Morgunblaðið - 07.11.2002, Page 29
„HVERN einasta dag þurfum við
að glíma við ákvarðanir af ýmsu
tagi og með nokkrum rétti má
segja að líf manns sé einungis röð
ákvarðana,“ skrifar Sveinn Guð-
marsson um veru sína í Grikk-
landi sem Erasmus-nemi. Hér fer
brot úr frásögn hans, en Sveinn
var einnig fulltrúi Íslands á hátíð-
arsamkomu ESB í Brussel vegna
Erasmus núna í október. Hann er
í guðfræðideild Háskóla Íslands:
„Þótt flestar þeirra [ákvarð-
ana] séu afar smávægilegar ligg-
ur fyrir okkur öllum að afráða
eitthvað sem á eftir að hafa mikla
þýðingu fyrir líf okkar. Ég get
kinnroðalaust sagt að ekkert sem
ég hef ákveðið hefur haft jafn-
ánægjuleg áhrif á líf mitt eins og
að fara til Grikklands sem
Erasmus-nemi.
Sérkennilegt stafróf
Haustið 1997 var ég 23 ára guð-
fræðistúdent sem hafði búið í for-
eldrahúsum alla ævina. Ég vissi
lítið um þetta heillandi land sem
átti eftir að vera heimili mitt
næstu tíu mánuðina og því var ég
að vonum kvíðinn en jafnframt
fullur eftirvæntingar. Allt var svo
frábrugðið því sem ég átti að
venjast, ekki síst tungumálið með
sínu sérkennilega stafrófi. Fyrstu
tvo mánuðina dvaldi ég í borginni
Patra og nam gríska tungu. Þess-
ir tveir mánuðir voru bæði gagn-
legir og umfram allt ánægjulegir.
Ég náði tökum á grundvall-
aratriðum tungumálsins og sömu-
leiðis kynntist ég grískri menn-
ingu og siðum. Síðast en ekki síst
eignaðist ég þar marga góða vini
og við marga þeirra held ég sam-
bandi enn þann dag í dag.
Nokkrum vikum síðar fluttist
ég til Þessalóníku, en svo nefnist
önnur stærsta borg Grikklands og
þar er Aristótelesar-háskólinn,
fjölmennasti háskóli landsins.
Nemendur við skólann eru tífalt
fleiri en við Háskóla Íslands. Mér
leist ekki á blikuna til að byrja
með, allt var með öðrum hætti en
heima og að sjálfsögðu voru fyr-
irlestrar og bækur á grísku.
Vinir frá mörgum
löndum
Vitaskuld fór þó allt á besta
veg, ég komst upp á lagið með
námið, einkum fyrir atbeina
hinna ágætu kennara sem leið-
beindu mér. Það var þeim kapps-
mál að mér liði vel í landinu
þeirra og ég kæmi heim með góð-
ar minningar í farteskinu fremur
en að ég sæti sveittur yfir skrudd-
unum.
Ég lærði margt spennandi við
guðfræðideildina í Þessalóníku
sem ég hefði ekki getað numið
annars staðar. Samt tel ég að þeg-
ar upp er staðið hafi verið lær-
dómsríkara fyrir mig að kynnast
svo mörgu fólki frá ólíkum lönd-
um og raun bar vitni. Þannig voru
mínir nánustu vinir frá löndum á
borð við Írland, Portúgal, Svíþjóð
og Ítalíu sem sýnir glögglega hve
litlu máli landamæri og þjóðerni
þurfa að skipta í samskiptum
fólks. Ennfremur kynntist ég í
bókstaflegri merkingu hve heim-
urinn er lítill þar sem við fé-
lagarnir ferðuðumst vítt og breitt
um nágrannalöndin, ýmist í rútu
eða lest, til dæmis um Tyrkland
og Búlgaríu.
Kynntist verðandi
konu sinni
Það sem var hins vegar best við
þessa dvöl í Grikklandi og án efa
mikilvægast var að ég kynntist
stúlku sem í dag er konan mín.
Rétt eins og ég var hún þátttak-
andi í Erasmus-áætluninni en hún
var þá við nám í breskum háskóla.
Í dag búum við hér á landi en
hyggjum á frekara nám – að sjálf-
sögðu í Evrópu,“ skrifar Sveinn
Guðmarsson.
Frásögn Erasmus-nema í Grikklandi
Nám í ókunnu landi
TENGLAR
............................................
http://www.iris.siu.no/
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 29
Ef þú ert að velta fyrir þér háskólanámi
með vinnu í tölvunarfræði skaltu nýta þér
ráðgjöf kennara tölvunarfræðideildar og
náms ráð gjafa Háskólans í Reykjavík.
Viðtalstímar alla daga kl. 10 – 12.
Umsóknarfrestur er til 8. nóvember.
Allar nánari upplýsingar á www.ru.is og
í síma 510 6200.
Með því að stunda háskólanám með vinnu getur
þú lokið kerfisfræðiprófi HR (60 ein.) á rúmlega
tveimur árum og ákveðið síðar á námstímanum
að ljúka BS prófi (90 ein.) í staðarnámi.
Námsráðgjöf alla daga í þessari viku
kl. 10:00 – 12:00
Háskólanám
Háskólanám með vinnu – þitt tækifæri til að ná lengra
Allar nánari upplýsingar
fást á skrifstofu skólans
í síma 510 6200 og á www.ru.is
Bandamenn Háskólans í Reykjavík
með vinnu
í tölvunarfræði
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
IR
1
92
69
1
1/
20
02
ERASMUS er sá þátturmenntaáætlunar Evrópu-sambandsins sem ætlað-ur er til að auka evrópskt
samstarf á háskólastigi og efla Evr-
ópuvitund háskólafólks; stúdenta,
kennara og annars háskólafólks. Ný-
lega fylltu þeir stúdentar sem hafa
fengið Erasmus-styrk töluna millj-
ón, en af þeim eru þúsund íslenskir
stúdentar. Eftir þetta skólaár verða
Íslendingarnir orðnir 1.300. Til þess
að fagna þessum tímamótum var
svokölluð Erasmus-vika haldin frá
18.–25. október í löndunum 30 sem
eru þátttakendur í Erasmus. Hér
fluttu Erasmus-nemar t.d. sögur af
dvöl sinni erlendis.
Framkvæmdastjórn ESB hélt
einnig upp á þessi tímamót í Brussel
með fulltrúum stúdenta frá þátt-
tökulöndunum og var Sveinn Guð-
marsson, Erasmus-nemi frá guð-
fræðideild Háskóla Íslands, fulltrúi
Íslands. Hann dvaldi í Grikklandi og
má sjá frásögn hans hér á síðunni.
Hugmyndafræðin á bak við
menntaáætlun Evrópusambandsins
er að brjóta niður múra milli landa
með menntun, eða að „sá einn veit er
víða ratar og hefir fjöld um farið“.
Áætlunin er kennd við Sókrates og
lýtur Erasmus þáttur hennar að
æðri menntun, og á Ísland aðild að
henni í gegnum samninginn um Evr-
ópska efnahagssvæðið.
Með dvöl háskólastúdenta erlend-
is lærist margt annað en það sem
kennt er við háskólana; tilfinningin
fyrir tungumálinu verður dýpri og
jafnframt sýnin á Evrópu, heiminn
sem heild og jafnvel lífið sjálft. Eftir
slíka dvöl hafa flestir ofið sér net
vina og sambanda í landinu sem þeir
dvöldu í og jafnvel víðar því oftast
eru stúdentar frá mörgum þjóðum í
hverjum háskóla. Þessi sambönd eru
síðar notuð bæði persónulega og fag-
lega, og er það liður í sameinaðri
Evrópu.
Búseta erlendis og það að læra að
þekkja annað samfélag og tungumál
af eigin raun getur einnig haft afger-
andi áhrif við atvinnuleit. Kannanir
sýna að reynsla sem Erasmus-stúd-
entar öðlast með námi sínu erlendis
hefur komið að góðum notum á
vinnumarkaði og oft ráðið úrslitum
við ráðningu.
Víðtækt samstarf
Erasmus-áætlun Evrópusam-
bandsins var ýtt úr vör árið 1987
með það að markmiði að auka nem-
enda- og kennaraskipti á háskóla-
stigi í aðildarríkjunum. Með slíku
samstarfi var ætlunin m.a. að styrkja
stoðir evrópskrar háskólamenntun-
ar og gera háskóla aðildarríkjanna
færari um að standast vaxandi sam-
keppni á alþjóðavettvangi.
Annað meginmarkmið Erasmus
var að stuðla að aukinni samkennd
og víðtæku samstarfi íbúa ríkjanna.
Íslendingar hófu þátttöku skólaárið
1992–93 og þá fóru fyrstu Erasmus-
stúdentarnir héðan og þeir fyrstu
komu til landsins.
Í upphafi voru aðeins sjö lönd sem
tóku þátt og fjöldi stúdenta fyrsta
árið var um 3.000. Á fyrsta þátttöku-
ári Íslendinga fóru 35 stúdentar utan
en aðeins 3 komu til landsins. Í ár
(02–03) munu um 110.000 stúdentar
frá 30 Evrópulöndum og um 1.800
háskólum nýta sér Erasmus; þar af
hátt í 200 íslenskir, en um 200
Erasmus-stúdentar munu koma til
Íslands.
Margir vilja koma hingað
Íslenskum háskólum hefur gengið
mjög vel að laða til sín Erasmus-
stúdenta og nú er svo komið að í
sumum skólum er tekið á móti fleiri
stúdentum en sendir eru utan.
Erasmus er nú ein þekktasta
áætlun Evrópusambandsins og þyk-
ir lýsandi dæmi um hvað best er
hægt að gera á sviði evrópskrar sam-
vinnu. Sókrates-áætlunin skiptist
annars í 5 meginundirflokka, þ.e.:
háskólamenntun (Erasmus), leik-,
grunn- og framhaldsskólastig
(Comenius), tungumálanám (Ling-
ua), fullorðinsfræðsla (Grundtvig) og
upplýsingatækni í menntamálum
(Minerva).
Skilyrði fyrir Erasmus-stúdenta-
skiptum eru eftirfarandi:
Að hafa lokið minnst 30 einingum,
vera skráð/ur við íslenskan háskóla
sem tekur þátt í Erasmus, að það sé
samningur við gestaskólann, að dval-
ið sé minnst í þrjá mánuði en mest í
tólf, að heimaskólinn samþykki
skiptin og þau námskeið sem fyrir-
hugað er að taka. Umsóknarfrestur
er svo til 15. mars ár hvert. Eyðublöð
eru á heimasíðu Landsskrifstofu
Erasmus.
Þess má að lokum geta að íslensk-
ir háskólar taka einnig þátt í Nor-
dplus sem er norræn stúdenta-
skiptaáætlun sem hefur verið
starfrækt frá 1989. Háskólarnir hér
eru jafnframt með einstaka samn-
inga við hina ýmsu háskóla víða um
heim. Möguleikar stúdenta á því að
taka hluta af námi sínu erlendis hafa
því aukist mikið á undanförnum ár-
um.
Erasmus/Menntaáætlun Evrópusambandsins hefur gefist mjög vel og skapað lifandi tengsl milli skóla hinna ýmsu Evrópulanda.
Erasmus-þáttur áætlunarinnar lýtur að æðri menntun og hafa nú milljón stúdentar skipt um háskóla tímabundið og öðlast nýja
reynslu. Framkvæmdastjórnin hélt upp á þessi tímamót í lok október og fulltrúi Íslands fór á fund til Brussel af þessu tilefni.
TENGLAR
..............................................
www.ask.hi.is/page/erasmus
Stúdentaskiptin æ vinsælli
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hélt upp á það að milljón stúdentar hafa stundað nám í háskólum undir nafni Erasmus. Sveinn Guðmarsson sést
hér á milli Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, og Prodi, forseta framkvæmdastjórnar ESB, um miðja mynd.
Kemur að góð-
um notum á
vinnumarkaði
Evrópu.
Í sumum
háskólum hér
koma fleiri en
sendir eru
utan.