Morgunblaðið - 07.11.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 07.11.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bakhjarl Skráning stofnfélagastendur yfir í síma575 1550 -landssamtök gegn einelti ÁÐUR ókunn kvæði eftir Matthías Jochumsson fundust nýverið á Sig- urhæðum – Húsi skáldsins á Ak- ureyri, en Þórunn Valdimarsdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, sat þar við skriftir í haust. Hún hefur síðustu misseri unnið að rit- un ævisögu Matthías- ar og er stefnt að því að fyrra bindi hennar komi út árið 2004. Heildarútgáfa með ljóðum Matthíasar, Ljóðmæli, kom út ár- ið 1936 að frumkvæði Magnúsar, sonar Matthíasar, og þar birtust öll ljóð sem menn á þeim tíma vissu um og að und- angenginni mikilli leit að sögn Þór- unnar. Eftir að safni var komið á fót í Sigurhæðum, húsi sem Matthías reisti og bjó í á Akureyrarárum sínum, hafa ýmsir munir verið að berast, m.a. bréf sem fólk hefur í áranna rás haft í fórum sínum. „Safn eins og þetta er afar mik- ilvægt, m.a. vegna þess að fólk hef- ur tækifæri til að skila hingað inn á einn stað verðmætum sem tengjast skáldinu,“ sagði Þór- unn sem fann hin óbirtu kvæði í bréfum sem Sigurhæðum hafa borist. Eitt kvæðanna fannst í bréfi sem Matthías skrifaði Her- dísi fóstru sinni 29. október 1871 frá Kaupmannahöfn, þakkarbréf fyrir 100 ríkisdali sem fóstra hafði sent honum á ferðalaginu. „Þetta er fallegt kvæði um gleðikonurnar í Austurgötu, fullt af samúð með þessum konum og mér finnst merkilegt að hann skuli senda fóstru sinni einmitt þetta kvæði,“ sagði Þórunn. Hún fann einnig þrjú smákvæði um ástina sem Matthías sendi ónefndri vinkonu sinni frá Ed- inborg árið 1898. Eins er um að ræða rímu um heimsstyrjöldina fyrri, orta við upphaf hennar, árið 1914. „Undir niðri er alvara máls- ins, en kvæðið er ort í glannalegum rímnastíl,“ sagði Þórunn. Loks fann Þórunn kvæði sem fjallar um fjórar skógarhríslur. „Þetta eru gamanvísur um þau systkin hans sem lifandi voru árið 1919 þegar kvæðið var ort, en það fannst í bréfi til Ara bróður hans,“ sagði Þórunn en Matthías er sem kunn- ugt er fæddur á Skógum í Þorska- firði. Þórunn mun flytja erindi á Sig- urhæðum um þjóðskáldið sr. Matt- hías næstkomandi mánudagskvöld, 11. nóvember, en þá verða 167 ár liðin frá fæðingu hans. Eins mun hún kynna þau kvæði sem nýlega fundust þar. „Ég hef mjög orðið vör við það hve Akureyringar elska skáldin sín og sýna þeim mikla virðingu, m.a. með hreint frábær- um söfnum,“ sagði Þórunn og bendir m.a. á Sigurhæðir í því sam- bandi, Nonnahús og Davíðshús. „Maður hefur einhvern veginn á til- finningunni að Davíð hafi rétt brugðið sér út í bakarí, það er nán- ast allt í húsinu eins og hann skildi við það, það er frábært að komast í svo nána snertingu við þessi skáld,“ sagði Þórunn. „Mér finnst þessi ást á skáldunum merkilegt sérkenni hér á Akureyri,“ sagði Þórunn. Sex áður ókunn kvæði eftir Matthías Jochumsson skáld fundust á Sigurhæðum Elsta kvæðið ort um gleðikonur í Kaup- mannahöfn 1871 Morgunblaðið/Kristján Þórunn Valdimarsdóttir með nokkur bréf Matthíasar fyrir framan sig. Matthías Jochumsson Í bréfi Matthíasar til Herdísar Benedictsen, fóstru sinnar, sem skrifað er í Kaupmannahöfn 29. október árið 1871, var kvæði sem lýsir gleðikonum á Östergade. Um Austurgötu geng ég þá glysið er mest, þar eru hálar hrundir og hægt að missa prest! Þar er sá háli heimur með hafmeyja söng; ungir garpar gleyma hvað gröfin er þröng. Og þær ungu snótir með óminnis-draum dável stíga dansinn með dillandi glaum. Vaknar þjóð að vísu en vorið er fljótt, þá er kominn vetur og voðaleg nótt. Þá er kominn vetur en vorið er braut; leikur léttur vindur með lífsins dáið skraut. Himinstjarnan hreina á heimsins starir leik, en yfir Austurgötu hún er af sorgum bleik! Þar eru hálar hrundir GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, al- þingismaður Samfylkingarinnar, hef- ur sent Halldóri Blöndal, forseta Al- þingis, og varaforsetum þingsins bréf, fyr- ir hönd allra þing- manna Samfylk- ingarinnar, þar sem hann fer þess á leit að forsætis- nefnd Alþingis feli Ríkisendurskoð- un að taka saman skýrslu um starfs- lok fyrrverandi forstjóra Landssím- ans og tengd atriði. Ríkisendurskoðun vann skýrslu um starfslokin fyrir Símann en stjórn fyrirtækisins hefur neitað að birta hana opinberlega. Guðmundur Árni hefur farið fram á það við Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra að hann láti birta skýrsluna en Sturla lýsti því yfir að ákvörðunin væri stjórnar Símans og hann styddi hana. Hægt að ganga frá skýrslu með skjótum hætti Í bréfi Guðmundar Árna er minnt á að fyrrverandi stjórnarformaður Símans óskaði eftir áðurgreindri álitsgerð Ríkisendurskoðunar í fram- haldi af því að fjárhagsleg samskipti Símans og fyrrverandi forstjóra fyr- irtækisins voru til opinberrar um- ræðu m.a. á Alþingi. Það sé því eðli- legt að Alþingi verði greint frá niðurstöðum þeirrar athugunar sem fram fór á málinu í kjölfar þeirrar miklu umræðu sem varð um það á þinginu í febrúar og mars sl. Með hliðsjón af því að öll gögn málsins liggi þegar fyrir hjá Ríkisendurskoð- un sé ljóst að hægt eigi að vera að gefa Alþingi skýrslu um fjárhagsleg málefni fyrrverandi forstjóra Símans með skjótum hætti. Guðmundur Árni Stefánsson sendir for- setum Alþingis bréf Krefst skýrslu frá Ríkisend- urskoðun Guðmundur Árni Stefánsson FRÉTT á baksíðu Morgunblaðsins í gær um skógarþröst sem hlaut ill ör- lög í íþróttahöllinni á Húsavík á laug- ardag, hefur vakið hörð viðbrögð meðal lesenda blaðsins. Í gær bárust allmörg tölvupóstsskeyti og símtöl til ritstjórnar blaðsins þar sem lýst var yfir hneykslun á framferði Húsvík- inga. Þá þótti mörgum sem frétt um slíkt og annað eins ætti ekkert erindi í blaðið og allra síst á baksíðuna auk þess sem greinilegt væri að blaðið hefði enga samúð með málstað þrast- arins. Bentu lesendur á að þrestir væru alfriðaðir og veiðarfærin sem beitt var væru með ölllu ólögleg. Í fyrradag fékk Morgunblaðið þær upplýsingar hjá lögreglunni á Húsa- vík að vifturnar hefðu verið settar í gang eftir að þrösturinn flaug inn í þær. Í gær sögðu talsmenn lögreglu að þeim hefði ekki verið ljóst að fugl- inn var kominn inn í vifturnar þegar þær voru settar í gang. Sigurður Brynjúlfsson, yfirlög- regluþjónn á Húsavík, sagðist í sam- tali við Morgunblaðið vera undrandi á þeirri miklu athygli sem þetta mál hefur hlotið. Á laugardagskvöld hefði lögregla verið beðin um aðstoð við að koma þresti út úr íþróttahöllinn en hann hafði villst þar inn fyrr um dag- inn. Ítrekaðar tilraunir húsvarða til að handsama þröstinn hefðu þá eng- an árangur borið og lögreglu gekk litlu betur. Allt hefði þó verið reynt til að handsama þröstinn og koma hon- um út og það næstum tekist. Með því að kasta að honum boltum hefði átt að hrekja hann út eða niður á gólf þar sem hægt yrði að fanga hann. Skotin úr loftbyssunni hefðu gegnt sama hlutverki. Vitað var að þau myndu ekki skaða þröstinn, enda kraftlítil og fuglinn hátt uppi í rjáfri hússins. Fuglinn hafi síðan horfið sjónum manna og til þess að freista þess að fæla fuglinn upp, hafi verið ákveðið að gangsetja loftræstikerfið eins og áður hafði verið gert þegar fuglinn settist upp á kerfið. Þá hafi komið í ljós að fuglinn hafði á einhvern hátt komist inn í viftu og því hafi hann farist um leið og kerfið var sett í gang. Þetta hefði alls ekki verið tilgangurinn. Ekki hafi þó annað komið til greina en að koma þrestinum út, enda töldu menn ljóst að fuglinn myndi valda truflun á tónleikunum. Bæði lög- reglumenn og aðrir hefðu viljað að þrösturinn kæmist lífs af. Menn hefðu þó litið á þetta sem grát- broslega uppákomu sem hlaut sorg- leg endalok. Óheimilt samkvæmt lögum að drepa þresti Samkvæmt lögum er bannað að drepa skógarþresti. Þeir sem það gera hafa gerst sekir um lögbrot. Þetta segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Ís- lands. Hann segir að þrösturinn hafi verið friðaður á Íslandi í meira en hundrað ár. Þá er í lögum gerð grein fyrir því hvaða vopn megi nota til að drepa fugla og eru loftbyssur, brenni- boltar og loftræstikerfi ekki meðal þeirra. Hörð viðbrögð við endalokum þrastarins Morgunblaðið/Ómar STARFSMENN tölvufyrirtækis í Teigunum náðu í gær í tölvubúnað á lögreglustöðina í Reykjavík. Búnaðinum var stolið í síðustu viku en lögregla fann hann í fyrra- dag, falinn í bíl. Um var að ræða afar dýran búnað, einn skjárinn kostaði t.a.m. um 1,5 milljónir króna og mikill verðmæti voru í hugbúnaði. Tveir menn sem voru handtekn- ir á sunnudag eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryf- irlögregluþjóns í Reykjavík beinist rannsókn málsins m.a. að því hvort mennirnir hafi verið einir að verki og hvort þeir hafi brotist inn víðar. Rándýr tölvubún- aður end- urheimtur HÚSASMIÐUR skaut sig í fótinn með naglabyssu í Naustabryggju í Grafarvogi í gær og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Maður- inn var að vinna við nýbyggingu þeg- ar slysið varð og lenti þriggja tomma nagli í fæti hans ofan hnés. Sjúkra- flutningamenn frá Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins sóttu hinn slasaða upp á þak hússins á byggingakrana og fluttu hann á Landspítalann í Fossvogi. Fékk 3 tomma nagla í fótinn ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.