Morgunblaðið - 07.11.2002, Side 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 35
FRÁ fornu fari hefur læknishjálp
og heilbrigðisþjónusta beinst fyrst
og fremst að því að lækna þá sem
sjúkir eru og menn leituðu helst ekki
læknis nema þeir væru alvarlega
veikir og illa haldnir. Þetta hefur
breyst í áranna rás og nútíma heil-
brigðisþjónusta beinir sjónum sínum
í æ meira mæli að því að koma í veg
fyrir sjúkdóma eða þá að koma í veg
fyrir alvarlegar afleiðingar sjúk-
dóma sem fólk kann að hafa. Þessi
aðferð hefur almennt verið kölluð
forvarnir eða fyrirbyggjandi læknis-
fræði og hefur til skamms tíma þótt
góð latína hér sem annars staðar. Jó-
hann Ágúst Sigurðsson prófessor
hefur í viðtölum í Morgunblaðinu og
ljósvakamiðlum varpað fram þeirri
spurningu hvort við séum að ganga
of langt í fyrirbyggjandi læknisfræði
og beina sjónum heilbrigðisþjónustu
of mikið að heilbrigðu fólki. Spurn-
ingin er góð, en svarið flókið.
„Betra er heilt en vel gróið“ segir
máltækið og vissulega vildum við
hvert og eitt fremur gangast undir
fyrirbyggjandi rannsóknir og með-
ferð heldur en að fá alvarlega sjúk-
dóma. Vandinn í fyrirbyggjandi
læknisfræði er hins vegar að iðulega
þarf að skoða og rannsaka marga
heilbrigða til að finna þá sem eru í
aukinni áhættu fyrir tiltekinn sjúk-
dóm eða afleiðingar sjúkdóms. Því
getur verið að margir einstaklingar
sem munu aldrei fá tiltekinn sjúk-
dóm gangist undir skoðanir og rann-
sóknir með tilheyrandi kostnaði og
fái jafnvel ráðleggingar um meðferð
eða lífsstílsbreytingar sem koma
þeim í raun ekki að notum.
En hvernig á að meta gagnsemi
forvarnaaðgerða og lækninga á móti
kostnaði og hugsanlegu tjóni af slík-
um aðgerðum? Þetta er hægt að
mæla með fjöldarannsókn sem skoð-
ar annars vegar umfang og kostnað
við forvarnaaðgerðir eða lækningar
og hins vegar það heilsufarslega
gagn eða ógagn sem af því leiðir.
Heilsufarslega útkomu má mæla á
ýmsan hátt. Ein aðferð sem hefur
verið notuð byggist á mælieiningu
sem mætti kalla „Eitt lífsgæðaár“ og
kallast á ensku „Quality adjusted life
year“. Í stuttu máli er mælieiningin
eitt ár með miklum lífsgæðum og
spurningin er hvað það kostar að
veita einum einstaklingi eitt ár með
lífsgæðum, þ.e. góðri líðan og heil-
brigði.
Eitt lífsgæðaár tekur ekki bara til
lífs og dauða heldur einnig til þess
hversu gott lífið er það árið, þ.e.
laust við sjúkdómseinkenni og fötl-
un. Þannig er hægt að nota þetta
mat til að meta árangur í tengslum
við sjúkdóma sem valda fötlun, en
e.t.v. ekki dauða, svo sem augnsjúk-
dóma, geðsjúkdóma, gigt og fleira.
Þetta mat má líka nota á árangur alls
konar lækningaaðgerða, bæði for-
varnaaðgerða sem og annarra lækn-
inga, raða þeim upp í kostnaðarlista
og bera saman árangur þeirra á
þessum mælikvarða. Jonathan Jav-
itt, prófessor við Georgetown-há-
skólann í Bandaríkjunum, hefur
rannsakað hvernig ýmsar læknisað-
gerðir koma út á þessum skala. Í
grein sem hann birti í Annals of
Internal Medicine árið 1996 kemur
fram að eitt lífsgæðaár kostar 3.190
Bandaríkjadali í forvarnaaðgerðum
gegn blindu í sykursýki, 5.100 dali í
kransæðaaðgerðum og 250.000 dali
við lifrarígræðslu, eins og sjá má í
töflunni. Með slíkar upplýsingar í
höndunum er tiltölulega auðvelt fyr-
ir heilbrigðisyfirvöld að ákveða
hvaða læknisaðgerðir og forvarnaað-
gerðir hafi forgang og hverjar
skyldu sitja á hakanum. Vandinn er
hins vegar sá að því fer fjarri að slík-
ar upplýsingar og útreikningar liggi
fyrir um allar forvarnaaðgerðir og
læknisverk sem unnin eru. Ákvarð-
anir um forgangsröðun eru því oft
teknar án þess að slíkar upplýsingar
liggi fyrir og þá er hægt að efast um
réttmæti einstakra aðgerða.
Túlka má orð Jóhanns Ágústs Sig-
urðssonar þannig að hann kalli eftir
slíkum upplýsingum um forvarna-
verkefni sem unnin eru á Íslandi.
Þetta er rétt krafa og forsenda þess
að fjármunum heilbrigðisþjónustu sé
varið þar sem þeir nýtast best. Þetta
kallar á fræðilega úttekt og faralds-
fræðilegar rannsóknir á læknisað-
gerðum og forvarnaverkefnum sem
unnin eru eða fyrirhuguð á Íslandi.
Slík fræðileg úttekt og undirbún-
ingsvinna er að mörgu leyti svipuð
hönnunarvinnu í mannvirkjagerð
þar sem eyrir í undirbúningi getur
sparað krónu í framkvæmdinni.
Heilbrigðisyfirvöld þurfa að leggja
meiri áherslu á fræðilegar úttektir
og árangursmælingar í heilbrigðis-
þjónustu. Slíkar rannsóknir hafa
hingað til verið stundaðar af vanefn-
um af einstökum fræðimönnum og
læknum, og einungis á sumum svið-
um heilbrigðisþjónustu, en upp og
ofan hvort niðurstöður séu nýttar í
framkvæmd.
Tafla:
Kostnaður við eitt lífsgæðaár við
ýmsar læknisaðgerðir
(Javitt et al., Ann Int. Med
124:164; 1996)
Aðgerð kostnaður
(Bandaríkjadalir)
Blinduforvarnir í sykursýki 3.190
Kransæðaaðgerð 5.100
Leit að skjaldkirtilssjd. í nýfæddum 5.460
Öflug („intensive“) insúlínmeðferð 19.987
Berklaleit í skólum (Bandar.) 53.000
Blóðskilun á spítala (nýrnabilun) 65.000
Lifrarígræðsla 250.000
Forvarnir eða
sjúkdómavæðing?
Eftir Einar
Stefánsson
„Heilbrigð-
isyfirvöld
þurfa að
leggja meiri
áherslu á
fræðilegar úttektir og
árangursmælingar í
heilbrigðisþjónustu.“
Höfundur er prófessor við lækna-
deild Háskóla Íslands.
EXTRAVAGANT
HÁRNÁKVÆMUR MASKARI SEM
MARGFALDAR AUGNHÁRIN.
MÖGNUÐ AUGNHÁR, ÞÉTT, LÖNG OG AÐSKILIN.
Helena Rubinstein er sérfræðingur í augnháralitum.
Nú er kominn nýr magnaður maskari á markaðinn.
Útsölustaðir: Ársól Grímsbæ, Gullbrá Nóatúni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Hygea Kringlunni,
Hygea Laugavegi 23, Libia Mjódd, Mist Spönginni, Sara Bankastræti 8, Sigurboginn Laugavegi 80,
Andorra Strandgötu Hafnarfirði, Bylgjan Hamraborg Kópavogi, Hygea Smáralind, Fína Háholti Mosfellsbæ.
Landið: Hjá Maríu Glerártorgi Akureyri, Snyrtistofan Jara Hafnarstræti 104 Akureyri,
Bjarg Stillholti 14 Akranesi, Hilma Garðarsbraut 18 Húsavík, Konur og Menn Hafnarstræti 9 Ísafirði,
Myrra Austurvegi 4 Selfossi, Miðbær Miðstræði 14 Vestmannaeyjum.
w
w
w
.h
el
en
ar
ub
in
st
ei
n.
co
m
!"
#
$ %%%$
$
!
"
#$%
& '
!( "
!
!!
)$ $) *!" +
$) $) * "
$) ) ,( "
&'
( )
*
'
'
$ ( '
' )
++ +
)
'
,
)
')*
'
$
)
(
( ) '
,
)
*
+ '
,
* '
$
!
"
#
$%
# $
%!
&
% '"
(
)
&
(
) %) - %) &) .""!
'
)
) -
' ' ' .
-
*
$ & )
' ,
*
$ /
') ) '
)
*$
* +
!
% ,
!
(
-
. ,
!
/0
(
-
&) /) *0( 1!
'
*
-+
-
' , (
++ $ . ' '
)
)
,
(
,$
)
,
'
,
* )
* ,
' ( )
*$
1
&
% 2"!
% .0
3
&
% 2
-
)
0 4
&
%
&%
-
2"
0'
'
1 2$ '
( 1 3 /$ 4
Úr • Skart • Silfurborðbúnaður
www.erna.is
Ársskeið
sterling silfur
Tilvalin gjöf
við öll tækifæri
Sif gullsmíðaverkstæði
Laugavegi 20b
s. 551 4444
Gull- og silfursmiðjan Erna
Skipholti 3 s. 552 0775
Verð 5.900
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Brandtex fatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Stretchbuxur kr. 2.90
Konubux r frá kr. 1.790
ragtir, kjólar,
blús ur og pils.
Ódýr nát fatna