Morgunblaðið - 25.10.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 25.10.2002, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AÐGERÐIR GEGN UMFERÐARSLYSUM Árið 2002 er þegar komið áspjöld sögunnar sem eittversta slysaár í sögunni. Það sem af er árinu hafa 29 manns látist í umferðarslysum og eru látnir þeg- ar fleiri en þeir voru í heild árin 1998, 1999 og 2001. Árið 2000 létust 32 í umferðinni á árinu öllu en það ár var hið þriðja versta frá því skráning slysa hófst. Ekki síst er það mikið áhyggjuefni hversu margir hafa látist í fjöldaslysum það sem af er árinu en sú var einnig raunin árið 2000. Í þremur slysum á þessu ári létust samtals tíu manns en tvö slysanna voru vegna út- afaksturs. Það eru engar töfralausnir til sem útrýma alvarlegum slysum í um- ferðinni. Umferðarslys eru því mið- ur óhjákvæmilegur fylgifiskur um- ferðarinnar. Eftir því sem bifreiðum fjölgar og umferðarþungi eykst verður hættan á slysum meiri. Hins vegar er margt hægt að gera til að draga úr hættunni á slysum svo og til að koma í veg fyrir alvar- leg slys. Rannsóknir á orsökum um- ferðarslysa hafa verið efldar stór- lega á síðustu árum og niðurstöður þeirra gefa mikilvægar vísbending- ar um hvaða úrbætur eru mikilvæg- astar. Samkvæmt úttekt rannsóknar- nefndar umferðarslysa yfir bana- slys á árunum 1998–2001 má rekja banaslys til mannlegra mistaka í 95% tilvika. Í fæstum tilvikum sé hægt að rekja orsök slysa til vega eða umhverfis þeirra. Þó hefði betri frágangur á vegi og umhverfi lík- lega leitt til að slys á fólki hefðu orð- ið minni. Nefndin nefnir að koma megi í veg fyrir alvarleg meiðsl á fólki í umferðarslysum með því að hreinsa grjót frá vegum, bæta og auka veg- kanta, lagfæra skurði og ræsi og breikka vegaxlir. Þá eigi að gefa endurbótum á eldri vegum meiri gaum en nú er gert. Einnig er bent á að það sé brýnt verkefni að aðgreina umferð úr gagnstæðum áttum á ákveðnum vegaköflum en 70% framan- ákeyrslna á þjóðvegum á árunum 1998–2001 urðu á þjóðvegum í um 50 kílómetra radíus frá höfuðborg- arsvæðinu. Þessu markmiði má ná með tvöföldun þjóðvega og mislæg- um gatnamótum en einnig hefur verið bent á þann kost að leggja svokallaða 2+1 vegi. Slíkir vegir, þar sem miðjuakrein er notuð fyrir framúrakstur, eru algengir víða um Evrópu og þykja gefa góða raun. Ágúst Mogensen, formaður rann- sóknarnefndar umferðarslysa, sagði í samtali við Morgunblaðið fyrr í mánuðinum að hugsanlega kynni að vera skynsamlegra að leggja slíkan veg á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi í stað þess að tvöfalda Reykjanes- brautina. Nefndin nefnir einnig í skýrslu sinni mikilvægi þess að merkja gatnamót vel og hafa yfirborðs- merkingar skýrar og greinilegar. Þá bendir nefndin á að akstur er- lendra ferðamanna um landið hafi stóraukist á undanförnum árum og hafi margir þeirra lent í alvarlegum slysum. Á þessu ári hafa fimm er- lendir ferðamenn látist í umferðar- slysum á Íslandi. Þessum slysum verður að fækka, t.d. með aukinni fræðslu. Ökumenn sem vanir eru akstri um þjóðvegi Evrópu og Bandaríkjanna gera sér fæstir grein fyrir hversu frábrugðnar og oft varhugaverðar aðstæður eru hér á landi, ekki síst þegar komið er út fyrir helstu þjóðvegi. Samgönguráðherra hefur þegar sent vegamálastjóra bréf, þar sem hann segir athugasemdirnar alvar- legar og fer fram á að Vegagerðin geri grein fyrir hvernig hún hyggst bregðast við þeim. Það er mikilvægt að þessar athugasemdir rannsókn- arnefndarinnar verði teknar til greina þannig að hægt sé að hefja úrbætur á vegakerfinu sem allra fyrst með það að markmiði að draga úr hættunni á alvarlegum umferð- arslysum. SAMEINING SÍMAFYRIRTÆKJA Með kaupum Íslandssíma ástórum hlut í Tali er komin uppbreytt staða á fjarskiptamark- aði. Landssíminn hefur haft yfir- burðastöðu á markaðnum frá því að opnað var fyrir samkeppni á þessu sviði þó svo að fyrirtækinu hafi ver- ið veitt vaxandi samkeppni, ekki síst á farsímamarkaðnum. Með sameiningu Íslandssíma og Halló-fjarskipta í ágúst síðastliðn- um og kaupum Íslandssíma á Tali hefur myndast stórt og öflugt fjar- skiptafyrirtæki, sem á að geta veitt Landssímanum harða samkeppni. Tækniþróun á sviði fjarskipta- mála er ör og það er fyrirsjáanlegt að fyrirtæki á þessu sviði þurfa að leggja út í miklar fjárfestingar á næstu árum til að fylgja þeirri þró- un eftir. Fyrirtæki víða um heim eru nú að undirbúa rekstur þriðju kynslóðar farsímakerfa, sem talið er að kunni að bjóða neytendum upp á marga nýja möguleika. Þótt margt sé enn óljóst í þeim efnum og tæknin enn í þróun er ljóst að bylt- ing er að eiga sér stað í fjarskipta- málum. Sú bylting nær til mun fleiri þátta en farsíma einvörðungu. Forsenda þess að íslenskir neyt- endur njóti góðs af þessari þróun er að hér séu starfandi öflug fyrirtæki er hafa burði til að fjárfesta í hinni nýju tækni og eru jafnframt í sam- keppni um viðskiptavini. HRINT hefur verið afstað átaksverkefni íheilbrigðismálum, vit-undarvakningu um ristilkrabbamein. Er tilgangur þess að efla forvarnir gegn sjúk- dómum í meltingarfærum í því skyni að fækka dauðsföllum og koma í veg fyrir langvinna sjúkra- legu. Hefur verið gefinn út fræðslubæklingur fyrir almenning og annar fyrir heilbrigðisstarfs- menn sem dreift verður á næstu dögum. Árlega greinast milli 110 og 120 manns með ristilkrabba- mein hérlendis og deyja milli 40 og 50 manns árlega af völdum þess. Þverfaglegur átaks- og fræðslu- hópur stendur að verkefninu með fulltingi Félags sérfræðinga í meltingarsjúkdómum, Krabba- meinsfélagsins, landlæknisemb- ættisins og heilbrigðisráðuneytis- ins. Íslandspóstur, Landssíminn, Pharmanor og Visa styðja átakið fjárhagslega en kostnaður við það er á bilinu 8 til 9 milljónir króna. Markviss fræðsla mikilvæg Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum og formað- ur átakshópsins, var meðal þeirra er kynntu átakið fyrir fjölmiðlum í gær og segir hann markvissa fræðslu mikilvægan þátt í nútíma læknisfræði. Þurfi hún að fara fram í þjóðfélaginu almennt en ekki aðeins á læknastofum. Hann segir nýgengi krabbameins í ristli hafa aukist um nær helming síð- ustu áratugi. Árlega greinast hér- lendis 110 til 120 ný tilvik, álíka mörg hjá körlum og konum, og sé það lágt meðal fólks undir fimm- tugu en vaxandi eftir það. Krabbamein í ristli er þriðja al- gengasta krabbameinið hérlendis, næst á eftir krabbameini í lung- um og brjóstum hjá konum og lungum og blöðruhálskirtli hjá körlum. Ásgeir segir horfur ekki hafa batnað sem skyldi þrátt fyrir framfarir í lyfjameðferð sem og skurðaðgerðum vegna sjúkdóms- ins. Sagði hann því brýnt að fræða almenning um fyrstu ein- kenni en lækning væri möguleg þegar krabbameinið væri lítið og staðbundið. Fram kom á fundinum að krabbamein í ristli hefur m.a. þá sérstöðu að hafa greinanleg for- stig, svokallaða ristilsepa sem hægt er að fjarlægja við venju- lega ristilspeglun. Með því er dregið úr líkum á því að krabba- mein myndist. Blætt geti úr rist- ilsepum af og til en blæðingar væru oft smávægilegar og sæjust ekki endilega með berum augum. Með því að kanna hvort blóð leynist í hægðasýnum er unnt að greina meinið á læknanlegu stigi og ef blóð reynist vera í hægðum er ristilspeglun nauðsynleg. Um helmingur þeirra sem greinast með ristilkrabbamein læknast. Er beitt skurðaðgerð þar sem hinn sjúki hluti ristilsins er numinn brott og stundum jafn- framt beitt lyfja- eða geislameð- ferð. Lífshorfur sjúklinga eru mjög háðar því á hvaða stigi krabbameinið greinist. Mikilvægt að þekkja áhættuþætti og einkenni Sigurður Ólafsson, læknir og formaður fræðslunefndar átaks- ins, segir mikilvægt að fræða al- menning um einkenni og áhættu- þætti ristilkrabbameins. Hann sagði meðal þekktra áhættuþátta vera fyrri sögu um sepa eða krabbamein í ristli, l bólgusjúkdóma þar og fj sögu um ristilkrabbamein Þá sagði hann fæðu o einnig skipta máli; þ reyktu væru í meiri áhæt væri áhættuþáttur og þ Fræðsluherferð um ristilkrabbamein sem er þr Milli 40 og 50 árlega hé Ásgeir Theodórs kynnir fr marsson, Guðrún Agnarsd Hér má sjá hvernig góðky liðið frá myndun sepa eða NORSKIR fjölmiðlarsegja að Norðmenn hafiengin loforð fengið umáframhaldandi fríversl- un með fisk við ný aðildarlönd sam- bandsins á fundi EES-ráðsins í Lúxemborg í vikunni. Í gildi eru frí- verslunarsamningar milli Noregs og allra þeirra ríkja sem stefnt er að að gangi í ESB árið 2004 að Kýpur undanskildu og sama gildir um Ís- land að Möltu viðbættri. Mikilvægir útflutningsmark- aðir í húfi fyrir Norðmenn Aftenposten segir að stækkun Evrópusambandsins geti haft í för með sér að tugmilljarða markaðir fyrir norskar sjávarafurðir í Aust- ur-Evrópu hverfi á bak við tollmúra Evrópusambandsins. Bæði Rúss- land og Pólland eru í hópi þeirra tíu ríkja sem Norðmenn flytja mest af fiski til og hefur útflutningurinn þangað vaxið hratt undanfarin ár; verðmæti norskra sjávarafurða sem fóru á Rússlandsmarkað var t.d. um sjö milljarðar íslenskra króna 1999 en um 18 milljarðar í fyrra. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, sat fundinn í veikindafjar- veru utanríkisráðherra og aðspurð- ur um skrif norskra fjölmiðla að ekki hafi fengist nein loforð um verslun með fisk segir hann að ekki hafi staðið til að sá þáttur yrði af- greiddur á þessum fundi. „En við höfum vitaskuld hamrað á okkar sjónarmiðum í sambandi við stækk- un ESB. „Við höfum sagt að við séum tilbúnir til þess að taka á okk- ur þær skyldur sem fylgja stækk- uðu EES-svæði en á móti ætlumst við líka til þess að við fáum óhindr- aðan aðgang að mörkuðum í þess- um löndum og þá sérstaklega hvað varðar fiskafurðir.“ Talið er að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni leggja fram tillögur um samningsafstöðu sína í viðræðunum við EFTA-ríkin á fundi ráðherraráðsins um miðjan næsta mánuð. Norskir fjölmiðlar nefna að Evrópusam- bandið muni væntan- lega setja fram kröfur um lækkun tolla fyrir landbúnaðarafurðir gegn kröfum Norð- manna um fríverslun með fisk auk þess sem ESB muni fara fram á allt að tíföldun fram- laga Norðmanna í þró- unarsjóð EFTA. Þá hafa norskir fjöl- miðlar einnig gert sér mat úr því að hvorki Chris Patten, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, né Javier Sol- ana, æðsti embættismaður utanrík- ismála í Evrópusambandinu, hafi mætt á síðu EES-ráðsins Þá hafi hel inn af utan herrum ESB látið sjá sig um í þessa þetta telja fjölmiðlar að spegli minnka EES í stækk ópusambandi pólitísk þýðin ráðsins sé að Jan Peters ríkisráðherra viðurkennir við end samningsins ópska efnaha dragi nokkurn dám af því bandið sé stórt en EFTA-r „Við erum fimm milljónir nokkur hundruð milljónir er samt engin ástæða til þe látum hjá líða að nýta o Fundur EES-ráðsins Hamrað á haldandi fr með fiska Norskir fjölmiðlar telja að „verðm mörkuðum í stækkuðu ESB ver framlög og lægri tollar á innflutt Sverrir Haukur Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.