Morgunblaðið - 25.10.2002, Qupperneq 49
SUNNUDAGINN 27. október nk.
kl. 14 verður haldin ensk messa í
Hallgrímskirkju. Prestur verður
sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti
er Ágúst Ingi Ágústsson. Kristín
María Hreinsdóttir leiðir almennan
safnaðarsöng og syngur einsöng.
Messukaffi að athöfn lokinni.
Á þessu ári er boðið upp á enska
messu í Hallgrímskirkju síðasta
sunnudag hvers mánaðar.
Service in English
SERVICE in English at the Church
of Hallgrímur (Hallgrímskirkja).
Sunday October 27th at 2 pm. Holy
Communion. The last sunday after
trinity. Celebrant and preacher:
The Revd Bjarni Thor Bjarnason.
Organist: Ágúst Ingi Ágústsson.
Leading singer and soloist: Kristín
María Hreinsdóttir. Refreshments
after the Service.
Lokaprédikanir
Í DAG, föstudaginn 25. október, kl.
15.30 flytja Berglind S. Heið-
arsdóttir og Lena Rós Matthías-
dóttir, lokaprédikanir sínar í Kap-
ellu Háskóla Íslands.
Allir velkomnir.
Pétur Pétursson, prófessor.
Ensk messa í
Hallgrímskirkju
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 49
Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í
umsjá Aðalbjargar Helgadóttur. Kaffispjall
fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Ath.
þessa helgi fer Alfa-hópurinn í helgarferð
að Ölveri undir Hafnarfjalli.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom-
ur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð,
barnasaga, prédikun og biblíufræðsla.
Barna- og unglingadeildir á laugardögum.
Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel-
komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl.
10, 13 og 22 á FM 105,5.
Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga-
samkoma í kvöld kl. 21.
Sjöundadags aðventistar á Íslandi:
Samkomur á laugardögum:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu-
fræðsla kl. 10.Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Björgvin Snorrason.
Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði:
Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11.
Ræðumaður Brynjar Ólafsson.
Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2,
Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs-
þjónusta kl. 11. Ræðumaður Maxwell
Ditta.
Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði
40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs-
þjónusta kl. 11. Ræðumaður Jóhann Grét-
arsson.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmanna-
eyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta
kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson.
Biblíurannsókn og bænastundir eru: Í
safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2,
Keflavík, á föstudagskvöldum kl. 20, í Loft-
salnum í Hólshrauni 3, Hafnarfirði, á
fimmtudagskvöldum kl. 20 og að Breiða-
bólstað í Ölfusi á miðvikudagskvöldum kl.
20. Allir hjartanlega velkomnir.
Safnaðarstarf
TAFLFÉLAGIÐ Hellir sigraði
þriðja árið í röð í Hraðskákkeppni
taflfélaga þegar félagið lagði helsta
keppinaut sinn, Taflfélag Reykjavík-
ur, í úrslitaviðureign keppninnar.
Þetta var fimmti sigur Hellis í þess-
ari keppni, sem haldin hefur verið
árlega frá 1995, eða alls átta sinnum.
Hellir og TR hafa mæst öll átta árin í
keppninni og fyrir þessa viðureign
hafði Hellir haft betur í fjögur skipti,
en TR þrisvar.
Hraðskákkeppni taflfélaga er út-
sláttarkeppni þar sem hvert lið er
skipað sex skákmönnum og teflir
hver skákmaður við alla í liði and-
stæðingsins. Tefld er tvöföld umferð.
Að þessu sinni tóku 12 félög þátt í
keppninni. Taflfélagið Hellir komst í
úrslit keppninnar eftir fremur
öruggan sigur á Íslandsmeisturum
Hróksins, 43–29, í undanúrslitum.
Taflfélag Reykjavíkur hafði hins
vegar sigrað Skákfélag Akureyrar
með nákvæmlega sama mun.
TR byrjaði vel í úrslitaviðureign-
inni með sigri í fyrstu umferð, en
Helli tókst að jafna metin með
naumum sigrum í annarri og þriðju
umferð. Útlitið hjá meisturunum
dökknaði hins vegar verulega í
fjórðu umferð þegar þeir fengu ein-
ungis einn vinning gegn fimm vinn-
ingum sprækra TR-inga. Stórmeist-
ararnir í liði Hellis urðu ekki síst
fyrir barðinu á TR-liðinu í fyrstu
umferðunum. Meira að segja Hann-
es Hlífar Stefánsson varð að játa sig
sigraðan í fyrstu umferð þegar hann
mætti Arnari Gunnarssyni. Hellis-
menn voru þó ekki af baki dottnir og
svöruðu að bragði fyrir sig í fimmtu
umferð með 5–1 sigri og jöfnuðu
þannig metin. Liðin stóðu síðan jafnt
að vígi í hálfleik eftir 3–3 jafntefli í
sjöttu umferð.
Mikil umskipti urðu í viðureign-
inni í síðari hluta hennar. Hellir sigr-
aði 5-1 í sjöundu umferð og hélt
áfram að bæta stöðu sína út keppn-
ina, en lokatölur urðu Hellir 40½ –
TR 31½.
Helgi Áss Grétarsson stóð sig best
í liði Hellis, hlaut 9½ vinning af 12.
Jón Viktor Gunnarsson stóð sig best
TR-inga, en hann fékk 7 vinninga í
12 skákum.
Yfirdómari keppninnar var Ólafur
Ásgrímsson.
Stefán Freyr efstur á
U-2000-mótinu
U-2000-skákmótið er vel heppnuð
og vandlega undirbúin nýjung hjá
Taflfélagi Reykjavíkur. Mótið er
haldið með þeim óvenjulegu skilyrð-
um, að skámenn með meira en 2000
skákstig fengu ekki að taka þátt í
því.
Í fjórðu umferð mótsins, sem tefld
var á miðvikudag, tók Stefán Freyr
Guðmundsson forystuna á mótinu
með sigri á Óskari Haraldssyni.
Stefán er einn efstur, hefur unnið
allar sínar skákir. Kjartan Maack og
Guðni Stefán Pétursson gerðu jafn-
tefli og eru í 2.–4. sæti með 3½ vinn-
ing ásamt Árna Þorvaldssyni sem
lagði Hjört Jóhannsson.
Það er útlit fyrir spennandi topp-
baráttu í næstu umferð, því þá mæt-
ast Kjartan og Stefán annars vegar
og Árni og Guðni hins vegar.
Yngri skákmennirnir sem margir
byrjuðu mjög vel hafa nú dalað
nokkuð, nema Atli Freyr Kristjáns-
son sem gerði jafntefli við Andrés
Kolbeinsson (1660) í fjórðu umferð.
Staðan:
1. Stefán Freyr Guðmundsson 4 v.
2.–4. Kjartan Maack, Guðni Stefán
Pétursson, Árni Þorvaldsson 3½ v.
5.–8. Daníel Pétursson, Rúnar
Gunnarsson, Rafn Jónsson, Ægir
Óskar Hallgrímsson 3 v.
9.–16. Óskar Haraldsson, Hjörtur
Jóhannsson, Sigurður Sverrisson,
Kristján Halldórsson, Arnbjörn
Barbato, Helgi Hauksson, Þórarinn
Björnsson, Þorsteinn Magnússon 2,5
vinn.
17.–27. Sigurjón Friðþjófsson,
Valdimar Leifsson, Páll Sigurðsson,
Patrick Svansson, Hjörvar Steinn
Grétarsson, Andrés Kolbeinsson,
Atli Freyr Kristjánsson, Aðalsteinn
Thorarensen, Einar G. Einarsson,
Kristján Þór Sverrisson, Grímur
Daníelsson 2 vinn.
o.s.frv.
Alls tekur 41 skákmaður þátt í
mótinu. Fimmta umferð verður tefld
á föstudagskvöld, 25. október.
Bikarkeppni ÍAV –
8 liða úrslit hafin
Bikarkeppni ÍAV er ein af fjöl-
mörgum nýjungum sem eitt lífleg-
asta taflfélag landsins, Taflfélag
Garðabæjar, hefur staðið fyrir á
undanförnum árum. Bikarkeppnin
er nú haldin í annað sinn, en B-lið
Taflfélags Reykjavíkur sigraði í
fyrra. Teflt er á sex borðum, tvöföld
umferð. Tímamörkin eru 25 mínútur
á skákina.
Sautján lið hófu keppni, þar á
meðal kvennalandsliðið og unglinga-
landsliðið. Í 16-liða úrslitum vakti at-
hygli góð frammistaða nýstofnaðrar
skákdeildar Hauka í Hafnarfirði,
sem teflir í 4. deild Íslandsmóts
skákfélaga. Þrátt fyrir að Haukarnir
tefli í 4. deild Íslandsmóts skák-
félaga, þá náðu þeir að velgja Ís-
landsmeisturum Hróksins undir
uggum. Hrókurinn sigraði þó að lok-
um með minnsta mun, 6½–5½. Þá
veitti kvennalandsliðið A-liði TR
óvænta mótspyrnu, en í hálfleik
höfðu TR-ingar einungis eins vinn-
ings forskot. Þeim tókst hins vegar
betur upp í síðari hálfleik og sigruðu
samtals 8½–3½.
Tveimur viðureignum er nú lokið í
8 liða úrslitum. Skákfélag Akureyrar
vann Taflfélag Vestmannaeyja með
yfirburðum, 8½–3½. Hin viðureign-
in, sem fram fór á miðvikudag, var
hörkuspennandi en þar áttust við
meistarar TR-B og Taflfélag Kópa-
vogs. Lið TR-B var stigahærra á öll-
um borðum auk þess sem sterka
menn vantaði í lið TK. Engu að síður
varð keppnin mjög spennandi og
sigraði Taflfélag Reykjavíkur 7–5.
Úrslit réðust í síðustu skákinni sem
var á milli Braga Þorfinnssonar og
Haraldar Baldurssonar. Bragi lék af
sér í miðtafli gegn franskri vörn
Haraldar sem vann mann og stóð til
sigurs. Eftir mistök Haraldar fékk
Bragi mótspil sem hann nýtti sér
mjög vel og vann að lokum skákina
og tryggði TR sigur. Teflt var af
mikilli hörku og ekki eitt einasta
jafntefli leit dagsins ljós. Búast má
við að lið TR eflist við þessa raun og
komi tvíeflt til leiks í undanúrslitum
keppninnar.
Góð byrjun hjá Ingvari
á HM öldunga
Ingvar Ásmundsson hefur sigrað í
fyrstu þremur skákum sínum á
Heimsmeistaramóti öldunga sem nú
stendur yfir í Naumburg í Þýska-
landi. Í fjórðu umferð mætir Ingvar
lettneska alþjóðlega meistaranum
Josef Petkevitch (2.439).
Íslandsmót í atskák –
undanrásir 2003
Dagana 26. og 27. október verða
haldnar í Reykjavík undanrásir
vegna Íslandsmótsins í atskák 2003.
Einnig verður teflt á Akureyri og
Vestfjörðum. Í Reykjavík verður
teflt laugardaginn 26. og sunnudag-
inn 27. október og hefst taflið báða
dagana kl. 13 í húsnæði Taflfélags
Reykjavíkur að Faxafeni 12.
Skilyrði fyrir því að mótin á Ak-
ureyri og Vestfjörðum verði tekin
gild sem hluti af Íslandsmóti í atskák
eru þau að mótin verði fyrirfram til-
kynnt til Skáksambands Íslands og
vel kynnt sem undanrásir Íslands-
móts í atskák.
Mótshaldarar á Akureyri og Vest-
fjörðum munu auglýsa tímasetning-
ar á sínum mótum.
Þátttökugjald er 1.500 kr., en 800
kr. fyrir unglinga 15 ára og yngri.
Verðlaun í Reykjavík:
1. vl. 15.000 kr.
2. vl. 10.000 kr.
3. vl. 5.000 kr.
Ákvörðun um verðlaun á Akureyri
og Vestfjörðum er í höndum móts-
haldara.
Hrókurinn og Bókabúðir Máls og
menningar:
Fjöltefli á laugardag í bókabúð
Máls og menningar
Laugardaginn 27. október kl. 14
teflir hinn 14 ára gamli skákmeist-
ari, Guðmundur Kjartansson, fjöl-
tefli sem opið verður öllum börnum
og unglingum. Fjölteflið verður í
bókabúð Máls og menningar, Lauga-
vegi 18. Fimmtíu þátttakendur fá
eintak af bókinni Skák og mát, sem
Hrókurinn og útgáfufélagið Edda
dreifa í vetur til allra átta ára barna í
landinu.
Guðmundur Kjartansson varð Ís-
landsmeistari barna 1998 og var
kjörinn efnilegasti skákmaður Ís-
lands árið eftir. Guðmundur hefur
auk þess unnið til fjölmargra verð-
launa í sínum aldursflokki.
Skákfélagið Hrókurinn mun á
næstunni standa fyrir fleiri viðburð-
um í bókabúðum Máls og menningar
og viðskiptavinum verður boðið upp
á sérstök tilboð á taflsettum, skák-
klukkum og skákbókum.
Skákþing Garðabæjar 2002
Skákþing Garðabæjar 2002 hefst
mánudaginn 4. nóvember. Tefldar
verða 7 umferðir eftir Garðabæjar-
Monrad. Umhugsunartími verður 90
mínútur á 30 leiki og síðan 30 mín-
útur til að ljúka skákinni.
Keppt verður um titilinn Skák-
meistari Garðabæjar 2002. Sigur-
vegarinn fær eignar- og farandbikar,
en verðlaunapeningar verða fyrir
næstu sæti. Sérstök verðlaun verða
fyrir unglinga 15 ára og yngri.
Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir
aðra en félagsmenn TG. Fyrir yngri
en 17 ára er gjaldið 800 kr. Þátttaka
er ókeypis fyrir félagsmenn TG.
Verð aðgöngumiða fyrir áhorfend-
ur er 500 kr. á umferð. Ef áhorf-
endur kaupa miða á allar umferðir
kostar hann 2000 kr. Dagskrá móts-
ins:
1. umf. mánud. 4.11. kl. 19.30
2. umf. fimmtud. 7.11. kl. 19.30
3. umf. laugard. 9.11. kl. 11
4. umf. mánud. 11.11. kl. 19.30
5. umf. fimmtud.14.11. kl. 19.30
6. umf. laugard.16.11. kl. 11
7. umf. mánud. 18.11. kl. 19.30
Teflt verður í Garðabergi sem er
félagsmiðstöð eldri borgara í Garða-
bæ (Garðatorgi 7, við hliðina á
Heilsugæslunni). Kaffi á könnunni.
Skráning hjá pall@vks.is og
tgchess@yahoo.com og í síma 861
9656 (Páll). Hægt verður að fylgjast
með skráningu í mótið á heimasíðu
TG.
Stórmeistararnir Þröstur Þórhallsson og Helgi Áss Grétarsson eigast við.
Taflfélagið
Hellir hrað-
skákmeistari
SKÁK
Hellisheimilið
HRAÐSKÁKKEPPNI TAFLFÉLAGA
21. október 2002.
Daði Örn Jónsson
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111Afmælisþakkir
Hugheilar þakkir sendi ég öllum þeim, sem
glöddu mig á áttræðisafmæli mínu 11. október
sl. Sérstakar þakkir fá afkomendur Guðrúnar
Petrínu Árnadóttur og Halldórs Guðmundsson-
ar frá Bæ á Selströnd sem gerðu þessi tímamót
ógleymanleg.
Guð blessi ykkur öll.
Anna Guðrún Halldórsdóttir
frá Burstafelli, Drangsnesi.