Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 11
KRINGLUFJARKI
Aðeins í 4 daga
Fjöldi annarra tilboða
Dömur
Kaðlapeysur/
bómullar 6.390 4.990
Rúllukragapeysur 6.390 4.990
Stretch buxur 8.790 6.990
Flíspeysur 6.390 4.990
Allar ullarbuxur 25% afsl.
Kringlunni - sími 581 2300
Herrar
Boxer nærbuxur 1.890 600
Kakibuxur 6.590 4.990
Tvennar á 8.000
Sloppar 9.990 6.990
Skyrtur 3.990
Tilboð 2 á 6.000
Jakkaföt 20% afsl.
Verð áður Verð nú
Verð áður Verð nú
Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlan 4-12, sími 533 1322.
Mörg góð
tilboð á
Kringlufjarka
Full búð
af nýjum vörum
Handklæði & flíshúfur
Flíspeysur m. Félagsmerkjum,
flísteppi o.fl. Fáið sendan myndalista
Myndsaumur
Reykjavíkurvegur 62
220 Hafnarfjörður
Sími 565 0488
www.myndsaumur.is
JólatilboðÍ 12 árSérmerkt
UPP á margt skemmtilegt var boð-
ið á Vísindahlaðborðinu sem nem-
endum 9. og 10. bekkja grunnskóla
höfuðborgarsvæðisins bauðst að
sækja í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær
og fyrradag. Meðal annars gafst
þeim tækifæri til að mæla hljóð-
styrk sinn með því að öskra í þar til
gert tæki og sjá líkan af eldfjalli
gjósa.
Hlaðborðið samanstóð af sýn-
ingabásum þar sem aðilar á vegum
RANNÍS og raunvísinda- og verk-
fræðideilda háskólanna sýndu
krökkunum á fróðlegan og
skemmtilegan hátt hvernig nýta má
tækni og vísindi til ýmissa nota.
Hluti af Vísindahlaðborðinu var
Tæknidagar, verkefni jafnrétt-
isátaks Háskóla Íslands og Jafnrétt-
isstofu. Markmið þeirra var að
kynna tækni og vísindi fyrir krökk-
unum og þá sérstaklega stúlkum
sem virðast síður sækja í raunvís-
inda- og eðlisfræðideildir háskól-
anna heldur en drengir.
Að sögn Þóru Margrétar Páls-
dóttur, verkefnisstjóra Tæknidaga,
hafa krakkarnir sýnt þessu mikinn
áhuga en alls komu 33 bekkir í
heimsókn. „Markmið Tæknidag-
anna er að sýna unglingum hvað er
að gerast í vísindum á lifandi og
gagnvirkan hátt. Reyna að gera
þetta skiljanlegt og að opna þennan
heim fyrir bæði strákum og stelp-
um,“ sagði Þóra Margrét.
Ýmsar tilraunir voru í gangi,
m.a. reyndu krakkarnir að koma
jarðskjálftamælum í gang með því
að hoppa upp og niður. Í básum há-
skólanna fengu þau ýmis tækifæri
til að koma við það sem verið var að
sýna og fengu að taka virkan þátt í
tilraununum. Mikla lukku vakti t.d.
tilraun þar sem krakkarnir settu
blöðru fyllta með lofti ofan í fljót-
andi köfnunarefni og fylgdust með
því þegar loftið fraus og þar sem
þau fengu hárþykkt sína mælda.
Hver og einn bekkur fékk sér-
stakan leiðsögumann sem kom frá
nemendafélögum raunvísinda- og
verkfræðideilda HÍ og var tilgang-
urinn að sögn Þóru Margrétar „að
kynna fyrir skólakrökkunum nem-
endur sem eru að læra þessi fög,
bæði stráka og stelpur, sem eru
þeim hvetjandi fyrirmyndir og þau
sýna þeim að þetta er alveg hægt.
Þetta er bara venjulegt fólk“.
Vísindi fyrir karlmenn?
Krakkarnir úr 9-X í Lækjarskóla
í Hafnarfirði voru ánægðir með
sýninguna. Arnar Valur Jónsson
sagði að sér hefði þótt þurrís-
tilraunin skemmtilegust. „Ég held
að strákar hafi meiri áhuga á þess-
u…vísindin eru eitthvað fyrir karl-
menn,“ sagði hann.
Önnu Lísu Ríkharðsdóttur og
Halldóru Vattnes Kristjánsdóttur
fannst að það þyrfti samt að vekja
athygli stelpnanna á þessu. Þeim
sjálfum fyndist þó skemmtilegt í
þessum fögum, sérstaklega þegar
þær fengju að gera tilraunir. Þær
voru sammála um að þeim fyndist,
eftir sýninguna, að fleiri mögu-
leikar leyndust á sviði raungreina
heldur en þær höfðu áður haldið.
Erni Gunnarssyni, raun-
greinakennara í Lækjarskóla,
fannst hugmyndin um Tæknidaga
vera mjög vel til fundin. „Það er
mjög gott að fá eitthvað svona sem
lífgar upp á. Sérstaklega svo að þau
sjái tengslin við atvinnulífið. Það er
afskaplega mikilvægt því að þeim
finnst stundum þetta eðlisfræði-
stagl vera afskaplega fánýtt. Þau
sjá stundum ekki tilganginn.“
Eftir að búið var að skoða það
sem Vísindahlaðborðið hafði upp á
að bjóða var farið í vettvangsferð í
fyrirtækin sem ásamt öðrum höfðu
unnið með jafnréttisátaki Háskól-
ans. Fyrirtækin sem buðu í heim-
sókn voru Eimskip, Landsvirkjun
og Orkuveita Reykjavíkur.
Mældu öskur í Ráðhúsi
Morgunblaðið/Sverrir
Áhuginn skín úr andlitum stúlknanna á Tæknidögum, en þeim lauk í gær.
Höfundar eru Ásta Guðrún Beck
og Kolbrún Hlín Hlöðversdóttir,
nemendur í hagnýtri fjölmiðlun
í Háskóla Íslands.
Vel heppnuðum vísindadögum HÍ lauk í gær
JÓN Sigurðsson, fyrr-
verandi kaupmaður í
Straumnesi, til heimil-
is í Árskógum 6 í
Reykjavík, lést í gær á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ.
Jón fæddist á Akur-
eyri 26. ágúst 1922 og
ólst þar upp. Foreldr-
ar hans voru Sigurður
Jónatansson og
Ágústa Rósa Jósefs-
dóttir.
Jón lauk prófi frá
Héraðsskólanum á
Laugarvatni 1944, frá
Samvinnuskólanum vorið 1946 og
stundaði nám við samvinnuskólann í
Vorgård við Stokkhólm 1947.
Jón stofnaði verslunina Straum-
nes við Nesveg í Reykjavík 1953 og
rak hana til 1972 er hann opnaði
nýja verslun með sama nafni við
Vesturberg í Breiðholti, en þá versl-
un starfrækti hann til 1989.
Jón hefur unnið
mikið að félagsmálum.
Hann var félagi í Frí-
múrarareglunni og
heiðursfélagi í Kiwan-
isklúbbnum Esju. Jón
sat mörg ár í stjórn
Félags matvörukaup-
manna og var fjögur
ár formaður Félags
kjötverslana í Reykja-
vík. Þá sat hann í að-
alstjórn Knattspyrnu-
félagsins Fram í fjölda
ára og var heiðurs-
félagi. Jón starfaði
mikið fyrir Íþrótta-
félag fatlaðra í Reykjavík og var
formaður þess 1990–1993. Þá var
Jón einn af stofnendum Skauta-
félags Akureyrar.
Jón kvæntist Kristínu Sigtryggs-
dóttur árið 1954 og eignuðust þau
fimm börn, sem öll lifa föður sinn.
Þá eiga Jón og Kristín tólf barna-
börn og eitt barnabarnabarn.
Andlát
JÓN SIGURÐSSON
SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur
skipað nýtt flugráð en það skipa
Hilmar B. Baldursson flugstjóri, for-
maður, Óli Jón Gunnarsson bæjar-
stjóri, varaformaður, Gunnar Hilm-
arsson deildarstjóri, Erna
Hauksdóttir framkvæmdastjóri, Jón
Karl Ólafsson framkvæmdastjóri og
Jens Bjarnason flugrekstrarstjóri.
Varamenn í flugráði eru Guð-
mundur Hallvarðsson alþingismað-
ur, Vigfús Vigfússon, umboðsmaður
Íslandsflugs, Karvel Pálmason, fv.
alþingismaður, Ómar Benediktsson
framkvæmdastjóri, Friðrik Adolfs-
son deildarstjóri og Hallgrímur
Jónsson flugstjóri.
Úr flugráði hverfa alþingismenn-
irnir fyrrverandi Árni Johnsen og
Karvel Pálmason en sá síðarnefndi
tekur sæti varamanns í ráðinu. Voru
fimm menn í því áður en ráðherra
skipar sex nú.
Ráðherra
skipar nýtt
flugráð
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Alltaf á þriðjudögum