Morgunblaðið - 07.11.2002, Síða 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 37
NÚ stendur yfir prófkjör þar
sem margir eru kallaðir en fáir
verða útvaldir. Þá ríður á að velja
gott fólk á lista; fólk
sem alþýðan treyst-
ir til góðra verka;
fólk sem sýnt hefur
í verki að því er
treystandi. Einn
þessara frambjóð-
enda er Rannveig
Guðmundsdóttir, sem nú sækist
eftir fyrsta sætinu á lista Samfylk-
ingarinnar í sínu kjördæmi. Af
löngum kynnum mínum af Rann-
veigu og verkum hennar veit ég að
hún vinnur sín verk af heilindum
og dugnaði. Þau eru ófá velferð-
armálin sem hún hefur lagt nafn
sitt við. Af mörgum góðum verkum
hennar vil ég sérstaklega nefna
baráttu hennar fyrir bættri lög-
gæslu – en Rannveig hefur rétti-
lega bent á að löggæslumál í kjör-
dæmi hennar hafa ekki fylgt þróun
mannfjölda undanfarin ár. Ég býð
Rannveigu velkomna í hóp þeirra
fjölmörgu landsmanna sem fara
fram á eflingu löggæslu en víst er
að í þeim hópi eru ekki margir
þingmenn – jafnvel þótt löggæslu-
mál séu eitt mesta hagsmunamál
almennings.
Ég hvet fólk til að veita Rann-
veigu brautargengi í komandi kosn-
ingum svo hún megi hér eftir sem
hingað til halda áfram að berjast
fyrir góðum málefnum á þingi í
þágu almennings.
Rannveig berst
fyrir góðum mál-
efnum
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir skrifar:
NÚ á laugardaginn göngum við
Samfylkingarfólk í Reykjavík að
prófkjörsborði til að velja þá ein-
staklinga sem skipa
munu framboðslista
okkar í alþingiskosn-
ingunum í vor.
Margt mjög fram-
bærilegt fólk býður
sig fram en ég vil
vekja sérstaka at-
hygli á Guðrúnu Ögmundsdóttur
sem setið hefur á Alþingi síðustu
fjögur ár. Guðrún starfaði innan
borgarstjórnar Reykjavíkur og í
fjögur ár sátum við saman í borg-
arstjórnarflokki Reykjavíkurlistans.
Guðrún starfaði þar m.a. í félags-
málaráði borgarinnar, sem er um
margt vandasamt verk. Hún sýndi
það í borgarstjórn og síðar á Alþingi
að hún er réttsýnn stjórnmálamaður
sem hefur barist fyrir mörgum góð-
um framfaramálum. Það er mjög
mikilvægt að þingmannahópur Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík hafi
breiða skírskotun og ég tel að Guð-
rún Ögmundsdóttir eigi hiklaust er-
indi til að vera áfram í þeim hópi.
Látum hennar rödd heyrast áfram á
Alþingi.
Ég styð Guðrúnu
Ögmunds
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
borgarfulltrúi skrifar:
ÍSLAND er lítið og Íslendingar
fámennir. Við státum af gríðarlegri
náttúrufegurð, dugmiklu fólki og
skipum okkur í hóp ríkustu þjóða
heims. Flest erum við elsk að land-
inu okkar og þótt margt bendi til
þess að grasið sé miklu grænna hin-
um megin, þá þraukum við þorrann
því hér viljum við búa. Hins vegar er
lífið endalaus barátta og alltaf má
betur gera. Þess vegna verðum við
að spyrja okkur dag hvern í hvernig
samfélagi við viljum búa, hver okkar
framtíðarsýn sé – og það er einmitt
þetta sem stjórnmálin snúast um.
Það liggur í eðli manna að keppast
við að skapa sér umhverfi sem býður
upp á sem best lífskjör og sem mesta
vellíðan. En þeir sem um stjórnar-
taumana halda virðast hafa gleymt
sér eitt augnablik, eða fleiri, og
stundum er eins og þeir muni ekki að
þeir eru kjörnir fulltrúar allra Ís-
lendinga – ekki bara sumra.
Því þegar við horfum nú yfir leik-
svið íslensks veruleika blasir við sú
staðreynd að á meðan lítill hópur
vildarvina lifir í vellystingum, búa
aðrir hópar í samfélaginu við mjög
kröpp kjör og alls enga vellíðan, þeir
líða jafnvel skort. Fjölmiðlar skýra
okkur frá því að fátækt á Íslandi fari
vaxandi og slík samfélagssýn mis-
býður minni siðgæðisvitund. Hún er
mér alls ekki að skapi. Fátækt á Ís-
landi er staðreynd sem óhætt er að
draga fram í dagsljósið. Stór hluti
aldraðra, öryrkja og fatlaðra fer á
mis við lífsins gæði og á bágt með að
njóta þess sem Ísland hefur upp á að
bjóða.
Eitt af því sem veldur fátækt þess-
ara hópa er óréttlátt og ógagnsætt
skattkerfi. Ef þeir sem minna mega
sín reyna að bjarga sér og sýna
sjálfsbjargarviðleitni, er þeim refsað
með tekjutengingu bóta sem er í
raun tvísköttun. Meðalaldur fólks
fer hækkandi og á komandi árum
mun þjóðfélagið enn frekar þurfa á
því að halda að sem flestir leggi sitt
af mörkum til samfélagsins. Við höf-
um ekki efni á því að dæma ákveðna
hópa samfélagsins úr leik með kerfi
sem brýtur niður vilja, sjálfstraust
og sjálfsvirðingu fólks.
Taka þarf til gagngerrar endur-
skoðunar jaðarskatta á lágtekjufólk
og lífeyrisþega. Miðað við alla þá
umræðu sem átt hefur sér stað, virð-
ist mér einnig löngu tímabært að
hækka persónuafsláttinn. Skatta-
stefna stjórnvalda er á skjön við fólk-
ið í landinu og lýsir viðhorfum vald-
hafa til minnihlutahópa í sam-
félaginu.
Okkur ber skylda til að nota þau
tæki sem við höfum til að rétta kjör
þeirra þjóðfélagshópa sem standa
höllum fæti í samfélaginu. Höfum
samhjálp að leiðarljósi og gerum öll-
um kleift að njóta þeirra gæða sem
landið okkar hefur upp á að bjóða.
www.sigrungrendal.is
Skattar á
skjön við fólk
Eftir Sigrúnu
Grendal
Höfundur er þátttakandi í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Reykjavík.
„Það liggur í
eðli manna
að keppast
við að skapa
sér umhverfi
sem býður upp á sem
best lífskjör og sem
mesta vellíðan.“
ÞAÐ hefur stundum verið sagt að
hægt sé að segja margt um sam-
félagið af því hvernig komið er fram
við aldraða og öryrkja. Staða öryrkja
á Íslandi er slæm, sérstaklega ungra
öryrkja sem hafa aldrei haft nein
tækifæri til að safna í lífeyri. Hópur
aldraðra hefur einnig verið dæmdur
úr leik í samfélaginu sökum fátæktar
og nú kemur í ljós, samkvæmt blaða-
greinum lækna, að sjúklingar búi við
,,stríðsástand“ á sjúkrahúsum.
Breytt forgangsröðun
Stjórnmál snúast ætíð um for-
gangsröðun. Forgangsröðun ríkis-
stjórnarinnar sést vel gagnvart öldr-
uðum sem þurfa að búa við afar
ósanngjarna skattlagningu á lífeyri.
Við sjáum forgangsröðunina gagn-
vart öryrkjum og bótaþegum og
landbúnaðarkerfið fær meira fjár-
magn frá ríkinu, beint og óbeint, en
allir framhaldsskólar landsins og
Háskóli Íslands samanlagt.
Kjósendur eiga að meta stjórn-
málaflokka eftir þeirri forgangsröð-
un sem þeir sýna í reynd. Heilsu-
gæsla á að vera fremst í
forgangsröðuninni ásamt mennta-
málum, langt á undan Þjóðmenning-
arhúsum, starfslokasamningum,
jarðgöngum, búvörusamningum,
japönskum sendiráðum og fleira í
þeim dúr sem við höfum þurft að
horfa upp á í tíð núverandi ríkis-
stjórnar.
Veljum velferð fólksins
Sóknarfæri Samfylkingarinnar
eru gríðarleg með réttri forgangs-
röðun. Við eigum að vera stjórn-
málaflokkur einstaklinga, einyrkja
og smærri fyrirtækja sem byggja á
mannauði. Þessir aðilar eiga ekkert
skjól í öðrum stjórnmálaflokkum
enda heldur tekjuskattur einstak-
linga ríkinu uppi mun meira en áður
á sama tíma og skattar stórfyrir-
tækja lækka.
Við eigum að fylkja okkur að baki
neytendum og vera í fararbroddi í
neytendavernd og ná matvælaverð-
inu niður. Við eigum að efla menn-
ingu með hugarfarsbreytingu og
skattaívilnunum. Menning er mann-
bætandi og arðbær og skilar t.d.
meira til landsframleiðslunnar en
landbúnaðurinn.
Við eigum að búa til samfélag, þar
sem einstaklingurinn og viðskiptalíf-
ið njóta sín á sama tíma og öflugt vel-
ferðar- og menntakerfi blómstrar,
samfélag frjálslyndrar jafnaðar-
stefnu.
Samfélag
frjálslyndrar
jafnaðarstefnu
Eftir Ágúst Ólaf
Ágústsson
Höfundur býður sig fram í 4. sæti
í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Reykjavík.
„Menning er
mannbæt-
andi og arð-
bær.“
ÉG vil hvetja alla sem ætla að
taka þátt í prófkjöri Samfylking-
arinnar í Reykjavík að staldra við og
veita athygli ungri efnilegri konu
ættaðri úr Borg-
arfirði sem heitir
Sigrún Grendal og
gefur kost á sér í 5.
eða 6. sæti listans.
Ég þekki hana að-
allega af vettvangi
félagsstarfa innan
Kennarasambands Íslands en hún
er formaður Félags tónlistarskóla-
kennara. Af kynnum mínum af Sig-
rúnu er ég þess fullviss að hún á fullt
erindi inná Alþingi. Hún er fylgin
sér og heiðarleg, réttsýn og ákveðin.
Hún sýndi það og sannaði að hún
hefur foringjahæfileika þegar hún
fór fyrir tónlistarskólakennurum í
löngu og erfiðu verkfalli þeirra í
fyrra. Sigrún er verðugur fulltrúi
nýrrar kynslóðar innan flokksins,
hún er Samfylkingarkona án for-
tíðar úr gömlu flokkunum. Þeir
ágætu þingmenn sem nú sitja hafa
allir staðið sig ágætlega og ættu skil-
ið að sitja áfram, en sætin eru ekki
nógu mörg fyrir alla og við verðum
að huga að endurnýjun í liðinu. Sig-
rún leggur áherslu á skólamál og
mikilvægi menntunar í samfélaginu,
á nýsköpun og skynsamlega nýtingu
auðlinda og náttúruvernd.
Ég hvet fólk til að fara inn á
heimasíðu Sigrúnar www. sigrun-
grendal.is og kynna sér hennar
áherslumál og að taka þátt í próf-
kjörinu á laugardaginn.
Ung kona
sem þorir
Þröstur Brynjarsson skrifar:
SAMGÖNGUR og nýjar hug-
myndir í borgarskipulagi verða stór-
mál næstu framtíðar á höfuðborg-
arsvæðinu. Sú mikla
umræða um skipu-
lagsmál sem spratt
upp úr grasrótinni í
tengslum við kosn-
inguna um framtíð
Reykjavík-
urflugvallar og
Vatnsmýrarinnar er til marks um
það. Á alþingi vantar þingmenn sem
sýna borgarskipulagi áhuga og
skilning. Einar Karl Haraldsson er
maður sem gerir samgönguátak á
höfuðborgarsvæðinu að sínu bar-
áttumáli. Hann vill berjast fyrir
samgöngukerfi sem hæfir borg-
arbúum, bora göng, brúa sund,
leggja hringveg um borgina, auka
öryggi í umferðinni og skapa al-
menningssamgöngum skilyrði til að
þrífast. Hagkvæmara borg-
arskipulag bætir mannlífið og jafnar
möguleika Reykvíkinga til að njóta
þess besta sem höfuðborgin hefur
upp á að bjóða. Með því að kjósa
Einar Karl í 4. sæti í prófkjöri Sam-
fylkingarinnar 9. nóv. leggur þú þitt
af mörkum til þess að gera Reykja-
vík að vistlegri borg.
Einar Karl
í 4. sæti
Lárus Ýmir Óskarsson kvikmynda-
leikstjóri skrifar:
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is