Morgunblaðið - 25.10.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 25.10.2002, Síða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÆÐURNIR Sigfús R. Sigfússon og Sverrir Sigfússon hafa selt eign- arhluti sína í Heklu hf., en þeir eiga 66,7% fyrirtækisins á móti Trygg- ingamiðstöðinni sem á 33,3% í fyrir- tækinu og mun eiga áfram. Kaupandi er Tryggvi Jónsson forstjóri Baugs ásamt hópi fjárfesta. Ætlunin er að ganga frá endanlegum samningi um kaupin að lokinni áreiðanleikakönnun fyrri hluta næsta mánaðar. Í frétta- tilkynningu vegna kaupanna segir að Búnaðarbankinn hafi umsjón með viðskiptunum og fjármögnun vegna þeirra, en kaupverðið sé trúnaðarmál. Sigfús R. Sigfússon, forstjóri Heklu, segir aðdraganda sölunnar hafa verið skamman. Sverrir bróðir hans hafi haft áhuga á að selja sinn hlut í fyrirtækinu, 33,3%, og hafi rætt um það við viðskiptabanka Heklu, Búnaðarbankann, að finna kaupanda. Búnaðarbankinn hafi tekið það að sér og þar sem bankinn hafi vitað að Tryggvi Jónsson væri að hætta sem forstjóri Baugs og hefði áhuga á að fara sjálfur út í viðskipti, hefði verið haft samband við hann. Sigfús segir Tryggva hafa tekið vel í þetta, en að hann hefði áhuga á að eignast meiri- hluta í fyrirtækinu. Búnaðarbankinn hafi þess vegna leitað til Sigfúsar um það hvort hann væri reiðubúinn til að selja sinn hlut og í framhaldi af því hafi verið gert verðmat á fyrirtækinu. Þegar verðmatið hafi legið fyrir hafi Tryggvi gert þeim tilboð og samning- ar hafi tekist. Sigfús segir að hann hafi ekki ætlað sér að selja, en erfitt hafi verið að hafna þessu tilboði. Þeim bræðrum hafi verið mikið í mun að Hekla lenti í góðum höndum og að þeir viti að svo sé fyrst Tryggvi kaupir. Þeir þekki hann vel enda hafi hann verið endur- skoðandi fyrirtækisins áður en hann hafi ráðist til Baugs. Sigfús segir ákvörðunina um sölu hafa verið erfiða því miklar tilfinning- ar tengist Heklu sem alla tíð hafi ver- ið fjölskyldufyrirtæki. Hann segir mikið mál að Hekla fái að dafna áfram og að þeir bræðurnir muni áfram koma nálægt rekstrinum til að að- stoða nýja eigendur, að minnsta kosti fyrst í stað. Hann verði sjálfur starf- andi stjórnarformaður og Sverrir muni starfa áfram hjá fyrirtækinu um sinn. Sigfús segist aðspurð- ur enga ákvörðun hafa tekið um framhald í við- skiptum eða fjárfesting- um. Mikil tímamót Sverrir Sigfússon starfandi stjórnarfor- maður Heklu segir að- spurður um ástæður þess að hann ákvað að selja hlut sinn í fyrir- tækinu, að þar spili margt inn í. Hann sé nú orðinn 63 ára og hafi starfað hjá fyrirtækinu frá 18 ára aldri, og raunar lengur ef talin séu með hlutastörf frá barns aldri. Sam- anlagður aldur og starfsaldur á næsta ári sé því orðinn um 110 ár sem sé meira en almennt gerist. Þetta sé þó ekki eina ástæðan, enda hafi tíminn hjá fyrirtækinu verið mjög ánægjulegur. Annað sem eigi sinn þátt í þessari ákvörðun nú, sem ekki sé tekin í neinu fljótræði, sé að hann hafi viljað hafa um það að segja hver tæki við fyrirtækinu. Hann hafi viljað að ungir og duglegir menn tækju við og þegar færi hafi gefist að selja manni sem hann treysti vel fyrir áframhaldandi rekstri Heklu hafi hann talið rétta tímann kom- inn, en að hann hefði að öðrum kosti verið reiðubúinn til að bíða með söluna. Sverrir segist gera ráð fyrir að hann verði í allt að eitt ár enn hjá fyrirtækinu, þó ekki í fullu starfi allan tímann, til að leiða nýja menn inn í þá kunnáttu og þau tengsl sem orðið hafi til á löngum tíma. Sverrir segir þetta mikil tímamót fyrir sig, áður hafi fyrirtækið stjórnað tíma sínum, en nú geti hann gert það sjálfur og varið tímanum meira með fjölskyldunni. Tryggvi Jónsson segist hafa þekkt Heklu í mörg ár, en hann sat í ráð- gjafarráði fyrirtækisins á árunum 1994-1996 og var auk þess endurskoð- andi þess frá þeim tíma þar til hann tók til starfa hjá Baugi 1998. „Mér fannst því þetta tækifæri mjög spenn- andi og gat ekki látið það framhjá mér fara,“ segir hann, aðspurður um ástæður kaupanna. Baugur ekki meðal fjárfesta Hann vill ekki gefa upp hvaða fjár- festar séu í liði með honum, en segir að það muni væntanlega skýrast að lokinni áreiðanleikakönnun, þegar fulltrúar fjárfesta taki sæti í stjórn Heklu. Þó staðfestir hann að Baugur, fyrrverandi vinnuveitandi hans, sé ekki í hópi fjárfesta. „Þessir aðilar eru alls ótengdir Baugi.“ Tryggvi segir að of snemmt sé að svara til um fyrirætlanir hans í rekstri Heklu. „Þarna er mikið af góðu og hæfu starfsfólki sem ég hlakka til að vinna með að því mark- miði að gera fyrirtækið enn sterkara og öflugra en það er nú,“ segir hann. Hann segir að bræðurnir Sigfús og Sverrir verði áfram viðriðnir fyrir- tækið, Sigfús sem stjórnarformaður og Sverrir mun enn um sinn starfa hjá því. „Þeir eru og verða hinir einu sönnu Heklubræður,“ segir Tryggvi, „og okkur er mikill fengur í að hafa þá áfram með okkur.“ Stefnt að því að Hreinn Loftsson verði formaður stjórnar Baugs á ný Tryggvi hættir sem forstjóri Baugs 1. nóvember og tekur svo við starfi forstjóra Heklu eftir áreiðanleika- könnun. Í fréttatilkynningu frá Baugi segir að Jón Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Baugs-ID, muni gegna starfi forstjóra Baugur Group fram að næsta hluthafafundi sem haldinn verði 20. nóvember. „Stjórn fyrirtækisins stefnir að því að ráða Jón Ásgeir Jóhannesson sem for- stjóra í stað Tryggva á hluthafafund- inum. Jón Ásgeir hefur verið starf- andi stjórnarformaður félagsins frá síðasta aðalfundi þess. Þá er það stefna stærstu hluthafa að Hreinn Loftsson, hrl., verði kjörinn í stjórn Baugur Group á þessum fundi og taki við stjórnarformennskunni af Jóni Ásgeiri,“ segir í tilkynningunni. Tryggvi Jónsson kaup- ir meirihluta Heklu Sigfús og Sverrir Sigfússynir selja hluti sína en Tryggingamiðstöðin heldur þriðjungshlut sínum Morgunblaðið/Þorkell Bræðurnir Sverrir og Sigfús Sigfússynir standa hér við málverk af föður sínum, Sigfúsi Bjarnasyni, stofnanda Heklu. Tryggvi Jónsson FYRIRTÆKIÐ Hekla var stofnað árið 1933. Stofnandi þess var Sig- fús Bjarnason, faðir Sigfúsar og Sverris sem nú selja hluti sína, ásamt fleirum, en árið 1942 eign- aðist hann allt fyrirtækið og breytti því í hlutafélag. Árið 1945 var raftækjaverslun Heklu stofnuð og rekin sem al- hliða raftækjaverslun með höf- uðáherslu á heimilistæki. Tveim- ur árum síðar fékk Hekla umboð fyrir Caterpillar þungavélar og Kenwood heimilistæki og er fyr- irtækið elsti starfandi umboðs- aðili Kenwood í Evrópu. Hekla hóf innflutning Good- year-hjólbarða árið 1952 og sama ár tók fyrirtækið að sér umboð fyrir Volkswagen á Íslandi og seldi meðal annars hina þekktu „bjöllu“. Árið 1970 hóf fyrirtækið innflutning á Audi þegar Volkswagen og Audi sameinuðust í Þýskalandi. Árið 1978 varð Hekla umboðs- aðili fyrir General Electric, fyrst heimilistæki en hefur nú einnig umboð fyrir lækningatæki fyr- iritækisins. Innflutningur á Mitsubishi bif- reiðum hófst ári síðar og sama ár tók Hekla að sér umboð fyrir Mitsubishi Heavy Industries og hafa hverflar og túrbínur frá því fyrirtæki verið sett í margar virkjanir hér á landi. Árið 1980 varð Hekla umboðs- aðili fyrir Ingersoll Rand frá Bandaríkjunum og fimm árum síðar hófst innflutningur á Pana- sonic símtækjum frá Japan. Árið 1995 fékk Hekla umboð fyrir Scania vöruflutninga- bifreiðir frá Svíþjóð og tveimur árum síðar hóf fyrirtækið inn- flutning á Galloper jeppanum frá Suður-Kóreu. Innflutningi á hon- um lauk í fyrra. Árið 1998 hóf Hekla innflutn- ing á Skoda bifreiðum frá Tékk- landi, en fyrirtækið Skoda er í eigu Volswagen. Fyrir tveimur árum fékk Hekla umboð fyrir Scana Volda gíra og skrúfubúnað frá Noregi og í ár tók Hekla að sér sölu og þjónustu HIAB krana frá Svíþjóð. Rekstur Heklu fer fram í þrem- ur deildum, bifreiðadeild, vinnu- véla- og sjóvéladeild og heim- ilistækjadeild, auk þess sem fyrirtækið er með sölu- og þjón- ustuumboð víða um land. Heildareignir Heklu um mitt ár námu 5,2 milljörðum króna og eigið fé rúmum 1,1 milljarði króna og eiginfjárhlutfall var því 22%. Velta fyrirtækisins á fyrri hluta þessa árs voru rúmir 4 milljarðar króna og rúmlega 74 milljóna króna tap var af rekstr- inum. Fjölskyldu- fyrirtæki í 60 ár FYRIRTÆKIÐ The Big Food Group, sem Baugur-ID hefur keypt 14,99% hlutafjár í, hefur átt í nokkr- um erfiðleikum að undanförnu. Gengi hlutabréfa í félaginu hefur farið lækkandi á árinu, en við frétt- irnar í gær hækkaði það um tæp 60%. Mesta lækkunin varð seinni hluta júlímánaðar, eftir afkomuvið- vörun þar sem fram kom að Iceland smásölukeðjan næði ekki hagnaðar- markmiði sínu á fyrri hluta upp- gjörsársins sem endaði í september. Gengi samstæðunnar lækkaði við það um 58%, úr um 100 pensum í 38 pens. Stofnað árið 1970 Fyrirtækið á upphaf sitt að rekja til ársins 1970. Þá reiddu tveir starfsmenn Woolworths’ verslunar- innar fram 60 pund til að leigja hús- næði undir verslun með frosinn mat. Starfsemin þróaðist smám saman. Framan af var fyrirtækið miðstöð fyrir verslun með frosin matvæli, en nú rekur það keðju matvöruverslana sem sérhæfa sig í frosnum matvæl- um. Árið 1984 var fyrirtækið sett á markað og vildu fjárfestar kaupa 113 sinnum meira hlutafé en í boði var. Erfiðleikar keðjunnar hófust árið 2000, í kjölfar yfirtöku á Booker- keðjunni. Nokkrum vikum áður en fyrirtækið gaf út afkomuviðvörun og hlutabréf í því féllu í verði, seldi stofnandi og stjórnarformaður fyr- irtækisins, Malcolm Walker, hlut sinn fyrir 13,6 milljarða íslenskra króna. Hann var í kjölfarið sakaður um innherjaviðskipti. Verslanir The Big Food Group eru samtals 936 talsins, í Englandi, Skot- landi og Írlandi og hjá fyrirtækinu starfa yfir 30 þúsund manns. Iceland-verslunarkeðjan er einn stærsti seljandi frosinna matvara í Bretlandi og rekur 759 verslanir um allt land. Viðskiptavinir Iceland fleiri en fjórar milljónir í hverri viku. Heildarvelta á síðasta ári var 1.589 milljónir punda, eða sem samsvarar rúmlega 217 milljörðum íslenskra króna. Starfsmenn keðjunnar eru 19.884 talsins. Booker-keðjan er heildsala og starfar á svokölluðum „cash & carry“ markaði, en þar versla helst sjálfstæðir verslunarrekendur og veitingastaðir. Heildarvelta á síðasta ári var 3.544 milljónir punda, eða rúmlega 485 milljarðar króna. Starfsmenn eru 9.719 talsins. Woodward-keðjan útvegar hótel- um, veitingastöðum og fyrirtækjum í tengdum rekstri frosin matvæli, sem og kælivörum, frá tíu dreifingarmið- stöðvum víðsvegar um Bretland. Heildarvelta síðasta árs var 87 millj- ónir punda, eða tæpir 12 milljarðar króna. Starfsmenn eru 745. 32 ára risi á breskum matvörumarkaði Hefur átt í rekstrarerfiðleikum að undanförnu EINKAVÆÐINGARNEFND hefur fundað með þeim tveimur hópum fjárfesta sem valdir voru til frekari viðræðna um kaup á hlut ríkisins í Búnaðar- bankanum. Fundað var í gær og fyrradag með Kaldbaki hf. annars vegar og S-hópnum svo- nefnda hins vegar, en á bak við hann standa Eignarhaldsfélag- ið Andvaka, Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar, Fiskiðj- an Skagfirðingur hf., Kaup- félag Skagfirðinga svf., Ker hf., Samskip hf. og Samvinnulífeyr- issjóðurinn. Að sögn Ólafs Dav- íðssonar, formanns einkavæð- ingarnefndar, er nú verið að kynna þessum tveimur hópum fjárfesta ferlið. Hann segir næsta skref felast í því að hóp- arnir fari hvor um sig á kynn- ingarfundi í Búnaðarbankan- um. Í kjölfarið þurfi hóparnir að leggja fram tiltekin gögn og eftir það verði hægt að taka ákvarðanir um framhaldið. Einkavæðing Búnaðarbankans Fundað með fjár- festum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.