Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 19 AUKIÐ fylgi repúblíkana í kosning- unum í Bandaríkjunum á þriðjudag- inn er til marks um þá breytingu sem orðið hefur á afstöðu almennings til Georges W. Bush forseta síðan hryðjuverkin 11. september í fyrra voru framin. Vinsældir hans nú á miðju kjör- tímabilinu voru einhverjar þær mestu sem bandarískur forseti hefur notið síðan John F. Kennedy 1962. Bush ákvað að hella sér í kosninga- slaginn í trausti þess að hann gæti nýtt persónulegar vinsældir sínar til þess að auka styrk Repúblíkana- flokksins á þinginu. Þetta tókst honum fádæma vel. Á þriðjudagskvöldið náði Bush sögu- legum árangri. Hann átti þátt í því að flokkur hans náði að koma fleiri mönnum að í báðum deildum þings- ins og náði þessum árangri í kosn- ingum á miðju fyrsta kjörtímabili hans. Síðan á tímum borgarastríðs- ins hefur aðeins einum forseta tekist að vinna slíkan sigur á miðju fyrsta kjörtímabili, en það gerði Franklin D. Roosevelt 1934. Glatað tækifæri demókrata Repúblíkanar bættu ekki alveg jafn miklu við sig í kosningunum á þriðjudaginn og demókratar gerðu 1934 og sigur repúblíkana var ekki alger: Demókratar gátu stært sig af því að hafa náð aftur ríkisstjórastól- unum í fjölmennum ríkjum eins og Michigan, Illinois og Pennsylvaníu. Sigur demókrata í þessum ríkjum bætti þó ekki upp vonbrigðin vegna hinna miklu ófara í kosningunum til þingsins. Það var mikið afrek hjá repúblíkönum að ná aftur meirihluta í öldungadeildinni og halda meiri- hlutanum í fulltrúadeildinni nú, þeg- ar kjósendur hafa miklar áhyggjur af efnahagsmálunum. Og demókratar glötuðu þarna mikilvægu tækifæri. Sagan hefur sýnt, að flokkur for- setans tapar þingsætum í kosning- um á miðju kjörtímabili. Það hefur aðeins gerst þrisvar á undanfarinni öld að flokkurinn sem hefur völdin í Hvíta húsinu auki þingmannafjölda sinn á miðju kjörtímabili. En með Bush fremstan í flokki gáfu repúbl- íkanar nú sögunni langt nef. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem flokki for- seta tekst að ná völdum í öldunga- deildinni í kosningum á miðju fyrsta kjörtímabili hans. Og þegar ný- kjörna þingið kemur saman í janúar verður það í fyrsta sinn í hálfa öld sem repúblíkanar hafa völdin í Hvíta húsinu og í báðum deildum þingsins samtímis. Sigur repúblíkana var mikill ágóði af mikilli, pólitískri áhættu sem Bush tók. Hann lagði virðingu sína að veði með því að eyða svo að segja öllum tíma sínum, vikurnar fyrir kosning- arnar, í að berjast fyrir hönd fram- bjóðenda repúblíkana. Hann lét til sín taka í 23 ríkjum, tvisvar í sex þeirra. Hann steig upp á svið með 24 frambjóðendum í ríkjum þar sem mjótt var á mununum og í að minnsta kosti 19 þessara ríkja höfðu repúblíkanar betur á þriðjudaginn. Snerust um leiðtogahlutverkið Þegar leiðtogar repúblíkana fóru sigurhring um morgunþætti sjón- varpsstöðvanna í gærmorgun þökk- uðu þeir ekki síst ötulli kosningabar- áttu forsetans sögulegan árangur. „Ég hafði á tilfinningunni að þetta gæti gerst, en ég verð að segja að þetta fór fram úr björtustu vonum okkar,“ sagði Trent Lott, sem vænt- anlega verður leiðtogi meirihluta repúblíkana í öldungadeildinni. Lott sagði ennfremur að hann teldi að þessar kosningar hefðu snúist um leiðtogahlutverk Bush „og hann kom svo sannarlega fram af heilindum – hann var reiðubúinn til að leggja virðingu sína að veði“. Fráfarandi meirihlutaleiðtogi, demókratinn Tom Daschle, viður- kenndi að þetta hefði verið „erfið nótt“ og sagði að stríðið gegn hryðju- verkastarfsemi og hugsanleg herför gegn Írak hefðu yfirgnæft aðvaranir demókrata um hættumerki í efna- hagslífinu.      "#5  6$ "   ', %78  !"#$!%&'&""($) ! &"*&'&"" *# !+, !#-$#+   '/%0#"          10932 ',! 1 !,+, -23)4 )5264    !"   #7 897 1 !,+,                            !  " # "  " $ "  ..;   .< 897 1 !,+,  =   <;      Bush gaf sögunni langt nef Repúblíkanar við völd í Hvíta hús- inu og báðum þingdeildum í fyrsta sinn í 50 ár Washington. Los Angeles Times, AP. Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.