Morgunblaðið - 07.11.2002, Side 25

Morgunblaðið - 07.11.2002, Side 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 25 ÆFINGAR eru hafnar á nýjum ís- lenskum söngleik, Sól & Mána, eft- ir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson og er frumsýningin fyrirhuguð 11. janúar á 106. af- mælisdegi Leikfélags Reykjavíkur. Uppfærslan er í samvinnu við Ís- lenska dansflokkinn, sem leikur stórt hlutverk í sýningunni. Þetta er ástarsaga og ævintýri með vís- indasöguívafi og hinum ómissandi átökum góðs og ills. Sól er ung kona sem varð fyrir áfalli í bernsku, en Máni er fallinn engill. Bæði eru þau utangarðs í skrýtnu samfélagi og örlög þeirra eru þungamiðjan í söngleiknum. Tónlistin í sýningunni er löngu landsþekkt þar sem öll lögin eru af tveimur plötum Sálarinnar, Annar máni og Logandi ljós sem út komu haustin 2000 og 2001. Það sem ekki kom fram þá var hugmynd Sálarinnar að söngleiknum Sól og Máni, þó að glöggir hefðu greint í lögunum ákveðinn samhljóm og undirliggjandi söguþráð. Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns með Stefáni Hilmarssyni mun spila í sýningunni, en það eru leik- ararnir Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, sem mun fara með hlutverk Sólar, en Bergur Þór Ingólfsson leikur Mána. Arnbjörg útskrifaðist sl. vor úr leiklistardeild listaháskólans og hefur farið með hlutverk Ófelíu hjá Leikfélagi Akureyrar í sýningunni á Hamlet nú í haust. Aðrir leikarar eru Björn Ingi Hilmarsson, Ellert A. Ingimund- arson, Guðmundur Ólafsson, Jó- hanna Vigdís Arnardóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Sveinn Þór Geirsson, Valur Freyr Ein- arsson. Dansarar eru Guðmundur Helgason, Guðmundur Elías Knut- sen, Katrín Ingvadóttir, Katrín Johnson, Tinna Grjetarsdóttir, Peter Anderson, Valgerður Rún- arsdóttir. Leikstjóri er Hilmar Jónsson og tónlistarstjórar Jón Ólafsson/ Guðmundur Jónsson (í Sálinni). Leikmynd hannar Finnur Arnar Arnarsson, búninga Þórunn María Jónsdóttir og um lýsingu sér Elfar Bjarnason. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikarar, dansarar og aðstandendur söngleiksins Sól & Máni saman komin í Borgarleikhúsinu á fyrstu æfingunni. Söngleikurinn Sól & Máni æfður í Borgarleikhúsinu alltaf á föstudögum FIMMTUDAGSTILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Verð áður 14.994 Verð nú 7.995 Ökklaskór kvenna frá ZINDA Litir: Svartur, brúnn, drappaður Str. 36-41

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.