Morgunblaðið - 07.11.2002, Page 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VÍSINDADAGAR
– dagskrá fimmtudaginn 7. nóvember
VÍSINDADAGAR 1. – 11. nóvember 2002
– kíktu á dagskrá Vísindadaga á www.visindadagar.is
P
R
[p
je
e
rr
]
Háskóli Íslands
Kl. 12–13 Hádegisrabb Rann-
sóknarstofu í kvennafræðum,
stofu 101 í Lögbergi.
Hermenn og hermennska, hetjur
og valkyrjur. Fyrirlesari: Baldur A.
Sigurvinsson mannfræðingur.
Kl. 17–19 Málstofa í Hátíða-
sal, Aðalbyggingu.
Islam – Vesturlönd. „Hefur um-
ræðan um átökin fyrir botni Mið-
jarðarhafs og atburðina 11. sept.
orðið til þess að auka skilning
Vesturlandabúa á trúarbragða- og
menningarheimi Islam eða til
þess að auka fordóma?“
Framsögu flytur Lilja Hjartardóttir,
stjórnmálafræðingur. Friðrik Rafns-
son stjórnar pallborðsumræðum.
Þátttakendur: Salmann Tamimi,
Viðar Þorsteinsson og séra
Þórhallur Heimisson.
Kennaraháskóli Íslands
Kl. 20:00–21:30 Málstofa
Ný sýn á mannlega hæfileika:
Fjölgreindakenningin. Erla Krist-
jánsdóttir lektor fjallar um nýja
sýn á mannlega greind og áhrif
hennar á uppeldi og menntun.
Fyrirspurnir og umræður eftir
framsögu.
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ C
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F
FJÁRMÁL VERÐMÆTI FYRIRTÆKI
Gus Sauter er fram-
kvæmdastjóri allra vísi-
tölubundinna hluta-
bréfasjóða Vanguard.
Hópur um aukið vinnslu-
virði sjávarfangs telur að
hægt sé að auka verð-
mæti þess.
Rætt við Friðrik M. Þor-
steinsson sem rekur
fisksölufyrirtæki í
Grimsby.
ERFITT AÐ/4 ÁFANGI/8 GRIMSBY/12
VERÐBÓLGA hefur farið ört hjaðn-
andi hér á landi að undanförnu og sam-
kvæmt mælingum á vísitölu neysluverðs
mældist verðbólgan síðast 2,9%. Á blaða-
mannafundi í Seðlabankanum í gær, þar
sem stjórnendur bankans kynntu horfur í
efnahags- og peningamálum í tilefni af út-
gáfu ársfjórðungsrits bankans, Peninga-
mála, greindi Már Guðmundsson, aðal-
hagfræðingur bankans, frá því að
mælingar bendi til nokkru meiri undir-
liggjandi verðbólgu en vísitala neysluverðs
hefur mælt.
Grunnurinn að þessu mati Seðlabank-
ans er tvær nýjar vísitölur. Már sagði að
þegar ríkisstjórnin og Seðlabankinn hefðu
gefið út sameiginlega yfirlýsingu um verð-
bólgumarkmið og breytta gengisstefnu
hinn 27. mars 2001, hafi verið kveðið á um
að Seðlabankinn myndi í samráði við Hag-
stofuna móta aðferðir til að mæla und-
irliggjandi verðbólgu, sem væri hægt að
hafa til hliðsjónar við mótun peningastefn-
unnar. Þessari vinnu sé nú lokið og teknar
hafi verið upp tvær svonefndar kjarna-
vísitölur vegna þessa. Kjarnavísitala 1 er
vísitala neysluverðs að undanskildu græn-
meti, ávöxtum, búvöru og bensíni. Kjarna-
vísitala 2 er kjarnavísitala 1 án opinberrar
þjónustu.
Már sagði að næst þegar Hagstofan
muni birta mælingar á vísitölu neysluverð,
12. nóvember næstkomandi, birta þessar
tvær nýju vísitölur. Hann sagði að verð-
bólgumarkmið Seðlabankans og peninga-
stefnan muni engu að síður til lengdar
miðast við vísitölu neysluverðs eins og hún
hefur verið.
Fram kom í máli Más að kjarnavísitala
1 hafi hækkað um 3,8% síðastliðna 12
mánuði og kjarnavísitala 2 um 4%, á með-
an vísitala neysluverðs hafi hækkað um
2,9%. Þetta staðfesti það mat Seðlabank-
ans á undanförnum mánuðum að und-
irliggjandi verðbólga sé nokkru hærri en
mæld verðbólga.
V E R Ð B Ó L G A
Undirliggj-
andi verð-
bólga hærri
en mæld
verðbólga
BANKASTJÓRN Seðlabanka
Íslands hefur ákveðið að lækka
vexti bankans í endurhverfum
viðskiptum við lánastofnanir
hinn 12. nóvember næstkomandi
um 0,5 prósentustig í 6,3% og er
það í samræmi við væntingar
fjármálastofnana. Birgir Ísleifur
Gunnarsson, bankastjóri Seðla-
bankans, sagði á blaðamanna-
fundi í gær er nýtt ársfjórðungs-
rit bankans, Peningamál, var
kynnt, að ný verðbólguspá bank-
ans liggi til grundvallar þessari
ákvörðun sem og mat á ástandi
og horfum í efnahagsmálum.
Íslandsbanki tilkynnti í gær í
kjölfar tilkynningar Seðlabank-
ans um 0,5% lækkun á óverð-
tryggðum útlánum og 0,3%
lækkun á verðtryggðum lánum.
Vextir af innlánum munu lækka
minna.
Seðlabankinn lækkaði vexti
síðast um miðjan október um
0,3%. Lækkunin nú er sú níunda
á þessu ári og hafa stýrivextir
bankans lækkað samtals um
3,8% á árinu.
Fram kemur í Peningamálum
að miðað við fyrirliggjandi spár
geti vextir bankans lækkað enn
frekar á næstunni, ef framvindan
staðfestir þær spár. Það sé þó
háð þeim fyrirvara að eftir því
sem vextirnir verði lægri muni
bankinn þurfa að leggja frekara
mat á örvunaráhrif þeirra. Þetta
sé einnig háð þeim fyrirvara að
ákvarðanir um stóriðjufram-
kvæmdir muni leiða til endur-
mats á peningastefnunni.
Verðbólgumarkmið
mun nást
Seðlabankinn gerir ráð fyrir að
verðbólgumarkmið bankans, sem
sett var fyrr á árinu, náist fyrir
árslok. Verðbólgumarkmiðið er
2,5% miðað við 12 mánuði. Þá
gerir bankinn ráð fyrir að verð-
lagsstöðugleiki ríki áfram næstu
tvö árin. Birgir Ísleifur sagði á
fundinum í gær að verðbólgan
kunni þó að aukast tímabundið
um miðbik tímabilsins.
Til grundvallar verðbólguspá
Seðlabankans liggur þjóð-
hagsspá bankans, sem hann birt-
ir nú í fyrsta skipti. Segir í Pen-
ingamálum að samkvæmt
þjóðhagsspánni dragist þjóðar-
útgjöld saman um rúmlega 3% í
ár, en hagstæð utanríkisviðskipti
valdi því að hagvöxtur verði ná-
lægt núlli. Hagvöxtur verði
dræmur á næsta ári, eða 1½%,
en muni glæðast nokkuð þegar
líða tekur á árið 2004. Gæta muni
vaxandi slaka í þjóðarbúskapn-
um, ekki síst á vinnumarkaði.
Samkvæmt þjóðhagsspá Seðla-
bankans mun atvinnuleysi
aukast úr 2,5% í ár í um 3,2% á
næsta ári og verða um 3% á
árinu 2004.
Í Peningamálum segir að fjár-
hagur margra heimila og fyrir-
tækja sé þaninn til hins ýtrasta
og megi ekki við miklum skakka-
föllum á komandi árum. Við-
kvæm staða margra heimila og
fyrirtækja kunni að bitna á fjár-
málakerfinu. Stöðugleika þess
virðist þó ekki hætta búin enda
hafi eiginfjárstaða helstu fjár-
málastofnana styrkst frá því hún
var lægst í árslok 2000.
Stórframkvæmdir breyta
forsendum
Verðbólguspá og þjóðhagsspá
Seðlabankans gera ekki ráð fyrir
að ráðist verði í stórframkvæmd-
ir við álbræðslur og virkjanir
sem eru í bígerð. Segir í Pen-
ingamálum að ekki hafi legið fyr-
ir nægar upplýsingar um fram-
kvæmdirnar í tíma til þess að
unnt væri að leggja mat á þær.
til greina kæmi að að taka nú
þegar tillit til hugsanlegra fram-
kvæmda við vaxtaákvarðanir.
Bankinn telji það hins vegar ekki
tímabært. Framleiðslu- og at-
vinnutap vegna of aðhaldssam-
rar stefnu, ef ekki verði ráðist í
framkvæmdir á næsta ári, verði
líklega meira en ef peningastefn-
an yrði ekki nógu aðhaldssöm
þegar ákvörðunin liggur fyrir-
.Verði af framkvæmdum breytist
hins vegar allar forsendur í
grundvallaratriðum.
Forsendur fyrir
frekari vaxtalækkun
Seðlabankinn lækkar stýrivexti bankans um 0,5% í næstu viku og hefur bankinn þá
lækkað vextina alls níu sinnum á árinu, samtals um 3,8%
Morgunblaðið/Þorkell
Birgir Ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seðlabankans, gerði í gær grein fyrir
horfum í efnahags- og peningamálum, er hann ásamt öðrum helstu stjórn-
endum bankans greindi frá niðurstöðum í ársfjórðungsriti bankans, Peninga-
málum.
Miðopna: Áfangi á langri leið
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 34
Erlent 14/18 Minningar 40/43
Höfuðborgin 20 Skák 45
Akureyri 21/22 Bréf 48
Suðurnes 22 Kirkjustarf 49
Landið 23 Dagbók 50/51
Neytendur 24 Fólk 54/57
Listir 25/28 Bíó 54/57
Menntun 29 Ljósvakamiðlar 58
Forystugrein 30 Veður 59
* * *
Kynningar – Blaðinu í dag fylgir aug-
lýsingablaðið „Sjónvarpsdagskráin“
frá Sonet ehf. Blaðinu verður dreift
um allt land.
TVEIR starfsmenn Morgunblaðsins
hafa fengið nýjan starfsvettvang innan
fyrirtækisins. Bylgja Birgisdóttir, sem
verið hefur starfsmannastjóri Morg-
unblaðsins, hefur verið ráðin í starf
fjármálastjóra Árvakurs hf., útgáfu-
félags Morgunblaðsins. Auður Ingólfs-
dóttir, sem verið hefur umsjónarmað-
ur launavinnslu og annast
starfsmannamál Morgunblaðsins, hef-
ur verið ráðin starfsmannastjóri Ár-
vakurs hf.
Bylgja er fædd 7. mars árið 1962.
Hún lauk prófi frá viðskiptadeild Há-
skóla Íslands árið 1989 og MBA gráðu
frá University of Minnesota 1991.
Bylgja hóf störf á Morgunblaðinu sem
blaðamaður haustið 1991. Í desember
sama ár tók hún við starfi starfs-
mannastjóra ritstjórnar og gegndi því
til ársins 1998 er hún var ráðin starfs-
mannastjóri Árvakurs.
Bylgja er gift Hauki Þór Haralds-
syni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs
Landsbanka Íslands. Eiga þau þrjá
syni.
Auður Ingólfsdóttir er fædd 15. júní
árið 1958. Hún lauk B.Ed.-prófi frá
Kennaraháskóla Íslands árið 1984.
Auður starfaði á launa- og starfs-
mannadeild Ríkisspítala á árunum
1988–1990. Hún hóf störf á Morgun-
blaðinu 1. september árið 1990 og hef-
ur verið umsjónarmaður launavinnslu
og starfsmannamála.
Auður stundar um þessar mundir
nám með vinnu við viðskiptadeild Há-
skólans í Reykjavík.
Maður Auðar er Valgeir Valgeirs-
son, forstöðumanni eignadeildar
Landsbanka Íslands, og eiga þau tvö
börn.
Ráðið í stöður fjár-
málastjóra og starfs-
mannastjóra Árvakurs
Bylgja
Birgisdóttir
Auður
Ingólfsdóttir
Hússjóður ÖBÍ gerir ríkinu samstarfs-
tilboð í húsnæðismálum geðfatlaðra
Leggur fram 100
milljóna kr. árs-
tekjur úr Lottói
HÚSSJÓÐUR Öryrkjabandalags
Íslands vill nota 100 milljóna króna
árstekjur af Lottóinu til að leysa
brýnan húsnæðisvanda geðfatlaðra í
samvinnu við ríkið. Hefur stjórn
Hússjóðs ÖBÍ því samþykkt að
bjóða samstarfsnefnd ríkisstjórnar-
innar um málefni geðfatlaðra form-
legt samstarf um uppbyggingu
nýrra úrræða. Helgi Hjörvar, for-
maður Hússjóðs ÖBÍ, segir að í sam-
starfstilboðinu felist það að hússjóð-
urinn byggi eða kaupi tiltekinn
fjölda íbúða handa geðfötluðum þar
sem leigukjör taki mið af greiðslu-
getu þeirra gegn því að ríkið kosti fé-
lags- og heilbrigðisþjónustu við þá
inn á heimilin.
Um 380 öryrkjar eru nú á biðlista
Hússjóðs eftir húsnæði og innan
þess hóps eru margir geðfatlaðir
sem búa við algjörlega óviðunandi
heimilisaðstæður.
Að sögn Helga benda upplýsingar
frá Geðhjálp til þess að 20 skjólstæð-
ingar gætu búið í almennum íbúðum
gegn því að fá tilhlýðilegan stuðning
heim. Þetta sé hópur sem ekki þyrfti
að vistast á stofnunum. Hússjóður
hefur átt gott samstarf við félags-
málaráðherra með því að kaupa og
byggja sambýli fyrir mikinn fjölda
fatlaðra í brýnni þörf fyrir þjónustu.
„Svipuð úrræði geta nýst hluta af
þeim hópi geðfatlaðra sem í mestum
vanda er staddur. Talsverður hópur
þeirra er húsnæðislaus og er ekki
fær um að búa sjálfstæðri búsetu
nema með aðstoð starfsfólks,“ segir
Helgi. Stefnt er að fjárfestingum í
húsnæði fyrir öryrkja fyrir hálfan
annan milljarð króna á fimm árum
og hefur þegar verið framkvæmt
fyrir hálfan milljarð. Í vor var komið
upp í Hlíðunum á vegum borgarinn-
ar heimili fyrir útigangsmenn, en
þar búa nú sjö einstaklingar með
vakt allan sólarhringinn.
Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla í prófkjöri D-listans í Norðvesturkjördæmi
Gagnrýni á kosningu
VILHJÁLMUR Egilsson, alþingis-
maður og einn þátttakenda í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í Norð-
vesturkjördæmi, gerði fyrir
nokkrum dögum athugasemdir við
framkvæmd utankjörfundarat-
kvæðagreiðslu í prófkjörinu. Að
sögn hans fóru starfsmenn er önn-
uðust kosninguna með kjörgögn inn
í fyrirtæki á Akranesi þar sem
starfsmönnum var gefinn kostur á
að kjósa.
„Ég gerði athugasemdir við þetta,
fyrst og fremst í þeim tilgangi að fá
á hreint hvort þetta væri almennt
heimilt, því það þurfa að gilda sömu
reglur fyrir alla,“ segir Vilhjálmur.
Hann segir að kosningunni í fyr-
irtækinu hafi verið hætt þegar hann
gerði athugasemdir við hana. „Þeir
ákváðu strax að þeir ætluðu ekki að
telja þessi atkvæði með sem greidd
voru á þessum stað. Ég taldi það
fullnægjandi viðbrögð en eftir
stendur að það þarf að fara í gegn-
um alla framkvæmdina þannig að
menn séu alveg klárir á því hvernig
þetta á að vera,“ segir Vilhjálmur.
Að hans sögn verða engin eftirmál
af hans hálfu vegna þessa máls.
,,Þetta var leiðrétt. Ég er ekki að
álasa mönnunum og reikna með því
að þeir hafi gert þetta í góðri trú en
það verða að gilda sömu reglur fyrir
alla,“ segir hann.
Haldinn verður fundur í dag með
fulltrúum frambjóðendanna, kjör-
dæmisráðs flokksins og kjörnefnd-
arinnar þar sem farið verður yfir
málið og þær reglur sem gilda um
utankjörfundarkosningu í prófkjör-
inu.
Jóhann Kjartansson, formaður
kjörnefndar, segir að þarna hafi ver-
ið um smámisskiling að ræða sem
búið sé að leiðrétta. Aðspurður
hvort atkvæði þau sem greidd voru í
fyrirtækinu verði talin með í próf-
kjörinu, sagði hann að eftir væri að
taka afstöðu til þess. ,,Það er búið að
leysa þetta mál. Þetta var bara
smámisskilingur en er komið á
hreint,“ sagði hann.
Prófkjörið fer fram næstkomandi
laugardag. Tíu manns eru í fram-
boði.
HUNDAR lifa ekki sams konar lífi
og mennirnir. Þeir verða að sæta
því að bíða úti meðan eigandi
skreppur inn í sjoppu til að fá sér
nammi. Það kann hins vegar að
vera að hundurinn á myndinni hafi
fengið eitthvað gott að borða þegar
eigandinn kom aftur út.
Morgunblaðið/RAX
Hundalíf
Sigur gegn
Perú og Írak
BÆÐI íslensku skákliðin unnu
sigra á ólympíuskákmótinu í
Slóveníu í gær. Karlarnir sigr-
uðu lið Perú örugglega 3-1.
Konurnar unnu svo lið Íraka
með minnsta mun 2-1. Þrjár
umferðir eru eftir og leiða
Rússar í karlaflokki en Georgía
í kvennaflokki.
Íslenska karlaliðið er í 32.–
39. sæti með 24½ vinning og
kvennaliðið er í 61.–67. sæti
með 15 vinninga.
BJÖRT EFNAHAGSSPÁ
Seðlabankinn tilkynnti í gær að
lækka ætti stýrivexti um 0,5% og
gerði um leið grein fyrir björtum
horfum í efnahags- og peninga-
málum. Birgir Ísleifur Gunnarsson,
bankastjóri Seðlabankans, sagði að
með sama áframhaldi myndu mark-
mið bankans um 2,5% verðbólgu
2002 nást fyrir áramót.
Stórsigur repúblikana
Repúblikanar í Bandaríkjunum
unnu sannfærandi sigur í kosningn-
unum á þriðjudag. Þeir hrifsuðu
meirihluta í öldungadeild þingsins
úr höndum demókrata og héldu
meirihluta sínum í fulltrúadeildinni.
George Bush Bandaríkjaforseta,
sem var óþreytandi í kosningabar-
áttunni og fór til 40 ríkja, var þakk-
aður þessi árangur.
Flugslys í Lúxemborg
20 manns fórust þegar flugvél af
gerðinni Fokker-50 frá flugfélaginu
Luxair brotlenti í svartaþoku í Lúx-
emborg í gær. Tveir menn fundust á
lífi í flaki vélarinnar, sem var að
koma inn til lendingar.
Nick Cave til Íslands
Tónlistarmaðurinn Nick Cave
heldur tónleika á Íslandi 9. desem-
ber. Tónleikarnir verða haldnir á
Broadway.
Listaverkin úr eigu ríkisins
Tæplega 1.200 listaverk eru í eigu
Búnaðarbanka og Landsbanka. Svo
virðist sem of seint sé að undanskilja
listaverkin við einkavæðingu bank-
anna. Ef átt hefði að halda þeim í
ríkiseigu hefði þurft að ganga frá því
áður en þeim var breytt í hlutafélög.
Hannes Sigurðsson, forstöðumaður
Listasafns Akureyrar telur þetta
vera dýrmætustu einkasöfn af ís-
lenskri myndlist, sem til eru.
Íslenskar myndir í Moskvu
Stærsta yfirlitssýning, sem sett
hefur verið upp á íslenskum mynd-
um, var opnuð í Moskvu í gær. For-
stöðumaður Ljósmyndasafns
Moskvu sagði við opnunina að ís-
lensku myndirnar væru í senn þjóð-
legar og alþjóðlegar og hefðu greini-
lega áhrif á gesti.