11 til
12 og kajakróður og veltur frá kl.
13.30 til 14.30.
Næstu laugardaga, þe. 2., 9. og
16. nóvember, verður boðið upp á
kynningu á skátastarfi, tae-
kwondo, dansi af ýmsum toga,
nuddi, slökun, jóga, fimleikum,
sjúkraþjálfun, vaxtarrækt, skauta-
og skíðaíþróttum auk þess sem
efnt verður til ratleiks og fleira.
Markmiðið með verkefninu er
m.a. að gera heilsuvernd og for-
varnarvinnu að sameiginlegu átaki
fjölskyldunnar.
Fjölskyldan
saman,
gaman
Skákfélag Akureyrar heldur
skákstjóranámskeið á morgun,
laugardag. Gunnar Björnsson, al-
þjóðlegur skákdómari, mun koma
norður yfir heiðar og fara yfir
breytingar á alþjóðlegum skáklög-
um auk þess að svara fyr-
irspurnum frá skákáhugamönnum.
Námskeiðið hefst kl. 10 um morg-
uninn og stendur fram eftir degi.
Öllum skákáhugamönnum er vel-
komið að líta inn.
Á MORGUN
MÖRGUM þykir snjórinn koma
með fyrra fallinu þetta haustið
og hefðu kosið að nokkur bið
yrði á því að jörð yrði hvít.
Heldur kalt og hryssingslegt
hefur verið norðan heiða um
skeið og nú er fyrsti vetr-
ardagur framundan, heilsar ef-
laust með trekki á laugardag
eins og hans er von og vísa.
Börnin taka komu hans með
fögnuði og bruna út í brekk-
urnar alsæl með snjóþotur sín-
ar. Og taka hverja salibununa
á fætur annarri, rjóð í kinnum. Morgunblaðið/Kristján
Vetur
heilsar
Heimildarmyndin Möhöguleikar
sem verður sýnd í Ketilhúsinu á
morgun, laugardaginn 26. október,
kl. 17. Myndin fjallar um Sigurð
Guðmundsson, en hann „hefur fyr-
ir löngu skapað sér nafn í hinum
alþjóðlega listheimi og á löngum
ferli sínum hefur hann gripið til
allra mögulegra aðferða til að tjá
hugmyndir sínar“, segir í tilkynn-
ingu um sýningu myndarinnar.
Aðgangseyrir er 500 krónur.
Bangsadagur verður á Amts-
bókasafninu á Akureyri á morgun,
laugardaginn 26. október. Þetta er
fimmta árið sem dagurinn er haldinn
hátíðlegur á bókasöfnum á Norð-
urlöndum.
Kynning verður á bangsategundum
á veggjum barna- og unglingadeild-
ar, bangsasögustund verður kl. 11
og boðið verður upp á bangsanammi
og efnt til bangsahappdrættis. Þá fá
öll börn að lita bangsamynd og allir
þeir sem heita eitthvað í líkingu við
björn fá ókeypis lán og felldar niður
sektir þennan dag.