Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 39
VIÐ eigum öll eitt sameiginlegt:
Við viljum meira. Mörg okkar eiga
annað sameiginlegt;
við þurfum ekki
meira. Með miklu
ríkidæmi virðast
fylgja fleiri þing-
menn. Gegn fátækt-
inni fylgja fáir þing-
menn.
Jóhanna Sigurðardóttir virðist
vera ein af fáum þingmönnum lands-
ins sem er ekki að raka eld að sinni
grýtu og er fullkomlega heiðarleg og
hugrökk með afbrigðum. Alein hefur
hún staðið uppi í hárinu á hroka-
fullum, háðskum stórkörlum og fellt
þá úr fílabeinsturnum sínum, knúin
áfram af sannfæringu og réttlæt-
iskennd sem er sjaldséð meðal koll-
ega hennar. Það hefur aldrei leikið
vafi á því hvers vegna hún er á þingi.
Alþingi Íslands á ekki að vera sam-
kunda braskara og hagsmunahópa
sem hafa það ágætt enn vilja aðeins
meira. Hendum þeim út úr húsi okk-
ar. Það er meira en nóg til af verald-
legum auði handa öllum en andleg
fátækt okkar kemur í veg fyrir jafna
skiptingu. Þannig er það.
Heiðarlegir
þingmenn í
útrýmingarhættu
Kristján Kristjánsson hljómlistarmaður
(KK) skrifar: SÍÐUSTU sveitarstjórnarkosn-
ingar sýndu að sameining vinstri-
manna var mun lengra komin í
Hafnarfirði en ann-
ars staðar. Það er
ekki síst að þakka að
menn höfðu átt sam-
leið löngu áður en
kom að stofnun
Samfylkingarinnar
og fundið að það var
mun meira sem sameinaði menn en
sundraði.
Þegar Guðmundur Árni Stef-
ánsson varð bæjarstjóri í Hafn-
arfirði um miðjan níunda áratuginn
hófst mjög farsæl samvinna Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags. Þegar
kom að því að sameina þessi öfl var
búið að ryðja flestum hindrunum úr
vegi.
Guðmundur Árni átti stóran þátt í
þessu og má segja að strax á níunda
áratugnum hafi verið lagður grunn-
urinn að stórsigri Samfylking-
arinnar í Hafnarfirði í síðustu sveit-
arstjórnarkosningum.
Nú þegar valið er á framboðslista
er mikilvægt að efsta sætið skipi ein-
staklingur sem getur leitt listann
fram til sigurs. Einstaklingur sem
setur velferðarmálin í öndvegi og er
vanur að taka til hendinni. Því hvet
ég Samfylkingarfólk til að velja Guð-
mund Árna í 1. sæti í flokksvalinu 9.
nóvember nk.
Guðmund Árna
í fyrsta sæti
Sigurður Á. Friðþjófsson,
upplýsinga- og fræðslufulltrúi, skrifar:
TÆKIFÆRIÐ til þess að láta
ferskan andblæ leika um Alþingi
stendur flokks-
mönnum Samfylk-
ingarinnar til boða í
prófkjöri flokksins
þann 9. nóvember.
Þá fara fram tveir
einstaklingar sem
hafa sýnt að þeim er
annt um þjóðarhag og eru tilbúnir til
þess að standa vörð um fólkið í land-
inu. Hér er átt við Bryndísi Hlöðvers-
dóttur alþingismann og Ágúst Ólaf
Ágústsson, formann Ungra jafn-
aðarmanna.
Bæði hafa þau barist dyggilega –
hvort á sínum vettvangi – fyrir rétt-
indum námsmanna og að Íslendingar
skilgreini samningsmarkmið sín í að-
ildarviðræðum við ESB, óski eftir
samningum og gefi síðan þjóðinni
kost á því að velja eða hafna aðild að
ESB.
Ein helsta auðlind Íslands er vel
menntað fólk. Að tryggja Íslend-
ingum aðgang að menntakerfi á
heimsmælikvarða er nokkuð sem
tryggir Íslandi sess í fylkingarbrjósti
þjóðanna um aldur og ævi. Með því að
setja Ágúst Ólaf í fjórða sætið og
Bryndísi í annað sætið í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Reykjavík fær-
umst við skrefi nær þessu takmarki.
Bryndísi í annað
sætið, Ágúst
í fjórða
Ómar R. Valdimarsson, ritstjóri vefrits
Ungra jafnaðarmanna, Pólitík.is, skrifar:
HÉR með skora ég á Samfylking-
arfólk í Suðvesturkjördæmi að styðja
Þorlák Oddsson ekki neðar en í 4.
sæti listans í prófkjörinu 9. nóv-
ember.
Ég heyrði fyrst af Þorláki sem
hörðum baráttumanni fyrir bættum
kjörum og aðbúnaði
verkafólks hjá ál-
verinu. Það var sagt
að hann væri óhefl-
aður og færi um
margt óhefðbundnar
leiðir í samskiptum
við yfirmenn, þó fann
ég gæta þar hlýju í hans garð og þótti
mér það í mótsögn við hið fyrra.
Seinna kynntist ég Þorláki vel á
öðrum vettvangi, kom mér þá á óvart
hvað hann var opinn og hlýr í sam-
skiptum við alla, háa sem lága, og að
hann var með litróf mannlífsins á
hreinu.
Við þurfum kraftmikinn og hlýjan
alþýðumann á Alþingi – Þorlák á
þing.
Þorlák á þing
Gerður Jóelsdóttir skrifar:
ÉG hvet alla sem fylgst hafa með
störfum Ástu Ragnheiðar Jóhann-
esdóttur á Alþingi að kjósa hana í
þriðja sæti í próf-
kjöri Samfylking-
arinnar 9. nóvember.
Ég hef fylgst með
henni og notið góðs
af þrotlausu starfi
hennar fyrir rétt-
indum sjúklinga og
annarra sem komnir eru upp á sam-
hjálp samfélagsins. Þetta hefur hún
gert með flutningi frumvarpa á Al-
þingi, skrifum í blöð, erindaflutningi
á vegum samtaka þeirra sem þurfa á
velferðarkerfinu að halda, og ekki
síst aðstoð við einstaklinga sem eiga
erfitt með að fóta sig í frumskógi
regluverks opinberrar þjónustu.
Á Alþingi og opinberri umræðu er
ekki ötulli talsmaður og bar-
áttumaður en Ásta Ragnheiður, fyr-
ir þessi samtök og þetta fólk, að öðr-
um góðum liðsmönnum ólöstuðum.
Prófkjörið er opið öllum sem skrá
sig í Samfylkinguna og það má gera
um leið og kosið er.
Ásta R. er ómiss-
andi á Alþingi
Rósa Jónída Benediktsdóttir, öryrki og
stjórnarmaður í Gigtarfélaginu, skrifar:
4.- 6.
sæti
Birna Lárusdóttir
Munið prófkjör Sjálfstæðisflokksins
í Norðvesturkjördæmi
laugardaginn 9. nóvember
ENGINN einn stjórnmálamaður
á ríkari þátt í því að Samfylkingin er
nú orðin það mikla afl sem vonir
stóðu til en Margrét Frímanns-
dóttir. Atorka Margrétar og iðju-
semi í þau hartnær
sextán ár sem hún
hefur átt sæti á Al-
þingi er ljós öllum
þeim sem gefið hafa
stjórnmálum
minnsta gaum. Með
ötulli baráttu og
ósérhlífni hefur hún markað spor sín
í stjórnmálasöguna og er óhætt að
fullyrða að íslensk alþýða á ekki öfl-
ugri málsvara nú. Málflutningur
hennar á þingi ber því glöggt vitni.
Og á þeim vettvangi á Margrét
fyrsta sætið algerlega óskipt. Mar-
grét sækist eftir fyrsta sæti á lista
Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
og er það eðlileg og óhjákvæmileg
krafa eftir afar farsælt starf.
En að fyrsta sæti Margrétar hef-
ur verið sótt í aðdraganda komandi
flokksvals. Þykir mér það afar miður
og er ekki ein á þeirri skoðun. Kjós-
endur verða að bera gæfu til að
tryggja samfellu og ýtrasta styrk
flokks síns og velja þá sem skara
fram úr. Skora ég því á kjósendur
Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
að tryggja Margréti Frímanns-
dóttur fyrsta sætið. Þar á hún
heima.
Tryggið Margréti
fyrsta sætið
Elín Brimdís Einarsdóttir sjúkraliði skrifar:
Moggabúðin
Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.