Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÖGUR prófkjör fara fram hjá Samfylkingunni næsta laugardag vegna komandi alþingiskosninga og eitt hjá Sjálfstæðisflokknum. Í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjör- dæmi, þar sem lista verður stillt upp, er Samfylkingin með prófkjör og hjá Sjálfstæðisflokknum er það í Norðvesturkjördæmi. Úrslit í þess- um prófkjörum ættu að liggja fyrir um eða eftir miðnætti á laugardag en ekki fyrr en síðdegis á sunnudag hjá Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin í Reykjavík Sameiginlegt prófkjör verður hjá Samfylkingunni í Reykjavík meðal flokksbundinna félagsmanna. Kosið er um átta efstu sæti þessa lista en að prófkjöri loknu geta frambjóð- endur valið í hvort kjördæmið þeir fara í, norður- eða suðurkjördæmið. Kjörskrá verður opin fram á kjör- dag á laugardag þar sem fólk getur skráð sig í flokkinn. Kosið verður með rafrænum hætti í félagshúsi Þróttar í Laugardal frá kl. 11 til 22 um kvöldið en einnig verður boðið upp á „gamla lagið“, þ.e. prentaða kjörseðla. Talning fer fram í Þrótt- arhúsinu og búist við að úrslit geti jafnvel verið komin fyrir miðnætti. Utankjörstaðakosning fer fram á skrifstofu Samfylkingarinnar að Austurstræti 14 fram að kjördegi þar sem opið er til kl. 20 á kvöldin. Þrettán eru í kjöri í Reykjavík, þau Ágúst Ólafur Ágústsson, há- skólanemi og formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir alþingismað- ur, Birgir Dýrfjörð rafvirkjameist- ari, Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður, Guðrún Ögmunds- dóttir alþingismaður, Einar Karl Haraldsson ráðgjafi, Helgi Hjörvar varaborgarfulltrúi, Hólmfríður Garðarsdóttir aðjúnkt, Jakob Frí- mann Magnússon tónlistarmaður, Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður, Mörður Árnason íslensku- fræðingur, Sigrún Grendal, formað- ur Félags tónlistarkennara, og Össur Skarphéðinsson, alþingismað- ur og formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingin í Suðvesturkjördæmi Kjörskrá vegna prófkjörs Sam- fylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi er opin til kl. 18 í dag en kosið verður á laugardag um sex efstu sæti listans. Kosning telst bindandi ef viðkomandi frambjóðandi fær helm- ing atkvæða eða meira. Sérstakri valnefnd ber að leggja fram tillögu um fullskipaðan lista á kjördæmis- ráðsfundi laugardaginn 23. nóvem- ber næstkomandi. Utankjörstaðakosning fer fram á skrifstofu Samfylkingarinnar að Austurstræti í Reykjavík fram að kjördegi frá kl. 13–17 og á fimmtu- dag og föstudag í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði og Þinghóli í Kópavogi frá kl. 17–19. Einnig verður hægt að kjósa utan kjörfundar á kjörstöðun- um á laugardag, sem eru fimm tals- ins. Í Alþýðuhúsinu og Þinghóli verður kosið frá kl. 10–20, í Mýr- arhúsaskóla á Seltjarnarnesi og í Hlégarði í Mosfellsbæ frá kl. 10–18 og í Hofsstaðaskóla í Garðabæ frá kl. 14–18. Félagar í Bessastaða- hreppi geta kosið í Hafnarfirði. Reiknað er með að birta fyrstu tölur kl. 22 á kosningavöku í Þinghóli og endanleg úrslit um eða upp úr mið- nætti. Ellefu eru í kjöri í Suðvesturkjör- dæminu, þau Ásgeir Friðgeirsson blaðamaður, Bragi J. Sigurvinsson prófdómari, Guðmundur Árni Stef- ánsson alþingismaður, Jón Kr. Ósk- arsson loftskeytamaður, Jónas Sig- urðsson lagerstjóri, Katrín Júlíusdóttir ráðgjafi, Rannveig Guð- mundsdóttir alþingismaður, Stefán Bergmann dósent, Valdimar Leó Friðriksson framkvæmdastjóri, Þorlákur Oddsson bifreiðastjóri og Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingis- maður. Samfylkingin í Suðurkjördæmi Hjá Samfylkingunni í Suðurkjör- dæmi hefur kjörskrá verið lokað þar sem rúmlega þrjú þúsund manns hafa skráð sig. Kosið er á ellefu stöð- um á laugardag frá kl. 9 til 17 og nánari upplýsingar um kjörstaði má nálgast á vefsíðu Samfylkingarinn- ar. Utankjörstaðakosning fer fram á skrifstofu flokksins í Reykjavík, auk þess sem hægt verður að kjósa utan kjörfundar á laugardaginn á kjör- stöðunum ellefu líkt og í Suðvest- urkjördæmi. Selfyssingur staddur í Eyjum á kjördag getur kosið þar, svo dæmi sé tekið. Búist er við að úr- slit úr prófkjörinu liggi fyrir um miðnætti en talið er á Hótel Selfossi. Kosið er um fjögur efstu sæti listans en átta frambjóðendur hafa gefið kost á sér. Þau eru Björgvin G. Sigurðsson varaþingmaður, Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi, Jón Gunnars- son framkvæmdastjóri, Lúðvík Bergvinsson alþingismaður, Mar- grét Frímannsdóttir alþingismaður, Sigríður Jóhannesdóttir alþingis- maður, Unnur Kristjánsdóttir kenn- ari og sr. Önundur Björnsson sókn- arprestur. Endanlegur framboðslisti verður ákveðinn á fundi kjördæm- isráðs í lok þessa mánaðar. Samfylkingin í Norðausturkjördæmi Póstkosning fer fram hjá Sam- fylkingunni í Norðausturkjördæmi og lýkur formlega við lokun póst- húsa í dag, miðvikudag. Á kjörskrá eru um 1.900 manns og í gær höfðu á bilinu 50–60% atkvæða skilað sér til Akureyrar, þar sem talið verður á laugardag. Reiknað er með að kunn- gera úrslit að kvöldi laugardagsins. Kosið er um tvö efstu sæti listans, sem verða því bindandi ef meira en helmingur atkvæða er á bakvið þau sæti. Sjö eru í kjöri, þau sr. Cecil Haraldsson sóknarprestur, Einar Már Sigurðarson alþingismaður, Kristján L. Möller alþingismaður, Lára Stefánsdóttir sérfræðingur, Þorgerður Þorgilsdóttir sjúkraliði, Þorlákur Axel Jónsson kennari og Örlygur Hnefill Jónsson lögmaður. Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi Vegna prófkjörs Sjálfstæðis- flokksins í Norðvesturkjördæmi verður kosið á 23 stöðum á laug- ardag. Upplýsingar um kjörstaði og -tíma má m.a. nálgast á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins en flestir kjör- staðanna hafa opið frá kl. 10–19. At- kvæðum verður eftir það safnað saman til talningar í Borgarnesi, sem fram fer á sunnudag og úrslit ættu að liggja fyrir síðdegis þann dag. Fram á kjördag geta þeir skráð sig í flokkinn eða ritað undir stuðn- ingsyfirýsingu sem vilja greiða at- kvæði í prófkjörinu. Greiða má at- kvæði utan kjörfundar í Valhöll í Reykjavík frá kl. 9 til 17 fram að kjördegi og einnig á viðkomandi kjörstöðum. Kosið er um sex efstu sæti listans en tíu eru í framboði, þau Birna Lár- usdóttir bæjarfulltrúi, Einar Krist- inn Guðfinnsson alþingismaður, Ein- ar Oddur Kristjánsson alþingismaður, Guðjón Guðmunds- son alþingismaður, Jón Magnússon verkfræðingur, Jóhanna Pálmadótt- ir bóndi, Ragnheiður Hákonardóttir bæjarfulltrúi, Skjöldur Orri Skjald- arson bóndi, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Vilhjálmur Egilsson alþingismaður. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn velja á framboðslista fyrir þingkosningarnar næsta vor Fimm prófkjör hald- in næsta laugardag TENGLAR .............................................. www.samfylking.is www.xd.is SMÁRI Geirsson, formaður Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi, og Þorvaldur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri SAA, gengu í gær á fund Önnu Heiðu Pálsdóttur, nýr- áðins skrifstofustjóra Alcoa á Ís- landi, og færðu henni bóm. Óskuðu þeir henni til hamingju með það að vera fyrsti starfsmaður Alcoa á Ís- landi. Á myndinni má sjá Smára óska Önnu Heiðu til hamingju. „Það að kona skuli vera ráðin til starfa í fyrsta starfið er vísir að því sem koma skal og í samræmi við áherslur Alcoa á að kyn ein- staklinga skiptir ekki máli, heldur hæfileikar viðkomandi,“ sagði Smári um leið og hann smellti kossi á Önnu Heiðu.Morgunblaðið/Þorkell Færðu fyrsta starfsmanni Alcoa á Íslandi blóm SVONEFNT ígræði, nýyrði úr tannlæknastétt, á eflaust eftir að heyrast oft á ársþingi Tannlæknafélags Íslands, sem verður sett í dag kl. 18.45 í Smáralind. Þingið er stærsta ársþing, sem Tannlæknafélag Íslands hefur haldið á und- anförnum tveimur áratugum. Um 170 af 280 starfandi tann- læknum á Íslandi sækja það, auk 200 aðstoðarmanna tann- lækna og 30 erlendra tann- lækna. Að sögn Bolla Val- garðssonar, framkvæmda- stjóra TÍ er ígræði sú gerð tannlækninga sem tekur hvað mestum framförum um þess- ar mundir. Aðalfyrirlesarar þingsins, Tomas Wilson og Frank Higginbottom frá Dall- as í Bandaríkjunum, munu fjalla um ígræði en þeir eru að sögn Bolla meðal þeirra fyrstu til að setja ígræði beint í rótarstæði strax eftir úr- drátt tannar. „Sífellt fleiri velja þessa leið í stað þeirra lausna sem hafa staðið til boða hingað til, s.s. gómar og brýr. En þetta er framtíðar- lausnin og kemur í stað nátt- úrulegra tanna,“ segir Bolli. Ársþingið stendur yfir á morgun, föstudag milli kl. 9 og 17 og frá 13.30 til 17 á laugardag. Fjórir innlendir tannlæknar flytja fyrirlestra á þinginu, þeir Bjarni Elvar Pjetursson, Sigurgísli Ingi- marsson, Árni Þórðarson og Gísli Vilhjálmsson. Þá flytur Jóhann Ingi Gunnarsson sál- fræðingur erindi um árang- ursrík samskipti á tannlækna- stofum. Þá verður vörusýning innflutnings- og þjónustuaðila tannlæknastéttarinnar í Vetr- argarðinum í Smáralind, þar sem 14 aðilar sýna vörur sín- ar. Umræða um ígræði á tann- læknaþingi TÆPLEGA þrítugur karlmaður var í gær dæmd- ur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex mánaða fang- elsi fyrir að hafa af gáleysi orðið mannsbani en hann ók bíl sem lenti í hörðum árekstri við vega- mót Nesjavallavegar og Hafravatnsvegar í októ- ber í fyrra. Þrír farþegar í bíl mannsins, tvær rúmlega tvítugar konur og rúmlega þrítugur karl- maður, létust af völdum áverka sem þau hlutu í árekstrinum. Í dómnum segir að hann hafi ekið of hratt mið- að við aðstæður og án þess að taka tillits til örygg- is annarra þegar hann missti stjórn á bifreið sinni í beygju skammt frá vegamótunum. Bíllinn sner- ist á veginum og lenti framan á bifreið sem ekið var í gagnstæða átt. Ökumaðurinn, sem slasaðist talsvert í árekstrinum, neitaði sök en sagðist ekk- ert muna eftir slysinu og hann myndi raunar hvorki eftir vikunni fyrir slysið og né næstu viku til tíu dögum á eftir. Vitni lýstu því að bifreiðinni hefði verið ekið á mikilli ferð fram úr öðrum bíl skömmu fyrir slysið. Bifreiðin hefði síðan lyfst frá veginum, misst veggrip og snúist í aflíðandi beygju. Ökumaður bílsins sem kom á móti sagðist hafa hægt ferðina og verið því sem næst kyrr þeg- ar bílarnir skullu saman. Engar óyggjandi upplýs- ingar eru til um hraða bílsins en lögregla fól Magnúsi Þór Jónssyni, prófessor í véla- og iðn- aðarverkfræði að reikna út sennilegan hraða bíls- ins, miðað við gögn málsins. Taldi hann líklegast að bifreiðinni hefði veriðekið á 136 kmhraða í beygjunni. Ökumaðurinn var einnig ákærður fyrir vörslu á fíkniefnum en á slysadeild fundust 5 e- töflur og lítilræði af hassi í vasa hans. Engin sönn- unarfærsla fór fram í dómnum vegna þessa ákæruliðar og var maðurinn því sýknaður af þessu kæruatriði. Í maí sl. var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir skjalafals og fjársvik og var dóm- urinn nú hegningarauki við þann dóm. Héraðs- dómur taldi brot mannsins vítaverð og dæmdi hann í sex mánaða fangelsi en hámarksrefsing fyrir að valda manni bana af gáleysi er sex ár. Dóminn kváðu upp Guðjón St. Marteinsson hér- aðsdómari sem var dómsformaður, Friðgeir Björnsson, dómsstjóri og dr. Jens Bjarnason verkfræðingur. Hilmar Ingimundarson hrl. var skipaður verjandi mannsins en Þorsteinn Skúla- son, fulltrúi sótti málið f.h. ákæruvaldsins. Héraðsdómur dæmir í máli þar sem þrír létust á Nesjavallavegi Ökumaður var dæmdur í sex mánaða fangelsisvist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.