Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra tók skýrt fram í fyrir- spurnartíma á Alþingi í gær að það væru engar fyrirætlanir uppi um það að koma á fót einhverri leyniþjónustu hér á landi í hefð- bundnum skilningi þess orðs. Hins vegar væru uppi áform um að reyna að efla innra öryggi ríkisins. „Við erum ekki að ræða um ein- hverja starfsemi í líkingu við leyniþjónustu Breta eða CIA í Bandaríkjunum sem fást m.a. við njósnastarfsemi sem tengist öðr- um ríkjum og fara fram í hern- aðarlegum tilgangi að miklu leyti. Ég tel ekki þörf fyrir slíka stofnun hér á landi. Eingöngu er um að ræða hrein löggæsluverkefni sem snúa að innra öryggi ríkisins.“ Fékk góðar undirtektir í allsherjarnefnd Ráðherra lét þessi ummæli falla í svari sínu við fyrirspurn Ög- mundar Jónassonar, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, um þær hugmyndir sem ræddar hefðu verið um að koma á fót svokallaðri leyniþjónustu hér á landi. Í umræðum um þetta mál á Alþingi í gær kom ennfremur fram í máli Þorgerðar K. Gunnarsdótt- ur, formanns allsherjarnefndar Al- þingis, að um það hefði verið rætt innan nefndarinnar að koma á fót sérstakri eiðsvarinni þingnefnd sem hefði m.a. það hlutverk að hafa eftirlit með ákveðnum, skil- greindum verkefnum lögreglunn- ar. Þorgerður sagði að það væri hugmynd sem ætti að skoða betur. Sú hugmynd hefði jafnframt feng- ið góðan og mikinn hljómgrunn innan allsherjarnefndarinnar. Ögmundur Jónasson hóf um- ræðuna, eins og áður kom fram. Hann sagði að dómsmálaráðherra hefði gefið þeirri hugmynd undir fótinn, að stofnuð yrði leyniþjón- usta hér á landi og benti á að starfsmenn dómsmálaráðuneytis- ins hefðu endurómað þær hug- myndir, m.a. á fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu hinn 11. september sl. „Það er mikilvægt að Alþingi verði upplýst um áform stjórnvalda í þessu efni,“ sagði hann. Sólveig Pétursdóttir fór yfir um- ræddar hugmyndir og sagði að þær snerust um það að tryggja betur réttaröryggi almennings. Hún sagði að engin ástæða væri til að nota orðið „leyniþjónusta“ í því sambandi. „Samkvæmt fyrstu grein lögreglulaga er það hlutverk lögreglu að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu; leit- ast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi,“ sagði ráð- herra og hélt áfram. Sérstök lögreglu- rannsóknadeild „Í fimmtu grein laganna segir að meðal sérstakra verkefna rík- islögreglustjóra sé að starfrækja lögreglurannsóknardeild sem rannsakar landráð og brot gegn stjórnskipun ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Í samræmi við ákvæði laga hefur lögreglan á liðn- um árum sinnt þessu verkefni og starfrækir ríkislögreglustjóri m.a. deild af þessu tagi. Verkefni deild- arinnar er að rannsaka brot gegn stjórnskipun ríkisins og æðstu stjórnvöldum og sinna eftir- grennslan og áhættugreiningu. Ég vakti máls á því fyrir nokkru að æskilegt væri að skoða ofan í kjöl- inn hvort ekki væri rétt að setja sérstaka löggjöf um þessa starf- semi sem sumir hafa kosið að kalla leyniþjónustustarfsemi – ég reynd- ar notaði ekki það orð. Ástæðan fyrir því er ekki sú að heimildir skorti til að sinna þessu verkefni; þær eru eins og ég rakti skýrar og ótvíræðar. Ástæðan er mun frekar sú að skýrari ramma skortir yfir löggjöfina utan um þessa starf- semi, þ.e. nánari útlistun á því í hverju hún eigi að felast og svo framvegis. Og ekki síður hvernig haga skuli eftirliti með þessari starfsemi. Í Danmörku og Noregi er þessum málum komið fyrir með sama hætti og hér en þó þannig að fjallað er um þetta verkefni lög- reglunnar í sérstakri löggjöf. Þar er m.a. kveðið á um að eftirlit með þessari starfsemi sé á hendi sér- stakrar þingnefndar og finnst mér slíkt fyrirkomulag áhugaverður kostur,“ sagði Sólveig. Morgunblaðið/Kristinn Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra segir ekki áformað að setja á stofn eiginlega leyniþjónustu á Íslandi. Hugmyndir um eiðsvarna þing- nefnd er fylgist með ákveðnum störfum lögreglu Engin áform eru uppi um stofnun leyniþjónustu ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Starfsskýrsla Ríkisendurskoð- unar 2001. 2. Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2001. 3. Samkeppnisstaða atvinnufyr- irtækja á landsbyggðinni 18. mál, þingsályktunartillaga KLM. Frh. fyrri umræðu. 4. Uppsagnir eða mismunun í starfi vegna aldurs 34. mál, þingsálykt- unartillaga ÖJ. Fyrri umræða. 5. Rannsóknir á þorskeldi 35. mál, þingsályktunartillaga KVM. Fyrri umræða. 6. Meðferð einkamála (málskostn- aður) 36. mál, lagafrumvarp GE. 1. umræða. 7. Greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota (umsókn- arfrestur) 37. mál, lagafrumvarp GE. 1. umræða. 8. Endurreisn íslensks skipaiðn- aðar 38. mál, þingsályktun- artillaga SJS. Fyrri umræða. 9. Efling félagslegs forvarnastarfs 40. mál, þingsályktunartillaga SJS. Fyrri umræða. 10. Gjald af áfengi og tóbaki (for- varnasjóður) 41. mál, laga- frumvarp SJS. 1. umræða. 11. Virðisaukaskattur af barnafatn- aði 311. mál, þingsályktun- artillaga PM. Fyrri umræða. PÁLL Magnússon, varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram á Alþingi skriflega fyrirspurn til Geirs H. Haarde fjármálaráð- herra um barnakort. Fyrirspurnin er svohljóðandi: „Hyggst ríkisstjórnin taka upp barnakort, ótekjutengdar barnabæt- ur, fyrir eldri börn en sjö ára, sbr. það markmið í stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar frá 28. maí 1999 að dregið verði úr tekjutengingu í barnabótakefinu, t.d. með útgáfu sérstakra barnakorta eða öðrum sambærilegum aðgerðum?“ Hefur Páll óskað eftir því að ráðherra veiti honum skriflegt svar. Spurt um barnakort ALLS 228 einstaklingar sátu í stjórnum þriggja hlutafélaga og einkahlutafélaga sem urðu gjaldþrota á tímabilinu frá 1992 til 2001. Þessir einstak- lingar tengdust með öðrum orðum þremur félögum sem urðu gjaldþrota á þessu tíma- bili. Alls 58 einstaklingar sátu í stjórnum fjögurra félaga sem urðu gjaldþrota á þessu tíma- bili og alls 45 einstaklingar sátu í stjórnum fimm eða fleiri fé- laga sem urðu gjaldþrota á tímabilinu. Samtals hefur því 331 einstaklingur setið í stjórn- um þriggja eða fleiri gjaldþrota félaga á umræddu tímabili. Af þeim hafa 16 valið sér sama at- vinnuveg fjórum sinnum eða oftar, þ.e. setið í stjórnum fé- laga sem voru innan sama at- vinnuvegar. Aftur á móti hafa 90 einstaklingar valið sér sama atvinnuveg þrisvar sinnum. Þetta kemur m.a. fram í skriflegu svari Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra við fyr- irspurn Jóhönnu Sigurðardótt- ur, þingmanns Samfylking- arinnar. Svarinu hefur verið dreift á Alþingi. Hundruð tengjast mörgum gjald- þrotum STOFNUÐ voru 2.348 einka- hlutafélög fyrstu níu mánuði ársins, en allt árið í fyrra var stofnað 1.841 félag. Flest þess- ara félaga falla undir flokkinn fasteignaviðskipti, leigustarf- semi og ýmsa sérhæfða þjón- ustu, svo sem rekstur eignar- haldsfélaga, leiga atvinnu- húsnæðis, hugbúnaðargerð, ráðgjöf varðandi hugbúnað o.fl. Þá falla mörg þessara félaga undir flokkinn landbúnaður, dýraveiðar og skógrækt, sem og undir flokkinn byggingar- starfsemi og mannvirkjagerð. Einnig falla mörg þessara fé- laga undir flokkinn verslun og ýmis viðgerðarþjónusta. Þetta kemur fram í skriflegu svari Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möller, þing- manns Samfylkingarinnar. Svarinu hefur verið dreift á Al- þingi. Einka- hlutafélög- um fjölgar RÁÐGERT er að leggja fyrir Al- þingi á næstu vikum tillögu til þingsályktunar um að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara að því er varðar breytingu á vinnutíma- tilskipun Evrópusambandsins. Venjulega er stjórnskipulegur fyr- irvari gerður við upptöku á gerðum í EES samninginn þegar breyta þarf lögum til að unnt sé að innleiða þær í innlenda löggjöf. Breytingar voru gerðar á vinnu- tímatilskipuninni árið 2000 en í vinnutímatilskipun ESB frá 1993 voru nokkrar starfsgreinar undan- skildar gildissviði hennar. Þeirra á meðal eru læknar í starfsnámi, sjó- menn og þeir sem starfa við flutn- inga. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu jafnréttis- og vinnumála í félagsmálaráðuneytinu, tekur til- skipunin gildi í aðildarríkjum ESB og væntanlega á öllu Evrópska efnahagssvæðinu 1. ágúst 2003 hjá stéttum sem áður voru fyrir utan gildissvið vinnutímatilskipunarinn- ar. Undanþegnir þessu eru læknar í starfsnámi en þar tekur hún gildi 1. ágúst 2004. Við tekur fimm ára aðlögunartími en ef einhverjum ríkjum tekst ekki að hrinda í framkvæmd ákvæðum tilskipunarinnar sem taka til lækna í starfsnámi geta þau óskað eftir þriggja ára aðlögunarfresti til við- bótar. Markvisst dregið úr vinnutíma lækna í starfsnámi Samkvæmt upplýsingum félags- málaráðuneytisins er stjórnvöldum ætlað að hrinda tilskipuninni í fram- kvæmd í áföngum að því er varðar lækna í starfsnámi. Þannig er gert ráð fyrir að markvisst verði dregið úr vinnutíma þeirra á aðlögunartím- anum. Á fyrstu þremur árum aðlög- unartímabilsins á fjöldi vinnustunda á viku ekki að fara yfir 58 vinnu- stundir að meðaltali. Næstu tvö ár á eftir má fjöldinn ekki fara yfir 56 stundir og á þeim tíma sem eftir er skal miðað við 52 stundir. Gert er ráð fyrir að vinnustundir verði 48 að meðaltali í lok aðlögunartíma- bilsins. Unnt er að hrinda tilskipuninni í framkvæmd með kjarasamningi en einnig þarf að koma til lagabreyt- ing. Samkvæmt upplýsingum frá fé- lagsmálaráðuneytisinu fellur það í hlut félagsmálaráðherra að leggja fram frumvarp til laga um breyt- ingu á vinnuverndarlögum til að hrinda í framkvæmd öðrum þáttum vinnutímatilskipunarinnar en þeim sem aðilar vinnumarkaðarins semja um sín á milli með kjarasamningi. Breytingar á vinnutímatilskipun ESB innleiddar í lög Reiknað með allt að 8 ára aðlögunartíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.