Morgunblaðið - 25.10.2002, Side 45

Morgunblaðið - 25.10.2002, Side 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 45 NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, Ísafirði, þriðjudaginn 29. október 2002 kl. 14.00 á eftirfar- andi eignum: Aðalstræti 53, Þingeyri, þingl. eig. Sigmundur F. Þórðarson, gerðar- beiðendur Byko hf., Húsasmiðjan hf., Íbúðalánasjóður og Ísafjarðar- bær. Álfabyggð 4, Súðavík, þingl. eig. Halldór Rúnar Jónbjörnsson, gerð- arbeiðandi Íbúðalánasjóður. Betanía, Önundarfirði, Ísafjarðarbæ, þingl. eig. Einar Örn Björnsson, gerðarbeiðandi Vélar og þjónusta hf. Brekkugata 31, Þingeyri, þingl. eig. Páll Björnsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Netagerð Vestfjarða hf. Eyrarvegur 12, efri hæð, Flateyri, þingl. eig. Þorsteinn Guðbjartsson, gerðarbeiðandi Samskip hf. Hafnarstræti 24, Þingeyri, þingl. eig. Byggingalist ehf., gerðarbeið- endur Bændasamtök Íslands, Húsasmiðjan hf. og Tölvulistinn ehf. Hjallavegur 11, Suðureyri, þingl. eig. Heiða Björg Jónsdóttir og Veigar Freyr Jökulsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Ísafjarðar- bær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Hlíðarvegur 51, Ísafirði, þingl. eig. Ásgeir Guðbjörn Överby, gerðar- beiðandi Sparisjóður Bolungarvíkur. Hrannargata 4, Ísafirði, þingl. eig. Sigurey Valdís Eiríksdóttir og Stefán Torfi Sigurðsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Kirkjuból 2, Ísafirði, þingl. eig. Aðstaðan sf., gerðarbeiðendur Ísafjarð- arbær og Lánasjóður landbúnaðarins. Kolfinnustaðir, Ísafirði, þingl. eig. Einar Halldórsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna. Njarðarbraut 18, Súðavík, þingl. eig. Ásthildur Jónasdóttir, gerðar- beiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Ólafstún 4, Flateyri, þingl. eig. Bjarni Harðarson, gerðarbeiðandi Eimskip innanlands hf. Sindragata 7, Ísafirði, þingl. eig. Sindraberg ehf., gerðarbeiðandi Ísafjarðarbær. Sláturhús á Þingeyrarodda, Þingeyri, þingl. eig. Byggingalist ehf., gerðarbeiðendur Blikkás ehf., Húsasmiðjan hf., Prentsmiðjan Oddi hf. og Valdberg ehf. Suðurtangi 2, iðnaðarhús á jarðhæð, 020102, Ísafirði, þingl. eig. Gunni og Gústi ehf., gerðarbeiðandi Glitnir hf. Suðurtangi 2, íbúð á jarðhæð, 020101, Ísafirði, þingl. eig. Gunni og Gústi ehf., gerðarbeiðandi Glitnir hf. Suðurtangi 2, íbúð og geymsla á 2. hæð, 020202, Ísafirði, þingl. eig. Gunni og Gústi ehf., gerðarbeiðandi Glitnir hf. Túngata 1, ásamt öllum tilh. rekstrartækjum, Suðureyri, þingl. eig. Timbur og íshús ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 24. október 2002. Anna Svava Þórðardóttir, fulltrúi. Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í landi Kiðjabergs, Grímsness- og Grafningshreppi Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps auglýsir hér með tillögu að breytingu á deili- skipulagi í landi Kiðjabergs í Grímsnesi sam- kvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. laga nr. 73/1997. Breytingarnar eru sbr. eftirfarandi:  Lagður af vegur sem áður var ráðgerður meðfram jarðamörkum Gölts.  Golfvöllur er stækkaður úr 9 holum í 18 holur.  Sumarhúsalóðir á svæði C hafa verið endur- skoðaðar, stærð og staðsetning hefur verið breytt að hluta en þá aðeins á lóðum sem ekki hafa verið úthlutaðar. Númeraröð lóða breytist vegna þessa og eldri númer falla niður við breytingu þessa. Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu sveitarstjórnar í Félagsheimilinu Borg í Gríms- nesi frá og með föstudeginum 25. október nk. til og með mánudagsins 25. nóvember 2002. Þeir, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til þess að skila inna athugasemdum rennur út fimmtudaginn 12. desember 2002. Skila skal skriflegum at- hugasemdum á skrifstofu sveitarstjórnar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við breyting- artillöguna fyrir tilskilinn frest, teljast sam- þykkir henni. Sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps. FYRIRTÆKI Fyrirtæki Viðskiptafræðingur, með mikla reynslu í stjórn- un fyrirtækja, óskar eftir að kaupa hlut í starf- andi fyrirtæki með það í huga að starfa við það. Áhugasamir vinsamlegast sendi upplýsingar til augldeildar Mbl., merktar: „Fyrirtæki 2002.“ KENNSLA Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Vatnsleysustrandarhreppi Hér með er lýst eftir athugasemdum við breyt- ingu á deiliskipulagi í Vatnsleysustrandar- hreppi, nánar tiltekið við Brekkugötu, Hvammsgötu, Leirdal og Hvammsdal. Tillagan liggur frammi á skrifstofu hreppsins frá 25. október 2002 til og með 22. nóvember 2002. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingatillöguna. Frestur til að skila athuga- semdum rennur út á skrifstofu hreppsins fyrir 6. desember 2002. Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir innan tilgreinds frests, telst samþykkur henni. Vogar, 18. október 2002. F.h. sveitarstjórnar, Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri. Hafnarfjarðarbær Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi fyrir „Íbúðabyggð á suðvestur Hvaleyrarholti“ í Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 15. október 2002 að auglýsa til kynningar breytingu á deiliskipulagi fyrir „Íbúðabyggð á suðvestur Hvaleyrarholti“ í Hafnarfirði í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipu- lags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Skipulagssvæðið afmarkast af Miklaholti, Hvaleyrarbraut, Suðurbraut og opnu svæði sunnan við Vesturholt og Suðurholt. Breytingin verður til sýnis í afgreiðslu umhverf- is- og tæknisviðs, Strandgötu 8—10, þriðju hæð, frá 25. október—22. nóvember 2002. Nán- ari upplýsingar eru veittar á bæjarskipulagi. Þeim, sem telja sig hagsmuna eiga að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til bæjarskipulags í Hafnarfirði, eigi síðar en 6. desember 2002. Þeir, sem ekki gera athuga- semd við breytinguna, teljast samþykkir henni. Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. Enska í Englandi Hinn virti málaskóli GEC í Exeter, suð- vestur Englandi, býður upp á enskunám- skeið fyrir byrjendur og lengra komna. Sérstakt vetrartilboð fyrir þá, sem bóka fyrir 31. október. Allar nánari upplýsingar hjá umboðs- manni GEC á Íslandi, Böðvari Friðrikssyni, í síma 898 4699. www.GlobeEnglish.co.uk R A Ð A U G L Ý S I N G A R áður hafði Kristinn litið inn hjá okk- ur á Kópavogsbrautinni er hann var í sínum daglega göngutúr. Ég heyrði Kristins fyrst getið í Tónlistarskólanum Reykjavík, en sagt var að hann kæmi með nýja prelúdíu og fúgu eftir Bach utan að í hvern tíma til Árna Kristjánssonar. Hann hélt utan til náms við Royal College of Music í London hjá hin- um þekkta breska píanóleikara, Kendall Taylor. Eftir heimkomuna man ég sérstaklega eftir því er Kristinn lék sónötu Stravinskís á tónleikum Musica Nova, en túlkun hans á þessu verki var eftirminnileg, tær og sannfærandi. Leiðir okkar Kristins áttu oft eftir að liggja saman, fyrst á tónlistar- deild Ríkisútvarpsins er hann var fulltrúi þar, næst í stjórn Félags ís- lenskra tónlistarmanna, þá í stjórn Félags tónlistarkennara og síðast og lengst í Íslandsdeild Evrópusam- bands píanókennara (EPTA), en þar vorum við í stjórn ásamt Gísla Magnússyni, píanóleikara, allt frá stofnun 1979 til 1995. Þar fengum við erlenda píanóleikara til tónleika- og námskeiðahalds hér heima. Auk námskeiða og dreifingu EPTA-tíma- ritsins stóðum við í nokkur ár einnig fyrir svokölluðum EPTA-tónleikum. Frábærri kennslu Kristins í Tón- listarskóla Kópavogs kynntist ég er ég prófdæmdi nemendur hans og eins er hann sendi mér efnilega nemendur sína til náms við Tónlist- arskólann í Reykjavík. Kristinn var einstaklega traustur maður, rétt- sýnn og heiðarlegur. Í félagsmálum nutum við hæfileika hans og glögg- skyggni. Í umfjöllun mála var hann yfirvegaður og réttsýnn og tillögu- góður. Það er mikil eftirsjá að manni eins og Kristni. Ég og kona mín, Susan, sendum Ásdísi og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Halldór Haraldsson. Kristinn var einstakur maður. Ég var einn af þeim heppnu að lenda undir hans leiðsögn í píanóleik. Þar með kynntist ég sem strákhvolpur ekki aðeins afar nákvæmum manni heldur sérlega góðum vini. Hann gerði miklar kröfur og sýndi það með einlægni í viðmóti og hlýju ef honum fannst þeim ekki sinnt. Ef sá gállinn var á honum, þá átti hann til að breyta kennslustund- inni í sálfræðitíma. Kenna manni út á hvað lífið gengur. Svo ef honum líkaði vel, fékk maður klapp á bakið. Þegar maður fékk það, vissi maður að allt var í góðu lagi. Svo einstak- lega heiðarlegur var Kristinn. Þann- ig var hann ekki aðeins tónlistar- kennari, heldur sinnti hann einnig miklu uppeldishlutverki. Kristinn var ávallt fylginn sér og átti stóran þátt í því að gera Tónlist- arskóla Kópavogs að þeim máttar- stólpa sem hann er í dag og Kópa- vogsbæ þar með að þeirri glæsilegu menningarmiðstöð sem við erum svo stolt af. Í því uppbyggingarstarfi var Kristinn þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa einvala, framúrskarandi starfs- lið í kringum sig sem hefur einkennt þennan skóla frá upphafi. Eftir að leiðir okkar Kristins skildu, er ég hélt á braut annars náms erlendis, höfum við alltaf fylgst hvor með öðrum. Hin síðari ár hafði Kristinn minnkað við sig kennslu og því erfitt að komast að undir hans leiðsögn. Það var mér því ómetanlegt er Kristinn bauðst til að taka son minn Victor í kennslu til sín. Ég vissi að þarna var Kristinn að sýna mér tryggð sína, en það sem yljaði mér mest um hjartarætur var að vita af syni mínum undir hand- leiðslu þessa einstaka manns. Kristinn lét aldrei af hugsjónum sínum og storkaði jafnvel til þess ör- lögum með því að kenna sárþjáður, en undir það síðasta háði Kristinn erfitt stríð í óvæntum veikindum sínum, sem að lokum drógu hann á fund okkar æðra máttarvalds. Elsku Kristinn, ég votta þér mína dýpstu lotningu með þökk fyrir þau hlýju spor, sem þú skildir eftir í hjarta mínu og kveð þig um stund. Guð vaki yfir Ásdísi, yndislegri eiginkonu Kristins, börnum hans Guðrúnu, Ásdísi, Þóri og Gísla, og öllum öðrum aðstandendum. Ég bið alföður að líkna og græða sárin. Guðmundur Rafn. Kær vinur og fyrrverandi kennari er látinn. Það er með miklum sökn- uði sem ég kveð Kristin Gestsson. Framkoma Kristins sem kennara var óaðfinnanleg: Ætíð þolinmóður og tilbúinn að leiðbeina. Það var ekki annað hægt en að líta upp til hans og dá. Alltaf var hann jafn virðulegur og yfirvegaður. Öllum viðfangsefnum átti líka að sýna virð- ingu. Þessi virðing fyrir öllu ein- kenndi Kristin. En það varð líka að vera ekta, annað var ekki viður- kennt. Hann átti einnig til að bregða fyrir sig kímni og birtist þá þetta kankvíslega bros. Kristinn var víðlesinn. Sérstakt dálæti hafði hann á fornsögum Ís- lendinga. Oft átti hann til að vitna í þær eða spyrja um einhvern ná- granna minn úr Borgarfirðinum. Var það þá fornkappi úr Íslendinga- sögunum og ekki von að ég þekkti hann. Það voru forréttindi að fá að kynnast Kristni og njóta leiðsagnar hans. Með djúpum trega en miklu þakklæti kveð ég einstakan mann. Fjölskyldu hans votta ég samúð mína. Steinunn Árnadóttir. KRISTINN GESTSSON  Fleiri minningargreinar um Kristin Gestsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.