Morgunblaðið - 07.11.2002, Page 10

Morgunblaðið - 07.11.2002, Page 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra tók skýrt fram í fyrir- spurnartíma á Alþingi í gær að það væru engar fyrirætlanir uppi um það að koma á fót einhverri leyniþjónustu hér á landi í hefð- bundnum skilningi þess orðs. Hins vegar væru uppi áform um að reyna að efla innra öryggi ríkisins. „Við erum ekki að ræða um ein- hverja starfsemi í líkingu við leyniþjónustu Breta eða CIA í Bandaríkjunum sem fást m.a. við njósnastarfsemi sem tengist öðr- um ríkjum og fara fram í hern- aðarlegum tilgangi að miklu leyti. Ég tel ekki þörf fyrir slíka stofnun hér á landi. Eingöngu er um að ræða hrein löggæsluverkefni sem snúa að innra öryggi ríkisins.“ Fékk góðar undirtektir í allsherjarnefnd Ráðherra lét þessi ummæli falla í svari sínu við fyrirspurn Ög- mundar Jónassonar, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, um þær hugmyndir sem ræddar hefðu verið um að koma á fót svokallaðri leyniþjónustu hér á landi. Í umræðum um þetta mál á Alþingi í gær kom ennfremur fram í máli Þorgerðar K. Gunnarsdótt- ur, formanns allsherjarnefndar Al- þingis, að um það hefði verið rætt innan nefndarinnar að koma á fót sérstakri eiðsvarinni þingnefnd sem hefði m.a. það hlutverk að hafa eftirlit með ákveðnum, skil- greindum verkefnum lögreglunn- ar. Þorgerður sagði að það væri hugmynd sem ætti að skoða betur. Sú hugmynd hefði jafnframt feng- ið góðan og mikinn hljómgrunn innan allsherjarnefndarinnar. Ögmundur Jónasson hóf um- ræðuna, eins og áður kom fram. Hann sagði að dómsmálaráðherra hefði gefið þeirri hugmynd undir fótinn, að stofnuð yrði leyniþjón- usta hér á landi og benti á að starfsmenn dómsmálaráðuneytis- ins hefðu endurómað þær hug- myndir, m.a. á fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu hinn 11. september sl. „Það er mikilvægt að Alþingi verði upplýst um áform stjórnvalda í þessu efni,“ sagði hann. Sólveig Pétursdóttir fór yfir um- ræddar hugmyndir og sagði að þær snerust um það að tryggja betur réttaröryggi almennings. Hún sagði að engin ástæða væri til að nota orðið „leyniþjónusta“ í því sambandi. „Samkvæmt fyrstu grein lögreglulaga er það hlutverk lögreglu að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu; leit- ast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi,“ sagði ráð- herra og hélt áfram. Sérstök lögreglu- rannsóknadeild „Í fimmtu grein laganna segir að meðal sérstakra verkefna rík- islögreglustjóra sé að starfrækja lögreglurannsóknardeild sem rannsakar landráð og brot gegn stjórnskipun ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Í samræmi við ákvæði laga hefur lögreglan á liðn- um árum sinnt þessu verkefni og starfrækir ríkislögreglustjóri m.a. deild af þessu tagi. Verkefni deild- arinnar er að rannsaka brot gegn stjórnskipun ríkisins og æðstu stjórnvöldum og sinna eftir- grennslan og áhættugreiningu. Ég vakti máls á því fyrir nokkru að æskilegt væri að skoða ofan í kjöl- inn hvort ekki væri rétt að setja sérstaka löggjöf um þessa starf- semi sem sumir hafa kosið að kalla leyniþjónustustarfsemi – ég reynd- ar notaði ekki það orð. Ástæðan fyrir því er ekki sú að heimildir skorti til að sinna þessu verkefni; þær eru eins og ég rakti skýrar og ótvíræðar. Ástæðan er mun frekar sú að skýrari ramma skortir yfir löggjöfina utan um þessa starf- semi, þ.e. nánari útlistun á því í hverju hún eigi að felast og svo framvegis. Og ekki síður hvernig haga skuli eftirliti með þessari starfsemi. Í Danmörku og Noregi er þessum málum komið fyrir með sama hætti og hér en þó þannig að fjallað er um þetta verkefni lög- reglunnar í sérstakri löggjöf. Þar er m.a. kveðið á um að eftirlit með þessari starfsemi sé á hendi sér- stakrar þingnefndar og finnst mér slíkt fyrirkomulag áhugaverður kostur,“ sagði Sólveig. Morgunblaðið/Kristinn Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra segir ekki áformað að setja á stofn eiginlega leyniþjónustu á Íslandi. Hugmyndir um eiðsvarna þing- nefnd er fylgist með ákveðnum störfum lögreglu Engin áform eru uppi um stofnun leyniþjónustu ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Starfsskýrsla Ríkisendurskoð- unar 2001. 2. Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2001. 3. Samkeppnisstaða atvinnufyr- irtækja á landsbyggðinni 18. mál, þingsályktunartillaga KLM. Frh. fyrri umræðu. 4. Uppsagnir eða mismunun í starfi vegna aldurs 34. mál, þingsálykt- unartillaga ÖJ. Fyrri umræða. 5. Rannsóknir á þorskeldi 35. mál, þingsályktunartillaga KVM. Fyrri umræða. 6. Meðferð einkamála (málskostn- aður) 36. mál, lagafrumvarp GE. 1. umræða. 7. Greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota (umsókn- arfrestur) 37. mál, lagafrumvarp GE. 1. umræða. 8. Endurreisn íslensks skipaiðn- aðar 38. mál, þingsályktun- artillaga SJS. Fyrri umræða. 9. Efling félagslegs forvarnastarfs 40. mál, þingsályktunartillaga SJS. Fyrri umræða. 10. Gjald af áfengi og tóbaki (for- varnasjóður) 41. mál, laga- frumvarp SJS. 1. umræða. 11. Virðisaukaskattur af barnafatn- aði 311. mál, þingsályktun- artillaga PM. Fyrri umræða. PÁLL Magnússon, varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram á Alþingi skriflega fyrirspurn til Geirs H. Haarde fjármálaráð- herra um barnakort. Fyrirspurnin er svohljóðandi: „Hyggst ríkisstjórnin taka upp barnakort, ótekjutengdar barnabæt- ur, fyrir eldri börn en sjö ára, sbr. það markmið í stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar frá 28. maí 1999 að dregið verði úr tekjutengingu í barnabótakefinu, t.d. með útgáfu sérstakra barnakorta eða öðrum sambærilegum aðgerðum?“ Hefur Páll óskað eftir því að ráðherra veiti honum skriflegt svar. Spurt um barnakort ALLS 228 einstaklingar sátu í stjórnum þriggja hlutafélaga og einkahlutafélaga sem urðu gjaldþrota á tímabilinu frá 1992 til 2001. Þessir einstak- lingar tengdust með öðrum orðum þremur félögum sem urðu gjaldþrota á þessu tíma- bili. Alls 58 einstaklingar sátu í stjórnum fjögurra félaga sem urðu gjaldþrota á þessu tíma- bili og alls 45 einstaklingar sátu í stjórnum fimm eða fleiri fé- laga sem urðu gjaldþrota á tímabilinu. Samtals hefur því 331 einstaklingur setið í stjórn- um þriggja eða fleiri gjaldþrota félaga á umræddu tímabili. Af þeim hafa 16 valið sér sama at- vinnuveg fjórum sinnum eða oftar, þ.e. setið í stjórnum fé- laga sem voru innan sama at- vinnuvegar. Aftur á móti hafa 90 einstaklingar valið sér sama atvinnuveg þrisvar sinnum. Þetta kemur m.a. fram í skriflegu svari Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra við fyr- irspurn Jóhönnu Sigurðardótt- ur, þingmanns Samfylking- arinnar. Svarinu hefur verið dreift á Alþingi. Hundruð tengjast mörgum gjald- þrotum STOFNUÐ voru 2.348 einka- hlutafélög fyrstu níu mánuði ársins, en allt árið í fyrra var stofnað 1.841 félag. Flest þess- ara félaga falla undir flokkinn fasteignaviðskipti, leigustarf- semi og ýmsa sérhæfða þjón- ustu, svo sem rekstur eignar- haldsfélaga, leiga atvinnu- húsnæðis, hugbúnaðargerð, ráðgjöf varðandi hugbúnað o.fl. Þá falla mörg þessara félaga undir flokkinn landbúnaður, dýraveiðar og skógrækt, sem og undir flokkinn byggingar- starfsemi og mannvirkjagerð. Einnig falla mörg þessara fé- laga undir flokkinn verslun og ýmis viðgerðarþjónusta. Þetta kemur fram í skriflegu svari Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möller, þing- manns Samfylkingarinnar. Svarinu hefur verið dreift á Al- þingi. Einka- hlutafélög- um fjölgar RÁÐGERT er að leggja fyrir Al- þingi á næstu vikum tillögu til þingsályktunar um að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara að því er varðar breytingu á vinnutíma- tilskipun Evrópusambandsins. Venjulega er stjórnskipulegur fyr- irvari gerður við upptöku á gerðum í EES samninginn þegar breyta þarf lögum til að unnt sé að innleiða þær í innlenda löggjöf. Breytingar voru gerðar á vinnu- tímatilskipuninni árið 2000 en í vinnutímatilskipun ESB frá 1993 voru nokkrar starfsgreinar undan- skildar gildissviði hennar. Þeirra á meðal eru læknar í starfsnámi, sjó- menn og þeir sem starfa við flutn- inga. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu jafnréttis- og vinnumála í félagsmálaráðuneytinu, tekur til- skipunin gildi í aðildarríkjum ESB og væntanlega á öllu Evrópska efnahagssvæðinu 1. ágúst 2003 hjá stéttum sem áður voru fyrir utan gildissvið vinnutímatilskipunarinn- ar. Undanþegnir þessu eru læknar í starfsnámi en þar tekur hún gildi 1. ágúst 2004. Við tekur fimm ára aðlögunartími en ef einhverjum ríkjum tekst ekki að hrinda í framkvæmd ákvæðum tilskipunarinnar sem taka til lækna í starfsnámi geta þau óskað eftir þriggja ára aðlögunarfresti til við- bótar. Markvisst dregið úr vinnutíma lækna í starfsnámi Samkvæmt upplýsingum félags- málaráðuneytisins er stjórnvöldum ætlað að hrinda tilskipuninni í fram- kvæmd í áföngum að því er varðar lækna í starfsnámi. Þannig er gert ráð fyrir að markvisst verði dregið úr vinnutíma þeirra á aðlögunartím- anum. Á fyrstu þremur árum aðlög- unartímabilsins á fjöldi vinnustunda á viku ekki að fara yfir 58 vinnu- stundir að meðaltali. Næstu tvö ár á eftir má fjöldinn ekki fara yfir 56 stundir og á þeim tíma sem eftir er skal miðað við 52 stundir. Gert er ráð fyrir að vinnustundir verði 48 að meðaltali í lok aðlögunartíma- bilsins. Unnt er að hrinda tilskipuninni í framkvæmd með kjarasamningi en einnig þarf að koma til lagabreyt- ing. Samkvæmt upplýsingum frá fé- lagsmálaráðuneytisinu fellur það í hlut félagsmálaráðherra að leggja fram frumvarp til laga um breyt- ingu á vinnuverndarlögum til að hrinda í framkvæmd öðrum þáttum vinnutímatilskipunarinnar en þeim sem aðilar vinnumarkaðarins semja um sín á milli með kjarasamningi. Breytingar á vinnutímatilskipun ESB innleiddar í lög Reiknað með allt að 8 ára aðlögunartíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.