Morgunblaðið - 25.10.2002, Page 21

Morgunblaðið - 25.10.2002, Page 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 21 Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað N O N N I O G M A N N I | Y D D A / si a. is N M 0 7 6 4 7 • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni ÍSVÁ hefur átt í miklum rekstr- arerfiðleikum, hefur skilað inn leyfi sínu til vátryggingamiðlunar og verður að öllum líkindum tekið til gjaldþrotaskipta. Skuldir fyrirtæk- isins eru taldar nema um 180 millj- ónum króna. Hópur hluthafa, sem samtals stendur á bak við 35% hlutafjár Ísvár, fer fram á lögreglu- rannsókn á félaginu og starfsemi þess. Að sögn Svanbergs Hreinssonar, talsmanns hluthafanna, er um að ræða hóp 20–30 smárra hluthafa. Í samtali við Morgunblaðið eftir fund hluthafahópsins í gær sagði Svan- berg að málið yrði lagt fyrir rík- islögreglustjóra í næstu viku. Hann sagði að með því væri aðild hópsins að málinu lokið í bili. Spurður um hversu mikið fé væri í húfi fyrir hópinn sagði Svanberg það vera allt frá nokkur hundruð þúsundum upp í tugi milljóna á hluthafa, eftir því hve stór hlutur þeirra væri. „Félagið var metið á næstum því hálfan milljarð fyrir nokkru síðan. Nú eigum við hlut í ekki neinu,“ segir Svanberg. Hann bendir á að ein ástæða þess að farið sé fram á rannsókn sé sú að hópurinn vilji hreinsa tryggingamiðlanir af því óorði sem greinin í heild sinni hafi fengið á sig í kjölfar erfiðleika Ís- vár. Hann telur brýnt að fram komi að samningar sem gerðir hafi verið við Ísvá standi, þrátt fyrir að fyr- irtækið verði gjaldþrota. Tapið sé eingöngu þeirra sem eiga fyrirtæk- ið, hluthafanna. Að sögn Hákonar Hákonarsonar, fyrrum faglegs framkvæmdastjóra Ísvár og eiganda fyrirtækisins Tryggingar og ráðgjafar ehf., hefur gjaldþrot Ísvár engin áhrif á samn- inga viðskiptavina Ísvár en Trygg- ingar og ráðgjöf ehf. hefur tíma- bundið tekið við þjónustu við fyrrum viðskiptavini Ísvár. Metið á 280 milljónir fyrir ári Hákon gegndi stöðu faglegs framkvæmdastjóra Ísvár frá því í apríl sl., en um það leyti var einnig skipt um stjórn félagsins. Hann segir að fljótlega hafi verið ljóst hvert stefndi hjá félaginu og reynt hafi verið til þrautar að bjarga rekstrinum. Hákon var áður einn af stærstu hluthöfum fyrirtækisins og segir það hafa staðið vel og verið nánast skuldlaust um áramótin 2000– 2001. Þá hafi farið að halla undan fæti og rúmu ári síðar hafi skuldir verið orðnar um 140 milljónir króna. Hákon segir mikla óstjórn hafa verið í rekstri félagsins, t.a.m. hafi peningar verið teknir inn í reksturinn sem hefðu átt að fara í öryggis- og vörslusjóði ráðgjafa sem félaginu hafi verið skylt að greiða í samkvæmt samningum. Hákon nefnir einnig að 14 millj- ónum hafi verið eytt í mat á fyr- irtækinu sem endurskoðunarfyrir- tækið KPMG framkvæmdi haustið 2001. Þar hafi Ísvá verið metið á 280 milljónir króna en hlutafé fyr- irtækisins hafi hins vegar ekki numið meira en 4 milljónum króna að nafnvirði. Útrás Ísvár hf. í Danmörku og Lettlandi er talin hafa kostað a.m.k. 40 milljónir króna en hún skilaði engum tekjum inn í fyrir- tækið. Fara fram á rannsókn vegna gjaldþrots Ísvár STÝRIVEXTIR Seðlabankans verða svipaðir um mitt ár 2004 og þeir eru í dag komi til stóriðju- framkvæmda, að mati greiningar- deildar Búnaðarbankans. Þetta kemur fram í mánaðarriti bank- ans, Ávöxtun og horfum, sem kem- ur út í dag. Þar segir að ef stór- iðjuframkvæmdir leiði til mikillar efnahagsuppsveiflu muni þenslu- ástand myndast á nýjan leik og því ekki hægt að útiloka að vextir hækki. Greiningardeild Búnaðarbank- ans telur líklegt að til stóriðju- framkvæmda komi þar sem fram er kominn áhugasamur fjárfestir með fjárhagslegt bolmagn, auk þess sem undirbúningsfram- kvæmdir séu þegar hafnar vegna Kárahnjúkavirkjunar. Til þess að meta líklega vaxtaþróun, hvort sem til þessara stórframkvæmda komi eða ekki, telur deildin hins- vegar óhjákvæmilegt að leggja til grundvallar líklega vaxtaþróun án framkvæmda. Greiningardeild miðar því við að ef ekki verður af stóriðjufram- kvæmdum á næstu árum verði stýrivextir Seðlabankans komnir niður í 5,2% að 12 mánuðum liðn- um og verði 5% um þarnæstu ára- mót, þ.e. í ársbyrjun 2004. Frá þeim tíma er gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum. Þar með verði stýrivextir komnir ½ pró- senti niður fyrir bil hlutlausra vaxta og peningastefnan því farin að hafa hvetjandi áhrif á efnahags- lífið. Meiri óvissa um áhrif ef af framkvæmdum verður Greiningardeild BÍ telur í raun meiri óvissu um efnahagsfram- vinduna ef til stóriðjuframkvæmda kemur, þar sem erfitt sé um vik að meta efnahagsleg áhrif þeirra. Einkum ríki umtalsverð óvissa um áhrif á gengi krónunnar, stöðuna á vinnumarkaði og heildareftirspurn í hagkerfinu til skemmri tíma litið. Meginspurningin sé með hvaða hætti viðbrögð Seðlabankans verða og hvenær og hversu mikið stýrivextir verða hækkaðir. Seðlabankinn hafi gert ráð fyrir að stýrivextir þurfi að vera um 2% hærri en ella þegar framkvæmdir eru í hámarki. Ýmsar forsendur hafi hinsvegar breyst. Í fyrsta lagi líti út fyrir að umfang fram- kvæmdanna verði heldur minna og þar með einnig efnahagsleg áhrif. Í öðru lagi sé staða efnahagsmála nú með nokkuð öðrum hætti þar sem meira jafnvægi sé komið á í þjóðarbúskapnum. Aðhaldsaðgerð- ir Seðlabankans ættu því að verða vægari en áður var talið. Engu að síður miðar greiningardeild áfram við að aðhaldsstig peningastefn- unnar verði 2% umfram það sem verið hefði án stóriðjufram- kvæmda. Hvað tímasetningar varðar miðar greiningardeildin við að aðgerðirnar nái hámarki um mitt ár 2004. Deildin telur að samkvæmt þessum forsendum muni stýrivext- ir lækka niður í 6% og ná því marki á fyrri hluta ársins 2003 . Þar sem reiknað sé með að til- kynning um stóriðjuframkvæmdir liggi fyrir um þetta leyti sé ekki að vænta frekari vaxtalækkana, held- ur að þeir hækki frá því um mitt næsta ár úr 6% og verði komnir í 7% um mitt ár 2004. Vaxtaspá greiningardeildar Búnaðarbankans Stýrivextir standa í stað með stóriðjuframkvæmdum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.