Morgunblaðið - 07.11.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.11.2002, Qupperneq 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TUTTUGU manns fórust í gær- morgun þegar tveggja hreyfla Fokker 50-skrúfuþota frá félaginu Luxair brotlenti í mikilli þoku á akri um 10 kílómetra frá Findel- flugvelli í Lúxemborg. Tveimur var bjargað á lífi úr flaki vélarinn- ar en þeir eru báðir í lífshættu. Vélin var að koma frá Berlín og voru fimmtán þeirra sem í vélinni voru Þjóðverjar, fimm voru frá Lúxemborg og tveir Frakkar. Flugstjóri vélarinnar, sem er frá Lúxemborg, komst af en ekki er vitað um þjóðerni hins sem komst lífs af. Þrír voru í áhöfn, hinir nítján voru farþegar. Vélin hrapaði við bæinn Nieder- anven, austan við flugvöllinn. Svörtu kassarnir svonefndu, sem geyma upplýsingar um flug vél- arinnar, fundust á slysstaðnum í gær og voru óskemmdir, að sögn Henri Grethen, samgöngumálaráð- herra landsins. „Flestir farþegarn- ir dóu vegna höggsins við árekst- urinn,“ sagði Grethen en eldur kom upp í flakinu. Talsmaður Luxair segir að ekk- ert liggi enn fyrir um hugsanlega orsök slyssins en hann benti þó á að dimm þoka hefði verið á flug- vallarsvæðinu, skyggni mun hafa verið um 100 metrar. Þá sagði Guy Schuller, talsmaður ríkisstjórnar Lúxemborgar, að þokan hefði án efa átt þátt í slysinu. Slík veð- urskilyrði eru hins vegar ekki óal- geng á þeim slóðum. Ekki mun hafa borist neyðarkall frá flug- manninum. Grethen sagði hann hafa fengið leyfi til að lenda en síðan hafi vélin horfið af ratsjá. Flugumferð til og frá flugvell- inum í Lúxemborg hófst aftur eftir þriggja klukkutíma hlé eftir slysið, sem varð laust eftir klukkan níu að íslenskum tíma. Luxair sagðist hins vegar hafa kyrrsett þrjár aðr- ar Fokker 50-vélar, sem eru í flota félagsins, að minnsta kosti fram á fimmtudag. Leigubílstjóri, sem varð fyrstur á vettvang eftir slysið, reyndi án árangurs að bjarga farþegum úr vélinni en varð frá að hverfa vegna eldsins. „Dyrnar að stjórnklefan- um voru opnar. Ég heyrði hrópað inni,“ sagði Guillaume Wainachter við fréttamann AFP-fréttastofunn- ar. „Ég fór nær vélinni til að reyna að bjarga fólkinu. Undarlegur há- vaði heyrðist og skyndilega varð allt eitt eldhaf. Ég varð að hörfa frá í snatri. Hrópin hættu að heyr- ast,“ sagði hann. Flugvélin, sem gat borið 50 far- þega, var nýkomin úr vikulangri skoðun en hún var tekin í notkun árið 1991. Var það þjónustufyr- irtæki Luxair sem framkvæmdi skoðunina og lauk henni á mánu- dag. Svipað slys og í gær varð 15. september 1995 þegar Fokker 50- flugvél brotlenti á þorpi í Borneó og þá fórust 34. Flugvélarnar voru framleiddar af hollenska fyrirtæk- inu Fokker Aviation en það varð gjaldþrota árið 1997. Nokkrar vél- ar af sömu gerð eru í flota Flug- félags Íslands. Tuttugu fórust í Lúxemborg er farþegavél hrapaði Reuters Björgunarmenn bera af slysstað lík eins þeirra, sem fórust með flugvélinni.         ! "#$%% &  '$( ') $*  '  +  , & +- &  %  $ +.! "#      /012234 ( ')   $   Lúxemborg. AFP. AÐ MINNSTA kosti 12 manns létust og níu slösuðust er eldur kom í fyrri- nótt upp í hraðlest á leið frá París til Vínar. Er þetta mesta járnbrautar- slys í Frakklandi í fimm ár. Slökkviliðsmenn huga hér að brunnum vögnum en svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í stjórn- borði í svefnvagni og borist þaðan í tvo klefa. Var hann svo ákafur, að þar brann allt, sem brunnið gat. Hinir látnu eru fimm Bandaríkja- menn, þar af tvö börn, þrír Þjóð- verjar, rússnesk hjón, Ungverji og Grikki. Níu voru flutt á sjúkrahús með reykeitrun og brunasár. Þegar lestin rann út af lestarstöð- inni í Nancy tóku starfsmenn þar eftir því, að reyk lagði út úr svefn- vagninum. Létu þeir strax af því vita og rufu rafmagn til lestarinnar, sem stöðvaðist þegar. Slökkviliðs- menn, sem komu strax á vettvang, fengu hins vegar ekkert að gert. Tólf lét- ust í elds- voða í lest AP ÞRÍR íslenzkir flugmenn starfa hjá Luxair, Atli Thoroddsen og Kristján Hallgrímsson eru flugmenn á Fokker 50-flugvélum fé- lagsins – eins og þeirri sem fórst í gær – og Ólöf Dís Þórðardóttir, sem flýgur Boeing 737-þotu. Í samtali við Morgun- blaðið segir Atli allar Fokk- er-vélar Luxair hafa verið kyrrsettar eftir slysið, að minnsta kosti fram á daginn í dag, en vélin sem fórst var ein fjögurra Fokker 50-véla sem notaðar voru í áætl- unarflugi félagsins. „Við fáum nánar að vita á morg- un [í dag] hvað verður um framhaldið,“ segir Atli. „Það eru náttúrulega allir í miklu losti út af þessu,“ segir Atli, sem áður starfaði hjá Flugleiðum en tók til starfa hjá Luxair fyrir mán- uði. „Samfélagið er lítið hérna og flestir einhvern veginn tengdir, svipað og við þekkjum heima á Ís- landi.“ Fokker- vélar Luxair kyrrsettar LÁVARÐADEILD breska þings- ins samþykkti í gær, að fólk í sam- búð, þar á meðal samkynhneigðir, mætti ættleiða börn. Kom niður- staðan mjög á óvart enda hafði deildin fellt frumvarpið fyrir tæp- um mánuði. Lagafrumvarpið var samþykkt eftir snarpar og tilfinningaþrungn- ar umræður með 215 atkvæðum gegn 184. Alan Milburn, heilbrigð- isráðherra Bretlands, sagði í gær, að samþykktin myndi auðvelda mörgum börnum á upptökuheim- ilum að eignast gott heimili en nú- gildandi lög leyfa aðeins hjónum eða einstaklingum að ættleiða börn. Verður frumvarpið að lögum er Elísabet drottning hefur und- irritað það. Áfall fyrir Duncan Smith Iain Duncan Smith, leiðtogi Íhaldsflokksins, barðist hart gegn frumvarpinu en við atkvæða- greiðslu í neðri deildinni greiddu átta þingmenn flokksins atkvæði með því og 30 sátu hjá. Er litið á það sem hreina ögrun við hann og forystu hans og hefur það kynt undir nýjum vangaveltum um framtíð hans í leiðtogasætinu. Í fyrradag sakaði hann suma í þingflokknum um að grafa vísvit- andi undan sér og sagði, að Íhalds- flokksins biði nú það eitt að „sam- einast eða deyja“. Breska lávarðadeildin samþykkir umdeild lög Samkyn- hneigðir mega ætt- leiða börn London. AFP. ÞINGIÐ í Íran samþykkti í gær með miklum meirihluta lagafrumvarp, sem sviptir íhaldssamt klerkaráð rétti til að ákveða hverjir megi bjóða sig fram í kosningum og hverjir ekki. Einn af helstu harðlínumönnunum lýsti hins vegar strax yfir, að frum- varpið yrði ómerkt, og gerði lítið úr hótunum um, að þá myndu Mo- hammad Khatami, forseti landsins, og langflestir þingmenn segja af sér. Frumvarpinu er beint gegn klerkaráðinu, sem hefur vald til þess að ómerkja lög og ráða flestu, sem það vill ráða í landinu. Líta margir á samþykktina sem síðustu tilraun Khatamis og umbótasinna hans til að klekkja á klerkaveldinu. Umbótasinnar hafa einnig boðað annað frumvarp, sem miðar að því að gefa Khatami rétt til að ómerkja dóma, sem taldir eru fara í bága við stjórnarskrána, og refsa þeim, sem þá kveða upp. Er þar um að ræða at- lögu gegn harðlínumönnum í dóms- kerfinu, sem nota dómsvaldið mis- kunnarlaust gegn umbótasinnuðu fólki, ekki síst fréttamönnum. Golam-Hossein Elham, einn helsti frammámaður í klerkaráðinu, sagði í gær, að báðum þessum frumvörpum yrði vísað á bug. Þeim væri aðeins ætlað að greiða götuna fyrir „gagn- byltingarmönnum“ og þeim, sem væru andvígir klerkunum. Ali Tajernia, umbótasinnaður þingmaður, svaraði þessu og sagði, að tæki íranskur almenningur „gagnbyltingarmenn“ fram yfir klerkana, þá hefðu klerkarnir enga lögmæta kröfu til valda í landinu. Bandamenn Khatamis hafa hótað, að nái frumvörpin ekki fram að ganga, muni hann og þingheimur segja af sér. Erlendir sendimenn og fréttaskýrendur segja, að það gæti leitt til alvarlegrar kreppu og mik- illar ókyrrðar í landinu. Stefnir í uppgjör í Íran? Teheran. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.