Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN
36 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞESSARI spurningu má oft sjá
svarað hiklaust játandi. En smá-
virkjanir eru þær virkjanir nefndar
á alþjóðavísu sem hafa uppsett afl 10
MW eða minna. Það segir sig auðvit-
að sjálft að umhverfisáhrif einnar 10
MW virkjunar eru langoftast minni
en einnar 100 MW virkjunar. En
mér vitanlega hefur enginn sýnt
fram á að samanlögð umhverfisáhrif
hundrað 10 MW virkjana séu al-
mennt minni en samanlögð áhrif tíu
100 MW virkjana, eða með öðrum
orðum að umhverfisáhrif á aflein-
ingu, eða orkueiningu séu minni hjá
smáum virkjunum en stórum.
Verulegur þáttur í umhverfis-
áhrifum vatnsaflsvirkjana er það
land sem fer undir uppistöðulón,
enda þótt fleira komi vissulega til.
Meðfylgjandi mynd sýnir niðurstöðu
könnunar á vegum Alþjóðabankans
á því hjá 166 vatnsaflsvirkjunum af
mismunandi stærð víðsvegar um
heim 1. Tölurnar sýna meðalland-
notkun undir lón á MW í hverjum
stærðarflokki. Í ljós kom að stærð
lóns á hverja afleiningu fór vaxandi
með minnkandi afli virkjunar þegar
á heildina er litið. Í myndina hefur
Kárahnjúkavirkjun verið bætt til
samanburðar. Athyglisvert er að í
henni er lónastærðin á hvert MW
aðeins rúmlega áttundi hluti af með-
altalinu í hennar stærðarflokki sam-
kvæmt athugunum Alþjóðabankans.
Því veldur hin mikla fallhæð hennar.
Enda þótt könnun Alþjóðabank-
ans nái aðeins niður í 100 MW mæla
öll rök með því að smærri virkjanir
séu enn landfrekari á uppistöðulón,
reiknað á hvert MW. Það bendir aft-
ur til þess að svarið við spurning-
unni í fyrirsögn þessa greinarkorns
ráðist af því hvort æskilegra þyki að
dreifa umhverfisáhrifum vatnsafls-
virkjana á mörg svæði með tak-
mörkuðum áhrifum á hverju en að
þau séu á færri svæðum en þá meiri
á hverju þeirra um sig. Ekki sýnist
sjálfgefið að hið fyrra sé æskilegra
því að í heild fer meira land undir lón
hjá smávirkjunum en þeim stærri
fyrir sama heildarafl. Og ekki fer á
milli mála að orkan frá smávirkjun-
unum er dýrari þegar á heildina er
lítið.
1. Goodland R., 1995: How to distinguish
better hydro from worse: the environmental
sustain-ability challenge for the hydro ind-
ustry. The World Bank. Efni þessarar könn-
unar er reifað í grein eftir þá Dominique Egré
og Joseph C. Milewski í nóvemberhefti tíma-
ritsins „Energy Policy“ 2002, þaðan sem efnið
í ofangreinda mynd er tekið.
Eru smávirkjan-
ir umhverfis-
vænni en stærri?
Eftir Jakob
Björnsson
„Og ekki fer
á milli mála
að orkan frá
smávirkj-
ununum er
dýrari þegar á heildina
er litið.“
Höfundur er fyrrverandi orku-
málastjóri.
Prófkjör
Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði
nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram-
bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir
liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is.
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur
brugðist af hörku við þeim fullyrð-
ingum að ríkisstjórnin sé að skatt-
leggja lífeyrisþega og lágtekjufólk
meira en góðu hófi gegnir og vísar til
þess að slík skattlagning sé afrakst-
ur bættra kjara þessa hóps og góð-
æris. Þessi röksemd dugir ekki til að
kveða niður þau rök sem sýna fram á
aukna skattbyrði og dæmin eru
mörg.
Skatturinn hirðir tekjuaukann
Á heimasíðu Rafiðnaðarsambands
Íslands, rafis.is, gefur að líta eitt
slíkt dæmi. Þar er greint frá því að
tiltekinn hópur lífeyrisþega í lífeyr-
issjóðnum Lífiðn hafi fengið um 15%
hækkun á greiðslum úr sjóðnum.
Þessi hækkun þýðir að maður sem
fékk 85.000 krónur á mánuði frá
sjóðnum fær í dag 100.000 krónur.
Vakti hækkunin að vonum mikla
lukku á meðal sjóðfélaga – þar til
skattlagningin kom til sögunnar en
þegar til kom hækkuðu ráðstöfunar-
tekjur mannsins í dæminu að ofan
einungis um 2.436 krónur! Ástæð-
urnar eru skattlagning upp á 5.800
krónur og lækkun tekjutryggingar
um 6.750 krónur. Í þessu tiltekna
dæmi fóru semsagt 85% af tekjuauk-
anum í vasa fjármálaráðherra.
Skattbyrði vísitölu-
fjölskyldunnar
Á heimasíðu minni hinn 20. októ-
ber síðastliðinn vakti ég í pistli at-
hygli á þeirri þróun sem skattapóli-
tík ríkisstjórnarinnar hefur leitt af
sér en Alþýðusamband Íslands hefur
dregið þennan samanburð fram á
mjög sláandi hátt. Þeir sem hafa
lægstu tekjur og þeir sem hafa milli-
tekjur bera sífellt aukna skattbyrði
en hinir sem miklar eignir eiga og
hærri tekjur hafa greiða minna til
samneyslunnar. Fólk með mörg
börn á heimili þarf oft að vinna mikið
til að endar nái saman, að ekki sé tal-
að um ungt fólk sem er bæði að ala
upp börn og koma þaki yfir höfuðið.
Þessi hópur býr við mikla skattbyrði
sem ekki er líðandi og verður að taka
enda. Með því að taka upp auðlinda-
gjald fyrir nýtingu auðlinda landsins
væri unnt að skapa svigrúm til að
lækka skatta á einstaklinga og er þá
mikilvægt að snúa sér fyrst að lág-
tekjuhópum og þeim sem hafa milli-
tekjur. Skattbreytingar ríkisstjórn-
arinnar vegna fyrirtækja fela það í
sér að tekjuhæstu fyrirtækin bera
mest úr býtum vegna breytinganna,
en þau sem hafa litlar tekjur en
marga starfsmenn fá auknar byrðar
í formi hærra tryggingagjalds. Í síð-
astnefnda hópnum eru oft á tíðum
þekkingarfyrirtækin sem byggjast
fyrst og fremst á starfsmönnum og
þeim auði sem í hugvitinu felst. Rík-
isstjórnin er svo sannarlega á rangri
leið.
Skattar – ríkis-
stjórn á rangri leið
Eftir Bryndísi
Hlöðversdóttur
Höfundur er formaður þingflokks
Samfylkingarinnar.
„Ríkis-
stjórnin er
svo sann-
arlega á
rangri leið.“
VEGAMÓTASTÍGUR
Til sölu er þetta nýlega glæsilega 211 fm verslunarhúsnæði á
einni hæð. Húsnæðið selst í einu lagi en er í dag skipt niður á 3
eignarhluta. Í einum hluta húsnæðisins, sem telst vera 127 fm, er
glæsilega innréttaður veitingastaður og selst hann með öllum inn-
réttingum. Verð 44 millj.
SÍÐUMÚLI
Til sölu er mjög gott 325 fm at-
vinnuhúsnæði á jarðhæð. Hús-
næðið er tvískipt, annars vegar
185 fm mjög gott og snyrtilegt
iðnaðarpláss með 2 háum inn-
keyrsludyrum og hins vegar
120 fm fallegt verslunarrými,
sem er í leigu.
ÚRRÆÐALEYSI í velferðar-
kerfinu er eitt helsta viðfangsefni
þjóðmálaumræðunnar. Þó verjum
við gríðarlegum fjárhæðum til vel-
ferðarþjónustu og stundum er eins
og sjálfvirkur vöxtur hennar sé
óstöðvandi. Fyrir vikið höfum við
færst ört nær amerísku leiðinni með
því að plástra sárin með gjöldum hér
og gjöldum þar.
Uppbygging velferðarkerfis á lið-
inni öld einkennist af stofnanavæð-
ingu og þróun sérhagsmunahópa og
fyrirtækja sem byggja afkomu sína á
kerfinu.
Ákvarðanataka og forgangsröðun
miðast æ meir við hagsmuni og þarf-
ir stofnana, fyrirtækja og sérhags-
munahópa en ekki notendanna
sjálfra. Þannig skerum við við nögl
stuðning við lífeyrisþega svo veldur
fjölda þeirra heilsuspillandi fátækt.
Hins vegar spörum við í litlu við að
mæta afleiðingunum, heilsuleysi,
með fjárframlögum til stofnana, sér-
fræðinga og fyrirtækja.
Annað ágætt dæmi um þetta er
hve skammt okkur hefur miðað í að
veita fólki, einkum fötluðum og öldr-
uðum, nægilegan stuðning til að það
geti sem lengst búið á heimili sínu.
En stofnanir til að mæta þeirri þörf
sem þessi skortur skapar reisum við
í gríð og erg. Er þó bæði miklu
manneskjulegra og hagkvæmara að
mæta þörfum fólksins heima hjá því.
Á nýrri öld þurfum við að snúa
þessu kerfi við. Færa völd og áhrif til
notenda, í samráði við félagsþjón-
ustu og heilsugæslu, um hvernig
þjónusta hverjum og einum hentar
best. Við verðum að hefja til vegs
hugmyndina um sjálfsbjörg og sjálf-
ræði notenda, því velferðarkerfinu
eins og öðrum kerfum hættir til að
gera notendurna háða sér. Það ger-
um við best með því að auka beinan
stuðning við þá sem höllum fæti
standa og skapa þeim þannig almenn
skilyrði til heilbrigðs lífs.
Ný öld –
ný hugsun
Eftir Helga
Hjörvar
Höfundur er frambjóðandi í
prófkjöri Samfylkingarinnar
í Reykjavík.
„Aukum
beinan
stuðning
við þá sem
höllum fæti
standa“.
!" #$
$ %!"
& '
( !"
(
(
FRAMBOÐ Jakobs Frímanns
Magnússonar í flokksvali Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík eru góð
tíðindi fyrir íslensk
stjórnmál. Nái
hann kjöri til þing-
setu mun það
breikka til muna
litrófið meðal al-
þingismanna. Nýjar
og nauðsynlegar
áherslur fengju þar loksins kær-
kominn og öflugan talsmann.
Íslendingar eru hámennntuð
þjóð og hafa jafnframt sýnt það og
sannað, ekki síst á undanförnum
áratugum, að þeir eiga fullt erindi
til stórra verka í afþreyingar- og
vitundariðnaði, svo dæmi sé tekið.
Þeir hafa unnið stóra sigra í tón-
list og annarri listsköpun og getið
sér gott orð víða fyrir hug-
myndaauðgi og ferskleika. Spurn-
ingin er hvernig við getum nýtt
best það afl sem býr í lands-
mönnum og jafnframt stuðlað með
því að fögru og uppbyggilegu
mannlífi á Íslandi þar sem ein-
staklingar og sköpunargáfa þeirra
fær að njóta sín til fulls. Meðal
nágrannaþjóða hefur ýmislegt ver-
ið gert til þess að stuðla að slíku
mannlífi og verðmætasköpun. Írar
hafa til dæmis breytt skattalög-
gjöf sinni á þann veg að hún laðar
að atgervisfólk í kvikmynda- og
tónlistariðnaði. Þetta geta Íslend-
ingar líka gert með litlum til-
kostnaði en með verulegum ávinn-
ingi.
Möguleikarnir eru víða fyrir
hendi. Jakobi Frímanni Magn-
ússyni er ákaflega vel treystandi
til þess að kanna þessa möguleika
og sjá til þess að þeir verði nýttir
til hins ýtrasta. Hann er því mik-
ilvægur fulltrúi nýrra tíma. Ég vil
hvetja allt samfylkingarfólk til
þess að veita honum góða kosn-
ingu á laugardaginn kemur.
Jakob Frímann er
fulltrúi nýrra tíma
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleið-
andi skrifar:
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111