Morgunblaðið - 25.10.2002, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 25.10.2002, Qupperneq 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 39 ✝ Gísli Ólafssonvar fæddur 21. júní 1926 í Reykja- vík. Hann lést á Landsspítala Foss- vogi 20. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ólína Jó- hanna Pétursdóttir og Ólafur Jón Jónas- son. Hann var ellefti í röð þrettán systk- ina. Eiginkona Ólafs er Aðalheiður Sigur- jónsdóttir frá Vest- mannaeyjum, f. 16. maí 1926. Foreldrar hennar voru Kristín Óladóttir og Sigurjón Sig- urðsson. Börn Ólafs og Aðalheið- ar eru: 1) Margrét, f. 15.12. 1953, gift Hauki Halldórssyni, synir þeirra eru Gísli, f. 12.7. 1976, unnusta Halldóra Svavarsdóttir, Arnar, f. 4.12. 1979, og Daði, f. 2.2. 1990. 2) Grettir, f. 8.6. 1957, kvæntur Sigríði Magnúsdóttur, börn þeirra eru: a) Halldóra Guðríður, f. 19.9. 1975, unnusti Sigmar Hafsteinn Lárusson, dætur: Sandra Sif Ingólfs- dóttir, f. 17.3. 1995, og Guðlaug Birta, f. 15.4. 2002, b) Davíð, f. 23.8. 1980, dóttir Sóley Dögg, f. 22.10. 1999, og c) Elma, f. 30.8. 1984. Stjúp- dóttir Gísla er Guð- rún Kristín Antons- dóttir, f. 27.10. 1945, börn hennar eru: a) Freyr, f. 27.5. 1973, unnusta Vera Víðisdóttir, og b) Aðalheiður Stella, f. 6.12. 1987. Gísli vann ýmis störf en lengst af hjá Landhelgisgæslunni eða þar til hann lét af störfum árið 1995. Útför Gísla verður gerð frá Ár- bæjarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Gísli Ólafsson hóf störf hjá Land- helgisgæslunni sem bifreiðarstjóri um 1964. Þótt starfstitillinn léti lítið yfir sér var starfið sem Gísli innti af hendi yfirgripsmikið. Hann var sá fyrsti sem þessu starfi gegndi frá því Landhelgisgæslan varð að sjálf- stæðri stofnun árið 1952 og má því segja að Gísli hafi allt frá byrjun mótað þetta starf. Hann vann sér fljótt traust og trúnað yfirmanna sinna auk þess sem starfsfélagar hans hjá Gæslunni mátu hann mikils. Starfsemi Gæslunnar var dreifð, eins og hún er enn, með höfuðstöðvar á Seljaveginum sem miðpunkt. Á þess- um tíma var Skipaútgerð ríkisins enn með bókhald og fjármál Gæsl- unnar, varðskipin staðsett við Ing- ólfsgarð og fluggæslan á Reykjavík- urflugvelli. Öllu þessu þurfti Gísli að sinna og er það því ekki ofsögum sagt að hann hafi verið á ferð og flugi flesta daga vikunnar á milli þessara staða. Oft var handagangur í öskj- unni þegar t.d. varðskip var að koma eða fara, fluggæslan þurfti að láta sækja varahlut út á Keflavíkurflug- völl eða skrifstofan þurfti að koma bréfi upp í ráðuneyti í einum hvelli og hver aðili fyrir sig taldi sitt mál mest áríðandi. Þá kom oftast til kasta Gísla að greiða úr þeim málum þannig að allir yrðu ánægðir og tókst honum það oftast því hann var snill- ingur í að fá menn á sitt band þannig að allir fóru ánægðir frá borði. Gísli var ófeiminn við að láta jafnt háa sem lága heyra skoðanir sínar á mönnum og málefnum og þótt stundum gæti hvesst í þeim umræðum taldi Gísli, þegar umræðum var lokið um við- komandi menn eða mál, að málið væri út úr myndinni og ekki meira um það. Það var ekki langt í létta skapið hjá Gísla, hann hafði góða frá- sagnarhæfileika með léttu ívafi sem kom öllum í gott skap sem á hann hlustuðu auk þess sem hann sjálfur hafði gaman af að heyra aðra segja frá og gat þá hlegið hressilega ef vel var sagt frá. Gísli Ólafsson starfaði hjá Landhelgisgæslunni af trúnaði í 30 ár, eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 1994. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar söknuðu Gísla þegar hann lét af störfum og ekki er að efa að hann hafi saknað félaganna og starfsins, þótt erilsamt hafi það verið á köflum. Það sýndi hann best með því þegar hann, ásamt fleirum, vann að stofnun Öldungaráðsins, sem er félag eldri starfsmanna Landhelgisgæslunnar og Sjómæl- inga, sem hættir eru störfum. Hann var kosinn í fyrstu stjórn félagsins og endurkjörinn alla tíð síðan. Í Öld- ungaráðinu starfaði Gísli vel að mál- efnum félagsins og var að venju hrókur alls fagnaðar þegar svo bar undir. Nú er þessi ágæti vinur og fé- lagi horfinn sjónum en hans mun verða minnst meðal félaga Öldung- aráðsins með vinsemd og virðingu. Fyrir hönd félaga Öldungaráðsins vottum við eftirlifandi eiginkonu Gísla Ólafssonar, Aðalheiði Sigur- jónsdóttur, börnum og öðrum ástvin- um hans okkar dýpstu samúð. Blessuð veri minning Gísla Ólafs- sonar. Fyrir hönd félaga í Öldunga- ráðinu, Helgi Hallvarðsson, Jón Magnússon. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Gísla Ólafssyni langa sam- leið sem samherja í Íþróttafélaginu Fylki. Kynni okkar hófust á upphafsár- um félagsins í hverfi þar sem menn voru í byggingabasli og höfðu í nógu að snúast öðru en að hugsa um íþróttir. Ungt fólk í hverfinu þrýsti mjög á að íþróttafélag yrði starfandi og Fylkir var stofnaður. Mér er minn- isstætt þegar ég var að þjálfa nokkra hópa í knattspyrnu af veikum mætti við lélegar aðstæður að Grettir sonur Gísla æfði með. Við töpuðum oft stórt á þeim árum og fáir fylgdust með leikjum félags- ins. Gísli hringdi í mig að afloknu einu stórtapinu og var óhress með getu liðsins. Ég jánkaði því en bar við manna- skorti til stuðnings félaginu. Frá þeirri stundu varð Gísli mikil hjálparhella, keyrði liðsmenn út og suður og hafði hátt á línunni þegar hann brýndi liðið til dáða. Allt til síðasta dags mætti Gísli á völlinn og gladdist yfir góðum ár- angri. Oft er erfitt að meta hvað menn hafa gert fyrir félög en eitt er víst að liðsmenn á borð við Gísla hafa gert Fylki að því stórveldi sem það er í dag og þessi þáttur í lífshlaupi Gísla lifir með okkur Fylkismönnum. Aðalheiði og öllum ættingjum sendi ég innilegar samúðarkveðjur og vona að minningin um góðan dreng verði þeim huggun harmi gegn. Með Fylkiskveðju, Theódór Óskarsson. Góður Fylkismaður er genginn. Gísli Ólafsson var ötull fylgismaður Fylkis allt frá stofnun félagsins fyrir 35 árum. Hann var einn frumbyggj- anna í Árbæjarhverfinu og ómetan- legur bakhjarl Fylkis á fyrstu árum þess. Gísli fylgdi Gretti syni sínum á flesta leiki og nutum við félagar Grettis góðs af. Hann var oftast á stórum sendiferðabíl með sætum en oft var um langan veg að fara á leiki. Á þessum tímum var það fátítt að feður fylgdust með íþróttaleikjum barna sinna og man ég ekki eftir öðr- um pabba í kringum okkur strákana en Gísla. Hann var okkur ákaflega góður og átti það til að verðlauna okkur eftir leiki ef hann taldi okkur hafa unnið til þess. Ég og Grettir, sonur Gísla, vorum góðir vinir sem strákar og var ég tíð- ur gestur á heimili hans og Aðalheið- ar. Síðar eignaðist ég tengdaforeldra sem voru nágrannar þeirra og þann- ig hélst samband okkar í Glæsibæn- um. Gísli var stríðinn og fékk ég iðu- lega að kenna á því en hafði bara gaman af því, það var aldrei illa meint. Lengi vel heilsaði Gísli mér alltaf með því að hafa yfir setningu sem ég sagði einu sinni í sjónvarpsþætti sem afi minn stýrði: „Afi, myndirnar eru komnar“. Þetta þótti okkur báðum alltaf jafn fyndið. Gísli mætti á alla leiki meistara- flokks Fylkis í knattspyrnu sem hann mögulega gat. Oftast var stór- fjölskyldan með í för og alltaf kaffi- brúsinn. Ég sá Gísla síðast nú í haust uppi á Skaga á leik ÍA og Fylkis. Kaffibrúsinn og glettnin var með í för en Gísli greinilega mikið veikur. Ég vona að hann hafi séð strákana okkar vinna bikarmeistaratitilinn í síðasta leik sumarsins. Ég vil að lokum þakka Gísla fyrir allar samverustundir okkar um leið og ég sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Íþróttafélagið Fylkir þakkar Gísla ómetanlega samfylgd allt frá stofnun félagsins til æviloka. Örn Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Fylkis. GÍSLI ÓLAFSSON ✝ Jón SnælandHalldórsson fæddist í Ytra- Krossanesi við Akur- eyri 13. febrúar 1927. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri mánudaginn 21. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Jónsson, verkamaður og bóndi, f. 11. nóvem- ber 1906, d. 1. febr- úar 1964, og Hrefna Pétursdóttir hús- móðir, f. 23. júní 1907, d. 27. október 1994. Systkini Jóns eru Þórarinn, f. 4. júní 1928, Hreinn, f. 20. október 1929, og Lily, f. 25. nóvember 1930. Kona Jóns er Torfhildur Stein- grímsdóttir húsmóðir, f. 5. júní 1931. Foreldrar hennar voru Ósk Jórunn Árnadóttir, verkakona og húsmóðir, f. 15. júlí 1896, d. 9. nóvember 1985, og Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri og ráðherra, f. 12. febrúar 1893, d. 14. nóvember 1966. Sonur Jóns og Torfhildar er Halldór Jónsson forstjóri, f. 22. nóvember 1950, kona hans er Þorgerður Jóhanna Guðlaugsdóttir að- stoðarskólastjóri, f. 10. september 1951. Synir þeirra eru: Jón Torfi læknir, f. 28. janúar 1972, kona hans er Lára Halldóra Eiríksdótt- ir kennari, f. 23. apríl 1973, synir þeirra eru Halldór Yngvi, f. 25. apríl 1999, og Elvar Örn, f. 10. febrúar 2002, og Guðlaugur Már sölumaður, f. 17. apríl 1973, kona hans er Elva Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, f. 9. mars 1972, dóttir þeirra er Arna Rún, f. 7. apríl 1995. Jón ólst upp í foreldrahúsum en hugurinn stefndi snemma til sjós. Hann stundaði ýmis sjó- mannsstörf á unglingsárum og síðar með sínu aðalævistarfi, sem var við vöruflutningaakstur. Hann var mörg sumur við síld- veiðar og alla tíð átti hann trillu sem hann gerði út, eftir því sem aðstæður leyfðu á hverjum tíma. Útför Jóns verður gerð frá Glerárkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Sofðu rótt, elsku Jón afi. Arna Rún, Halldór Yngvi og Elvar Örn. Í dag kveðjum við þig elsku afi og vonum að þú hafir nú fengið þá hvíld sem þurftir orðið á að halda. Áður en þú veiktist varstu fullur af lífskrafti og dugnaði. Það sem þú dyttaðir að bátnum þínum og hugs- aðir vel um hann. Það var líf þitt og yndi að vera niðri í Bót. Það var svo gaman að koma þangað til þín og sjá hvað öllu var vel við haldið og hver hlutur á sínum stað eins og þú vildir alltaf hafa það. Þegar þú svo opnaðir kistuna og gaukaðir harðfisk að litlu börnunum ljómuðu þau af ánægju. Ekki var síður gott að koma heim til ykkar Toddu ömmu þar sem manni var ætíð tekið opnum örmum og mað- ur fann svo vel fyrir væntumþykju ykkar. Við kveðjum þig með trega en leit- um meðal annars huggunar í því að kannski hafi vantað einhvern „þarna uppi“ til þess að veiða kvótann þar og þú trillukarlinn því verið kallaður til. Elsku afi megi guð vaka yfir Toddu ömmu og styrkja hana í sorginni. Minningin um þig lifir í hjörtum okk- ar. Jón Torfi og Lára, Guðlaugur Már og Elva. Frændi minn Jón, eða Lilli eins og ég hef alltaf kallað hann, hefur kvatt þetta jarðlíf. Það kom mér ekki mjög á óvart þar sem hann hafði verið mik- ið veikur síðustu mánuði. En alltaf er það þannig að vonast er til að sjúk- dómurinn víki fyrir viljastyrk þess sem berst við hann. En frændi minn varð að lúta í lægra haldi. Minningar hrannast upp, og efstar eru mér í huga minningar frá því þeg- ar ég var lítil stelpa í Reykjavík og frændi kom til Reykjavíkur. Hann ók flutningabílum til margra ára milli Akureyrar og Reykjavíkur. Þá kom hann alltaf í heimsókn. Það var eins og íbúðin fylltist því hann var stór persóna, röddin sterk og hláturinn léttur og ljúfur. Hann gantaðist mikið við litlu stelpuna sem hann kallaði alltaf frænku. Hvað segir frænka? var alltaf viðkvæðið. Mér þótti svo und- urvænt um þennan mann, föðurbróð- ur minn, sem keyrði svo stóran bíl, svo langar leiðir og var alltaf svo kát- ur og hress og svo sagði hann líka að ég væri uppáhaldsfrænkan hans. Mér þótti nú ekki lítið til þess koma. Ég man líka svo vel faðmlagið hans þegar amma var jörðuð og ég kom til að vera við jarðarförina hennar. Það var stór faðmur og hlýr sem umvafði mig. Þetta var Lilli frændi minn. Alltaf jafn hlýr og notalegur og fyrir það verð ég honum ævinlega svo þakklát. Ég bið Guð að leiða hann um ljóss- ins vegi og þakka honum samfylgdina í næstum 50 ár. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til Torfhildar, Hall- dórs og Þorgerðar og fjölskyldu, pabba míns, Diddu og Tóta. Halldóra Hreinsdóttir. Látinn er á Akureyri Jón Halldórs- son vöruflutningabílstjóri og trillu- karl, eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ég átti því láni að fagna að kynnast Jóni sem ungur drengur og njóta vin- áttu hans og trausts alla tíð. Það er sérstakt við þessi kynni að þau gáfu mér annan góðan vin, sem er sonur hans Halldór og hans fjölskylda. Oft- ar er það, að vinátta barna leiði til kynna og vináttu við foreldrana. Jón eða Lilli eins og hann var oft nefndur af vinum átti litla útgerð og var oft í samstarfi við föður minn og afa og þeirra útgerð. Þar kynntist ég Jóni og síðar Halldóri syni hans og oft feng- um við félagarnir að hoppa um borð og taka þátt í ævintýrunum, sem fylgdu sjónum. Jón sinnti starfi sínu sem vöru- flutningabílstjóri og lagði bílnum oft á tíðum um lengri eða skemmri tíma, þegar vel fiskaðist, og sótti þá sjóinn. Í akstrinum var hann þekktur fyrir aðgæslu og öryggi. Allir vissu að vörur og varningur voru í öruggum höndum hjá honum. Hann fór vel með allt sitt og vildi hafa alla hluti í föstum skorðum. Stundum var hann þungur á brún og einþykkur og vildi hafa sína að- ferð, sem hann þekkti og treysti. Þennan þátt í fari hans virtu menn því þeir sem þekktu hann vissu um þá einlægni og drenglund sem að baki bjó. Að baki ákveðnum svip bjó alla tíð glettni og bjart blik í augum. Jón var sannur vinur vina sinna. Hann var greiðvikinn og hjálpsamur og það veit ég, að hann lagði mörgum lið, sem minna máttu sín, án þess að nokkru sinni væri haft orð á því. Jón talaði aldrei af sér um menn eða mál- efni. Þau Jón og Torfhildur kona hans létu öðrum eftir mannamót og mann- fagnaði. Þau völdu sér lífstakt þar sem fjölskyldan og rósemd mannlífs- ins réðu för. Þegar stærri fyrirtæki fóru að sinna vöruflutningum ákvað Jón að skipta um vettvang og snúa sér alfar- ið að sjónum. Þar var hann sæll og glaður og naut þess að mega sigla um Eyjafjörðinn, sem hann þekkti öðrum betur. Breytt umhverfi fiskveiðanna tók á margan hátt frelsið sem áður var. Margir tala hátt um þetta kerfi og nota stór orð en Jón kunni að laga sig að nýjum háttum. Hann lét sér nægja í umræðunni, að segja, að ef til vill væri þetta óheppilegt kerfi. En nú stendur báturinn hans á kambi og honum hefur verið gefinn annar bátur, sem sannarlega hlýtur byr til lands eilífðarinnar. Jón hafði með einstæðu ærðuleysi tekist á við erfiðan sjúkdóm. Hann kvartaði í engu og þegar við feðgar heimsóttum hann um síðustu mánaðamót á sjúkrahúsinu á Akureyri fór ekki á milli mála, að hann þráði hvíld. Kveðja hans var með þeim hætti, að við vissum allir að þetta yrði síðasta kveðjan. Þakkir hans og einlæg orð verða geymd í hjörtum okkar og minna okkur áfram á drenglund hans og mannkosti. Torfhildi, Halldóri, Þorgerði, Nonna, Gulla og þeirra fjölskyldum biðjum við Guðs blessunar. Guð blessi minningu Jóns S. Hall- dórssonar. Pálmi Matthíasson. JÓN S. HALLDÓRSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.