Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 51
DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 25. október, eiga 60 ára hjúskap- arafmæli hjónin Anna Guðrún Halldórsdóttir og Höskuldur Bjarnason frá Burstafelli á Drangsnesi. Þau dvelja á Hrafnistu í Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 51 DAGBÓK Garðatorgi, sími 565 6550 Danskar kvenúlpur Verð kr. 12.998 Dönsk Fixoni barnaföt Laugavegi 54, sími 552 5201 Glæsilegir síðkjólar Stærðir 38-46 Ný sending LESANDINN er sem fyrr í hlutverki hins alsjáandi sagn- hafa, sem fær aðgang að öll- um upplýsingum strax og þarf að finna einu vinnings- leiðina. Norður ♠ D10 ♥ 987 ♦ 72 ♣Á106543 Vestur Austur ♠ -- ♠ 8752 ♥ DG1064 ♥ ÁK532 ♦ KG9865 ♦ 10 ♣D8 ♣G92 Suður ♠ ÁKG9643 ♥ -- ♦ ÁD43 ♣K7 Suður spilar sex spaða. Vestur spilar út hjartadrottn- ingu, sem suður trompar. Hvernig er hægt að ná í tólf slagi eins og spilið liggur? Greining: Viti sagnhafi ekkert um spil varnarinnar myndi hann velta fyrir sér þremur leiðum: (1) Fara inn í borð á laufás og svína tíguldrottningu. Þá er spilið unnið (og sennilega sjö) ef austur á tígulkóng. (2) Taka tvo efstu í laufi og stinga lauf. Spila því næst trompi tvisvar í þeirri von að það falli 2-2 svo hægt sé að nýta laufið. (3) Spila tígulás og meiri tígli með því hugarfari að trompa einn tígul í borði. Það gæti dugað til að fella kóng- inn, en ef ekki, er enn mögu- leiki á þvingun ef sami mót- herji er með tígulkóng og lengdina í laufi. Þessi síðasta leið er sennilega best, en dug- ir ekki í þessari legu. Vandinn er auðvitað þessi: Um leið og sagnhafi gefur slag á tígul fær hann á sig tromp. Segjum að suður spili tígulás og tígli. Vestur á ekk- ert tromp, en austur hrein- lega trompar slag makkers og spilar spaða. Þá vantar slag. Lausn: Á opnu borði verð- ur að spila þannig: Sagnhafi byrjar á því að fríspila laufið með trompun. Spilar svo tíg- ulás og tígli. Austur stingur og trompar út. Þá spilar sagn- hafi frílaufi úr blindum, sem austur verður að trompa. Nú á austur aðeins tvo spaða, svo hægt er að taka trompin og enda í borði þar sem tvö frí- spil í laufi bíða. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Afmælisbarn dagsins er afar jarðbundið og raunsætt. Það er svo traust að margir reiða sig á það. Sjálft vill það þó ráða eigin málum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Skoðir þú gang mála undan- farinn áratug kemstu að því að þú hefur tekið stakka- skiptum. Fátt áttu ógert annað en að skipta um starf eða heimilisfang. Naut (20. apríl - 20. maí)  Á þessu stigi í lífinu er mik- ilvægt að átta sig á hvaða gildi varða mestu í lífinu. Menn verða að vita á hvaða hest þeir eiga að veðja. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Eftir um tveggja ára nafla- skoðun ertu að komast til botns í því hver þú ert og þess vegna geturðu horft til framtíðar af öryggi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Haltu áfram að gefa upp á bátinn það sem ekki skiptir máli. Þú munt með því létta byrðum framtíðar af öxlum þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Löngun þín til að láta til þín taka í þjóðþrifamálum er skiljanleg og rétt. Þú vilt láta gott eitt af þér leiða og ert öðrum gott fordæmi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þar sem þú áttar þig nú á hvað gengur og hvað ekki áttu að hafa kjark til að sleppa því sem sleppa má. Það er bara merki um þroska, ekki ósigur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú er um að gera að leggja lokahönd á áform sem bera munu ávöxt á næsta ári. Betri er einn fugl í hendi en 10 í skógi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þekkir styrk þinn þar sem þú hefur náð þangað sem þú ert nú af eigin ramm- leik. Gleymdu því ekki. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Verulega hefur reynt á vin- áttubönd undanfarin miss- eri. Þau sem skipta máli munu endast, önnur mega eiga sig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig í ár mun skila ár- angri á næsta ári. Vissan um það mun fleyta þér yfir helstu hindranir næstu mán- uði. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Auknar barnaskyldur þínar hafa opnað vitund þína og þú munt íhuga hvert skal stefna í framtíðinni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nú er um að gera að koma á öryggi og festu í heimilis- haldinu og fjölskyldulífinu eftir miklar breytingar það sem af er ári. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla LJÓÐABROT HRÍÐ Sléttur skaflinn skefur sig, skríður kind að barði; hríðar öskrin hræða mig sem hljóð úr kirkjugarði. Ýlustráin hálfan hring í hvíta snjóinn grafa, en eg er búinn allt í kring um það holt að kafa. Það er gott að ganga í kring – gæfa og hjartans friður – sífellt minni og minni hring. og mjakast loksins niður. Jón Þorsteinsson 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Rd5 Be7 10. Bxf6 Bxf6 11. c3 O-O 12. Rc2 Bg5 13. a4 bxa4 14. Hxa4 a5 15. Bc4 Hb8 16. Ha2 Kh8 17. Rce3 g6 18. O-O f5 19. exf5 gxf5 20. Dh5 e4 21. f4 exf3 22. gxf3 Bxe3+ 23. Rxe3 Re5 24. Bd5 Ba6 25. Hd1 Bb7 26. Kh1 Db6 27. Hd4 f4 28. Bxb7 Hxb7 29. Rd5 Db5 30. Ha1 Hg7 31. Hxf4 Hfg8 32. Re3 Rd3 33. Dh4 Dxb2 34. Hf1 Staðan kom upp í Meistara- flokki Mjólk- urskákmóts- ins sem lauk fyrir skömmu á Hótel Sel- fossi. Pavel Tregubov (2594) hóf mótið rólega en vann síðan 5 skákir í röð. Að þessu sinni veitti hann Stefáni Kristjánssyni (2431) náðar- höggið. 34...Rf2+! og hvítur gafst upp enda verður hann mát eftir 35. Dxf2 Dxf2 36. Hxf2 Hg1# SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 26. október, er áttræð Elín B. Jónsdóttir, Fells- múla 7, Reykjavík. Hún tek- ur á móti ættingjum og vin- um á afmælisdaginn eftir kl. 16 í sal Safnaðarheimilis Bú- staðakirkju (gengið inn að austanverðu). 75 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 25. októ- ber, er 75 ára Ingibjörg Þorbergs, tónskáld og textahöfundur, Löngu- brekku 41, Kópavogi. 75 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 25. októ- ber, er 75 ára Sigurður Haukur Guðjónsson, fyrr- verandi sóknarprestur, Sól- heimum 23, Reykjavík. Hann og eiginkona hans, Kristín Gunnlaugsdóttir, eru að heiman í dag. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 25. október, eiga 50 ára brúðkaupsafmæli hjónin Steinunn Friðriksdóttir og Jón Árnason, Austurströnd 12, Seltjarnarnesi. Þau eru að heiman. GULLBRÚÐKAUP. 3. nóvember nk. eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Guðrún (Stella) Þorleifsdóttir og Einar Árnason frá Felli í Breiðadal. Af því tilefni verða þau með opið hús laugardaginn 26. október kl. 16–20 í Staðarborg í Breiðdal. 80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 25. októ- ber, er áttræður Valdimar Óskarsson, skrifstofumað- ur og fyrrv. sveitarstjóri, Lækjasmára 2, Kópavogi. Eiginkona hans er Gerður Þorsteinsdóttir. Valdimar dvelur nú á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 25. októ- ber, er sextug Arnbjörg María Sveinsdóttir, Tjörn II, Mýrum, Hornafirði. Í til- efni tímamótanna tekur hún á móti gestum laugardaginn 26. október kl. 18 í Pakkhús- inu á Höfn. Árnað heilla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.