Morgunblaðið - 07.11.2002, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
OKKAR maður er farinnaf stað,“ heyrðist í tal-stöðinni í ómerktum lög-reglubíl sem var lagt í
bílastæði ínágrenni Elliðaárdals-
ins. Með reglulegu millibili bárust
tilkynningar um staðsetningu bíls-
ins, allt frá því maðurinn ók frá
heimili sínu í Garðabæ og þar til
hann náði í félaga sinn í Reykjavík.
Fjórir lögreglumenn á tveimur
ómerktum bílum fylgdust með
ferðum mannanna og á meðan biðu
tveir lögreglumenn átekta í ná-
grenni Elliðaárdals ásamt blaða-
manni Morgunblaðsins sem fékk
að fylgjast með aðgerðum fíkni-
efnadeildar lögreglunnar í Reykja-
vík í gærmorgun.
Þriggja tíma bið
Fíkniefnadeildin hafði fengið
vísbendingu um að verið væri að
rækta kannabisplöntur í kartöflu-
geymslu í Ártúnsholti. Í gærmorg-
un var ákveðið að fylgjast náið með
manninum sem hafði geymsluna á
leigu en hann hefur nokkrum sinn-
um komið við sögu fíkniefnamála.
Snemma morguns komu lögreglu-
mennirnir sér fyrir á sínum „póst-
um“ bæði í nágrenni við heimili
mannsins og í Elliðaárdal, skammt
frá kartöflugeymslunum, og biðu
eftir því að maðurinn færi á stjá.
Lögreglan lét lítið fyrir sér fara,
bílarnir að sjálfsögðu ómerktir og
lögreglumennirnir óeinkennis-
klæddir. Um þremur tímum eftir
að lögreglan kom sér fyrir lagði
maðurinn af stað og ók sem leið lá
upp í Breiðholt til að ná í félaga
sinn. Stuttu síðar komu þeir að
kartöflugeymslunum og fóru inn í
eina geymsluna. Ekki leið á löngu
þar til fyrsti ómerkti lögreglubíll-
inn renndi upp að geymslunni og
fljótlega bættust fleiri í hópinn.
Lögreglumennirnir stigu hljóðlega
út úr bílunum og stilltu sér upp
fyrir framan dyrnar. Ætlunin var
að grípa mennina þegar þeir
kæmu út úr geymslunni en eftir
um 15 mínútur var lögreglunni far-
ið að leiðast biðin. Knúið var dyra
og fljótlega var rifa opnuð. Lög-
reglumennirnir rifu þá hurðina
upp, sveifluðu lögregluskjöldunum
og þustu inn. Sá sem opn
handsamaður við dyrnar e
hans var enn að huga að
isplöntunum þegar lögreg
að honum.
Innst inni í geymslunni v
lítil „gróðurhús“ úr spóna
sem höfðu verið fóðruð me
Inni í þeim var vel á annað
að kannabisplantna sem
komnar vel á legg en ef græ
eru taldir með voru um 200
í kartöflugeymslunni. Bún
var þó fremur frumstæðu
við það sem oft gerist, að sö
reglumannanna. Mennirni
voru færðir í járnum á lö
stöðina við Hverfisgötu þ
þeir voru yfirheyrðir í g
sleppt að því loknu. Við hú
öðrum þeirra fannst lítil
marijúana og nokkrar töf
lögregla lagði hald á, að óg
handbók um hvernig á að
marijúana innanhúss. Und
mannsins fannst veglegur
hnífur.
Fíkniefnalögreglumönnum leiðist stundum biðin
Blómleg kannabi
un í kartöflugey
Hluti af kannabisplöntunum 200 sem fundust í kartöflugeymslu í
túnsholti í gær.
Lögreglan lagði í gær
hald á vel á annað
hundrað kannabis-
plöntur í Reykjavík.
Það sem af er árinu
hefur lögreglan lagt
hald á yfir 800 slíkar
plöntur. Morgunblaðið
fylgdist í gær með
störfum lögreglunnar.
GUNNÞÓRA Ólafsdóttir, nemi í landfræði og
ferðamálafræðum við Háskóla Íslands, er
einn af nokkrum einstaklingum sem hlýtur
Arkímedesarverðlaun Evrópusambandsins í
ár sem veitt verða í München 5. desember nk.
Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1998 og falla í
skaut nema sem leggja stund á grunnnám við
háskóla. Keppendur senda inn verkefni sem
tengjast vísindalegum markmiðum keppn-
innar hverju sinni en Gunnþóra hlýtur verð-
launin fyrir verkefni sem tengist áhrifum
ferðamennsku á náttúru og samfélag.
Verkefni hennar nefnist á íslensku: Nátt-
úruferðamaðurinn; greining á þörfum og við-
horfum ferðamanna gagnvart náttúrunni á
miðhálendi Íslands og vísbendingar varðandi
skipulag á ferðamannastöðum. Verkefnið
vann hún upp úr BS-ritgerð sinni og fleiri
verkefnum.
„Það var Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við
HÍ, sem benti mér á þessa keppni og hvatti
mig eindregið til að taka þátt í henni. Hún
vissi að ég átti efni í handraðanum þar sem ég
er nánast búin að klára BS-ritgerðina mína
sem tengist einu af þemum samkeppninnar í
ár,“ segir Gunnþóra.
Kannaði væntingar til
Landmannalauga og Lónsöræfa
„Ég tók þá ákvörðun að ég hefði engu að
tapa og fyrst verið væri að hvetja mig til þátt-
töku ætti ég að taka áskoruninni. Ég dagsetti
umsóknina 2. febrúar sem er afmælisdagur
sonar míns og ég taldi að það myndi færa mér
lukku. Það virðist hafa virkað,“ segir hún.
Verkefnin þurfa að standast mjög strangar
gæðakröfur um frumleika og innlegg í fræði-
lega umræðu auk þess að hafa gildi fyrir Evr-
ópuþjóðir.
Sérfræðingar fara yfir verkefnin og þurfa
þau að fá að lágmarki 80 stig af 100 mögu-
legum til að komast í undanúrslit.
Í lok maí var henni tilkynnt að hún væri
komin í undanúrslit og 18. október sl. voru
úrslitin kunn. Hún hlýtur að launum 34 þús-
und evrur, rúmar þrjár milljónir ísl. króna,
sem eiga að nýtast henni við að byggja upp
vísindaferil sinn.
Markmið verkefnisins sem hún sendi inn
er að afla upplýsinga um hvaða upplifun
ferðamenn sækjast eftir á hálendi Íslands.
Gunnþóra segi að slíkar upplýsingar séu
nauðsynlegar til þess að hægt sé að vinna að
heildarstefnumótun og skipulagi ferða-
mennsku á svæðinu, sporna gegn neikvæðum
áhrifum hennar og stuðla að sjálfbærri ferða-
mennsku. Í slíku stefnumótunarferli þurfi að
beina sjónum að öllum áhrifaþáttum ferða-
mennskunnar, þ.e. hvað sé boðlegt nátt-
úrunni, samfélaginu, efnahagnum og ferða-
mönnunum sjálfum.
Í verkefni sínu gerir Gunnþóra samanburð
á viðhorfum og væntingum ferðamanna til
uppbyggingar og þjónustu á tveimur fjölsótt-
um ferðamannastöðum á hálendinu, Land-
mannalaugum og Lónsöræfum, og kannar
hvort mu
hvata, m
lendinu
hætti; ga
Helst
ferðame
víðerni,
þurfa fer
meiri up
Lónsöræ
bygging
sem ósn
Gunnþ
ferðamá
lifun hál
séu alls e
þeir mis
þar um á
urstöðum
hraða þu
Nemi í HÍ hlýtur Arkímedesarverðlaun ESB fyr
Ferðamenn á
hálendi ekki
einsleitur hópur
Gunnþó
SIGUR REPÚBLIKANA
Sigur repúblikana í þingkosning-um í Bandaríkjunum á þriðju-dag var um margt óvæntur.
Sögulega séð eru fá dæmi um að flokk-
ur sitjandi forseta bæti við sig fylgi á
miðju kjörtímabili forsetans.
Repúblikanar höfðu meirihluta í
fulltrúadeildinni fyrir kosningarnar á
þriðjudag og bættu við sig nokkrum
þingsætum. Raunar hefur það einung-
is gerst tvisvar sinnum í kosningum til
fulltrúadeildarinnar frá lokum þræl-
astríðsins. Það var árið 1934 er
Franklin D. Roosevelt var forseti og
árið 1998 í forsetatíð Bill Clintons.
Repúblikanar endurheimtu einnig
meirihluta sinn í öldungadeildinni er
þeir misstu í júní á síðasta ári er
James M. Jeffords, öldungadeildar-
þingmaður frá Vermont, sagði skilið
við flokkinn. Var það í fyrsta skipti í
stjórnmálasögu Bandaríkjanna að
flokkur missti meirihluta í deildinni á
milli kosninga.
Örfá dæmi eru um það í sögu Banda-
ríkjanna að flokkur sitjandi forseta
bæti við sig sætum í öldungadeildinni
á miðju kjörtímabili forsetans líkt og
nú átti sér stað. Það gerðist til dæmis í
kosningunum 1962 er John F. Ken-
nedy var forseti og árið 1971 í forseta-
tíð Richards Nixons.
Þessi úrslit eru fyrst og fremst mik-
ill pólitískur sigur fyrir George W.
Bush forseta. Þrátt fyrir að framan af
þessu ári hafi fátt bent til að repúblik-
anar ættu möguleika á að sigra í kosn-
ingunum lagði hann mikið undir og tók
virkari þátt í kosningabaráttunni víðs
vegar um Bandaríkin en flestir áttu
von á. Það voru ekki síst hinar miklu
persónulegu vinsældir forsetans er
tryggðu repúblikönum sigur í kosn-
ingunum.
Kjör Bush var mjög umdeilt á sínum
tíma vegna kosningaklúðursins á
Flórída fyrir tveimur árum. Hann hef-
ur hins vegar náð að festa sig í sessi
meðal bandarískra kjósenda. Er það
fyrst og fremst framgöngu hans í kjöl-
far atburðanna ellefta september á síð-
asta ári að þakka. Þrátt fyrir að margir
töldu lítið til Bush koma fram af reynd-
ist hann búa yfir miklum leiðtogahæfi-
leikum þegar á reyndi. Hann hefur
sýnt styrk og festu í baráttunni gegn
hryðjuverkum og kænsku í samskipt-
um við pólitíska andstæðinga. Segja
má að það hafi reynst eitt helsta póli-
tíska vopn forsetans hversu vanmetinn
hann hefur verið af andstæðingum sín-
um.
Þrátt fyrir vinsældir forsetans var
þó talið líklegt að kjósendur myndu
ekki styðja flokk hans í þingkosning-
unum vegna stöðu efnahagsmála. For-
setinn virðist hafa lítið annað fram að
færa í efnahagsmálum en þá miklu
skattalækkun er knúin var í gegn fyrr
á árinu. Stjórn hans hefur ekki megnað
að auka hagvöxt og litlar líkur þykja á
að efnahagslífið taki kipp á næstunni.
Þá hafa fjölmörg hneykslismál í banda-
rísku viðskiptalífi dregið úr trausti
fjárfesta á bandarískum hlutabréfum.
Þegar upp er staðið virðast áhyggjur
kjósenda af hryðjuverkum og Írak
hafa vegið þyngra en áhyggjur af stöðu
efnahagsmála.
Repúblikanar munu ráða ferðinni í
bandarískum stjórnmálum fram að
næstu kosningum og ættu því að geta
komið stefnumálum sínum á framfæri.
Þeir munu einnig eiga auðveldara með
að knýja í gegn tilnefningar í embætti
og stöður, t.d. við dómstóla.
Það gæti hins vegar reynst skamm-
góður vermir ef repúblikönum tekst
ekki að koma hjólum efnahagslífsins í
gang á nýjan leik. Þeir ráða nú vissu-
lega yfir báðum deildum þingsins en
meirihluti þeirra er naumur. Þegar
næst verður gengið til kosninga eru
líkur á að hefðbundin kosningamál á
borð við efnahagsmál verði efst í hug-
um kjósenda.
ÞYNGRI REFSINGAR FYRIR
KYNFERÐISBROT GEGN BÖRNUM
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð-herra hefur lýst því yfir á Alþingi
að hún muni á yfirstandandi þingi
leggja fram frumvarp til breytinga á
hegningarlöggjöfinni. Þar verður m.a.
kveðið á um að refsirammi vegna kyn-
ferðisbrota gegn börnum og ungling-
um verði hækkaður. Þetta er í sam-
ræmi við tillögur refsiréttarnefndar,
sem í sumar sem leið lagði m.a. til að
það skyldi varða allt að 12 ára fangelsi
ef einstaklingur eldri en 18 ára hefur
mök við barn yngra en 15 ára.
Þessi ákvörðun ráðherra er ánægju-
efni. Morgunblaðið hefur lýst þeirri
skoðun að bil væri að skapast milli
dóma dómstólanna og réttarvitundar
borgaranna, ekki sízt í kynferðis-
brotamálum. Það á bæði við um brot
gegn börnum, en einnig hrottafengnar
nauðganir og annars konar kynferð-
islegt ofbeldi. Skoðun blaðsins hefur
verið að annaðhvort yrði að víkka
refsirammann og jafnvel kveða á um
ákveðna lágmarksrefsingu fyrir til-
tekin brot eða þá dómstólar að fella
dóma sem væru í meira samræmi við
þunga dóma í öðrum málum, t.a.m.
fíkniefnamálum.
Ráðherra hyggst í sama frumvarpi
leggja til aukna vitnavernd, en í
skýrslu refsiréttarnefndar var hvatt
til þess að fórnarlömbum mansals yrði
veitt vernd, þannig að þau geti snúið
sér til lögregluyfirvalda án þess að ótt-
ast um líf og limi. Sólveig segist aftur á
móti ekki reiðubúin að svo stöddu að
fara að tillögu nefndarinnar um að
vændi í framfærsluskyni verði ekki
refsivert, þótt ýmis rök hnígi í þá átt.
Vonandi fylgir sú breyting þó fljót-
lega í kjölfarið. Einstaklingar, sem
stunda vændi sér til framfærslu, eru í
flestum tilfellum fórnarlömb misnotk-
unar af ýmsu tagi. Það að vændi sé
refsivert hvetur þetta fólk ekki til að
leita sér hjálpar og bent hefur verið á
að nær væri að gera þann verknað
refsiverðan að kaupa vændisþjónustu
og nýta þar með neyð þess, sem neyð-
ist til að selja sig. Í skýrslu refsirétt-
arnefndarinnar kom fram að með því
að fella út ákvæði um refsingar fyrir
vændi í framfærsluskyni væri ekki
verið að lögleiða vændi og var þar lögð
megináherzla á að koma lögum yfir
„vændismiðlarana“. Eins og Þorgerð-
ur Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, benti á í um-
ræðum á Alþingi í fyrradag, er líka ill-
mögulegt að greina á milli þess hvað er
vændi í framfærsluskyni og hvað ekki.