Morgunblaðið - 25.10.2002, Síða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 41
✝ Sverrir Bjarna-son fæddist í
Reykjavík 3. febrúar
1907. Hann lést á
Dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi 17.
október síðastliðinn.
Foreldar hans voru
Bjarni Jónsson, f.
14.2. 1875, d. 4.9.
1963, og Ingveldur
Sverrisdóttir, f. 7.12.
1867, d. 26.11. 1938.
Sverrir átti tvö systk-
ini, Jón, f. 4.5. 1904,
d. 10.9. 1988, og
Kristrúnu, f. 16.10.
1908.
Sverrir kvæntist 12.12. 1943
Jónínu Ólöfu Sveinsdóttur, f .14.5.
1907, d. 10.6. 1994. Þau eiga tvö
börn, þau eru: Aðalsteinn, f. 30.9.
1944, d. 1.10. 1944, og Ingveldur,
f. 10.5. 1946, gift Þorvaldi Sig-
tryggssyni. Börn þeirra eru
Sverrir, Tryggvi og Inga Valdís.
Sverrir ólst upp í Reykjavík til
11 ára aldurs, en þá flutti fjöl-
skyldan að Hvammi í
Skorradal. Hann
lauk prófi frá Sam-
vinnuskólanum í
Reykjavík 1930.
Sverrir var verka-
maður og sjómaður
lengst af á Akranesi
til 1942, en þá hóf
hann störf á Bæjar-
fógetaskrifstofunni
á Akranesi og vann
þar til 1960. Hann
vann á skrifstofu út-
gerðarfyrirtækis
Sigurðar Hallbjörns-
sonar 1960–1963 og
var síðan fulltrúi hjá skattstjóran-
um á Akranesi 1963–1979 er hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Sverrir og Jónína bjuggu frá 1949
á Vesturgötu 81 á Akranesi en
Sverrir flutti árið 1997 á Dvalar-
heimilið Höfða þar sem hann bjó
til æviloka.
Útför Sverris verður gerð frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Það hefur margt breyst á Íslandi
síðan Bjarni Jónsson smiður byggði
fyrsta húsið við Njálsgötu í Reykja-
vík og haft var eftir ættingja að hann
skildi ekkert í honum Bjarna að
byggja þarna uppi í sveit. Í þessu
húsi fæddist hann tengdafaðir minn
árið 1907 og þar ólst hann upp til 11
ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan að
Hvammi í Skorradal. Sverrir hélt
mikið upp á Skorradalinn alla tíð.
Þangað lá leiðin margar helgar til að
renna fyrir silung, tína ber, heim-
sækja gamla sveitunga og jafnvel
skreppa á skauta, eða bara njóta feg-
urðarinnar sem dalurinn kæri bauð
upp á.
Sem ungur maður stundaði hann
vertíðir á Akranesi og í Vestmanna-
eyjum. Hann langaði alltaf til að læra
og fór í Samvinnuskólann og lauk
prófi 1930. Árið 1943 giftist hann
henni Jónu frá Setbergi og þau
bjuggu nær allan sinn búskap í húsi
sem hann byggði í kartöflugarðinum
á Setbergi á Vesturgötu 81 á Akra-
nesi. Frá 1942 vann hann skrifstofu-
störf, en þegar heim kom var hann
alltaf svolítill bóndi í sér. Hann rækt-
aði kartöflur, rófur, gulrætur og alls
konar kál í garðinum við húsið.
Hann var um sjötugt þegar ég
kynntist honum. Þá var hann heilsu-
hraustur og þau hjónin bæði og höfðu
gaman af að ferðast, bæði innan
lands og utan. Hann var í Oddfellow-
reglunni og átti þar marga góða vini.
Svo urðu þau afi og amma og það var
gaman að sjá hvað þau nutu þess að
hafa börnin í kringum sig, en við
bjuggum fyrst á neðri hæð í húsinu
þeirra en byggðum síðar hús á næstu
lóð. Hann hafði mikinn áhuga á bílum
og hafði snemma keypt sér bíl. Fyrst
voru það vörubílar, sem hann notaði
við vinnu en seinna átti hann fólksbíla
og kenndi lengi á bíl. Seinasta bílinn
keypti hann sér 1988. Við höfðum
gaman af að fara saman á bílasýn-
ingar. Hann hafði alla tíð gaman af sí-
gildri tónlist og kóralögum. Hann var
góður söngmaður og söng með
Karlakórnum Svönum meðan hann
starfaði. Hann sagði mér frá því þeg-
ar hann eyddi peningum sem hann
vann sér inn á vertíð í Vestmanna-
eyjum í orgel, sem hann flutti svo á
hestum upp í Hvamm. Svo settist
hann niður og lærði að spila eftir nót-
um.
Það var mikið áfall fyrir hann að
missa Jónu, en hún dó 1994. Eftir ní-
ræðisafmælið 1997 flutti hann á Dval-
arheimilið Höfða. Þar átti hann góða
daga fyrstu árin. Þótt hann gæti lítið
lesið lengur og ekki keyrt bíl gat
hann enn spilað bridge og hlustað á
tónlist og fylgst með fréttum. Minnið
var alla tíð gott og hann kunni kvæði
og rímur og hafði gaman af þjóðleg-
um fróðleik og sögu.
Sverrir var ljúfmenni, þægilegur
og viðræðugóður, fróður um ýmis
málefni og fylgdist vel með til loka-
dags. Hann átti auðvelt með að tala
við fólk á öllum aldri. Hann var mikill
fjölskyldumaður, hugsaði vel um
fólkið sitt og eins kisurnar sínar, sem
urðu sérlega langlífar.
Ég vil þakka Sverri fyrir góð
kynni, sem aldrei bar skugga á. Hann
var orðinn mjög þreyttur og vonaðist
eftir að fá að fara. Nú hefur hann
kvatt, sáttur við guð og menn.
Þorvaldur.
Hinn 17. október sl. andaðist föð-
urbróðir minn, Sverrir Bjarnason, á
dvalarheimilinu Höfða á Akranesi.
Þau tíðindi komu mér ekki á óvart.
Ég varð í senn glaður og hryggur.
Mér létti við að vita að þessi frændi
minn, sem var mér svo kær, væri nú
búinn að binda landfestar í þeirri
höfn þangað sem hugurinn stefndi
þessa síðustu mánuði, hryggur yfir
því að eiga ekki kost fleiri samveru-
stunda og yfir því að þær skyldu ekki
hafa verið miklu fleiri.
Á þessum tímamótum leita á huga
minn sögubrot og minningar. Í byrj-
un síðustu aldar bjuggu afi minn og
amma, Bjarni Jónsson og Ingveldur
Sverrisdóttir, á Njálsgötu í Reykja-
vík. Afi var trésmiður, hafði byggt
fyrsta húsið við Njálsgötuna í aldar-
byrjun og stendur það enn. Við húsið
var lítið trésmíðaverkstæði. Tekjurn-
ar voru drýgðar með ýmsu móti eins
og þá var títt, menn höfðu sjálfsþurft-
arbúskap, ræktuðu kartöflur, höfðu
jafnvel vísi að bústofni. Veturinn
1918 var t. d. hrútlamb á verkstæðinu
og afi leitaði víða fanga, hafði auka-
vinnu með smíðunum, var sótthreins-
unarmaður. Þau höfðu um nokkurt
árabil átt jörð uppi í Borgarfirði,
Hvamm í Skorradal, og þennan vetur
þegar spænska veikin herjaði í bæn-
um höfðu þau ákveðið að hefja þar
búskap, enda bæði uppalin í sveit.
Það eru fardagar á vori, mótorbát-
ur þokast inn Hvalfjörðinn með
pramma í eftirdragi, fjölskyldan af
Njálsgötunni er að flytja, fólkið í
bátnum, búslóðin á prammanum. Þau
taka land í fjörunni við Hrafnabjörg.
Þangað er kominn granni frá Vatns-
enda með hesta til þess að sækja þau.
Áfram er haldið ferðinni, það verður
að nýta daginn. Fremstir fara fylgd-
armaðurinn og afi, sem reiðir Dúnu
litlu, þá kemur amma og loks ríður
langafi, Jón Bjarnason, sem er með í
för. Hann hefur hrútinn í taumi. Þá
koma trússahestar og með lestinni
skokka þeir bræður Jón og Sverrir,
14 og 11 ára, léttir í spori. Það er farið
fetið, strákarnir sjálfsagt reiddir af
og til. Í Svínadal er plussklæddum
húsgögnunum af Njálsgötunni komið
í geymslu á Geitabergi. Það er lítið
pláss fyrir slíkt stáss í Hvammi
fyrstu mánuðina. Seinni hluta dags
eru ferðalangarnir komnir að
Skorradalsvatni sunnanverðu. Þaðan
er fólk og farangur ferjað yfir að
Hvammi. Það verður að fara fleiri
ferðir en eina. Það er þokuslæðingur
á vatninu og báturinn er fljótlega
horfinn þeim, sem bíða næstu ferðar
á ströndinni. Sverrir sagði mér að
hann hafi mjög undrast breidd vatns-
ins. Þetta var mikið haf í augum
barnsins. Allt gekk þetta þó vel og
um kvöldið var öll fjölskyldan komin
heilu og höldnu heim í Hvamm.
Þannig gátu búferlaflutningar gengið
fyrir sig á þeirri tíð við upphaf bíla-
aldar.
Næstu áratugina átti fjölskyldan
svo þarna heima. Afi keypti bæinn á
Hvítárósi til niðurrifs. Maður sér
nærri fyrir sér flutninginn á efninu
fram í Hvamm, trússahestar í lest og
vafalaust hefur ísinn á vatninu verið
nýttur til hins ýtrasta. Úr þessu efni
byggði hann síðan bæinn í Hvammi,
sem stóð langt fram yfir miðja síð-
ustu öld og í því húsi urðu fyrstu
kynni okkar Sverris. Ég hef senni-
lega verið 4–5 ára og lá þar í rúmi á
efri hæðinni. Við vorum þarna tvö, ég
og yngri systir mín, komin í sveitina
með foreldrum. Þá kom þessi maður í
dyrnar glettinn og góðlegur í þeim
erindum einum að gera okkur glaða
stund. Ég man enn hve viðmótið var
hlýtt. Hann varð ævilangur vinur á
samri stundu.
Yngri sonurinn í Hvammi fetaði
líka slóð og sá eldri fór í Samvinnu-
skólann til Jónasar, eins og svo marg-
ir ungir menn og konur þess tíma,
sem ekki höfðu þá félaga Munn og
Maga fyrir húsbændur en áttu sér
sýn á betri tíð jafnréttis og samhjálp-
ar. Leið Sverris lá síðan út á Skaga
og þar átti hann heima til dauðadags.
Þá sögu þekki ég ekki í smáatriðum.
Hún er eins og svo margt annað í
samskiptum okkar minningabrot.
Þar kynntist hann konu sinni, Jónu,
byggði upp myndarlegt heimili. Þau
eignuðust dótturina Ingveldi og
barnabörn, sem vissulega eiga nú um
sárt að binda en eiga þó óbrotgjarnar
minningar og mikilsverðar um góða
foreldra, afa og ömmu.
Ég kom við hjá þeim Jónu af og til
fyrst á menntaskólaárum þegar ræt-
urnar drógu mig stundum í Borgar-
fjörð. Til þeirra var jafnan gott að
koma. Þau höfðu byggt sér stórt og
glæsilegt hús við Vesturgötu og
bjuggu þar með rausn. Heimilið bar
merki þeirrar vinnusemi, reglusemi
og alúðar, sem einkenndi allt þeirra
líf. Eins og oft vill verða á ævinni liðu
mörg ár þannig að við hittumst sjald-
an, alltof sjaldan. Ég hafði stundum
fréttir af honum frá samferðamönn-
um. Þær voru ætíð með sama sniði og
komu ekki á óvart, heiðarleiki og
hjálpsemi, drenglyndi og ljúf-
mennska voru þær einkunnir, sem
honum voru fengnar og allt fram á
þennan dag er ég að hitta fólk, sem
minnist hans með þessum hætti. Þeg-
ar ég og kona mín settumst að á
heimaslóðum okkar urðu samfundir
tíðari. Við litum stundum inn hjá
þeim Jónu en þegar hún dó fannst
mér frændi minn Sverrir deyja einn-
ig á vissan hátt. Mér býður í grun að
hann hafi þá glatað lífslönguninni að
nokkru leyti og kemur ekki á óvart
svo náið sem samband þeirra var. Þó
átti það fyrir honum að liggja að lifa
mörg ár enn. Hann flutti á dvalar-
heimilið Höfða og bjó þar síðustu
æviárin í nánum tengslum við dóttur
sína og fjölskyldu, hvers manns hug-
ljúfi. Þar hitti ég hann af og til, nú síð-
ast fyrir fáum dögum. Við áttum
saman ljúfa samræðu eins og svo oft
áður. Þegar ég hugsa um þetta sam-
tal finnst mér að tvennt hafi einkum
leitað á huga hans þá. Honum fannst
nóg lifað en við ræddum fleira. Hann
taldi mikla nauðsyn að bæta sam-
félagið og vildi leggja hönd á þann
plóg. Einkum var honum umhugað
um þá, sem fátækir eru og aldraðir.
Þannig var Sverrir. Þannig var við-
skilnaður okkar og þannig mun ég
minnast hans. Þá kemur mér hann í
hug er ég heyri góðs manns getið.
Gunnar Jónsson.
SVERRIR
BJARNASON
Árið 1957 vígist Sverrir í Oddfell-
owstúkuna nr. 8, Egill IOOF, hér
á Akranesi. Sverrir var alla tíð
mjög virkur félagi í reglunni og
gegndi þar mörgum trún-
aðarstörfum. Meðan hann hélt
heilsu sótti hann fundi mjög vel.
Við leiðarlok vil ég fyrir hönd
bræðranna í stúkunni flytja Ingv-
eldi og fjölskyldu hennar okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hörður Pálsson.
HINSTA KVEÐJA
Kvenfélags Grensássóknar heldur
sannkölluð forystukona og það sóp-
aði að henni þegar mikið lá við.
Komin fast að áttræðu skilur hún
eftir sig stórt skarð – í starfi Grens-
ássafnaðar, í ýmsu líknar- og mann-
úðarstarfi í borginni, í huga fjölda
fólks sem naut góðs af góðu hjarta-
lagi hennar og miklum rausnarskap.
Nú, þegar Drottinn hefur kallað
hana til eilífs fagnaðar, vil ég þakka
fyrir að hafa kynnst Kristínu Hall-
dórsdóttur. Þau kynni hafa auðgað
mig og blessað í lífi og starfi.
Guð gefi okkur marga slíka trúa
þjóna og votta sem láta verkin tala.
Sr. Ólafur Jóhannsson.
Það er liðið á 14. dag októbermán-
aðar, annan starfsdag nýkjörins
Kirkjuþings, sem haldið er í safn-
aðarheimili Grensáskirkju. Þing-
störfin ganga vel undir styrkri
stjórn þingforseta, Jóns Helgason-
ar. Fyrri umræða vel á veg komin,
hringt til kaffihlés.
Til hliðar í fundarsal situr frú
Kristín Halldórsdóttir og fylgist
með þingstörfum. Hún er hér á
heimavelli, varaformaður sóknar-
nefndar, safnaðarfulltrúi og formað-
ur Kvenfélags Grensáskirkju. Þing-
fulltrúar ganga til hennar, skipst er
á orðum, glaðst með glöðum. Hún er
kunnug flestum, vinur margra.
Gleði ríkir í huga Kristínar, enda
kemur henni fátt betur en að geta
hýst Kirkjuþing í húsakynnum sín-
um í Grensáskirkju. Heimsókn
hennar nú er bundin Kirkjuþingi og
vellíðan þingfulltrúa. Framundan er
fundur með kvenfélagskonum til
undirbúnings kaffisamsætis, er boð-
ið skal til er líður að þinglokum.
Kristín rís á fætur. Fótur og hönd
gefa sig. Studd að stól í anddyri, þar
sem hún áður hefur tekið á móti
ótöldum kirkjugestum. Önd hennar
þrýtur á augabragði, endurlífgun
ekki möguleg, þrátt fyrir snör við-
brögð og frábært starf teymis á
neyðarbíl. Kristín Halldórsdóttir er
öll.
Stórbrotin kona er gengin á vit
feðra sinna. Frá stofnun Grensás-
safnaðar hefur hún starfað fyrir
kirkju og söfnuð, lengst af staðið í
stafni og vísað veginn. Aldrei hlíft
sér eða kvartað, þótt heilsu hafi
hrakað, og hefur dugnaður hennar
og áhugi á velferð safnaðarins og
þeirra sem minna mega sín bætt
henni heilsubrest.
Skarð hennar í safnaðarstarfi
Grensáskirkju verður seint fyllt.
Við hjónin þökkum frú Kristínu
samfylgdina um leið og við vottum
börnum hennar og fjölskyldu samúð
okkar.
Þórarinn E. Sveinsson.
Kveðja frá Húsmæðrafélagi
Reykjavíkur
Í dag kveðjum við elskulega fé-
lagskonu okkar, hana Kristínu Hall-
dórsdóttur.
Hún var sú okkar sem lengst
hafði starfað í Húsmæðrafélagi
Reykjavíkur eða í rúm 50 ár.
Fyrir 5 árum var hún gerð að
heiðursfélaga félagsins okkar. Ekki
var hún svo sem montin af því eða
fannst henni eiga það skilið, en það
var þakklætisvottur af okkar hálfu
fyrir sérlega vel unnin störf fyrir
hönd félagsins, sem m.a. voru störf í
Mæðrastyrksnefnd, en þar hafði
hún starfað um áratuga skeið. Auk
þess sem hún var í Áfengisvarna-
nefnd kvenna um árabil.
Öll störf sín vann hún af eldmóði
og samviskusemi. Hún lét sig alla tíð
varða alla þá sem minna máttu sín í
þjóðfélaginu og ætíð boðin og búin
að rétta hjálparhönd.
Kristín var ætíð glöð á góðri
stund þótt oft væri hún sárþjáð. –
En áfram skyldi hún. – Hag Hús-
mæðrafélagsins bar hún sérstaklega
fyrir brjósti og er það hverju félagi
auðlind að hafa slíka félaga meðal
sinna.
Við félagskonur viljum þakka
henni samfylgd í gegn um árin og
vottum fjölskyldu hennar okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Steinunn og Dröfn.
Hún Kristín Halldórsdóttir er lát-
in. Með henni er horfin á braut ein
af styrkum stoðum Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur. Kristín var í
hópi kvenna sem störfuðu í þeim
góða anda sem fylgt hefur starfi
nefndarinnar frá upphafi. Ég átti
því láni að fagna að kynnast þessari
góðu konu snemma árs 1996 er ég
tók sæti í Mæðrastyrksnefndinni.
Það sem einkenndi þessa góðu konu
er hversu annt henni var um alla þá
sem minna mega sín og voru börnin
henni ofarlega í huga. Kristín helg-
aði líf sitt í áratugi í þágu lítilmagn-
ans. Kristín naut sín starfi fyrir
kirkju sína og Hjálparstarf kirkj-
unnar og Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur fékk að njóta krafta
hennar meðan heilsan leyfði.
Kristín var sönn hugsjónakona.
Kristín var frábær fundarstjóri
enda félagsvön kona á ferð og var
hún því undantekningalaust beðin
að stjórna fundum nefndarinnar.
Í áratugi fyrir hver jól safnaði
hún matvælum fyrir efnalitlar fjöl-
skyldur sem áttu ekki heimangengt
sökum veikinda og keyrði á milli
fjölda heimila til að afhenda jóla-
glaðning, og voru síðustu jól engin
undantekning þótt heilsa hennar
væri ekki með besta móti. Kristín
passaði upp á að nokkur börn fengju
tækifæri til að fara í sumarbúðir ár
hvert á kostnað nefndarinnar. Börn-
in komu frá efnalitlum fjölskyldum.
Því gladdi það Kristínu mikið er
Velferðarsjóður barna, sem stofnað-
ur var m.a. af Kára Stefánssyni,
veitti Mæðrastyrksnefnd Reykja-
víkur háa fjárhæð. Þessi styrkur
gerði 100 börnum kleyft að dvelja í
sumarbúðum KFUM og K á liðnu
sumri. Að kveðjustund er komið
Kristín mín, þín verður sárt saknað
af okkur nefndarkonum sem mun-
um leitast við að starfa í þeim anda
sem þér líkaði best, það er að hjálpa
þeim sem minna mega sín í þjóð-
félaginu. Með sorg í hjarta og miklu
þakklæti kveð ég einstaka konu.
Ásgerður Jóna Flosadóttir,
formaður Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur.
Öllu er afmörkuð stund og sér-
hver hlutur undir himninum hefur
sinn tíma. Þessi orð úr Prédikaran-
um koma upp í huga minn þegar við
kveðjum Kristínu Halldórsdóttur
okkar kæru vinkonu og starfssystur
í kirkjustarfi aldraðra.
Þegar ellimálaráð Reykjavík-
urprófastsdæma var stofnað fyrir
tuttugu árum var það einn af mátt-
arstólpunum í starfinu sem þá hófst
og kom fljótlega inn í stjórnina.
Kristín vann störf sín af miklum
dugnaði og óeigingirni og var ávallt
tilbúin að gefa góð ráð eða vera með
í þeim verkefnum sem unnið var að
hverju sinni.
Hún lét sér afar annt um kirkju-
starf aldraðra og fannst ávallt mik-
ilvægara að sinna öðrum en sjálfri
sér. Hennar verður sárt saknað af
þeim fjölmörgu sem að kirkjustarfi
aldraðra koma bæði fyrr og nú.
Við kveðjum Kristínu með þakk-
læti og virðingu og biðjum Guð að
blessa minningu hennar. Fjölskyldu
hennar vottum við okkar dýpstu
samúð.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Fyrir hönd ellimálaráðs Reykja-
víkurprófastsdæma,
Valgerður Gísladóttir.