Morgunblaðið - 25.10.2002, Qupperneq 28
UMRÆÐAN
28 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í DAG verður 60. þing Iðnnema-
sambands Íslands sett í Borgarholts-
skóla. Jafnframt var í ár gefinn út 70.
árgangur Iðnnemans, málgagns
INSÍ. Í tilefni þessara tímamóta
þótti greinarhöfundi tilvalið að líta
yfir farinn veg í réttindabaráttu iðn-
nema á Íslandi og hvernig staðan er í
dag.
Iðnnemasambandið var stofnað
árið 1944, en réttindabarátta iðn-
nema hófst þó meira en fjörutíu ár-
um fyrr. Fyrsti vísir að því mun vera
stofnun Lukkuvonar, félags skó-
smíðanema í Reykjavík, haustið
1898. Næstu áratugina spruttu upp
hagsmunasamtök iðnnema um allt
land í velflestum iðngreinum. Iðn-
nemar höfðu fyrir mörgu að berjast
og hafa enn. Í þá daga var vinnudag-
urinn allt upp í 13–14 tíma og eftir
vinnu tók skólinn við. Launin voru
svo léleg að naumast var nokkur leið
að lifa af þeim. Ennfremur var
kennslan lítil sem engin og aðstaða til
náms mjög léleg. Iðnnemar voru not-
aðir sem ódýrt vinnuafl í þágu meist-
ara síns og enn finnast þess mörg
dæmi nú á dögum.
Hagsmunasamtök iðnnema voru
dreifð um allt land um 1940, þau voru
fámenn og störfuðu hvert í sínu horni
og afköstin voru eftir því. 1940 fóru
nemar að huga að stofnun hags-
munasamtaka iðnnema á landsvísu.
Eiginlegur undirbúningur að stofnun
sambandsins tók tvö ár. Stofnþingið
var haldið 23. september 1944.
Mörg og stór málefni lágu fyrir
fyrstu stjórninni. Skipulagning sam-
takanna, kjaramálin og frumvarp um
iðnnám sem lá fyrir Alþingi, svo eitt-
hvað sé nefnt. Í byrjun voru aðild-
arfélögin fimm með 200 félagsmenn
samtals. 1.200 iðnnemar voru þá á Ís-
landi. Næstu árin fjölgaði aðildar-
félögunum jafnt og þétt. Í dag eru fé-
lagsmenn um 5.000. Iðnnema-
sambandið er nú eitt stærsta og
öflugasta hagsmunafélag nema á Ís-
landi.
Einu tekjurnar sem sambandið
hafði lengi vel voru skattar á aðild-
arfélög og lítilsháttar ríkisstyrkir.
En það var alls ekki nóg til að reka
öflug upplýsinga- og hagsmunasam-
tök. Starfsemin leið fyrir fjárskort.
Það var svo árið 1972 að samþykkt
var á Alþingi að tryggja INSÍ fastan
tekjustofn. Áttu fyrirtæki sem höfðu
nema á samningi að greiða samband-
inu ákveðið gjald. Seint og illa gekk
að koma lögunum í framkvæmd og
INSÍ fékk einungis lítinn styrk frá
ríkissjóði til starfseminnar fram til
1973. Þá var lögunum loks hrundið í
framkvæmd. Starfsemin breyttist,
varð markvissari og öflugri. Sam-
bandið keypti sitt fyrsta húsnæði og
gat ráðið mann í fullt starf. Seinna
gerði menntamálaráðuneytið samn-
ing við INSÍ um rekstur upplýsinga-
þjónustu fyrir iðn- og verknám. Um
leið var sambandinu tryggður tekju-
stofn áfram.
Stefna stjórnvalda hefur í mörg ár
verið að byggja upp iðnnám, hér um
bil einungis á höfuðborgarsvæðinu.
Af því leiðir að ungt fólk af lands-
byggðinni sem hyggst læra iðnir
neyðist oft til að flytja frá heimili for-
eldra sinna til Reykjavíkur. En hvar
eiga þessir nemar að búa? Leiguhús-
næði í Reykjavík er dýrt og varla á
færi ungs iðnnema í skóla eða á
samningi með skammarlega lág laun.
Svörin við þessu eru gjarnan á þá
leið, hvort foreldrarnir geti ekki
greitt húsnæðið. Það er einfaldlega
ekki á færi margra að halda uppi
ungmenni í öðru byggðalagi. Stjórn-
völd gera lítið sem ekkert til að bæta
úr þessum vanda.
Iðnnemar hafa gert sitt til að bæta
úr þessum málum. Vorið 1991 stofn-
uðu Skólafélag Iðnskólans í Reykja-
vík og INSÍ Félagsíbúðir iðnnema
(FIN). Nú á FIN, og leigir út, sex
iðnnemasetur í Reykjavík.
Framtakið bætti ástandið en vand-
inn er enn mikill. Enn sem fyrr beina
stjórnvöld æ fleirum til Reykjavíkur,
en huga ekkert að því hvar nemarnir
eiga að búa. Krafan um heimavist í
Reykjavík virðist eingöngu hlægja
stjórnvöld. Þetta er mikið baráttu-
mál iðnnema og það er krafa INSÍ að
yfirvöld bæti þessi mál. Það er
skammarlegt hve lítið fjármagn hef-
ur verið sett í þetta málefni, saman-
borið við hvað aðrar nemahreyfingar
hafa fengið í gegnum tíðina. Ég spyr:
,,Eru bóknámsnemar og þeirra mál
mikilvægari en iðnnemar?“ Þetta
endurspeglar tvímælalaust gildismat
ríkisins og kannski þjóðarinnar allr-
ar. Að bóknám sé mikilvægara en
iðn- og starfsnám. Er það? Þjóðfé-
lagið getur án hvorugs þrifist. En því
er staðan þá eins og hún er og hefur
löngum verið? Bóknámsnemum er
gert hærra undir höfði en iðnnemum
og það er með öllu óásættanlegt.
Þess má geta að á þinginu er haldið
málþing og yfirskrift þess er nú:
Heimavistir í Reykjavík.
Árlega er haldið þing INSÍ, æðsta
vald samtakanna. Þar koma saman
iðn- og verknámsnemar af öllu land-
inu og úr öllum greinum. Á þinginu fá
félagsmenn tækifæri til að koma
málum sínum á framfæri og ákveðin
er stefna sambandsins fyrir næsta
starfsár. Að síðustu er kosin stjórn
næsta árs.
Iðnnemasambandið hefur vaxið og
dafnað. Tveir starfsmenn vinna hjá
sambandinu og húsnæði þess er á
Hverfisgötu 105 í Reykjavík. INSÍ er
upplýsinga- og hagsmunasamtök
iðnnema í Íslandi. Skrifstofan er opin
alla virka daga. Heimasíða félagsins
er: www.insi.is.
Baráttuhugur iðnnema hefur ein-
att verið mikill. Helstu réttindamál
iðnnema eru: Bætt kjör og betra
nám. Og þó að ýmislegt hafi áunnist í
gegnum tíðina, er ljóst að mörg mik-
ilvæg mál bíða enn úrlausnar.
60. þing Iðnnema-
sambandsins
Eftir Huldu Katrínu
Stefánsdóttur
„Baráttu-
hugur iðn-
nema hefur
einatt verið
mikill.“
Höfundur er ritari stjórnar INSÍ.
ÖRYGGI er ein megin undirstaða
að öllum björgunaraðgerðum. Ef
björgunarmaður kemst ekki heill á
húfi á slysstað og til baka með hinn
slasaða er öll vinnan unnin fyrir gýg.
Það er skylda björgunarmannsins
að tryggja eigið öryggi, bæði gagn-
vart þeim sem á hann treysta í
björgunaraðgerðum og líka vegna
þeirra sem heima sitja og bíða eftir
að hann komi aftur heim.
Frá upphafi hefur starf björgun-
arsveita á Íslandi verið farsælt og
fáir björgunarmenn hafa látið lífið.
Það var því Slysavarnafélaginu
Landsbjörgu mikið áfall þegar við á
síðasta ári misstum tvo björgunar-
menn úr okkar röðum sem létu lífið
við æfingar.
Um helgina verður ráðstefnan
Björgun 2002 haldin og er þema
hennar öryggi björgunarmannsins.
Ráðstefnan er einn liður í viðleitni
Slysavarnafélagsins Landsbjargar
fyrir því að björgunarfólk hugi að
eigin öryggi í björgunaraðgerðum
og æfingum. Úrval fyrirlestra verð-
ur í boði þar sem björgunarfólk og
aðrir geta kynnt sér það nýjasta á
þessum vettvangi, bæði hér heima
og erlendis.
Skipulag og stjórnun er eitt aðal-
málið í björgunaraðgerðum. Örugg
og skilvirk stjórnun tryggir öryggi
björgunarliðs og þeirra sem á það
treysta. Það hefur verið stefna
Slysavarnafélagsins Landsbjargar
um nokkurra ára skeið að björgun-
arstjórnstöðvar þeirra aðila sem
koma að stjórnun í leit og björgun
verði sameinaðar í eina. Reynslan af
stofnun Neyðarlínunnar árið 1996
hefur verið mjög góð og styður þá
skoðun að sömu reynslu megi vænta
af sameiningu björgunarstjórn-
stöðva.
Nú hafa litið dagsins ljós drög að
breyttu skipulagi almannavarna á
Íslandi. Þar er að mati félagsins fag-
lega tekið á málum ásamt því að leit-
að er skynsamra leiða til hagræð-
ingar þar sem því er við komið.
Samhliða þessari lagabreytingu
hillir nú undir lok mikillar vinnu sem
dómsmála-, samgöngu- og forsætis-
ráðuneyti hafa lagt í til að samræma
björgunarmál á Íslandi, þar sem
m.a. er gert ráð fyrir sameiginlegri
samræmingarstjórnstöð þeirra aðila
sem koma að leit og björgun. Slysa-
varnafélagið Landsbjörg fagnar
þessum breytingum sem eru fyr-
irsjáanlegar og horfir björtum aug-
um til framtíðar í þessum málum.
Það er skylda björgunarmanna,
hvort sem þeir koma úr röðum
Slysavarnafélagsins Landsbjargar,
lögreglu eða slökkviliðs, að tryggja
eins vel og unnt er að þeir sem
starfa á vettvangi komi heilir heim.
Það er mjög mikilvægt fyrir allt
björgunarlið að ríkisvaldið hlúi að
starfseminni með skýrum reglum
um samskipti aðila, réttindum
þeirra og skyldum. Um nokkurt
skeið hefur verið unnið að lagagerð
um réttindi og skyldur björgunar-
fólks auk þess sem reglugerð um
samskipti lögreglu og björgunarliðs
er nauðsynleg. Slysavarnafélagið
Landsbjörg treystir því að dóms-
málaráðherra og ríkisstjórn komi
þessum málum í höfn á yfirstand-
andi þingi.
Það er von Slysavarnafélagsins
Landsbjargar að með ráðstefnunni
Björgun 2002 verði enn ein stoðin
treyst undir áframhaldandi farsælt
starf björgunarfólks á Íslandi.
Öryggi er kjörorð sem allt björg-
unarfólk þarf að hafa að leiðarljósi
að starfa eftir.
Öryggi björg-
unarmannsins
Eftir Jón
Gunnarsson
Höfundur er formaður
Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
„Það er
mjög mik-
ilvægt fyrir
allt björg-
unarlið að
ríkisvaldið hlúi að starf-
seminni með skýrum
reglum um samskipti
aðila, réttindum þeirra
og skyldum.“
Minningartónleikar um
Önnu Margréti Sigurðar-
dóttur frá Rauðaskógi
verða í Skálholtskirkju í
kvöld, föstudagskvöld, kl.
21, en Anna hefði orðið 12
ára í dag, en hún lést af
slysförum í mars sl. Tón-
leikarnir eru líka virðing-
arvottur við minningu
tveggja kvenna, sem Anna
Margrét hét eftir, Önnu Magnús-
dóttur prestfrúar í Skálholti og Mar-
grétar Grünhagen í Miðhúsum, sem
unnu gott starf að tónlistaruppeldi
ungra Tungnamanna.
Tveir kórar koma fram á tónleik-
unum, Skálholtskór og Barna- og
kammerkór Biskupstungna. Flutt
verða innlend og erlend lög, m.a.
flytur Skálholtskór kafla úr
kantötunni Víst mun vorið
koma eftir norska tón-
skáldið Sigvald Tveit. Ein-
söngvarar eru Maríanna
Másdóttir og Jóhann Frið-
geir Valdimarsson, tenór.
Hekla Hrönn Pálsdóttir
syngur einsöng og verða
negrasálmar á dagskrá
hennar.
Þá kemur fram sálmabandið Lux
Terrae en það skipar Jóhann Stef-
ánsson á trompet, Sigurgeir Sig-
mundsson á gítar, Hilmar Örn Agn-
arsson á orgel og Maríanna Más-
dóttir, söngur.
Stjórnandi tónleikanna er Hilmar
Örn Agnarsson organisti og söng-
stjóri við Skálholtsdómkirkju.
Minningartónleikar
í Skálholtskirkju
Anna Margrét
Sigurðardóttir
LISTIR
BERGÞÓR Pálsson baríton, Ólaf-
ur Kjartan Sigurðarson baríton
og Jónas Ingimundarson píanó-
leikari flytja stúdentasöngva,
Glúntana, eftir Gunnar Wenner-
berg í Ingólfsskála í Ölfusi í
kvöld, föstudagskvöld, kl. 21.
Fyrst mun Jónas vígja nýjan
konsertflygil sem eigendur Ing-
ólfsskála hafa nýlega fest kaup á
og segist Jónas ætla að leika
verk eftir Chopin og List á nýja
flygilinn. Flygillinn er 98 ára
gamall en er nýuppgerður í
Þýskalandi. Hljóðfærið var smíð-
að í Berlín 1904 og keypti Jakob
Tryggvason á Akureyri það í
London um 1940 og flutti til Ís-
lands. Bróðir Jakobs var Jóhann
faðir Þórunnar Ashkenazy. Jakob
lánaði flygilinn í eitt skipti úr
húsi, þegar Ashkenazy hélt tón-
leika á Akureyri.
Eftir vígsluna munu þeir fé-
lagar, Jónas, Bergþór og Ólafur
Kjartan flytja Glúntana, en þeir
frumfluttu þessa dagskrá á Tí-
brár-tónleikum í Salnum í Kópa-
vogi í september í fyrra og bættu
við mörgum aukatónleikum.
Glúntarnir í Ölfusinu
Glúntinn Ólafur Kjartan Sigurðarson,
píanóleikarinn Jónas Ingimundarson
og magisterinn Bergþór Pálsson.
RUT Ingólfsdóttir fiðluleikari, og
Richard Simm píanóleikari halda
tónleika í Reykholtskirkju á morg-
un kl. 16 og í Hveragerðiskirkju á
mánudagskvöld kl. 20. Á efnis-
skránni eru sónötur fyrir fiðlu og
píanó eftir W.A. Mozart, Fjölni
Stefánsson, Sveinbjörn Svein-
björnsson og J. Brahms.
Rut og Richard hafa leikið saman
undanfarið ár og hafa haldið tón-
leika í Tókýó og í París og eru nú á
leið til Brussel til tónleikahalds.
Þau munu á næstu mánuðum halda
tónleika víðar um landið og í Saln-
um í Kópavogi.
Leika í Reyk-
holti og
Hveragerði
Richard Simm og Rut Ingólfsdóttir.
Skriðuklaustur Sýning Hand-
verks og hönnunar á verkum og
munum eftir 25 handverks- og
listamenn verður opnuð í dag. Sýn-
ingin hefur farið víða um landið í
sumar og haust og byggist á fimm
sýningum sem Handverk og hönn-
un hélt í sýningarsal sínum í Að-
alstræti 12 á síðasta ári. Verkefnið
hlaut Menningarverðlaun DV 2002
í listhönnun fyrir þær sýningar.
Sýningin verður opin næstu tvær
helgar milli kl. 14–17.
Í DAG
JÓN Sigurpálsson opnar sýningu á
vestfirskum veðurfarslýsingum í
myndum og fjórlínungum í Slunka-
ríki á Ísafirði kl. 16 á laugardag.
Myndirnar eru allar unnar á þessu
ári og voru meðal annarra á sýningu
Jóns í Ásmundarsal í vor.
„Maður rekst á eitt og annað við
lestur. Það var einn haustdag í norð-
anbáli að ég var að glugga í Ársrit
Sögufélags Ísfirðinga frá árinu 1956.
Sérstaka athygli mína vakti grein
eftir Bjarna Sigurðsson, bónda í Vig-
ur, um veðurfarslýsingar. Við lest-
urinn varð ég þess áskynja, að hér
fór heimur sem var mér nokkuð
framandi,“ segir listamaðurinn.
„Ég kannaðist við nokkrar lýsing-
ar en flest voru hugtökin mér ókunn.
Við lestur urðu þau að myndum og
lýstu sjálf náttúrunni og ástandi
himinsins, auk þess gat ég raðað
þeim saman í það sem ég kalla fjór-
línunga og myndað allt það sem þarf
til sköpunar,“ segir Jón um verkin á
sýningunni. Slunkaríki við Aðal-
stræti er opið kl. 16–18 frá sunnu-
degi til fimmtudags í viku hverri.
Sýningin stendur til 10. nóvember.
Veðurfarslýsingar
í Slunkaríki