Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. RÚSSNESKIR kornbændur, sem sitja enn einu sinni uppi með um- frambirgðir og vonast til að geta flutt framleiðslu sína út, eiga við að etja fleira en peningaskort og langvinna frægð sem innflytjend- ur. Núna er vandi þeirra af verk- fræðilegum toga. Rússneskar hafnir, sem voru byggðar á þeim tímum er Sovétríkin reiddu sig á innflutt korn til þess að brauðfæða þjóðina, eru hannaðar þannig að kornið getur aðeins flætt í aðra áttina – upp úr skipunum. En nú eru rússneskir bændur, annað árið í röð, að uppskera meira korn en þjóðin þarf á að halda. „Gamla vandamálið, hvar er hægt að fá korn keypt, hefur vikið fyrir nýjum vanda, hvar er hægt að fá korn geymt, hvert er hægt að selja það og hvernig er hægt að koma í veg fyrir að verðið hrynji?“ sagði í rússneska dagblaðinu Argumentíj í faktíj. Rússar hafa ekki staðið frammi fyrir þessum vanda síðan á keisaratímanum, og landbúnaðarsérfræðingar segja landið ekki vel í stakk búið til að takast á við hann. Sérfræðingarnir óttast að um- framkornið muni flæða yfir heima- markaðinn í Rússlandi og leiða til þess að verðið, sem nú þegar er lágt, hrynji gersamlega – eða það sem verra er, kornið verði látið maðka í geymslum og þannig missi menn í iðnaðinum alla hvatningu til að halda áfram framleiðslunni. Alexander Jukis, forseti samtaka rússneskra kornbænda, hefur hvatt stjórnvöld til að skerast í leikinn með því að kaupa eitthvað af uppskerunni og lækka flutn- ingstolla til að auka útflutning. Stjórnvöld virðast ætla að gera hvort tveggja og er búist við að endanleg ákvörðun verði tekin á næstu vikum. Vonast til að flytja út 8,8 milljónir tonna Um þarsíðustu mánaðamót nam kornuppskeran í Rússlandi 94,5 milljónum tonna, samkvæmt upp- lýsingum rússneska landbúnaðar- ráðuneytisins. Vonast stjórnvöld til að geta flutt út um 8,8 milljónir tonna. Í fyrra voru flutt út 6,6 milljón tonn. En í landinu eru ekki fyrir hendi þau tól og tæki sem þarf við umfangsmikinn útflutning. Í höfninni í Novorossísk við Svartahaf, sem gæti verið mikil út- flutningsmiðstöð, var, þar til fyrir fáeinum árum, aðeins notast við kornlyftur sem fluttu kornið í eina átt. Aðeins var skipað upp, ekki út. Það var reyndar ekki mikið mál að gera þær breytingar sem til þurfti, en þetta var gott dæmi um þau vandamál sem við er að etja. Blaðið Jezjenedelníj Zjúrnal greindi frá því nýverið að Rússar ættu einnig á hættu að verða af mörkuðum í Íran vegna þess að þeir eigi enga viðunandi höfn við Kaspíahaf. „Opinbert fjármagn verður að koma til,“ sagði Andrei Syzov, framkvæmdastjóri Sov- Econ, greiningarmiðstöðvar í land- búnaði, á ráðstefnu er haldin var undir heitinu: „Mikil uppskera, mikið vandamál.“ Að koma korninu frá Rússlandi er aðeins hluti vandans. Rússar þurfa einnig að fá alþjóðasam- félagið til að kaupa kornið. Í byrj- un þarsíðasta mánaðar greindu rússneskar fréttastofur frá því að Kanadamenn – sem eru einhverjir mestu kornútflytjendur í heimi – væru að hugleiða að kaupa rúss- neskt korn vegna slæmrar upp- skeru heimafyrir. En Kanada- menn voru fljótir að bera þetta til baka. Rússneskir landbúnaðarsér- fræðingar viðurkenna að korniðað- urinn eigi við eins konar ímynd- arvanda að etja. Gæði vörunnar hafa ekki alltaf verið áreiðanleg og á mörgum erlendum mörkuðum hafa menn einfaldlega ekki áhuga, og líta fremur á Rússland sem inn- flytjanda. Stjórnvöld hafa líka ver- ið sein að gera sér grein fyrir breytingunni, sögðu bændur á fyrrnefndri ráðstefnu. Landbúnað- arfulltrúar eru gjarnan einungis staðsettir í rússneskum sendiráð- um í löndum sem Rússar hafa yf- irleitt keypt korn af, en ekki í þeim löndum sem gætu orðið kaupendur á rússnesku korni. Nýtt eignarhaldsform Helstu úflutningsmarkaðir Rússa eru í Miðausturlöndum, Norður-Afríku og Suður-Evrópu, en Rússar vilja komast inn á fleiri markaði. Sérfræðingar segja að ný eignarhaldsfélög í landbúnaði – er njóta stuðnings rússneskra málm- og olíurisa – kunni að hafa nægan vilja og reynslu til að þoka korn- iðnaðinum í þessa átt. Samyrkjubú frá Sovéttímanum eru enn stærstu aðilarnir í landbúnaði, en ólíkt þeim eru eignarhaldsfélögin rekin áfram af hagnaðarvon. Þá eru einnig bundnar vonir við að ef bú- peningi fari að fjölga í Rússlandi muni aukin fóðurþörf skapa eft- irspurn eftir korni. Ekki gert ráð fyrir útskipun Rússneskir bændur geta ekki losað sig við umframbirgðir af korni Moskvu. AP. ’ Gamla vanda-málið, hvar er hægt að fá korn keypt, hefur vikið fyrir nýjum vanda. ‘ MASOUMEH Soltanbalaqi tekur við fargjaldinu, 3,5 krónum, um leið og farþegarnir stíga um borð, sest síðan undir stýri og leggur af stað. Hún er fyrsta konan í Íran, sem keyrir strætisvagn. Soltanbalaqi, rúmlega hálf- sextug, starfar í borginni Karaj, sem er 40 km vestur af Teheran, höfuðborginni. Konum hefur hing- að til ekki verið gert mjög hátt und- ir höfði í hinu íslamska lýðveldi og því fer fjarri, að öllum löndum hennar sé rótt. Það er hins vegar tvennt, sem vakir fyrir Solt- anbalaqi: Að hafa ofan af fyrir sér og fjölskyldunni og vinna að aukn- um réttindum kvenna. „Konur eru ekki bara húsmæður. Þær geta verið tæknimenn, flug- menn og ökumenn. Hundruð manna sjá mig í þessu starfi dag hvern og það hefur sín áhrif. Þetta er nýtt og það ryður brautina fyrir aðrar konur.“ Meiri réttindi en í arabaríkjunum Síðan Mohammad Khatami var kjörinn forseti Írans 1997 hafa rétt- indi íranskra kvenna verið að aukast smám saman. Í Sádi-Arabíu er konum bannað að aka bíl en það mega þær gera í Íran og njóta auk þess ýmissa annarra réttinda um- fram kynsystur sínar í Sádi-Arabíu og öðrum arabaríkjum. Þær hafa kosningarétt og kjörgengi í kosn- ingum og eru í ýmsum stjórn- unarstöðum. Einn af fimm varafor- setum Khatamis er kona. Eftir sem áður verða konur að beygja sig undir strangar reglur á mörgum sviðum, til dæmis hvað varðar klæðaburð, og þær mega ekki taka þátt í neinum athöfnum, sem þykja óíslamskar. Í þessa múra hafa þó verið höggvin nokkur skörð að undanförnu. Í fyrsta sinn frá byltingunni 1979 hefur íranskt fyrirtæki auglýst vélhjólanámskeið fyrir konur og í september byrjuðu fyrstu konurnar að aka leigubíl í hinni helgu borg Qom. Í Íran er það venjan, að karlmenn setjist fremst í strætisvögnunum en konur aftast. Er það gert til að koma í veg fyrir hugsanlega snert- ingu milli karls og konu eins og lög- in mæla fyrir um. Í bílnum hennar Soltanbalaqi er þessu öfugt farið, þar setjast konurnar fremst en karlarnir aftast. Mikilvægt að tilraunin takist Soltanbalaqi ekur bílnum milli háskólans í Karaj og lestarstöðv- arinnar og flestir farþeganna eru námsmenn. Lotfollah Hemmati, einn af yfirmönnum samgöngumála í borginni, segir, að það hafi verið með ráðum gert að láta hana að- allega aka menntuðu fólki. Hætta væri á, að hún yrði fyrir aðkasti á öðrum leiðum en miklu skipti að þessi tilraun tækist vel. Sumum Írönum finnst sem Solt- anbalaqi sé boðberi nýrra tíma en öðrum finnst starfið hennar nið- urlægjandi fyrir kvenþjóðina. Það sé ekkert kvenmannsverk að keyra strætisvagn og auðmýkjandi að sjá konu skipta um dekk eða gera við. Unga fólkið er hins vegar á öðru máli. „Konur láta til sín taka á æ fleiri sviðum. Á aðeins einum áratug hef- ur orðið hér róttæk, samfélagsleg breyting,“ segir námsmaðurinn Ali Tahmasebi og ástæðuna segir hann vera kjör Khatamis sem forseta fyr- ir fimm árum. Fetar kannski í fótspor mömmu Eiginmaður Soltanbalaqi var með sinn eigin fólksflutningabíl en þegar hann veiktist á níunda ára- tugnum tók hún við akstrinum. Hélt hún því áfram eftir að maður henn- ar lést og nú hleypur eldri dóttir hennar, Zahra Moammer, stundum undir bagga með henni sem bíl- freyja. „Það getur vel verið, að ég feti í fótspor mömmu,“ segir Zahra, sem er 21 árs. „Það er mikilvægt að opna augu fólks fyrir réttindum kvenna.“ Hemmati, fyrrnefndur yfirmaður samgöngumála í Karaj, segir, að nú hafi fjórar aðrar konur sótt um starf hjá strætisvögnunum. AP Soltanbalaqi, fyrsta kona, sem keyrir strætisvagn í Íran, tekur við fargjaldinu. Yfirleitt sitja karlarnir fremst en ekki í vagninum hennar Soltanbalaqi. Návígi karla og kvenna er enn bannað í landinu. Táknrænn strætisvagn Með kjöri Mohammad Khat- amis sem forseta fyrir fimm árum hefur orðið róttæk breyting á réttindum íranskra kvenna Karaj. AP. ’ Hundruð mannasjá mig í þessu starfi dag hvern og það hefur sín áhrif. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.