Morgunblaðið - 07.11.2002, Síða 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FJÖGUR prófkjör fara fram hjá
Samfylkingunni næsta laugardag
vegna komandi alþingiskosninga og
eitt hjá Sjálfstæðisflokknum. Í öllum
kjördæmum nema Norðvesturkjör-
dæmi, þar sem lista verður stillt
upp, er Samfylkingin með prófkjör
og hjá Sjálfstæðisflokknum er það í
Norðvesturkjördæmi. Úrslit í þess-
um prófkjörum ættu að liggja fyrir
um eða eftir miðnætti á laugardag
en ekki fyrr en síðdegis á sunnudag
hjá Sjálfstæðisflokknum.
Samfylkingin í Reykjavík
Sameiginlegt prófkjör verður hjá
Samfylkingunni í Reykjavík meðal
flokksbundinna félagsmanna. Kosið
er um átta efstu sæti þessa lista en
að prófkjöri loknu geta frambjóð-
endur valið í hvort kjördæmið þeir
fara í, norður- eða suðurkjördæmið.
Kjörskrá verður opin fram á kjör-
dag á laugardag þar sem fólk getur
skráð sig í flokkinn. Kosið verður
með rafrænum hætti í félagshúsi
Þróttar í Laugardal frá kl. 11 til 22
um kvöldið en einnig verður boðið
upp á „gamla lagið“, þ.e. prentaða
kjörseðla. Talning fer fram í Þrótt-
arhúsinu og búist við að úrslit geti
jafnvel verið komin fyrir miðnætti.
Utankjörstaðakosning fer fram á
skrifstofu Samfylkingarinnar að
Austurstræti 14 fram að kjördegi
þar sem opið er til kl. 20 á kvöldin.
Þrettán eru í kjöri í Reykjavík,
þau Ágúst Ólafur Ágústsson, há-
skólanemi og formaður Sambands
ungra jafnaðarmanna, Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir alþingismað-
ur, Birgir Dýrfjörð rafvirkjameist-
ari, Bryndís Hlöðversdóttir
alþingismaður, Guðrún Ögmunds-
dóttir alþingismaður, Einar Karl
Haraldsson ráðgjafi, Helgi Hjörvar
varaborgarfulltrúi, Hólmfríður
Garðarsdóttir aðjúnkt, Jakob Frí-
mann Magnússon tónlistarmaður,
Jóhanna Sigurðardóttir alþingis-
maður, Mörður Árnason íslensku-
fræðingur, Sigrún Grendal, formað-
ur Félags tónlistarkennara, og
Össur Skarphéðinsson, alþingismað-
ur og formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin í
Suðvesturkjördæmi
Kjörskrá vegna prófkjörs Sam-
fylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi
er opin til kl. 18 í dag en kosið verður
á laugardag um sex efstu sæti
listans. Kosning telst bindandi ef
viðkomandi frambjóðandi fær helm-
ing atkvæða eða meira. Sérstakri
valnefnd ber að leggja fram tillögu
um fullskipaðan lista á kjördæmis-
ráðsfundi laugardaginn 23. nóvem-
ber næstkomandi.
Utankjörstaðakosning fer fram á
skrifstofu Samfylkingarinnar að
Austurstræti í Reykjavík fram að
kjördegi frá kl. 13–17 og á fimmtu-
dag og föstudag í Alþýðuhúsinu í
Hafnarfirði og Þinghóli í Kópavogi
frá kl. 17–19. Einnig verður hægt að
kjósa utan kjörfundar á kjörstöðun-
um á laugardag, sem eru fimm tals-
ins. Í Alþýðuhúsinu og Þinghóli
verður kosið frá kl. 10–20, í Mýr-
arhúsaskóla á Seltjarnarnesi og í
Hlégarði í Mosfellsbæ frá kl. 10–18
og í Hofsstaðaskóla í Garðabæ frá
kl. 14–18. Félagar í Bessastaða-
hreppi geta kosið í Hafnarfirði.
Reiknað er með að birta fyrstu tölur
kl. 22 á kosningavöku í Þinghóli og
endanleg úrslit um eða upp úr mið-
nætti.
Ellefu eru í kjöri í Suðvesturkjör-
dæminu, þau Ásgeir Friðgeirsson
blaðamaður, Bragi J. Sigurvinsson
prófdómari, Guðmundur Árni Stef-
ánsson alþingismaður, Jón Kr. Ósk-
arsson loftskeytamaður, Jónas Sig-
urðsson lagerstjóri, Katrín
Júlíusdóttir ráðgjafi, Rannveig Guð-
mundsdóttir alþingismaður, Stefán
Bergmann dósent, Valdimar Leó
Friðriksson framkvæmdastjóri,
Þorlákur Oddsson bifreiðastjóri og
Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingis-
maður.
Samfylkingin
í Suðurkjördæmi
Hjá Samfylkingunni í Suðurkjör-
dæmi hefur kjörskrá verið lokað þar
sem rúmlega þrjú þúsund manns
hafa skráð sig. Kosið er á ellefu stöð-
um á laugardag frá kl. 9 til 17 og
nánari upplýsingar um kjörstaði má
nálgast á vefsíðu Samfylkingarinn-
ar. Utankjörstaðakosning fer fram á
skrifstofu flokksins í Reykjavík, auk
þess sem hægt verður að kjósa utan
kjörfundar á laugardaginn á kjör-
stöðunum ellefu líkt og í Suðvest-
urkjördæmi. Selfyssingur staddur í
Eyjum á kjördag getur kosið þar,
svo dæmi sé tekið. Búist er við að úr-
slit úr prófkjörinu liggi fyrir um
miðnætti en talið er á Hótel Selfossi.
Kosið er um fjögur efstu sæti
listans en átta frambjóðendur hafa
gefið kost á sér. Þau eru Björgvin G.
Sigurðsson varaþingmaður, Jóhann
Geirdal bæjarfulltrúi, Jón Gunnars-
son framkvæmdastjóri, Lúðvík
Bergvinsson alþingismaður, Mar-
grét Frímannsdóttir alþingismaður,
Sigríður Jóhannesdóttir alþingis-
maður, Unnur Kristjánsdóttir kenn-
ari og sr. Önundur Björnsson sókn-
arprestur. Endanlegur framboðslisti
verður ákveðinn á fundi kjördæm-
isráðs í lok þessa mánaðar.
Samfylkingin í
Norðausturkjördæmi
Póstkosning fer fram hjá Sam-
fylkingunni í Norðausturkjördæmi
og lýkur formlega við lokun póst-
húsa í dag, miðvikudag. Á kjörskrá
eru um 1.900 manns og í gær höfðu á
bilinu 50–60% atkvæða skilað sér til
Akureyrar, þar sem talið verður á
laugardag. Reiknað er með að kunn-
gera úrslit að kvöldi laugardagsins.
Kosið er um tvö efstu sæti listans,
sem verða því bindandi ef meira en
helmingur atkvæða er á bakvið þau
sæti. Sjö eru í kjöri, þau sr. Cecil
Haraldsson sóknarprestur, Einar
Már Sigurðarson alþingismaður,
Kristján L. Möller alþingismaður,
Lára Stefánsdóttir sérfræðingur,
Þorgerður Þorgilsdóttir sjúkraliði,
Þorlákur Axel Jónsson kennari og
Örlygur Hnefill Jónsson lögmaður.
Sjálfstæðisflokkurinn í
Norðvesturkjördæmi
Vegna prófkjörs Sjálfstæðis-
flokksins í Norðvesturkjördæmi
verður kosið á 23 stöðum á laug-
ardag. Upplýsingar um kjörstaði og
-tíma má m.a. nálgast á vefsíðu
Sjálfstæðisflokksins en flestir kjör-
staðanna hafa opið frá kl. 10–19. At-
kvæðum verður eftir það safnað
saman til talningar í Borgarnesi,
sem fram fer á sunnudag og úrslit
ættu að liggja fyrir síðdegis þann
dag.
Fram á kjördag geta þeir skráð
sig í flokkinn eða ritað undir stuðn-
ingsyfirýsingu sem vilja greiða at-
kvæði í prófkjörinu. Greiða má at-
kvæði utan kjörfundar í Valhöll í
Reykjavík frá kl. 9 til 17 fram að
kjördegi og einnig á viðkomandi
kjörstöðum.
Kosið er um sex efstu sæti listans
en tíu eru í framboði, þau Birna Lár-
usdóttir bæjarfulltrúi, Einar Krist-
inn Guðfinnsson alþingismaður, Ein-
ar Oddur Kristjánsson
alþingismaður, Guðjón Guðmunds-
son alþingismaður, Jón Magnússon
verkfræðingur, Jóhanna Pálmadótt-
ir bóndi, Ragnheiður Hákonardóttir
bæjarfulltrúi, Skjöldur Orri Skjald-
arson bóndi, Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra og Vilhjálmur
Egilsson alþingismaður.
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn velja á framboðslista fyrir þingkosningarnar næsta vor
Fimm prófkjör hald-
in næsta laugardag
TENGLAR
..............................................
www.samfylking.is
www.xd.is
SMÁRI Geirsson, formaður Sam-
bands sveitarfélaga á Austurlandi,
og Þorvaldur Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri SAA, gengu í gær á
fund Önnu Heiðu Pálsdóttur, nýr-
áðins skrifstofustjóra Alcoa á Ís-
landi, og færðu henni bóm. Óskuðu
þeir henni til hamingju með það að
vera fyrsti starfsmaður Alcoa á Ís-
landi. Á myndinni má sjá Smára
óska Önnu Heiðu til hamingju. „Það
að kona skuli vera ráðin til starfa í
fyrsta starfið er vísir að því sem
koma skal og í samræmi við
áherslur Alcoa á að kyn ein-
staklinga skiptir ekki máli, heldur
hæfileikar viðkomandi,“ sagði
Smári um leið og hann smellti kossi
á Önnu Heiðu.Morgunblaðið/Þorkell
Færðu fyrsta
starfsmanni
Alcoa á
Íslandi blóm
SVONEFNT ígræði, nýyrði
úr tannlæknastétt, á eflaust
eftir að heyrast oft á ársþingi
Tannlæknafélags Íslands,
sem verður sett í dag kl. 18.45
í Smáralind. Þingið er stærsta
ársþing, sem Tannlæknafélag
Íslands hefur haldið á und-
anförnum tveimur áratugum.
Um 170 af 280 starfandi tann-
læknum á Íslandi sækja það,
auk 200 aðstoðarmanna tann-
lækna og 30 erlendra tann-
lækna. Að sögn Bolla Val-
garðssonar, framkvæmda-
stjóra TÍ er ígræði sú gerð
tannlækninga sem tekur hvað
mestum framförum um þess-
ar mundir. Aðalfyrirlesarar
þingsins, Tomas Wilson og
Frank Higginbottom frá Dall-
as í Bandaríkjunum, munu
fjalla um ígræði en þeir eru
að sögn Bolla meðal þeirra
fyrstu til að setja ígræði beint
í rótarstæði strax eftir úr-
drátt tannar. „Sífellt fleiri
velja þessa leið í stað þeirra
lausna sem hafa staðið til
boða hingað til, s.s. gómar og
brýr. En þetta er framtíðar-
lausnin og kemur í stað nátt-
úrulegra tanna,“ segir Bolli.
Ársþingið stendur yfir á
morgun, föstudag milli kl. 9
og 17 og frá 13.30 til 17 á
laugardag. Fjórir innlendir
tannlæknar flytja fyrirlestra
á þinginu, þeir Bjarni Elvar
Pjetursson, Sigurgísli Ingi-
marsson, Árni Þórðarson og
Gísli Vilhjálmsson. Þá flytur
Jóhann Ingi Gunnarsson sál-
fræðingur erindi um árang-
ursrík samskipti á tannlækna-
stofum. Þá verður vörusýning
innflutnings- og þjónustuaðila
tannlæknastéttarinnar í Vetr-
argarðinum í Smáralind, þar
sem 14 aðilar sýna vörur sín-
ar.
Umræða
um ígræði
á tann-
læknaþingi
TÆPLEGA þrítugur karlmaður var í gær dæmd-
ur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex mánaða fang-
elsi fyrir að hafa af gáleysi orðið mannsbani en
hann ók bíl sem lenti í hörðum árekstri við vega-
mót Nesjavallavegar og Hafravatnsvegar í októ-
ber í fyrra. Þrír farþegar í bíl mannsins, tvær
rúmlega tvítugar konur og rúmlega þrítugur karl-
maður, létust af völdum áverka sem þau hlutu í
árekstrinum.
Í dómnum segir að hann hafi ekið of hratt mið-
að við aðstæður og án þess að taka tillits til örygg-
is annarra þegar hann missti stjórn á bifreið sinni
í beygju skammt frá vegamótunum. Bíllinn sner-
ist á veginum og lenti framan á bifreið sem ekið
var í gagnstæða átt. Ökumaðurinn, sem slasaðist
talsvert í árekstrinum, neitaði sök en sagðist ekk-
ert muna eftir slysinu og hann myndi raunar
hvorki eftir vikunni fyrir slysið og né næstu viku
til tíu dögum á eftir. Vitni lýstu því að bifreiðinni
hefði verið ekið á mikilli ferð fram úr öðrum bíl
skömmu fyrir slysið. Bifreiðin hefði síðan lyfst frá
veginum, misst veggrip og snúist í aflíðandi
beygju. Ökumaður bílsins sem kom á móti sagðist
hafa hægt ferðina og verið því sem næst kyrr þeg-
ar bílarnir skullu saman. Engar óyggjandi upplýs-
ingar eru til um hraða bílsins en lögregla fól
Magnúsi Þór Jónssyni, prófessor í véla- og iðn-
aðarverkfræði að reikna út sennilegan hraða bíls-
ins, miðað við gögn málsins. Taldi hann líklegast
að bifreiðinni hefði veriðekið á 136 kmhraða í
beygjunni. Ökumaðurinn var einnig ákærður fyrir
vörslu á fíkniefnum en á slysadeild fundust 5 e-
töflur og lítilræði af hassi í vasa hans. Engin sönn-
unarfærsla fór fram í dómnum vegna þessa
ákæruliðar og var maðurinn því sýknaður af
þessu kæruatriði.
Í maí sl. var maðurinn dæmdur í tveggja ára
fangelsi fyrir skjalafals og fjársvik og var dóm-
urinn nú hegningarauki við þann dóm. Héraðs-
dómur taldi brot mannsins vítaverð og dæmdi
hann í sex mánaða fangelsi en hámarksrefsing
fyrir að valda manni bana af gáleysi er sex ár.
Dóminn kváðu upp Guðjón St. Marteinsson hér-
aðsdómari sem var dómsformaður, Friðgeir
Björnsson, dómsstjóri og dr. Jens Bjarnason
verkfræðingur. Hilmar Ingimundarson hrl. var
skipaður verjandi mannsins en Þorsteinn Skúla-
son, fulltrúi sótti málið f.h. ákæruvaldsins.
Héraðsdómur dæmir í máli þar sem þrír létust á Nesjavallavegi
Ökumaður var dæmdur í
sex mánaða fangelsisvist